Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG LESBOK 140. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 4. AGUST 1974 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Fjölmenni fylgdist með barnaskemmtununum við nfu skóla f höfuðborginni, sem voru upphafið að þjóðhátfðarfagnaði Reykjavfkur. (Ljósm. Mbl.Ol.K. M) Gyðingar vara við stríði Tel Aviv 3. ágúst — AP. V arnarmálaráðherra ísraels, Shimon Peres, varaði á laugardag við nýju stríði við Araba og ásakaði SKÝRT var frá því í Beirut á laugardag, að Svoétríkin hafi fallizt á að veita palestínskum skæruliðum vopnaaðstoð. Er hér meðal annars um að ræða eld- flaugar gegn flugvélum. Segir að vopn þessi séu ætl- uð til varna. Blöð í Beirut, sem styðja skæruliða segja, að vopna- aðstoðin sé árangur heim- sóknar skæruliðaleiðtog- ans Yasser Arafats til Moskvu. Hlutlaus blöð segja, að Sovétríkin ætli að afhenda Sýrlendinga um leið fyrir að „tala um stríð, hóta stríði og búast til stríðs“. Þessi ummæli Peres, sem látin voru falla á fundi vopnin í gegnum Austur- Þýzkaland. Skæruliðar • hafa undan- farna tvo mánuði reynt að verða sér úti um eldflaugar til að verja flóttamanna- búðir Palestínumanna í Líbanon gegn loftárásum Israela. Ekki er talið liklegt, að stjórn Líbanons heimili skæruliðum að koma eld- flaugunum fyrir í búðun- um, enda er það stefna stjórnarinnar, að Líbanon- her eigi að sjá um varnir þeirra. í Verkamannafloknum, komu I kjölfar svipaðra aðvaranna frá Mordechai Gur, yfirmanni ísraelska hersins, og annarra embættismanna. Peres sagði, að Rússar hefðu í vonbrigðum sínum vegna batnandi og náins sambands Egypta við Washington hallað sér æ meira að öfgasinnaðri herbúð- um Araba, — Sýrlandi, Libýu, írak og palestínskum skærulið- um. Sagði hann, að Sýrlendingar hefðu fengið glfurlegt magn vopna frá Sovétríkjunum með flugvélum og skipum. Meðal þessara vopna væri Mig-23, full- komnasta orustuþota Sovét- ríkjanna, sem Rússar hefðu ekki viljað selja til neins annars lands, að Austur-Þýzkalandi undan- skildu. „Við höfum ákveðið að skýra fólki frá staðreyndum og hinu sanna, svo aö við getum undirbúið okkur“, sagði Peres. Virtist hann vera að beina orðum sínum að þeim, sem gagnrýnt hafa fyrri aðvaranir á þeim forsendum, að þær væru lítt trúverðugar, þvf að þeim fylgdu engar skýringar á þvf, af hverju búast mætti við nýju stríði innan árs, eins og Peres hef ur spáð. Peres sagði, að útvarpsstöðvar Araba væru enn á ný farnar að leika strfðslög, og Egyptar stunduðu nú heræfingar af kappi.“ Innrás aflýst Washington, 2. ágúst — AP.NTB FORSETI Uganda, Idi Amin, aflýsti á föstudagseftirmiðdag innrásinni, sem hann ætlaði að gera í grannrfki sitt Tanzaniu. Kom ákvörðunin eftir að Ug- anda hafði safnað miklu liði við landamæri Tanzaniu í þeim tilgangi að leggja undir sig hluta hennar. Deilur hafa að undanförnu verið á milli rfkjanna um það, hvort Tanzaniustjórn hafi haft f hyggju að gera innrás í Ug- anda, eins og Amin hefur stöð- ugt haldið fram, en öllu slíku hefur verið neitað í Dare Sal- aam höfuðborg Tanzaniu. Sovét veitir skæru- liðum vopnaaðstoð Beirut 3, ágúst — AP. Vopnahlé í Mosambique Jóhannesarborg 3. ágúst — NTB PORTtJGALSKI herinn og frels- isher Mósambique, Frelomo, hafa gert vopnahlé, að þvf er yfirmað- ur portúgölsku herstjórnarinnar f Port Marques hefur skýrt frá. Ekki var minnzt á, hvort samn- ingaviðræður um framtfð Mosam- bique væru hafnar eða ekki. Eftir því sem blöð í Suður- Afríku skýrðu frá á laugardags- morgun, hafa hermenn Portúgala og Frelomo skipzt á friðarkveðj- um. Undanfarið hafa hermenn Frelomo unnið við að grafa upp jarðsprengjur, sem þeir höfðu áð- ur komið fyrir. SPRENGJUR ÍPARlS París 3. ágúst — AP ÞRJÁR sprengjur sprungu I nótt fyrir framan byggingar tveggja Parfsardagblaða og góðgerðar- stofnunar Gvðinga. Miklar skemmdir urðu á byggingunum og bifreiðum, og einn maður særðist Iftillega. Lögreglunni tókst að gera óvirka fjórðu sprengjuna sem var í sendiferðabíl framan við aðal- stöðvar franska útvarps og sjón- varpsins, en yfirvöld höfðu fengið vfsbendingu um sprengjuna f gegnum síma. Ekki er vitað um ástæður sprenginganna, en blöðin tvö, L’aruore og Minute, eru hægri sinnuð og hafa tekið afstöðu gegn Aröbum f deilu þeirra við ísrael. Viðræður um vopnahléslín- ur ganga illa Nikosia 3. ágúst. — AP. GRtSKIR og tyrkneskir herfor- ingjar áttu á laugardag í annað sinn fund til að ákveða vopnahlés- lfnur og hlutlaus belti á Kýpur. Á fyrri fndinum, sem haldinn var á föstudag, náðist ekkert sam- komulag eftir fjögurra klukku- stunda umleitanir, að því er starfsmaður Sameinuðu þjóðanna skýrði frá. Viðstaddir viðræðurnar var einn brezkur herforingi og einn úr gæzluliði S.Þ. Stöðug vopnahlésbrot og fram- sókn Tyrkja gerir samningana mjög erfiða. Með flugu í eyranu Saratoga Springs 3. ágúst — AP FLUTNINGUR Philadelphiu hljómsveitarinnar á Petrúsku eft- ir Stravinsky fékk skjótan endi, þegar fluga flaug upp í eyra eins fiðluleikarans. Fiðiuleikarinn, Irvin Rosen, var þegar fluttur á slysavarðstof- una, þar sem flugan, sem reyndar kom f ljós að var fiðrildi, var f jarlægð. Segir I frétt AP fréttastofunn- ar, að Rosen hafi ekki orðið meint af heimsókninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.