Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu 35.00 kr eintakið. að er óhjákvæmilegt að þær verulegu hækk- anir á vöruverði og þjón- ustu, sem átt hafa sér stað undanfarið og fyrirsjáan- legar eru, valdi ugg og um- hugsun. í því sambandi er nauðsynlegt að menn geri sér glögga grein fyrir or- sök og afleiðingu. Þeir kostir vóru valdir af fráfarandi stjórnarherr- um, að efna til alþingis- kosninga þegar í vor er leið, þó ár væri eftir af kjörtímabilinu, og fela að hluta þann verðbólguvöxt, sem þá þegar var stað- reynd og bein afleiðing af stjórnarstefnunni, til að leyna þjóðinni stærð vand- ans fram yfir kosningar. Flestar atvinnugreinar þjóðarbúsins vóru reknar með verulegum halla síð- ustu misseri vinstri stjórn- arinnar og við blasti rekstrarstöðvun þeirra og tilheyrandi atvinnuleysi, án sérstakra ráðstafana af stjórnvalda hálfu. Rekstri þeirra var m.a. haldið gangandi með vaxandi skuldasöfnun viðskipta- bankanna við Seðlabank- ann. Stærri sveitarfélög og opinberar stofnanir vóru og rekin með sívaxandi rekstrarhalla og skulda- söfnun, þar sem þeim var meinað þess, að örtvaxandi rekstrarkostnaður, sem var bein og óhjákvæmileg afleiðing af verðbólgu- stefnu vinstri stjórnarinn- ar, kæmi fram í verði þjón- ustu þeirra. Rafmagnsveit- um, hitaveitum og öörum stofnunum sveitarfélaga var því gert að velta vand- anum á undan sér fram yfir kosningar, í samræmi við hegðan ríkisstjórn- arinnar sjálfrar, til að leyna þjóðina þessum hluta verðbólguvaxtarins. Gjaldeyrisvarasjóðurinn, ríkissjóðurinn og opin- berir fjárfestingarsjóðir vóru á vonarvöl. Engu að síður ákvað vinstri stjórnin að auka verulega niður- greiðslur landbúnaðaraf- urða, án þess að tryggja fjármagn til þeirra niður- greiðslna. Sá vandi skyldi einnig geymdur eða falinn fram yfir alþingiskosning- ar. Það gaf því auga leið, að það yrði ófrávíkjanlegt verkefni sumarþingsins að tryggja rekstur atvinnu- veganna og bægja frá dyr- um almennings vofu at- vinnuleysisins, sem og að rétta við fjárhagsstöðu ríkissjóðs og ríkisstofnana. Það var og sýnt, að rekstr- arhalli opinberra þjónustu- stofnana, sem gert var að lifa á skuldasöfnun síðustu misseri vinstri stjórnarinn- ar, hlyti að segja til sín í hækkun á þjónustu þeirra fyrr en síðar og í því ríkari mæli, sem vandinn var meira saman safnaður. Gengislækkunin var gerð til að tryggja rekstur útflutningsatvinnuveg- anna, sem og þær hliðar- ráðstafanir, sem koma fram í meðferð gengis- hagnaöar og nýlega settum bráðabirgðalögum um sjávarútvegínn. Sölu- skattshækkun skyldi mæta tekjuþörf ríkissjóðs og að hluta til sveitarfélaganna. Hækkun bensínskatts skuldasöfnun og tekjuþörf vegasjóðs og verðjöfnunar- gjald á rafmagni skulda- söfnun og tekjuþörf Raf- magnsveitna ríkisins. Öll þessi dulda verðbólga vinstri stjórnarinnar er því að koma í dagsljósið þessa dagana, sem og vitað var fyrir. í umræðum um nýja vinstri stjórn var orðið samkomulag í megin- atriðum um allar þær ráð- stafanir í efnahagsmálum, sem sumarþingið sam- þykkti síðar. Þannig viður- kenndu vinstri flokkarnir, allir með tölu, bæði þann vanda, sem við var að stríða og við var tekið, sem og þau úrræði, sem til var gripið. Meðan líkur bentu til, að ný vinstri stjórn yrði mynduð og þeirra biði áfram stjórnun þjóðmála, var ekki hjá því komizt að horfast í augu við vandann. Síðar var snúið við blaði en það er önnur saga. En eftir sem áður stendur sú stað- reynd, að vinstri flokk- arnir viðurkenndu faðerni þeirrar dýrtíðar, sem nú streymir yfir fólkið í land- inu. Meginmunurinn á ráð- stöfunum þeim, sem vinstri flokkarnir allir vóru búnir að samþykkja, og gerðum núverandi ríkis- stjórnar, liggur í tvennu. í fyrsta lagi gengur núver- andi ríkisstjórn mun lengra til móts við þá lægst launuðu í landinu og til samráðs við launþegasam- tökin en vinstri flokkarnir ráögerðu. Þetta kemur í ljós í bráðabirgðalögum um láglaunabætur o.fl., sem væntanlega verða sett í dag. í öðru lagi hyggst núverandi ríkisstjórn stemma stigu við vexti ríkisútgjalda og setja á þau „þak“ í hlutfalli við þjóðar- tekjur hverju sinni. Er hér um lofsverða stefnubreyt- ingu að ræða, sem núver- andi efnahagsástand þjóð- arbúsins gerir raunar óhjá- kvæmilegt. Þær verðhækkanir á vör- um og þjónustu, sem nú herja á afkomu hverrar einustu fjölskyldu í land- inu, eru beinar afleiðingar þess, sem hefur verið að þróast í þjóðfélaginu und- anfarin misseri. Orsökin og ábyrgðin eru vinstri stjórnarinnar. Vinstri flokkarnir viðurkenndu faðerni vandans og úrræðanna eftir JAMES RESTON Verðbólga og lýðræðislegir stiórnarhættir HVF lengi geta lýðræðislegir stjðrnarhætti haldizt með núverandi verðbólguvexti? Það kann að þykja undarlegt að spyrja þessarar spurningar I Bretlandi, f sjálfu landi þing- ræðisins, en engu að sfður hef- ur hún komið til umræðu með- al málsmetandi manna þar í landi. Reynsla margra annarra þjóða gefur til kynna, að lýð- ræðinu er hætta búin ef verð- bólgan verður mjög mikil, en heldur þykir þó ólfklegt, að það sama verði upp á teningnum f Bretlandi. Mörgum Bretum finnst það þó válegur fyrirboði, að nú skuli vera rætt um óþing- ræðislegar aðferðir til að hafa hemil á verðbólgunni og stofn- un herskárra einkaherja til að brjóta á bak aftur verkföll og halda nauðsynlegri þjónustu- starfsemi gangandi. Verðbólgan í Bretlandi er nú um 20% á ári. Fjöldi atvinnu- lausra er um 650.000 og jókst f júlfmánuði um tæp 90.000, sem cr mesta mánaðarleg aukning frá árinu 1948. 1 ágústmánuði féllu hlutabréf á verðbréfa- markaðnum og hafa ekki verið f lægra gengi um sextán ára skeið. Meiri áhyggjum veldur þó almenningi, að farið er að bera á skorti á ýmsum nauð- synjavörum eins og sykri. Laun hafa einnig hækkað. 1 júlfmánuði varð mesta launa- hækkun, sem um getur, og eru þau nú rúmlega 18% hærri en á sama tfma f fyrra. Á þeim tfma hafa neyzluvörur hækkað um 20%. Af þessum sökum velta margir þvf fyrir sér, hve langur tfmi muni Ifða áður en til alvarlegra efnahagsörðug- leika dregur, með þeim afleið- ingum, að brezkar framleiðslu- vörur verða ekki samkeppnis- hæfar á erlendum mörkuðum, til verkfalla og stéttaátaka kemur og stjórnvöld verða að skerða f einhverju hefðbundin réttindi brezkrar alþýðu. Þau svör, sem ráðherrar stjórnarinnar hafa gefið við þessum vangaveltum, eru, að ástandið sé vissulega alvarlegt en þó ekki eins og af sé látið. Denis Healey fjármálaráðhjrra talar um að koma verðbólgunni niður f 12% f lok næsta árs, en aðrir eru svartsýnni. Efnahags- spá Verzlunarskóla Lundúna- borgar gerir ráð fyrir, að ef ekki verði gripið til nýrrar stefnu f launa- og verðlagsmál- um, muni neyzluvöruverð hækka um 20% á næsta ári og fjöldi atvinnulausra verða um milljón veturinn 1975—76. Embættismönnum ber saman um, að ef þessi spá stenzt, muni koma til alvarleg kreppa, sem neyddi stjórnarvöld til að grfpa til neyðarúrræða þrátt fyrir eindregna andstöðu verkalýðs- félaganna. Bernard Levin, sem hefur tekið saman yfirlit yfir þróun þessara mála sl. átta ár fyrir stórblaðið Herald-Tribune, bendir á, að það, sem þótti óhugsandi fyrir átta árum, sé nú viðurkennd sannindi. Segir hann, að engin rfkisstjórn geti stjórnað án samvinnu við verkalýðsfélögin eða fylgt eftir lagafrum vörpum í andstöðu við þau. A sama hátt og Bretar hafa „sætt“ sig við það, sem f raun réttri er borgarastrfð á Norður- Irlandi, hafa þeir sætt sig við þessar kringumstæður. „Eg geri ráð fyrir,“ segir Bernard, „að þetta séu þær grundvallar- breytingar, sem átt hafa sér stað.“ Hann skýrir þær frekar á eftirfarandi hátt: Aður urðum við að búa við hálfgert vandræðaástand f póst- og sfmaþjónustu, en nú við sfvaxandi verðbólgu; það, sem áður voru tfðar umferðartrufl- anir, er orðið að stöðugu um- ferðaröngþveiti; áður þótti fréttnæmt og heyrði til undan- tekninga, að beitt væri ofbeldi f vinnudeilum og pólitfskum átökum, en þykir nú daglegt brauð. En umfram allt hefur sú breyting á orðið, að áður rfkti sú fullvissa, að hvað sem öllum breytingum liði, breyttust þó innviðir lýðræðislegrar stjórn- skipunar ekki, en nú er rætt manna á meðal um hættuna á valdatöku öfgaafla til hægri eða vinstri. Hér er vissulega um öfgar að ræða en alvaran býr undir og Joel Barnett, ráðuneytisstjóri f f jármálaráðuneytinu, taldi ástæðu til að lýsa yfir, að sú hætta, sem einkum steðjaði að þjóðinni, væri örvænting. Sagði hann efnahagsástandið vera alvarlegt en ekki óviðráðan- legt. Brezk stjórnvöld sáu sig einn- ig knúin til að vara við tveimur herskáum hópum, sem búast til að hafa afskipti af stjórnmál- um og vinnudcilum, ef til þeirra kemur. Sir Walter Walk- er hershöfðingi, fyrrum yfir- maður Nato f Norður-Evrópu, hefur lýst viðfangsefnum beggja hreyfinganna: „Við munum ekki sitja að- gerðalausir með hendur f skauti, er kommúnistar innan verkalýðshreyfingarinnar, fasistar og stjórnleysingjar, koma Bretlandi á kné,“ sagði hann við fréttamann Daily Telegraph. „Stjórnmálamenn- irnir hafa ekki dug f sér til að fást við vandann og þess vegna er það hlutverk fólksins f land- inu að grfpa til nauðsynlegra aðgerða." Brezki varnarmálaráðherr- ann, Roy Mason, lýsti ummæl- um þessum sem „froðusnakki“ og fordæmdi hópana fyrir „til- burði þeirra til að koma á fram- færi öfgakenndum skoðunum, sem brytu f bága við lýðræðis- legar og þingræðislegar venj- ur“. Við þessar aðstæður munu Bretar ganga til kosninga inn- an skamms, f annað sinn á sjö mánuðum. t kosningunum mun verða um það deilt hver geti ráðið við verðbólguna og ennfremur hvaða stjórn geti haft þau áhrif á verkalýðsfélögin, að komið verði f veg fyrir alvarlegar vinnudeilur. Lýðræðinu er trú- lega engin hætta búin f þessum átökum við verðbólgudrauginn, en nokkurrar óvissu gætir þó og kveður þar við nokkuð nýjan tón. Þegar allt kemur til alls munu Bretar sjálfir ráða mál- um sfnum til lykta, en sem stendur má lfkja þeim við fjöl- skyldu, sem farið hefur f sumarleyfisferð, sem hún ekki hafði ráð á. Hún er sólbrún og sælleg þegar heim er komið, en ógreiddir reikningar streyma að, húsið þarfnast viðgerðar og vandamálin virðast erfiðari við- ureignar en áður en lagt var upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.