Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULI 1974 15 - V Og innan þessa hrings er veröld þín..." Sl. sunnudag var hringvegurinn formlega opnaður. Það var tfmamótadagur í sögu þjóðar okkar. Morgunblaðinu þykir við hæfi að birta f heild ræður þær, sem fluttar voru við opnun hringvegarins, og eru þær birtar á næstu fjórum sfðum. Þess skal getið, að fyrirsögnin er sótt f ljóðlfnur eftir Stein Steinarr. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup: Það opnast vegur um vegleysu LOFSYNGIÐ Drottni, því að hann hefur sig dýrlegan gjört. — 2. Mós. 15. Þetta eru einhver elztu orðin, sem skráð eru í Heilagri ritningu. Og þau urðu til af þeirri orsök, að það opnaðist vegur um vegleysu. menn fundu braut þar sem engrar var von. Þetta gerðist á sandi langt héðan. Þar var fjölmenni á ferð, á flótta úr þrælkun, undan tortimingu. Óvígur her sótti eftir þeim varnarlausum og náði þeim þar sem engin var undankoma, ófæra framundan, óvæður sjór. Þá hrópuðu þeir til Drottins og hinn trúarsterki fyrirliði þeirra sagði: Óttizt ekki, verið rólegir, þér munuð sjá að Drottinn hjálpar. Og hann lyfti upp staf sinum og rétti út hönd sína yfir móðuna og lagði af stað og þeir komust yfir, björguðust. Hvernig mátti það verða? Hvernig gerðist það? Svo hefur verið spurt og svörin ekki á eina lund. En viðbragð þeirra, sem hlut áttu að máli og lifðu viðburðinn, var þetta: Drott- inn hefur sig dýrlegan gjört. Lofsyngjum honum. Og þeir sungu áfram: Drottinn er styrkur minn, hann varð mitt hjálpræði, hann er minn Guð og ég vil veg- sama hann, Guð f öður mfns, ég vil tigna hann. Hver er sem þú, Drottinn, hver er sem þú, dýr- legur að heilagleik, dásamlegui til Iofsöngva, þú, sem störmerkin gjörir? Þú hefur leitt fólkið, sem þú frelsaðir, með miskunn þinni, þú fylgir því með þínum krafti. Atvik aftan úr forneskju, hvi skal það rifjað upp hér? Hvernig sem menn vilja túlka eða skýra atburðinn við Rauðahafið, þá er það staðreynd, að það sem gerðist þarna varð til þess, að þessir hröktu og kúguðu ættflokkar urðu þjóð. Þeir lifðu þessa björg- un, þennan sigur, svo djúpt, svo sterkt, að þeir báru þess menjar alla tíð. Þaðan af gat aldrei svo óvænlega horft, að vonin kulnaði, að traustið bilaði, að Guð hyrfi. Þaðan í frá gat ekkert yfir dunið, sem bugaði þessa þjóð, svipti hana sérkennum og sjálfsvitund. Svo miklu getur það munað að skynja Guð í því sem gerist, að sjá í gegnum hið ytra, tímanlega og finna Guðs einlífa hug í stundleg- um atvikum, Guðs miskunn og mátt á bak við líf sitt. Nú erum vér hér, Skaftfell- ingar, Islendingar, við Skeiðará, og erum komnir yfir, höfum lifað það, að allar foráttur undan Vatnajökli eru sigraðar. Slíkt var til skamms tíma óhugsandi og ógerlegt. „Núpsvötn og Skeiðará verða aldrei brúaðar,“ skrifar sr. Magnús á Prestabakka fyrir fáum áratugum. Hann þekkti vel alla staðhætti og fór marga hættuför um Skeiðarársand. Þegar hann skrifaði þetta voru komnar brýr yfir mörg hin viðsjálu vötn þess- arar sýslu og væntanlegt að önnur yrðu brúuð fyrr eða síðar. En hér yrði aldrei reynt, aldrei nein til- tök að reyna. Þetta var raunsætt og rétt. En samt er það orðið, sem engum kom til hugar að verða mætti. Þjóðin hefur lyft stað tækninnar yfir ófæruna. Er nokkuð meira um þetta að segja? Ekki er skýringa þörf, um orsakir og atburðarás verður aldrei deilt. En sem vér stöndum hér og erum að lifa þetta andartak f 11 alda þjóðarsögu, þá viljum vér hljóðna um stund og gefa rúm þeirri kennd, sem er tilbeiðsla, lotning og þökk. Hvergi er tsland yfir- bragðsmeira en héðan séð þar sem nú stöndum vér. Vér horfum upp til Hvannadalshnjúks, þar sem landið lyftist hæst í heiðið bleytum, brutu fs og stukku skarir. Þeim, sem hafa kynnzt vatna- og ferðagörpum úr Fljóts- hverfi og Öræfum og öðrum skaft- fellskum sveitum, er það minnis- stæðast um þá, hvað þeir voru hjálpsamir, hógværir, yfirlætis- lausir og fámálugir um mann- raunir sínar og hetjudáðir. „Það hefur annar staðið við stýrið og stjórnin hans gefizt svo vel,“ sagði einn þeirra, sem flestar varð að fara svaðilfarir milli Lóma- gnúps og Skaftafells. Mættu slíkar eigindir og lífs- viðhorf ríkja f fari kom- andi niðja byggðanna hér og allra byggða á tslandi. Þess þarfnast öldin nyðja, nútíð vélanna og framtfðin hulda ekki síður en liðin tíð. Enn mun stundum tæpt það brot, sem þjóð- in þarf að finna og fara til þess að komast leiðar sinnar, og ekki er þaó að efa, að jafnan þarf við að sjá. Jöklarnir munu enn sem fyrr hleypa yglibrúnum og upptök illra skapa í mannheimi verða ekki miður átakamikil og ísjár- verð hér eftir en hingað til. Vits mun þörf og stilitrar gætni, þess hugmóðs og hjartalags og vilja- stefnu, sem kristin trú gefur. Guð fylgi oss með sínum krafti fram á leið, Guð leiði oss með miskunn sinni. Guð varðveiti veginn og brýrnar undir Vatnajökli. Guð sé við stýrið og stjórni hug og hönd- um allra þeirra, sem hér fara um og allra landsins barna, Guð vaki yfir þeim vegi, sem fslenzk þjóð á fyrir höndum. Guð gefi, að þessi áfangi f framfarasókn þjóðar- innar reynist heil og sönn gifta þeim sveitum, sem næst eru vett- vangi og su bylting, sem nú verður, snertir dýpst. Guð láti hvern vorn sigur til auðnu verða. Guð láti íslenzkan anda auðgast f sókn gegn þeim hömlum náttúr- unnar, sem yfirstíga þarf, eins og hann hefur þroskazt f viðnámi og átökum við sömu náttúru áður. Guð forði oss frá því að misbjóða náttúru landsins og lögum Iffsins, hvort sem er á sviði efnis eða anda. Drottinn hefur leitt og stutt, hann er styrkur vor, honum þökkum vér, honum fylgjum vér, Drottinn Kristur er vegurinn, sannleikurinn og Iffið. upp. Og það er þjóðhátfðarár. Lát um hugann hljóðna frammi fyrir ásýnd landsins, fyrir undri íslenzkrar sögu og fyrir Guði Biblíunnar, sem er Guð vors lands. Hugsum um vegferð kynslóð- anna frá öld til aldar um vegleys- ur, bæði í bókstaflegri merkingu og óeiginlegri. Oft var eftir sótt, stór og skæð voru áhlaup óvfgra afla og mörg var fórnin færð. En yfir komst þjóðin og áfram, og nú er hér komið. Er nokkuð hér að segja sannara, heilbrigðara, eðli- legra, mannlegra, íslenzkara en þetta: Drottinn hefur sig dýr- legan gjört, það er hann, sem stór- merkin gjörir, Guð föður míns, ég vil vegsama þig, þú hefur leitt fólkið, sem þú frelsaðir, með miskunn þinni, þú fylgdir því með þínum krafti. Þau mannvirki, sem hér eru komin upp, eru dásamleg afrek mannlegs hugvits og tækni. En það var ekki stafur spámannsins, sem stórmerkið gjörði. Og það er ekki sproti tækninnar, sem vér tilbiðjum, það er Guðs hugur og hönd, sem vér þiggjum allt af, Iútum og treystum. Og ekki skal því gleymt, að hér hefur verið alfaraleið frá alda öðli. Og það þurfti hugvit, glögga athugun, auk áræðis og harðfengis til þess að fara þá leið. Hér hafa verið unnin afrek á söndunum, í vötn- unum, á jöklinum, sem gefa ekki eftir þeim, sem mest eru rómuð á vorri öld. Sú kynslóð, sem brunar hér um viðstöðu- og fyrirstöðu- laust á hröðum hjólum má hugsa til þeirra manna, sem buðu birg- inn þeim torfærum, sem mestar voru einhverjar á byggðu bóli í heimi. Og minnast má hestanna, sem klufu strenginn, stikluðu stórgrýttan botn, lamdir jökul- fleinum, rifu sig fram úr sand-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.