Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGÚST 1974 21 Charles Colson EFNAHAGSMAL Ég sé fyrir árásir á Banda- ríkjadollarann um allan heim, þar sem gulli verður aðallega beitt. Þetta mun ekki hafa mikil áhrif á bandarísk efna- hagsmál, en hins vegar munu Sovétríkin skaðast mikið á því. ★ ★ ★ Verðbólgan mun halda áfram með sama hraða. í sumar mun verða lítilsháttar verðfall á mat- og öðrum nauðsynjavör- um, en síðan mun það vaxa mikið næsta vetur og fara hækkandi. ★ ★ ★ Verðbréfamarkaðurinn mun verða í lægð áfram. Verðbréf munu aldrei aftur hafa jafn mikil áhrif og áður. Þau verða Muhammed Ali aðlöguð nýrri efnahagsstefnu og stjórnarfari. ★ ★ ★ VARNARMAL Ég tel, að hættuástand sé að skapast í varnarmálum okkar. Kostnaðurinn verður of mikill og skortur á fé til rannsókna og þróunar mun standa í vegi fyrir uppbyggingu hersins. Mesta hættu sé ég stafa af skorti á litlum kjarnorkuvopnum fyrir fótgönguliða. Við verðum ófær um að keppa við hinn mikla mannafla, sem sum ríki eiga á að skipa. Þann mun getur ekk- ert unnið upp nema betri vopn og tæknilegir yfirburðir. Tals- menn afvopnunar munu berj- ast hart gegn smíði þessara nýju vopna, sem Sovétríkin munu einnig leggja afar mikla áherzlu á að smíða. Þingið mun að lokum gera sér grein fyrir því, að varnir okkar eru ekki í nógu góðu ástandi og mun þá þvinga fram smíði og fram- leiðslu þessara litlu kjarnorku- vopna. ★ ★ ★ Ég sé fyrir skort á áburði, sem mun stefna matvælafram- leiðslu okkar í hættu. Enn sem komið er skilja engir þessa yfir- vofandi hættu nema bændur og embættismenn stjórnarinnar. ★ ★ ★ Ég sé fyrir, að orkuskortur- inn muni verða enn bráðari á árinu 1975. ★ ★ ★ ÞJÖÐNÝTING Tími er nú kominn fyrir þjóð- nýtingu ýmissa stærstu iðn- greina í Bandaríkjunum, eins og ég hef spáð um nokkur undanfarin ár. Að lokum mun svo fara, að tilhneiging Banda- ríkjamanna til aukins sósíal- isma muni breyta uppbyggingu ýmissa mikilvægra iðngreina og félaga. Ég sé fyrir, að í náinni fram- tíð muni sérstaklega ýmis risa- fyrirtæki komast í almennings- eign. Við lok þessa áratugar munu ekki aðeins auð- og orkulindir verða undir stjórn ríkisvaldsins heldur einnig flutninga- og. samgöngufélög. Stáliðnaðurinn mun verða þjóðnýtttur síðastur allra iðn- greina. ★ ★ ★ KYNÞATTAÓEIRÐIR Kynþáttaóeirðir munu smám saman æsa einstaklinga, en það verður síðan að forspili mikilla átaka, sem munu eiga sér stað um öll Bandaríkin og snerta alla þjóðina. 1 Atlanta, Cleveland og Detroit mun ókyrrðin verða mest. Þetta verður upphaf borgara- styrjaldar, eins og ég spáði fyrir mörgum árum síðan. Við- vörun mín um, að við gefum að kalli Guðs til þess að varðveita þjóð okkar, ætti að hjálpa okk- ur til að komast hjá þessari eyðileggingu. ★ ★ ★ FÉLÖG Ég sé greinilega breytingu í uppbyggingu félaga i framtíð- inni. Hið úrelta kerfi fram- kvæmdastjórnar mun gjör- breytast á næsta áratug. MENNTUN Ég spái breytingu i menntunarkerfi okkar. I fram- tíðinni mun horfið frá val- greinakerfinu og stefnt i þá átt að fullnægja þörfum nemenda, þar sem mest áherzla verður lögð á sjálfsköpun, framtíðar- takmörkun og kunnáttu í grundvallargreinum, lesti, skrift og reikningi. ★ ★ ★ IÞRÓTTIR Miami höfrungarnir verða sterkt lið áfram. Þeir munu eiga við innanfélagserfiðleika að stríða og munu því ekki sigra á næsta meistaramóti. Engu að síður munu þeir verða ofarlega. ★ ★ ★ FRÆGT FÓLK. Hnefaleikaferli Muhammed Ali er ekki lokið enn. Hann mun nota mikið af kunáttu sinni til þess að kenna ungum hnefaleikamanni, sem verða mun heimsmeistari i framtið- inni. Þessi skjólstæðingur mun bráðlega vekja athygli AIis. Áhugi Alis á þessum unga hnefaleikamanni verður honum raunabót, þegar honum er neitað um að fá að gæta síns eigin barns. Hjónabandið mun ekki færa honum hamingju. Innan árs eða svo mun sjúk- dómur neyða Ali til þess að draga sig í hlé um stundarsakir. Þar á eftir verður sagt frá mikl- um viðskiptasamningi, þar sem Ali verður óviljandi fórnar- lamb. Þeir, sem standa á bak við hann munu hvetja hann til að samþykkja nýjan keppnissamn- ing, en ég mæli með því að hann hafni honum. Fjarvera Alis frá hnefaleika- keppni mun gefa honum tæki- færi til frekari afskipta af mannúðarmálefnum. Afleið- ingin verður sú, að Muhammed Ali snýr sér að trúmálum og öðlast þar meiri þekkingu á auðmýkt og hinu raunverulega hlutverki sínu í lífinu. Á þessu iðrunartimabili mun hann verða trúarleiðtogi og reisa musteri til þess að hjálpa bæði í andlegum og fjárhags- legum skilningi þeim, sem ekki hafa hlotið jafnmikið af gæðum lífsins. Hann mun draga sig i hlé undir lok áttunda áratugarins og mun þá enn halda heims- meistaratitlinum í þungavigt. ★ ★ ★ Richard Burton og Elizabeth Taylor. — Þrátt fyrir mikinn ágreining og nýafstaðinn skilnað munu þau tvö bráðum verða góðir vinir. Elizabeth giftist aftur og mun skilja á ný. ★ ★ ★ Bebe Rebozo. — Ég sé fyrir, að vinátta þeirra Reboza og Nixons muni standa lengi enn. UTANRlKISSTEFNA OG ALÞJÓÐAMAL Miðausturlönd. — Ég sé fyrir, að friðurinn í Miðaustur- löndum verði ótryggur. Varan- Iegur friður á milli ísraels og Arabaríkjanna mun ekki kom- ast á fyrr en undir aldamót. Þangáð til heldur baráttan áfram. Elisabet Taylor ★ ★ ★ Kina. — Samskipti Kína og Bandarfkjanna munu haldast í líku horfi og þau eru í dag. Mesta breytingin fyrir Kín- verja verður I samskiptum þeirra við Sovétmann. Þessi samskipti gætu orðið mjög hættuleg. ★ ★ ★ Sovétríkin. — Ég spái því, að Sovétríkin reyni að notfæra sér stjórnmálalega og efnahagslega stöðu Bandaríkjanna. Sovét- menn munu reyna að gera sem mest úr atburðunum um leið og þeir gerast. ★ ★ ★ Fidel Castro — Fljótlega, og um næstu þrjú ár, mun Fidel Castro eiga í útistöðum við sovézka ráðamenn vegna til- lagna hans um stefnubreyt- ingu, að því er viðkemur inn- flutningi fólks og löndum, sem eru á skrá Sovétríkjanna og Kúbu yfir óvini. Þessar úti- stöður, sem byggjast á misskiln- ingi, munu skapa ótta, ókyrrð og deilur. Mjög seint á þessu ári munu eiga sér stað deilur um áhrif og einhver stefnubreyting verður. Kastró mun leitast við að endurheimta eitthvað af þeim völdum, sem hann hefur verið sviptur vegna erlendra áhrifa. Allt verður þetta enn flókn- ara vegna heilsu Kastrós, sem mun eiga við hjartabilun að stríða, en hún mun knýja hann til þess að forðast of mikla áreynslu. Takmarkanir munu leggjast þungt á þennan mjög svo duglega mann og valda honum reiðiköstum. Hann myndi gera rétt með þvi, að hægja á á þessu tímabili. Hann verður að vera á verði gagnvart alvarlegri óhollustu og jafnvel svikum af hálfu náinna samstarfsmanna. Hann mun eiga á hættu að verða dæmdur í útlegð eða jafnvel myrtur. Straumar segja mér, að allt þetta muni leiða til þess, að Kastró óski þess að draga sig í hlé. Ég trúi því að hann muni velja þessa leið, þrátt fyrir löngun hans til þess að halda áfram því starfi, sem hann telur að muni leiða til hag- stæðra breytinga fyrir Kúbu. ★ ★ ★ Peron. — Forysta Peronista i Argentfnu mun brátt á enda. Isabel Peron, sem nú gegnir embætti forseta, mun ekki geta haldið í skefjum andspyrnu al- mennings, sem byltingaröfl munu koma af stað. Ný stjórn mun komast til valda undir forystu metnaðar- gjarns argentinsks stjórnmála- manns. ★ ★ ★ Valery Giscard d’Est '.ing. — Núverandi Frakklandsforseti er gæddur snilligáfu, en hann mun þó ekki halda embætti sínu mjög lengi. Meðan hann gegnir embætti verður stjórn hans þó árangursrfk og landi hans til góðs. Hann mun efla aðstöðu Frakklands á alþjóða- vettvangi mjög mikið. Engu að siður eru óvinir hans þegar farnir að leggja á ráðin um að steypa honum af stóli og í febrúar 1975 munu þeir koma fram á sjónarsviðið. Þangað til gera þeir sig ánægða með fjár- kúgun og skemmdarverka- starfsemi. í heilt ár mun forset- inn verða fær um að berjast gegn endalausum rógi þeirra, en þá munu áhrif ærumeiðandi herferðar þeirra koma í ljós. Vinsældir forsetans minnka þá mjög og mikil barátta um völd og tilverurétt mun eiga sér stað. Ég sé fyrir, að forsetinn muni þá kjósa að segja af sér fremur en að valda deilum með þjóðinni; síðan mun hann draga sig í hlé og lifa fremur rólegu lífi. ★ ★ ★ íranskeisari. — Ég sé fyrir, að íranskeisari muni komast á snoðir um njósnir. Um hann er njósnað, póstur hans er tekinn og lesinn, símar hans eru hler- aðir og sömuleiðis samræður hans. Keisarinn hefur að minnsta kosti grun um þetta og mun bráðlega verða að berjast fyrir völdum sínum. Hann mun verða illilega flæktur í njósna- HESTAÞING SLEIPNIS OG SMÁRA verður haldið á mótsvæði félaganna að Murn- eyri á Skeiðum sunnudaginn 1 1 . ágúst og hefst kl. 13.30. Keppt verður í; Skeiði 250 m. Folahlaupi 250 m. Stökki 300 m. Stökki 600 m. Þrír fyrstu hestar í hverri grein hljóta verðlauna- pening, auk peningaverðlauna. Þá fer fram góðhestakeppni í A og B flokki innan félaganna. Mótgestir velja hest dagsins úr hópi gæðinga. Skráning keppnishrossa fer fram hjá Aðalsteini Steinþórssyni, Hæli og Gunnari B. Gunnars- syni, Arnarstöðum fyrir kl. 18 miðvikudaginn 7. ágúst. Góðhestar komi til dóms á mótsdag kl. 9.30 árdegis stundvíslega. Verið velkomin að Murneyri. Stjórmr félaganna. net, sem varða bæði velferð þjóðar hans og hans sjálfs. Leynimakk og leynifélög munu margfaldast í Iran á árunum 1974, '75 og '76 og valda svo mikilli ólgu, að á árinu 1978 mun verða gerð tilraun til þess að ráða keisarann af dögum vc-gna innanlandsdeilna. Hann mun verða sér meðvit- Gischard d:Estaing andi um þessar staðreyndir og mun gera sitt bezta til þess að hafa stjórn á innanlandsmálun- um. Þjóðir, sem háðar eru íranskri oliu, munti auðvitað vita um ástand máia og munu hyggja vel að eigín öryggi. Þessi þrýstingur mun valda miklum breytingum í tran. Um 1980 sé ég fram á, að keisarinn reyni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að draga sig i hlé. ★ ★ ★ Libya. — Ég sé, að stjórn Muammar el Quaddafi i Líbíu muni eiga i vaxandi erfið- leikttm og spái því, að hún verði að berjast fyrir lífi sínu. Egyptaland gæti náð forystunni úr höndum Libíu, vegna þess að ég sé fram á, að Egyptar muni ná algjörum yfirráðum yfir Arabaríkjunum. ★ ★ ★ Brasilía. — Ég sé fram á mik- inn og óvæntan fjárhagslegan ] gróða og velmegun Brasilíu- manna. ★ ★ ★ Lif á öðrum hnöttum. — Ég spái því, að eitthvað muni koma öllum heiminum mjög á óvart um eða fyrir 1983. Við munum i komast i öruggt og óumdeilan- | legt samband við lif á öðrum hnöttum. Þýð. J.Þ.Þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.