Morgunblaðið - 20.07.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.07.1974, Qupperneq 20
 20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULl 1974 iÞRóni iFRÉTTIR 1 IRGtiniBLAÐSINS ! Landskeppni í sundi: ísland — ísrael: Möguleikar á Telja verður fsland eiga tals- vert mikla möguleika f sund- 'andskeppninni gegn Israel, sem hefst f sundlaugunum f Laugar- dal klukkan 16 f dag. Að vfsu er Iftið vitað um getu fsraelsmann- anna, en er þessar þjóðir leiddu saman hesta sfna f 8-landakeppn- inni f fyrra hafði fslenzka liðið vinninginn. Nokkrar breytingar hafa orðið á báðum liðunum, en styrkleikahlutföllin hafa senni- lega ekki breytzt mikið. Eins og við sögðum frá í gær er rúmlega 20 ára aldursmunur á elzta og yngsta keppandanum í íslenzka liðinu. Guðmundur Gísla- son er aldurforseti fslenzka liðs- ins, en um leið þjálfari þess. Guð- mundur ætlaði að hætta keppni í vor, en þar sem hann er enn sterkastur í fjórsundinu sam- þykkti hann að keppa að þessu sinni. Islenzka liðið ætti að sigra í karlagreinum og þar má jafnvel gera ráð fyrir meti hjá Friðriki Guðmundssyni í 400 metra skrið- sigri sundi. íslenzku stúlkurnar hafa ekki æft nógu vel að undanförnu, þannig að þar tapast að lfkindum nokkur dýrmæt stig. Þar má einn- ig búast við Islandsmeti, hjá hinni efnilegu Þórunni Alfreðsdóttur í 400 metra skriðsundi. Þá er Iík- legt, að fslenzka sundfólkið bæti sína persónulega árangra i ein- hverjum greinum. Keppnin í dag hefst klukkan 16 og á morgun klukkan 15 verður haldið áfram í Laugardalslaug- inni. Meistaramótið í friálsum Meistaramótið f frjálsum fþróttum hefst á Laugardalsvell- inum klukkan 15 á morgun. Þá verður keppt f 15 greinum. A mánudag klukkan 20 verður tekið til við keppnina að nýju og þá keppt í 16 greinum. Sfðasti keppnisdagurinn er svo þriðju- dagurinn, en þá verða keppnis- greinar 3000 metra hindrundar- hlaup og fimmtarþraut karla. I mörgum greinum eru úrslit mjög tvísýn og því útlit fyrir jafna og spennandi keppni. Sjald- an hefur frjálsíþróttafólkið und- irbúið sig eins vel og óhætt er að reikna með Islandsmetum í nokkrum greinum. Ingunn Einarsdóttir gæti t.d. bætt metin bæði í 100 og 400 metra hlaupum. Hreinn Halldórsson hefur þegar bætt Islandsmetið í kúluvarpi einu sinni í sumar og gæti það enn betur verði sá gállin á hon- um. Erlendur Valdimarsson er til alls líklegur og sama má segja um fleiri. Tfmaseðill Meistaramótsins fer hér á eftir: Sunnudagur 21. júlf Kl. 15.00 400 m grindahlaup, kúluvarp karla, hástökk kvenna, spjótkast kvenna. Kl. 15.15 200 m hlaup karla, Kl. 15.25 200 m hlaup kvenna, Kl. 15.40 5000 m hlaup, spjótkast karla, kúluvarp kvenna. Kl. 15.50 hástökk karla, Kl. 16.00 langstökk karla Kl. 16.15 100 m grindahlaup kvenna Kl. 16.30 800 m hlaup karla Kl. 16.40 800 m hlaup kvenna Kl. 16.50 4x 100 m boðhlaup karla Kl. 17.00 4x 100 m boðhlaup kvenna. Mánudagur 22. júlf Kl. 20.00 100 m hlaup kvenna a-riðill undanrás, stangarstökk, þrfstökk, kringlukast karla. Kl. 20.05 100 m hlaup kvenna b-riðill undanrás, Kl. 20.10 100 m hlaup kvenna c-riðill undan- rás, KI. 20.20 100 m hlaup karla, a-riðill undan- rás, Kl. 20.25 100 m hlaup karla, b-riðill undan- rás, Kl. 20.40 1500 m hlaup kvenna Kl. 20.50 100 m hlaup kvenna, (JRSLIT Kl. 21.00 100 m hlaup karla, (JRSLIT, lang- stökk kvenna. Kl. 21.10 1500 m hlaup karla Kl. 21.35 400 m hlaup kvenna, sleggjukast, kringlukast kvenna Kl. 21.40 400 m hlaup karla Kl. 22.00 110 m grindarhlaup Kl. 22.15 4x400 boðhlaup kvenna Kl. 22.25 4x400 m boðhlaup karla Þriðjudagur 23. júlf. Kl. 20.00 3000 m hindrunarhlaup og fimmtarþraut karla. Skyldi IBK mæta Leeds eða Bayern Miinchen? Dregið í Evrópumótunum á þriðjudag A þriðjudaginn f næstu viku verður dregið um það, hvaða lið leika saman f 1. umferð hinna þriggja Evrópumóta, Evrópu- meistarakeppninni, Evrópu- keppni bikarhafa og UEFA- keppninni. Þrjú fslenzk lið taka að venju þátt f keppninni og að þessu sinni taka Keflvfkingar þátt f Evrópumeistarakeppninni sem Islandsmeistarar, Framarar taka þátt f Evrópukeppni bikar- hafa og Valsmenn þátt f UEFA- keppninni, en liðið varð f öðru sæti f sfðasta Íslandsmóti. Undanfarin ár hafa íslenzku lið- in verið mjög mismunandi heppin með mótherja í þessum mótum, en það hugarfar hefur ráðið hjá fslenzku liðunum að fá sem mót- herja nógu fræga andstæðinga til að fá sem flesta áhorfendur. Enda hefur það verið svo, að íslenzku liðin hafa aðeins einu sinni kom- izt í aðra umferð keppninnar. Að þessu sinni eru eins og venjulega mörg stórkostleg knatt- spynulið með í þessum mótum. Þátttökulið eru frá 30 löndum. Af löndum, sem eru f Evrópu- knattspyrnusambandi, senda Albanir ekki lið og ekki Wales f meistarakeppnina. Italir eiga ekki lið í Evrópumeistarakeppn- inni, þar sem ftölsku meistararnir Lazio eru f ársbanni frá Evrópu- mótum. Mögulegir mótherjar lBK: Keflvíkingar hafa löngum þótt allra liða heppnastir f Evrópumót- um og ár eftir ár hafa þeir getað boðið fslenzkum knattspyrnuunn- endum upp á að sjá eitt af beztu liðum Evrópu leika hér. Hér á eftir fer listi yfir þau félög, sem Keflvíkingar eiga möguleika á að mæta f 1. umferð keppninnar. Bayern Mtlnchen, Magdeburg, Leeds, Vöst Linz, Anderlecht, Omonia Kýpur, Levski Spartak, Celtic, Barcelona, Helsinki, St. Etienne, Piræus, Ujpest Dojza, Cork, Coleraine, Jeunesse d’Esch, Valeta, Viking, Feyenoord, Ruch Chorzow, Sporting Lissabon, Uni- versitatea Craiova, Átvidaberg, Slovan Bratislava, Fen. Instan- bul, Ararat og Hadjuk Split. Skyldu Framarar fá Liverpool? Framarar verða fulltrúar ís- lenzku liðanna f Evrópubikar- keppninni, en liðið tók í fyrra þátt í Evrópumeistarakeppninni sem þáverandi Islandsmeistari. Mögu- legir mótherjar Fram í keppninni nú eru: Carl Zeiss Jena, Eitracht Frank- furt eða Hamborg SV, Liverpool, Austria Wien, Waregem, Para- limni Kýpur, Dundee Utd, Lach- den Reipas, Monaco, Saloniki, Ferencvaros, Finn Harps, Ards, Bologna, FC Avenir Sliema, Strömgddset, PSV Eindhoven, Cardiff, Benfica, Jiul, Malmö, FC Sion, Slavia Prag, Bursaspor, Dynamo Kiev, Crvena og svo bikarmeistarar Búlgaríu og Pól- lands. Ajax gæti dregizt gegn Val 64 lið taka þátt í UEFA- keppninni og eru mörg þeirra vel þekkt hér á landi. Kunnust þeirra eru ensku liðin Derby, Ipswich, Wolves og Stoke og hollenzka lið- ið Ajax, sem hefur þó misst helztu skrautfjaðrirnar. Auk þessara liða má nefna eftirtalin lið, sem keppa í UEFA-keppninni og gætu lent gegn Valsmönnum: Dynamo Dresden, Borussia Mönchenglad- bach, FC Köln, Fortuna Dussel- dorf, Antwerpen, Racing White, CSKA Sofia, Hibernian, Dundee FC, Atletico Madrid, Juventus, Twente Entschede, Legia Warsjá, Setubal, Dinamo Moskva, Spartak Moskva og Partizan Belgrad. Fjölbreytt starf að Leirá IÞRÓTTASKÓLI Sigurðar Guð- mundssonar að Leirá f Borgar- firði hefur starfað frá þvf árið 1968. I sumar hafa þegar verið haldin 4 námskeið og 5 verða haldin seinna f sumar. Auk þess standa yfir námskeið f ung- mennadeiid fyrir börn og ungl- inga þar til f lok ágústmánaðar. Markmið skólans er að veita fræðslu f fþróttum og félagsstarfi. Blaðamaður Morgunblaðsins Golflands- liðið Ragnar Ólafsson, hinn efnilegi kylfingur úr GR, hefur hlotið flest stig til landsliðs, það sem af er árinu, 85.77. t öðru sæti er Jóhann Benediktsson GS með 75.85 og Þorbjörn Kjærbo er I þriðja sæti með 72.23 stig. Skipa þessir þrfr kylfingar fyrstu sætin f landsliðinu, en f byrjun ágúst verður val f landsliðið endanlega tilkynnt. Þeir sjö sem skipa næstu sæti f landsiiðinu eru Hans Isebarn, Loftur Ólafsson, Sigurð- ur Thorarensen, Júlfus Júlfusson, Einar Guðnason, Tómas Holton og Björgvin Þorsteinsson. ræddi stuttlega við Sigurð Guðmundsson skólastjóra fyrir skömmu og fer það viðtal hér á eftir. — Við byrjuðum á námskeiði í jassleikfimi f lok maí. Þátttaka var góð, alls 25 karlar og konur. Kennari var Monica Beckmann frá Noregi. Þá héldum við nám- skeið fyrir framkvæmdarstjóra ungmennafélaga og héraðssam- banda. Því námskeiði var komið á laggirnar f samráði við Ung- mennafélag Islands. Þátt f því tóku 12 manns og stóð námskeiðið í 3 daga. Fjallað var um hina fjölþættu starfsemi íþróttahreyf- ingarinnar. Menn báru sig saman og fræddu hver annan auk þess sem fluttir voru fyrirlestrar. Ég held, þó að ég segi sjálfur frá, að námskeiðið hafi verið vel heppn- að, menn voru ánægðir að því loknu og þreyttir, enda hafði ver- ið farið yfir mikið efni á stuttum tíma, segir Sigurður. — Þá var komið að námskeiði þar sem kennt var námsefni grunnskóla ISI og í framhaldi af því hófst námskeið í samráði við knattspyrnuforystuna. George Kirby þjálfari 1. deildarliðs ÍA sá um kennsluna og var gerður góð- ur rómur að útskýringum hans og leiðbeiningum. Nú eru starfandi íþróttabúðir fyrir börn og ungl- inga þar til í ágústlok. 50—60 börn og unglingar taka þátt í hverju námskeiði og jafnhliða íþróttum er lögð mikil áherzla á félagsmálahliðina. — Hvað er svo framundan? — I ágúst verða námskeið fyrir kennara og félagsmálaleiðtoga. 6.—11. ágúst verður fjallað á fjöl- breyttan hátt um notkun hóp- vinnubragða í skólum og al- mennri félagsstarfi. Þetta nám- skeið ætti að vera mjög áhuga- vekjandi. Kennari verður Gunnar Árnason sálfræðingur, en hann hefur sérstaklega kynnt sér þetta efni. Þá taka við tvö námskeið í leikrænni tjáningu. Kennari verð- ur Grete Nissen frá Noregi. Leik- ræn tjáning er í rauninni ekkert annað en nám í þvf að koma fram og tjá sig. Nauðsynlegt fyrir þá, sem hafa með höndum stjórn ann- arra. — Sfðasta námskeið sumarsins er svo f samráði við UMFI, þjóð- dansanámskeið. Það er ætlað þeim, sem áhuga hafa á að leið- beina í þjóðdönsum. Það er öllum opið og við vonum bara, að sem flestir taki þátt í þessum nám- skeiðum okkar, sagði Sigurður að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.