Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Nokkur orð til Matthiasar Johannessen, rit- stjóra Morgunhlaðsins, að marggefnu tilefni Á undanförnum misserum hefur blað þitt, Morgunblaðið, hvað eftir annað verið með alls konar dylgjur, getsakir og að- dróttanir í minn garð vegna þess að ég á sæti f útvarpsráði og greiði stundum atkvæði á annan veg en fulltrúi blaðsins í ráðinu. Ég hef látið mér þetta í léttu rúmi liggja, þar sem ég veit að blöðin verða alltaf að hafa eitthvað til að tönnl- ast á. Ég hafði meira að segja hálft í hvoru skömm og gaman af, þegar blaðið fór hér um daginn að gera sumarfri mitt að sérstöku pólitísku umræðuefni út af máli sem ekkert átti skylt við pólitík. Ég tautaði þá í barm mér vísu- korn sem ég skal einhvern tíma lofa þér að heyra í einrúmi. En í Staksteinum í dag tekur fyrst steininn úr. Þar er fullyrt að ég muni hafa sagt skilið við Al- þýðuflokkinn og sé fulltrúi Magnúsar Torfa og Karvels Pálmasonar í útvarpsráði. Fyrir viku var þó ef framan við þessa nýju uppgötvun blaðsins. Mér er meinlítið við Magnús Torfa og Karvel báða en fulltrúi þeirra hef ég hvergi verið og við hvorugan hef ég rætt pólitík eða útvarps- málefni. Þar sem þú, Matthías góður, hefur margsinnis sagt við mig að Morgunblaðið vilji jafnan hafa það heldur er sannara reynist, er rétt ég taki fram eftirfarandi í eitt skipti fyrir öll: Ég hef ekki sagt skilið við Al- þýðuflokkinn, ég er enn flokks- bundinn Alþýðuflokksmaður. Ég hef alla tíð verið sósíaldemókrati að lífsskoðun og svo er enn. Ég hef jafnan talið mig vinstri krata og svo er enn. Fyrir fjórum árum hætti ég stjórnmálastörfum vegna þess að mig langaði að snúa mér meira að öðrum viðfangsefnum um skeið. Á þessum árum hef ég hvorki ritað né haldið ræður um stjórnmál og látið öll mál af- skiptalaus. Ég á sæti í útvarpsráði og fræðsluráðinu-í Hafnarfirði fyrir atbeina^Alþýðuflokksins, kosinn í annað fyrir þremur árum en í hitt VATNSÞETTUR KROSSVIÐUR: Haröviðarkrossviður (4, 6, 9, 12, 18 mm) Mótakrossviður plasthúðaður (12, 15, 18 mm) Combi-krossviður (greni, birki) (3, 4, 6X, 9, 12 mm) Ath. Söíuskattur hækkar 1. október n.k. W TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR hf. Klapparstíg l, Skeifan 19 Símar: 18430—85244. þér búiö betur meö IGNIS IGNIS Frystikistíi Hæó (,rri Breidd c:m Dypt cm Frystiafkost 145 litr 85.2 60 60 15,4 kq / 24 klst 190 litr 85 2 83 60 20,9 Kq./ 24 klst 2B5 litr 91,2 98 64 5 3 7 kg / 24 klst 385 litr 91:2 124 64.5 74 37 Kq t 24 klst 470 litr 90 148 43 kq / 24 klst 570 litr. 90 174.5 74 51 5 kg / 24 klsl I Ttr RAFTORG HF * RAFIÐJAN HR v/AUSTURVOLL • RVÍK • SlMI 26660 VESTURGÖTU11 • RVÍK • SlMI 19294 fyrir þremur mánuðum. Þó að ég lfti svo á að störf í þessum ráðum báðum eigi að vera og séu yfirleitt óháð flokkspólitískum sjónarmið- um, sæti ég ekki f þeim degi lengur ef ég hefði sagt skilið við Alþýðuflokkinn. Enginn sem þekkir mig nokkuð að ráði mun efast um þetta. Hitt vita félagar mínir og flokksmenn jafn vel að ég tel mig ekki síðri jafnaðarmann þótt ég láti ekki fulltrúa Morgunblaðsins í útvarpsráði ráða skoðunum min- um og atkvæði. Þú birtir þetta, Matthías góður, ef þér sýnist svo. Hafnarfirði 21. sept. 1974 Stefán Júlfusson. Aths. ritstj. Morgunblaðinu þykir leitt að fullyrðing sú f Staksteinum, að Stefán Júlfusson hafi sagt skilið við Alþýðuflokkinn, skuli vera röng og biður hann afsökunar á þessu rang- hermi, en blaðið taldi sig hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Að sjálfsögðu skal hafa það heldur, er sannara reynist. m, iHotnuublníiiti margfaldar markad göar VIÐGERÐIR Á RAFKERFUM BIFREIÐA Fullkommn tækjabúnaður til viðgerða og prófunar á störturum, rafölum og öðrum búnaði rafkerfisíns SérþjáIfaðir fagmenn i viðgerðum á bifreiðarafkerfum. OG UÓSASTILUNGAR HÁALEITISBRAUT VERKSTÆÐI ir HEIMIUSTÆKJA- VERSLUN BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Varia stækkar Fyrir þá, sem þurfa aö nýta húsnæöiö á hagkvæman hátt, er Varía möguleiki. Varía samstæöan gefur ótrúlega marga möguleika til þess aö koma hlutunum haganlega fyrir með 110 cm. breiðum einingum. Varía er 20% rúmbetri en sambærilegar samstæöur. Biöjið um myndalista. HUSGAGNAVEHZLUN .fKr KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. ^oð/ Laiioaviiíii 13 Rpykjavik sími 2587(1 HUSGOGN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.