Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGUST 1974 Mið-____Q sumars- I s/Mt----n dómar___n Jean____Q Dixon___Q Rannsóknir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á Watergate- málinu hafa á síðustu sex mánuðum verið eins og hring- rás, sem æ fleiri dragast inn í og sífellt vekur meiri athygli; þetta getur orðið dýrt spaug, áður en líkur. Ekki er ólíklegt að fulltrúadeildarþingmennirn- ir verði önnum kafnir við rann- sókn Watergatemálsins eitt ár enn, ef þeir snúa sér þá ekki að öðrum enn þá brýnni vanda- málum heima fyrir, til dæmis hinum gífurlegu verðhækkun- um. £g sé fyrir, að Watergate- málið muni hafa góð áhrif á flokkshollustu og Ieiða til betra stjórnarfars. Gagnrýnin, fjaðra- fokið oghneykslunin, sem um- lýkur Watergatemálið, mun, er tímar líða, styrkja trú manna á forsetaembættinu, sem ég sé fyrir, að þjóðin muni leggja mikið kapp á að verja. Nixon forseti mun sitja áfram í Hvíta húsinu. Hann mun ekki verða fundinn sekur um landráð, en hins vegar mun skuggi Watergatemálsins hvíla yfir honum þar til i nóvember 1975. Ég sé fyrir, að mörg bréf muni koma fram, sem leiða það í ljós, að einn af höfuðpaurun- um í Watergate- og Ellsberg- innbrotunum hefur greinilega í hyggju að beita Nixon forseta fjárkúgun. ★ ★ ★ Ég tel, að Leon Jaworski, sér- stakur rannsóknardómari í Watergatemálinu, muni hætta afskiptum sinum af málinu, áð- ur en mjög langt um líður. ★ ★ ★ Peter Rodino fulltrúa- deildarþingmaður er að kafna í Watergatemálinu. „Frétta- lekarnir" frá nefnd hans og ásakanir um, að hann hafi ekki nógu góð tök á málinu, munu skaða framtíð hans. Eg sé fyrir, að hann muni forðast að kveða upp úrskurð, þar til öll gögn um W'atergatemálið eru komin í ljós. Rodino er gæddur fágæt- um hæfileikum og ótrúlegu minni og hann mun ekki láta hræða sig að taka ótímabærar ákvarðanir eða gefa fljót- færnislegar staðhæfingar. Eg sé fyrir, að málið muni dragast á langinn þangað til í október 1975, og þá muni það lognast út af vegna skorts á sönnunum, sem duga mættu til þess að leiða forsetann fyrir ríkisrétt, og vegna rangtúlkana á staðreyndum, að því er mér virðist. Peter Rodino mun hætta afskiptum af málinu á síðari hluta ársins 1975, en þá munu eiga sér stað miklir hags- munaárekstrar og deilur leiöa af þeim. Eftirmaður hans mun kveða upp lokaúrskurð í mál- inu. Auður Rodinos mun aukast, hann mun lenda í persónuleg- um erfiðleikum, sem munu aft- ur leiða til þess, að hann verður fórnarlamb sams konar rann- sókna sem hann beinir nú gegn forsetanum. ★ ★ ★ Rannsóknarnefndin í Water- gatemálinu hefur alls ekki lok- ið afskiptum af máli Charles Colson, fyrrverandi ráðgjafa forsetans. Colson hefur nú fengið stundarhlé frá réttar- höldum, en enn munu mörg hneyksli eiga eftir að koma í Ijós. Colson telur sig lausan allra mála, en ný sannindi munu koma í ijós, sem gera honum lífið erfitt. Colson hefur leitað trausts í kristinni trú og með hjálp Jesú Krists mun honum verða bjarg- að. En þeir, sem hann hefur sært á starfsferli sínum, munu Richard Nixon ekki geta fyrirgefið eins auð- veldlega. Þeir munu gagnrýna hann án afláts, draga í efa ein- lægni trúar hans og saka hann um að nota kristna trú til þess að sleppa frá Watergate. Hann mun verða sakaður um að hafa rangtúlkað staðreyndir í ríkara mæli en hann gerði I raun og veru, óvinir hans munu viljandi rægja hann, hafa rangt eftir honum og ákæra hann um margt, sem hann er sakiaus af. Þeir munu jafnvel reyna að koma á hann óorði siðferðis- lega. í ágústmánuði næstkom- andi mun koma upp nýtt hneykslismál, sem Colson mun engan þátt eiga í, en verður engu að síður notað til þess að eyðileggja áreiðanleika hans. Tengsl hans við vini munu skaða hann mjög. Þrátt fyrir allt er hin nýja trú hans þó einlæg. Hann á fyrir höndum Ianga og erfiða göngu í trúarlegum skilningi, sem mun ekki verða ólík göngunni á f jallið Carmel, sem heilagur Jó-t hannes af krossinum hefur lýst. Heilög náð mun ekki lýsa upp sál hans fyrr en á árinu 1978, en þá mun hann skyndilega komast að því, að Guð hefur notað hann sem tæki sitt til góðs fyrir mannkynið. Colson mun leysa vandamál sín með því að verða rithöfund- ur, — og mjög góður. Hann mun leggja mikið fram til góðs fyrir mannkynið. Engu að síður sé ég að hann muni veikjast af sjúkdómi, sem óhamingja hans mun flýta fyrir. Ég sé, að upp- nám hans og fát mun leiða til þunglyndis. Ég sé ofviðrið í aðsigi í ágúst, en síðan mun sigur fylgja á eftir Watergate, í annarri eða þriðju viku október. Enn ein afleiðing Watergate- málsins er það, að Colson mun aldrei aftur koma nærri stjórn- málum. En þar með er óhaminju hans ekki lokið. Gamlir vinir munu yfirgefa hann og nýir koma í þeirra stað. Nýir vinir og vaxandi andlegur auður munu koma honum að miklu gagni við ritstörfin. Hann ætti að gæta vel að þeirri ákvörðun sinni, að nefna aldrei aftur stjórnmál né Watergate. Það gæti auðveld- lega leitt til frekari rang- túlkana. Undir lok þessa árs sé ég þessa hættu yfirvofandi, nema hann gæti fyllstu varúðar í bréfaskriftum sínum. Hann gæti auðveldlega látið blekkj- ast og lent í fleiri miskilnings- málum og þar með spillt enn þá meira fyrir sér. Allt mun þetta stafa af brögðum, sem höfð verða í frammi i þeim tilgangi að leiða hann í gildru; málaferl- in vegna þessa munu standa langt fram á árið 1975. Á miðju ári 1975 mun hann lenda í fjárhagserfiðleikum, sem munu skapa enn meiri flækjur í Iífi hans, og síðar á árinu mun misskilningur við nýju vinina ýfa gömul sár. Öll él mun þó birta upp um siðir, og Colson mun halda áfram til enn hærri rannsókna á sviði trúarbragða. Þessu mun fram- halda til ársins 1978, en þá mun Colson að lokum öðlast frelsi. Vefurinn, sem ofinn hefur ver- ið til þess að eyðileggja hann, mun þá slitna og hann öðlast nýja trú og nýtt líf í Kristi. ★ ★ ★ Harold E. Hughes, öldunga- deildarþingmaður (demókrati frá Iowa) mun verða undrandi vegna minniháttar hneykslis- mála og ýmislegs annars. Um jólaleytið 1974 mun honum virðast þróun ýmissa mála engu ótrúlegri en stjórn Nixons hef- ur þótt þau mál, sem þegar hef- ur verið flett ofan af. Hughes er greindur maður og góðviljað- ur og hann mun líta raun- veruleikann öðrum augum, þegar élið er um garð gengið. Líkt og Charles Colson mun hann verða andlegur leiðtogi margra trúaðra manna. ★ ★ ★ DÆGURMAL I BANDA- RlKJUNUM. Patricia Hearst verður svikin af konu, sem er í símbonlska frelsishernum. Þá lýkur ráns- málinu og jafnframt hefst lög- sókn gegn ræningjum hennar. Konan, sem svíkur hana, mun m.a. hafa í huga að vara lög- reglumenn við, áður en Patricia fer í eina af fáum verzlunar- ferðum sfnum í klæðaverzlun í nágrenni dvalarstaðar síns til þess að kaupa föt. Svikarinn mun láta afbrýðisemi ráða gerðum sínum og löngun til þess að hreppa fé, sem f boði er handa þeim, sem kemur upp um Patriciu. I ágústmánuði mun hulunni svipt af leyndar- dóminum, sem hvílir yfir rán- inu og öðrum málum, er fylgdu í kjölfarið. Patricia verður á valdi eitur- lyfja og dáleiðslu, sem menn í symbóníska frelsishernum George Wallace beita hana og mun reyna að fremja sjálfsmorð. Reyrn verð- ur að hindra sjálfsmorðið. ★ ★ ★ Ford varaforseti. — Ég tel, að Ford varaforseta langi að verða forseta og að hann muni fara í framboð. Varaforseti 1976. — Hugsan- ir um áhrifamikla konu sýna mér áætlanir hennar um að sækjast eftir útnefningu sem varaforseti Bandaríkjanna árið 1976. Hún hyggst meðal annars nota blöðin til þess að komast inn i sviðsljós stjórnmálanna. Ég vil ekki láta nafns hennar getið, þar sem það gæti orðið til þess að vinna á móti veikari stjórnmálamönnum, sem sækj- ast eftir útnefningu. ★ ★ ★ Isabel Peron Ég tel að.....muni aðeins tapa um þrjátíu sætum f þing- kosningum í haust, sem ekki er meira en hann myndi tapa í hvaða aukakosningum sem er. ★ ★ ★ STJÖRNMALAMENN George C. Wallace ríkisstjóri. — Ég sé fyrir, að Wallace, rfkis- stjórí Alabama, muni smám saman hætta afskiptum af stjórnmálum, en snúa sér þess í stað að þvf að predika fyrir mönnum ást og eindrægni. Hugsanir hans og áætlanir stjórnast nú af rödd, sem hvet- ur hann til þess að „kenna heiminum, hvernig eigi ekki að hata“. Wallace mun hafa mikil áhrif við forsetakosningarnar 1976, en engu að sfður mun hin sterka rödd, sem kallar hann til preststarfsins, smám saman koma f stað hins stjórnmálalega metnaðar hans, þrátt fyrir þrýsting af hálfu öflugustu stuðningsmannanna, sem skilja ekki andlegan mikilleik hans. Ég trúi því, að hið fyrirfram ákveðna trúboð Wallace ríkis- stjóra sé ástæðan fyrir því, að drottinn lætur hann lifa á meðal okkar í dag. ★ ★ ★ Ronald Reagan, rfkisstjóri Kalifornfu, mun þjóna banda- rísku þjóðinni og öllu mann- kyni mjög vel. Hann hefur mjög jákvæða afstöðu í alþjóða- málum og mun nýta hina miklu hæfileika sfna mjög vel til góðs fyrir mannkynið. ★ ★ ★ Dale Bumpers, ríkisstjóri Arkansas, er maður gæddur óviðjafnanlegum gáfum. Hann nýtur fagurra lista og er mjög fjölhæfur. Hann mun verða stjórnmálaleiðtogi og öðlast frægð á alþjóðavettvangi. I nóvembermánuði næstkom- andi mun hann koma fram sem áberandi flokksforingi. Þegar stjórnmálaleg áhrif hans fara vaxandi, verður hann að gæta sín mjög vel. Angar Watergate- málsins munu einnig fylgja honum í desembermánuði nk. mun verða gerð tilraun til þess að láta honum í té rang- ar upplýsingar, bæði til þess að koma óorði á hann og leiða hann á rangar brautir. A fyrsta hluta ársins 1975 munu ákveðn- ar staðreyndir verða stórlega ýktar. Hann verður ásakaður fyrir að hafa notfært sér svik- samlegar upplýsingar og fyrir að hafa þegið fé úr ölöglegum sjóðum; hvorttveggja mun valda miklu fjaðrafoki. Övinir hans munu grípa þetta tæki- færi til þess að reyna að bola honum úr embætti. Engu að síður sé ég, að framtíð hans er örugg og hann mun sigrazt á öllum þessum erfiðleikum. Bumpers verður auðugur maður af starfi sínu og það eykur afbrýðisemi og óvild, sem beint verður gegn honum. Einhverjir starfsmenn, sem hann treystir, munu bregðast honum með því að starfa ekki á þann hátt, sem honum kemur bezt. Eftir því sem hann dregur að sér athygli almennings, munu nokkrir vina hans benda á fjár- hagslegt ósamræmi í uppfyll- ingu pólitfskra loforða. Mis- skilningur mun koma fram um það, hvað þessi loforð hafa þýtt. Rætt verður um að draga hann fyrir ríkisrétt og honum hótað þvf. Heimilisvandamál munu koma fram, sem auka enn á vandræði hans. Snemma á árinu 1975, senni- lega f febrúar, mun hann verða fyrir fjármálalegu happi sem mun leggja grundvöllinn að stjórnmálalegri framtíð hans á næstu árum. Á árinu 1978 mun hann hafa sigrazt á öllum þessum erfið- leikum og koma fram sem mikill öldungadeildarþingmað- ur og einn mesti leiðtogi flokks sfna. ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.