Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULI 1974 29 fclk í fréttum Vörumarkaðurinnhl. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 8 6112, REYKJAVÍK. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoðanakönnunar í Frakklandi eru menn þar ( landi mótfallnir því, að konur séu að sleikja sólskinið ber- strípaðar á baðströndum. Það hefur færzt mjög í vöxt, að konur kasti klæðum I sólinni, og þá ekki sízt ( Bandaríkjunum. Með- fylgjandi mynd var tekin á baðströnd við Los Angeles ( Kaliforníu, og baðvörður þar sagði, að á um 400 metra langri strönd hafi á sunnu- dag verið um fjögur þúsund strtplingar, konurog karlar. r it Oheppi- Iegar stöðu- mælasektir Lögregian í New York borg notar tölvu til að fylgjast með stöðumælasektum, og ef ein- hver bíleigandi er farinn að safna sektum, án þess að hirða um að greiða þær, fær sá hinn sami rukkunarbréf frá tölvunni. Fyrir nokkru fékk maður einn, sem býr utan við stór- borgina, bréf frá tölvunni, þar sem honum er sagt að hann skuldi fjölda sekta vegna stöðumælabrota. Maðurinn hringdi strax í viðkomandi umferðardeild og tjáði henni, að umræddur bíll væri einkabíll frúarinnar, og að hún hefði ekki komið til borgarinnar í fimm ár. Neitaði hann því að borga sektírnar. Næst fékk maðurinn (tar- lega skýrslu um stöðumæla- brotin, og kom þá ( Ijós, að bfl frúarinnar hafði alltaf verið lagt á sama stað í borginni. Gafst þá frúin upp og játaði, að hún hefði haft ástarsamband við mann I New York um nokkurt skeið. Eiginmaðurinn féllst á að borga sektirnar. Utvarp Revkjavík ★ FÖSTUDAGUR 12. júlf 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Asdfs Skúladóttir byrjar að lesa sögu eftir Stefán Jónsson: „Lauga og ég sjálfur". Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli lióa. Spjallaó við bændur kl. 10.25. Morgunpopp kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Yehudi Menuhin og hljómsveitin Philharmon- ia leika „Harold á Italfu", tónverk eftir Berlioz/Evelyn Crochet leikur á pfanó Stef og tilbrigði op. 73 eftir Fauré. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: Endurminningar Mannerheims Þýðandinn, Sveinn Asgeirsson, les (16). 15.00 Miðdegistónleikar: Peter Pears, Denis Brazin og Nýja sin- fóníuhljómsveitin f Lundúnum flytja Serenötu op. 31 fyrir tenór, horn og strengjasveit eftir Benjamin Britten; Eugene Goossens stj. Sinfónfuhljómsveit Lundúna leikur „Enska dansa“ nr. 1—8 eftir Malcolm Arnold; Sir Adrian Boult stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veður- fregnir. 16.25 Popphomið 17.10 Tónleikar. 17.30 Þættir úr ferðabók Dufferins lá- varðar Þýðandinn, Hersteinn Pálsson, les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Spurt og svarað Ragnhildur Richter leítar svara við spurníngum hlustenda. 20.00 Atriði úr óperunni „La Bohéme“ eftir Puccini Carlo Bergonzi, Renata Tebaldi o.fl. flytja ásamt kór og hljómsveit Santa Cecilia tónlistarskólans f Róm; Tullio Serafin stj. 20.35 Suður eða sunnan? — annar þáttur Þingmennirnir Helgi Seljan, Karvel Pálmason, Pálmi Jónsson og Stefán Valgeirsson ræða um ókosti búsetu úti á landi. Umsjónarrnaður: Hrafn Baldursson. 21.30 Utvarpssagan: „Arminningar“ eft- ir Sven Delblanc Heimir Pálsson fslenzkaði. Sverrir Hólmarsson og Þorleifur Hauksson lesa (2). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Búnaðarþáttur: Búskaparhættir að Nesi f Reykholtsdal Gfsli Kristjánsson ritstjóri ræðir við Bjarna Guðráðsson bónda. 22.40 Sfðla kvölds Helgi Pétursson kynnir létta tónlist. 23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 13. júlf 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Asdfs Skúladóttir les framhald sögunnar „Lauga og ég sjálfur“ eftir Stefán Jónsson (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Borghildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.30 Vronskf og Babfn leika á tvö pfanó a. Sinfónfskir dansar op. 45 eftir Rakh- maninoff. b. Tilbrigði eftir Lutoslavsky um stef eftir Paganini. 14.00 Vikan sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Miðdegistónleikar Blásarakvintettinn í New York leikur Kvintett f þjóðlagastfl eftir Heitor Villa-Lobos. Nan Merriman syngur spænska söngva. Hljómsveit tónlistarskólans f Parfs leikur dans nr. 1 úr „La vida breve“ eftir Manuel de Falla og þætti úr „Iberiu“, hljómsveitarrunu eftir Isaac Albéniz; Rafael Friibeck De Burgos stj. 15.45 A ferðinni ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir.). 16.30 Horft um öxl og fram á við Gfsli Helgason fjallar um útvarpsdag- skrána sfðustu viku og hinnar næstu. 17.30 Framhaldsleikrit barna og ungl- inga: „Heilbrigð sál f hraustum lfkama“ eft- ir Þóri S. Guðbergsson Fjórði þáttur. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Þröstur ... Randver Þorláksson / Svan- dfs ... Anna Kristfn Arngrfmsdóttir / Spekingurinn ... Jón Júlfusson / Jó- hannes ... Sigurður Skúlason / Fréttamaður útvarps (fþrótta) ... Jón Asgeirsson / Fulltrúi Iþróttasambands tslands ... Erlingur Gfslason / Full- trúi ungtemplara ... Þórhallur Sig- urðsson / Fulltrúi kirkju og kristil. æskulýðsfélaga ... Jón Sigurbjörnsson / Félagsráðgjafi... Edda Þórarinsdótt- ir / Sögumaður ... Knútur R. Magnús- son / Guðmundur Jónsson, almennur borgari ... Klemenz Jónsson / Sveinn ... Flosi ólafsson / Þorkell ... Bessi Bjarnason. 18.00 Söngvar f léttum dúr. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Irskt kvöld a. Spjall um land og þjóð Eggert Jónsson borgarhagfræðingur flytur. b. Irsk tónlist c. Kafli úr sjálfsævisögu Franks O’Connors Hjörtur Pálsson les eigin þýðingu. 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. ★ Betra er seint en aldrei Fréttablað brezku lög- reglunnar skýrði frá því ný- lega, að Peter Baxendale rannsóknarlögreglumaður hafi aðstoðað British Museum við að endurheimta bók, sem stolið hafði verið úr safninu. Baxendale þessi var að yfirfara bókalista ( sambandi við uppboð á gömlum bókum, og þar rakst hann á bók, sem var merkt safninu. Hann lét strax vita, og bækur British Museum voru kannaðar. Kom f Ijós, að lögreglumaðurinn hafði rétt fyrir sér. Bókin, sem nú er talin um 100 punda virði, hafði horfið úr safninu „ein- hvernt(ma á árunum 1760- 1769". Brezka lögreglan telur ekki ástæðu til að leita að bókar- þjófnum. 60 sent kostuðu hann vinnuna Sögur af Kennedy- ættinni í Bandaríkjunum — þessari einu einu — þykja alltaf fréttamatur, og gildir það jafnt um tengdafólkið. í fyrri viku komst Stephen Smith í blöðin, en hann er kvæntur Jean Kennedy. Hann hafði verið á ferð í leigubifreið og bifreiðar- stjórinn ekki valið rétta leið. Skipaði Stephen honum þá að stöðva gjaldmælinn, og gerði bílstjórinnn það. Á leiðarenda neitaði Stephen svo að greiða ökugjaldið, sem var aðeins 60 sent. Bifreiðarstjórinn kallaði þá á lögreglu, og var Stephen fluttur í hand- járnum á næstu stöð, sakaður um þjófnað á þjónustu, eins og það er nefnt. Á hann að mæta fyrir rétti 25. þessa mánaðar. Ökumanninum var sagt upp starfi, og segir hann, að það sé allt Stephen að kenna. Fyrirtækið segir hins- vegar, að margar kvartanir hafi borizt vegna framkomu bíl- stjórans, sem aðeins hafði starfað hjá þeim í viku. Myndin er af Stephen Smith á lögreglu- stöðinni. VORUM AD FÁ ÞESSI SJENSKU BOROSTOFUSETT AFTUR. VERDIB ER ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT. Opið til kl. 10 CALIFORNIA, FLORIDA 00 BOSTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.