Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 22 milljón- ir dala til Doris Day DORIS DAY, hinni fimmtugu leik- og söngkonu, hafa verið dæmdar meir en 22 milljónir dollara í skaðabætur, eftir að hún hafði höfðað mál á hendur fyrr- verandi lögfræðingi sínum og ráð- gjafa í fjárfestingum, Jerome Rosenthal. Asakaði hún hann um að hafa svindlað á sér og eigin- manni sfnum, Martin Melcher heitnum, og haft af þeim milljón- ir dollara. Frú Day brast í grá, þegar dóm- arinn dæmdi henni bæturnar, en réttarhöldin höfðu staðið í 6 mánuði. Sagði dómarinn, að Rosenthal hefði gerzt sekur um vanrækslu af verstu tegund, svik og brot á trúnaði við Day og mann hennar, Melcher, sem dó árið 1968. 1 úrskurði dómarans sagði, að Doris Day ætti heimtingu á að fá aftur fé, sem hún og maður henn- ar hefðu tapað vegna fjárfesting- Doris Day. ar, sem Rosenthal hefði gert fyrir þeirra hönd. Upphaflega gerði Day kröfu um óákveðna upphæð, sem miðuð væri við fjárfestingar hennar i olíufyrirtækjum, gisti- húsum og öðru. Sagði hún, að Rosenthal hefði ráðlagt þeim hjónum að fjárfesta í ýmsum við- skiptaævintýrum, þar á meðal olíubraski í Oklahoma, Texas og Kentucky. Day var dæmt aftur féð, auk vaxta skaðabóta. Eftir upp- kvaðningu dómsins kvaðst hún ákaflega ánægð, að réttlætinu hefði verið framfylgt, en því mið- ur hefði hún ekki haft tíma til að fylgjast með ráðstöfunum Rosent- hals, því að hún hefði alltaf verið upptekin við að leika í kvikmynd- um. Lögfræðingur Rosenthals, sem ekki var viðstaddur dómsupp- kvaðninguna, brosti hins vegar í kampinn og sagði, að þeir ætluðu að áfrýja, þetta væri bara fyrsti hálfleikur. Góðar myndir Pasadena 23. september — NTB BANDARÍSKIR geimvísinda- menn létu á sunnudag í ljós mikla ánægju með þær myndir, sem geimfarið Mariner 10. sendi til Jarðar, eftir að hafa farið sinn annan hring umhverfis plánetuna Merkúr. Bananar hengdir upp á króka, þar sem þeir eru þvegnir áður en þeir eru fluttir til Bandaríkjanna. Honduras-fá- tækasta land Mið-Ameríku er þjóðbrautin í gegnum Ameríku á milli El Salvador og Nicaragua. Þar sem samgöngur eru einnig litlar á ám og vötnum, er flugvélin helzta samgöngutækið, enda eru margir smáflugvellir víða um land- ið. Áður en Spánverjar fóru að venja komu sina til Ameriku, var helzta veldi Maya-þjóðarinnar i Hondúras. Þeir hröktust þó brátt þaðan undan spönskum og endur- reistu ríki sitt i Jucatan i Mexikó. Hondúras brauzt undan stjórn Spánverja árið 1821 og var lýst sjálfstætt riki árið 1838. Á ýmsu gekk þó í sjálfstæðismálum lands- ins. Varð landið um skeið bitbein Mexikó og Nicaragua. Loks fékk landið stjórnarskrá 1848, en upp- reisnir og innrásir frá nágranna- ríkjunum voru tiðar á ofanverðri 19. öld. Sjálfstæði landsins var þó endanlega tryggt vegna kröfu Bandarikjanna á Friðarráðstefnu Mið-Ameriku árið 1907. Á þessari öld hefur verið fremur róstursamt i Hondúras. Framan af voru lýðræðislega kosnar stjórnir við völd. 1954 varð upplausnar- ástand í landinu, eftir að starfs- menn United Fruit Company, sem er bandariskt fyrirtæki, gerðu verkfall. Þó að verkfallið leystist eftir nokkrar launahækkanir, leiddi það til stórnarkreppu, þar sem ekki reyndist unnt að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Diaz, varaforseti. útnefndi sjálfan sig æðsta mann ríkisins, en 1956 var honum steypt af stóli og tók herinn við stjórninni. Núverandi þjóðhöfðingi er Oswaldo Lopez Ar- ellano, herforingi. Hondúras er fátækasta riki Mið- Ameriku. Aðaltekjulynd þess er bananarækt, en flestar plantekrur, sem reyndar eyðilögðust i felli- bylnum, eru i eigu Bandarikja- manna. Hefur þetta háð mjög upp- byggingu efnahags landsins. enda hefur núverandi stjórn þá stefnu að draga úr erlendum áhrifum með þjóðnýtingu náma og skóga, og skiptingu ónotaðs lands. HONDÚRAS er þvi sem næst þri- hyrningslaga land, sem liggur að Guatemala, Nicaragua og El Salvador í Mið-Ameríku. fbúareru um tvær milljónir og lifa þeir flest- ir af landbúnaði, en skógrækt og námugröftur er einnig mikilvæg- ur Vinna þeir bæði silfur og gull, auk verðmætra harðviðartegunda. 91% þjóðarinnar eru af ættum Indíána og Spánverja, 6% eru hreinir Indiánar og 2% eru negrar frá eyjum karabiska hafsins. Þó að Evrópumenn séu aðeins um 20 þúsund. eru þeir valdamestir bæði i stjórnmálum og fjármálum. fbúar þessa strjálsbýla fjalla- lands búa flestir á láglendi með- fram ströndinni og tala spænsku. f þorpum upp til fjalla tala frum- stæðir Indiánar þó enn forn mál sin, en negrar eru mælandi á ensku. Samgöngur eru mjög erfiðar i landinu. Járnbrautalínur eru fáar og flestar miðaðar við banana- framleiðsluna meðfram strönd- inni. Þannig er engin járnbraut til höfuðborgarinnar, Tegucigalpa, né járnbrautasamgöngur til ná- grannalandanna. Akvegir eru einnig fáir, eða samtals um 3000 km. Þar á meðal F ær danska stjórnín meirihluta? Kaupmannahöfn 23. september — Frá fréttaritara Morgunblaðsins Jörgen Harboe. DANSKA minnihlutastjórnin eygir nú möguleika á að geta náð knöppum meirihluta f Þjóðþinginu og tryggja þar með pólitfska framtfð sfna. Þessi möguleiki varð ljós eftir að fjórir þingmenn úr Framfaraflokki Mogens Glistrups klufu sig frá flokknum í atkvæða- greiðslunni um vantrauststillögu kommúnista á föstudaginn. Fjór- menningarnir greiddu atkvæði gegn tillögunni, en aðrir' þingmenn flokksins með. skapazt I dönskum stjórnmálum, Ef eining hefði náðst innan er í stærstum dráttum þannig: flokksins, hefði náðst meirihluti með vantrauststillögunni og stjórnin hefði orðið að segja af sér. Á mánudag hafði enginn þingmannanna fjögurra sagt, hvaða afstöðu hann ætlaði að taka í þinginu. Þrfr þeirra hafa þó sagt, að-þeir ætli að segja sig úr Framfaraflokknum og taka upp samband við einhvern borgara- flokkana, stjórnarflokkin Vinstri eða fhaldsama þjóðarflokkinn. Það ástand, sem nú hefur Klofningsmennirnir fjórir greiða framvegis atkvæði með minni- hlutanum, sem bar fram til- lögurnar um heildarlausn efna- hagsmála, sem stjórnin fékk í gegnum þingið á föstudag. Ásamt þessum þingmönnum mynda fjór- menningarnir meirihlutá — 89 atkvæði — svo framarlega, sem þingmenn Færeyinga og Græn- lands greiða ekki atkvæði gegn stjórninni. Á mánudag var þetta þó aðeins möguleiki. Olíuskattur dýr innflutningsríkj um New York 23. september — Reuter. LlTT uppörvandi skýrsla um hækkandi verð á olíu var á mánu- dag lögð fyrir hóp leiðandi hag- fræðinga, sem hér funda að beiðni Fords, Bandaríkjaforseta. í skýrslunni áætlar Walter Levy, olfumálaráðgjafi New York og einn fremsti sérfræðingur í olíuviðskiptum í heiminum, að olíuinnflutningsríki verði að greiða aukalega allt frá 3500 milljónum dollara til 5000 milljóna til að mæta auknum kostnaði, samfara skatti, sem olíu- framleiðsluríki leggja á olíufélög. Áætlun Levys er að finna í rit- gerð um áhrif ört vaxandi olíu- verðs á efnahagskerfi heimsins. Fundur hagfræðinganna er einn 12 funda, sem halda á víðsvegar um Bandaríkin til undirbúnings ráðstefnu um aðgerðir gegn verð- bólgu, sem haldinn verður í Washington um næstu helgi. Meðan á fundi hagfræðinganna stendur, mun Ford setja ráð- stefnu meir en 3500 orkumálasér- fræðinga í Detroit, þar sem fjall- að verður um eldsneytislindir veraldar næstu 30 árin. Detroit-fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar, síðan Arabar komu áolíubanninu.fyrirári síðan. Olíumálaráðherra Saudi-Arabíu sagði 1 viðtali við franska tímarit- ið Paris Match, að hann mundi beita sér gegn öllum tilraunum til að fá verð á olíu hækkað. Dökkt útlit hjá þróunarríkjunum Washington 23. september — NTB. AÐEINS mikið alþjóðlegt átak getur leitt til betri Iffskjara 800 milljóna manna fram til ársins 1980. 200 milljónir að auki geta aðeins átt von á smávægilega fram förum að þvf er segir í árskýrslu Alþjóðabankans. Efnahagsþróun í heiminum á síðasta ári þýðir í raun, að útlitið fyrir efnahags- og félagslegar framfarir í þróunarlöndunum er mun dekkra en áður. Hér ráða mörg atriði. Stöðugt vaxandi verð- bólga, hækkandi olíuverð, minnk- andi hagvöxtur í iðnríkjum, skort- ur á kornvöru til matar og tilbún- um áburði og fljótandi verð á gjaldeyri hefur komið illa niður á þróunarríkjunum. Þetta mun líklega leiða til þess, að hagvöxtur í fátækustu ríkjum heims mun staðna fram til 1980 eða verða í lágmarki. 50 milur svo fljótt sem auðið er Osló 22. september — Reuter í DAG var lagt að stjðrn Verkamannaflokksins með miklum þunga að færa fiskveiðilögsöguna út f 50 sjðmílur með ströndum Norður-Noregs. Sjávarútvegsnefnd flokksins samþykkti ein- rðma að krefjast útfærslu fiskveiðilögsögunnar í þrem áföngum til verndar fiskistofnum, sem íbúar Norður-Noregs byggja af- komu sína á. í fyrsta áfanga, sem til fram- kvæmda á að koma 1. janúar 1975, verður ákveðnum svæðum utan 12 mílnanna lokað öllum togur- um. Annar áfangi, sem á að fram- kvæma eins fljótt og auðið er, felur í sér útfærslu í 50 mflur frá Skomæreyju í Lofóten norður að sovézku landamærunum, segir nefndin. Þetta er aðeins bráðabirgðaráð- stöfun, sem á að vera til verndar íshafsþorskinum, þar til þriðji áfanginn, útfærsla í 200 mílur, verður framkvæmdur. Hvenær það verður, er ekki ákveðið. Almennt er álitið, að Norðmenn muni ekki áskilja sér 200 mílna efnahagslögsögu, fyrr en að lok- inni hafréttarráðstefnu S.Þ. Sjómenn í Noregi hafa undan- farið krafizt 50 mílna fiskveiðilög- sögu í ársbyrjun 1975 og hefur stjórnin sagt, að hún muni bráð- lega hefja viðræður um þetta við Breta, Rússa og aðrar þjóðir, sem eiga hagsmuna að gæta á Noregs- miðum. Hagvöxtur f þróunarríkjunum er háður því fjármagni, sem þessi lönd hafa úr að spila. Þau fátæk- ustu þurfa að sækja næstum alla sína fjármuni til annarra landa og hafa því mikla þörf fyrir lán á lágum vöxtum með að minnsta kosti 30 ára greiðslutíma. Nú er hins vegar mjög erfitt að útvega þessi lán, því að meir að segja þróuð ríki eiga í vandræð- um með að útvega sér rekstrarfé til næstu ára. Það virðist því næst- um ómögulegt að útvega hagstæð lán um leið og þarfir þeirra landa, sem treysta á slík lán eru meiri en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.