Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 35
> MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULI 1974 35 IÞROITAFRETIIR MORGHNBLABSIIIIS Eyjadómarar í verkfalli Breiðabliksmenn fóru fýluferð til Eyja — hver borgar brúsann? KNATTSPYRNUDÓMARAR f Eyjum eru þessa dagana f verk- falli. Eru þeir mjög óánægðir með að hafa ekki verið hækkað- ir f flokki, þrátt fyrir margra ára starf. Þannig er t.d. enginn landsdómari f Eyjum, einn héraðsdómari og svo nokkrir unglingadómarar. Þrátt fyrir ftrekaðar beiðnir, um að mál þeirra væru tekin fyrir af Knattspyrnudómarasamband- inu, hafa Eyjadómararnir enn ekki fengið nein svör. I fyrrakvöld átti að fara fram leikur í Eyjum á milli 1. flokks ÍBV og 1. flokks Breiðabliks í bikarkeppninni. Voru Blik- arnir komnir til Eyja og til- búnir að leika, og eins leik- menn ÍBV, en leikurinn gat þó eigi farið fram, þar sem enginn mætti dómarinn. Léku Breiðabliksmenn í stað- inn æfingaleik við sam- bland úr meistara- og 1. flokki IBV og fóru leikar þannig, að IBV vann 2:0. Unglinga- dómarar hafa ekki rétt til að dæma leiki í lands- móti 1. flokks. Eini lands- dómarinn í Eyjum, Helgi Sigur- lásson, er þessa dagana í sumarleyfi uppi á fastaland- inu. Neituðu unglinga- dómararnir að dæma leik- inn á þeirri forsendu, að þeir hefðu ekki réttindi til þess. Haft var samband við Helga Danfelsson, formann mótanefndar KSÍ, og bað hann Vestmanneyinga að gera allt sem þeir gætu til að leikurinn mætti fara fram. Bað hann þá um, að láta ekki stríð Eyjadóm- ara gegn Knattspyrnu- dómarasambandinu bitna á sak- lausum leikmönnum Breiða- bliks, sem lagt hefðu á sig fyrir- höfn og kostnað. Allt kom fyrir ekki, dómar- arnir sátu við sinn keip og hreyfðu sig hvergi. Fór leikur- inn því ekki fram og máttu Blikarnir snúa heim að æfinga- leiknum loknum. Morgunblaðið hafði í gær samband við Hermann Jónsson, sem er öllum knattspyrnumál- um í Eyjum kunnur, og spurði hann um afstöðu Eyjadómar- anna. Sagði Hermann, að dóm- arar í Vestmannaeyjum væru orðnir langþreyttir á að eltast við aukin réttindi frá KDSl. Síðastliðinn vetur hefði þeim verið Iofað öllu fögru, en þó þeir hefðu ítrekað fyrri beiðnir sínar í upphafi Islandsmótsiris, væri enn ekki komið svar né aukin réttindi. Dómararnir hefðu í fyrstu ekki ætlað að dæma neina leiki í yngri flokk- unum í Eyjum í sumar, en þó látið til leiðast, eftir að þeir höfðu fengið vilyrði fyrir auknum réttindum. I fyrradag hefðu dómararnir svo látið til skarar skríða og neitað að dæma leikinn í 1. flokki. Vissu- lega þætti dómurunum það slæmt, að leikmenn Breiðabliks og IBV skyldu hafa orðið fyrir barðinu á þessari ákvörðun, en biðlund þeirra hefði verið þrot- in. Morgunblaðið reyndi í gær að ná sambandi við Ragnar DREGIÐ hefur verið í skyndi- happdrætti handknattleiks- deildar KR. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur — 3051. 2. vinningur — 821, 3. vinn- ingur — 1394, 4. vinningur — 2173. Magnússon formann KSDl, en það tókst ekki. Kostnaður Breiðabliksmanna vegna ferðarinnar til Eja hefur sennilega verið rúmlega 30 þús- und, og manni verður á að spyrja: Hver borgar brúsann? -áij Ali að hætta BOXKÖNGURINN Muhammed Ali, öðru nafni Classius Clay, lét hafa það eftir sér f gær, að hann myndi hætta hnefaleikaiðkunum innan skamms. — Leikur minn gegn George Foremann 23. september næstkomandi verður minn sfðasti f hringnum, sagði Ali. íslandsmótið 3. deild: döá *** '}%h **&&*&* Ur leik Stjörnunnar og Fylkis. Geir og Einar berjast um knöttinn, en Ingólfur fylgist með. (Ljósm. S. Þorm.). 5 lið nokkuð örugg í úrslitin KEPPNIN f þriðju deild Islands- mótsins f knattspyrnu er nú vel á veg komin vfðast hvar f riðlunum átta. Segja má að þrjú lið séu örugg f úrslitin: Stjarnan Garða- hreppi, Vfkingur Ölafsvfk og Austri Eskifirði. Þá er staða Reynis og Stefnis Súgandafirði einnig góð. Stjarnan vann lið Fylkis sfðast- liðinn föstudag og með þvf tók liðið tveggja stiga forustu f riðlinum. Að vfsu gætu iR-ingar tekið stig af Stjörnumönnum f sfðari leik liðanna. Austri frá Eskifirði er í þeim Austfjarðarriðlinum, sem álitinn er auðveldari, eigi að síður kom sigur Austra gegn liði Hugins frá Seyðisfirði nokkuð á óvart. Sá Birgir Isleifur kom á óvart með knattspyrnusnilli sinni 17. júnf. Næst ætlar hann að reyna fyrir sér f golfinu. sigur, sem vannst á útivelli, kom Eskfirðingunum langleiðina í úr- slit og það hefur einnig hjálpað þeim, að hin liðin hafa reytt stigin hvert af öðru. öll nótt er þó ekki úti enn. Víkingur frá Ölafsvík er nær öruggur með að komast í úrslitin, annað árið í röð. Virðast Víking- arnir hafa talsverða yfirburði yfir hin liðin á Vesturlandi. I vestri Norðurlandsriðlinum, e-riðli, er mikil barátta á milli KS og Leifturs. Liðin eru jöfn að stig- um, hafa bæði leikið tvo leiki og unnið þá. Siglfirðingar hafa leikið báða leiki sína á útivelli, en Leiftur hins vegar heima. Völlur- inn á Ólafsfirði er í stytzta lagi og hafa aðkomuliðin kvartað undan honum. Mikið hefur verið skorað f leikjunum á Ólafsfirði, eða 20 mörk f tveimur leikjum, 9:4 gegn USAH og 4:3 gegn Tindastól. KS og Leiftur leika saman í kvöld og ættu línurnar þá að skýrast nokkuðí riðlinum. I h-riðli, sem af flestum er tal- inn sterkari Austfjarðariðillinn, berjast Þróttur og Leiknir um efsta sætið. Hafa þessi lið unnið andstæðinga sína auðveldlega, en f leik þeirra á Norðfirði varð jafnt eftir mikla baráttu. Liðin eiga eftir að leika á Fáskrúðsfirði og ætti heimavöllurinn að koma Leikni þar til góða. Of snemmt er þó að spá neinu, það eitt er vfst, að bæði liðin ætla sér suður í úrslitin í haust, og helzt alla leið upp í aðra deild. I Vestfjarðariðli er fyrri um- ferðinni lokið. Stefnir frá Súg- andafirði er með 3 stig, HVl með 2 og Bolvíkingar með 1 stig. I seinni umferðinni eiga Stefnis- menn að leika gegn HVl á Súg- andafirði, þannig að segja má að allt bendi til þess, að liðið komist í úrslit þriðju deildarinnar. I riðlinum, sem leikinn er hér á suð-vesturhorninu eru Reynis- menn úr Sandgerði með tveggja stiga forystu eftir fyrri umferð- ina. Liðið er komið með 7 stig, en Afturelding er með 5. Þór Þor- lákshöfn og Víðir eru bæði með 4 stig. Ur eystri Norðurlandsriðlinum hafa litlar fréttir borizt, en fyrri umferðinni er lokið. Þar eigast við Reynir, Magni og UMSE. Real Madrid bikarmeist- ari í fjarveru J. Cryuffs REAL Madrid varð spænskur bikarmeistari f knattspyrnu í ár. Til úrslita um titilinn lék liðið við Barcelona, sem að þessu sinni varð að vera án þess leikmanns, sem bar liðið fram til sigurs 1 spænsku 1. deildar keppninni, Johans Cryuff. 1 úrslitaleiknum hafði Real Madrid ótvfræða yfir- burði og sigraði 4—0. Þar með varð að engu von Barcelona að sigra bæði f deildarkeppninni og bikarkeppninni, en það hefur ekki gerzt á Spáni sfðan 1962. Fyrst var það boltinn, nú komið að golfkylfum FULLTRUAR í borgarstjórn Reykjavíkur gerðu svo sannar- lega lukku er þeir mættu emb- ættismönnum borgarinnar í knattspyrnukappleik á Laugar- dalsvellinum 17. júní síðastliðinn. Bæði stúkan og stæðin umhverfis völlinn voru þéttskipuð áhorf- endum, sem skemmtu sér hið bezta yfir tilburðum „knatt- spyrnumannanna". Leikur þessi hefur greinilega orðið til þess að vekja áhuga stjórnmálamanna borgarinnar, því á laugardaginn ætla þeir að fjölmenna í golf í Grafarholti. Fremstur í flokki verður væntanlega borgarstjór- inn Birgir Isleifur Gunnarsson, en auk hans höfðu 18 aðrir borg- arfulltrúar og varamenn þeirra skráð sig í keppnina. Fyrirkomulag keppninnar verður með þeim hætti, að hver borgarfulitrúi má velja sér einn kylfing úr röðum Grafarholts- manna sér til aðstoðar. Slá þeir síðan til skiptis borgarfulltrúinn og „alvörukylfingurinn". Leiknar verða níu holur og að keppninni lokinni verða veitt verðlaun og veitingar í skála GR í Grafarholti. Áhorfandi, sem engan leik sá KNATTSPYRNULIÐIN, sem léku f HM, áttu sér öll hóp tryggra aðdáenda, er fylgdu þeim til Þýzkalands. Fá liðanna höfðu þó fleiri áhangendur en skozka liðið, og létu skozku áhorfendurn- ir mikið til sfn heyra. Meðal þeirra, sem var á öllum leikjum Skotanna, var James Banks frá Linburn við Edinborg. Sá var munurinn á honum og öðr- um áhorfendum, að Banks sá eng- an þessara leikja. Hann er blínd- ur. Sex vinir Banks fóru með hon- um til Þýzkalands og lýstu þvf, sem fyrir augu þeirra bar og Banks sagðist hafa notið leikj- anna vel. Daginn, sem Skotland og Brasilfa léku og erðu jafntefli 0:0, átti Banks 26 ára afmæli og auðvitað var haldin mikil af- mælisveizla. Hörð golfkeppni og há verðlaun Bandaríkjamaðurinn Bob Menne bar sigur úr býtum í hinu árlega opna golfmóti sem lauk í Carlotte í Norður-Karolínu fyrir nokkru. Lék hann 72 holurnar á samtals 270 höggum, en í öðru sæti varð landi hans, Jerry Heard sem einnig lék á 270 höggum. Fór fram bráðabani milli kappanna og vann Menne þegar á fvrstu hol- unni, sem hann lék á tveimur höggum. Þótti „pútt" hans þar stórglæsilegt. en það var rösklega 30 metrar. I verólaun fvrir sigurinn hlaut Menne 50 þúsund dollara, en Heard fékk 28.500 dollara í sinn hlut. I þriðja sæti í keppninni varð Dave Hill, er lék á 271 höggi og fékk 17.750 dollara i verðlaun og í fjórða sæti varð svo kappinn Lee Trevino sem lék á 272 högg- úm og fékk 11.750 dollara i verð- laun. Keppni þessi var gífurlega hörð, svo sem bezt má sjá af því að sá er varð í ellefta sæti, Bert Yancey, lék á 277 höggum. Player fyrstur í British Op en EFTIR fyrstu 18 holurnar í Brit- ish Open Golfkeppninni hafði Suður-Afríkumaðurinn Gary Player forystu í keppninni ásamt líttþekktum Breta, John Morgan. Danny Edwards USA og Bobby Cole voru með 70 högg, Hubert Green, Peter Oosterhuis og John O’lerly voru allir með 71 högg. Tom Weiskopf og Johny Miller voru báðir með 72 högg, en Lee Trevino var í rauninni úr leik með 79 högg eftir 18 holur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.