Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1974 17 Halldór Matthíasson: 'erpool mættust á Stamford Bridge f deildakeppninni og er það Ray efur betur í baráttu við John Phillips, markvörð Chelsea og skorar. Stoke á laugardaginn. Meiðsli knattspyrnumanna QUEENS PARK RANGERS — NEWCASTLE 1:2: Til að byrja með sótti Q.P.R. miklu meira í þessum leik og kom vörn Newcastle oft í mikla erfið- leika. Markið lét þó á sér standa — kom ekki fyrr en á 48. mínútu, og þá var það sannkallað heppnismark. Eftir pressu að marki Newcastle skoraði Glen Keeley sjálfsmark. Eftir mark þetta sótti Newcastle hins vegar í sig veðrið svo um mun- aði og tókst fljótlega að skora tvö mörk. Mick Zurns skoraði hið fyrra með skalla, en John Tudos hið seinna eftir góða sendingu frá Macolm MacDonald. Áhorfendur voru 18.594. LEEDS — SHEFFIELD UTD 5:1: Hinn góði sigur, sem Leeds United vann yfir svissneska liðinu Zúrich í Evrópubikarkeppninni í ið keppa nú að sæti f 1. deild að ári, rra sterkustu f 2. deild. Þar hefur öruggri forystu og hefur ekki tapað sfðustu viku, virðist hafa fært liðinu það sjálfstraust, sem svo greinilega hefur skort hjá þvf að undanförnu. Að minnsta kosti lék Leeds betur á laugardaginn en liðið hefur gert f langan tíma, og þar var heldur ekki að sökum að spyrja. Alan Clarke var gjörsamlega óstöðvandi í þessum leik. Hann skoraði sjálfur tvö mörk og átti hlut að máli, er þeir Gordon McQueen og Terry Yorath skoruðu. Fimmta mark Leeds kom úr víta- spyrnu, sem Peter Lorimer tók. En þrátt fyrir ágætan leik Leeds átti Sheffield United liðið einnig góða spretti en leikmenn liðsins voru ákaflega óheppnir með skot sín. Tvívegis small knötturinn í stöng Leedsmarksins og einu sinni mis- notaði Sheffiled-liðið vítaspyrnu. Það var Bill Dearden, sem loks tókst að skora fyrir lið sitt. WEST HAM — LEICESTER 6:2: Þeir 21.377 áhorfendur, sem komu til þessa leiks urðu vitni að fremur fátíðum atburði í ensku 1. deildar keppninni í knattspyrnu: Að sjá átta mörk skoruð í sama leiknum. Þetta þótti mjög svo skemmtilegur leikur. Bæði liðin léku mjög stífan sóknarleik og gáfu eftir í vörninni, þannig að það var ekki aðeins mörkin átta, sem áhorf- endur sáu, heldur mörg dauðafæri, sem fóru í vaskinn. Fyrsta markið kom á 10. mínútu er Frank Worthington skoraði úr vítaspyrnu fyrir Leicester. í leikhléi stóð svo 3:1 og höfðu þeir Roy Jennings og Bobby Gould skorað mörk West Ham. 1 seinni hálfleik skoruðu þessir kappar báðir aftur og Robson bætti sjötta marki West Ham við. Á síðasta andartaki leiksins tókst svo Worthington að skora aftur fyrir lið sitt. 2. DEILD Manchester United heldur öryggri forystu í 2. deildar keppn- inni og hefur þar ekki tapað leik enn sem komið er. Þeir United- menn áttu í nokkrum erfiðleikum með Bristol Rovers á laugardaginn, en Bristoibúarnir voru ekki á skot- skónum og misnotuðu herfilega góð tækifæri, sem þeir fengu við mark United. SKOTLAND 1 Skotlandi er staða efstu liðanna sú, að Hibernian hefur forystu og er með 8 stig eftir 4 leiki. Rangers er með 7 stig, Celtic með 6 stig og Airdrie með 6 stig. Morton er svo í fimmta sæti með 5 stig. í annarri deild í Skotlandi hefur Montrose tekið forystu — er með 11 stig eftir 7 leiki en fjögur næstu lið hafa 9 stig. Eru það: St. Mirren, Alloa, Hamilton og East Fife. Á síðustu 10 árum hafa orðið miklar breytingar á meðhöndlun smá meiðsla í knattspyrnu. Fyrr á árum var meðhöndlunin aðallega fólgin í algjörri hvíld en nú eru meira notaðar raunhæfar að- gerðir. Þetta er sérlega mikilvægt þegar um meiðsli íþróttamanna er að ræða. 1 mörgum löndum eru sérstakar stofnanir, sem annast íþróttamenn, semhafaorðiðfyrir meiðslum, og reynsla sem hefur fengizt þaðan, hefur einnig verið notuð við Ifk tilfelli hjá almenn- ingi. Eftirfarandi athuganir voru gerðar f Noregi. A tfmabilinu 1.8. 1967 — 1.8. 1972 voru meðhöndl- aðir alls 760 knattspyrnumenn. Efninu var skipt í tvo hluta þar sem markmiðið var að sá fjöldi meiðsla, hvers konar meiðsli og í hvaða deildum leikmenn léku, sem meiddust. Heilsársæfingar eru ekkLstundaðar í neðri deild- um knattspyrnunnar og er þjálf- unarálag, fjöldi meiðsla og kapp- leikja meiri í efri deildunum. Af meiðslum voru 90% á fót- leggjum, einkum læri, hné og ökla. Tafla, sem sýnir hvar meiðslin eiga sér stað: 2 2 aJ 4> ■o 73 | t-í | 1 Höfuð og háls 6 0 Hendur 30 8 Bolur 27 11 Mjöðm og læri 108 64 Hné 107 80 Leggir 56 56 öklar 109 51 Fótur neðan ökla 31 16 Alls 474 286 Meiðsli í sinum, vöðvum og liðum eru tíð, en fjöldi beinbrota er lítill vegna þess, að þeir, sem fyrir því verða, fara beint inn á spítala og eru því ekki með f þessum athugunum. Það komu þó 8 rifbrot og 5 fingurbrot, en aðrir komu til eftirmeðhöndlunar. Enda þótt knattspyrna valdi oft árekstrum eiga flest meiðsli sér stað án þess að menn rekist hver á annan. Meiðsli á vöðvum innan á læri stafa nær eingöngu af sparki innanfótar eða þegar kljáðst er um knöttinn. Meiðsli á vöðva framan á læri verða bæði við árekstra við mótstöðumanninn í keppni um knöttinn og þegar sparkað er í knöttinn. Meiðsli, sem verða án árekstra, eiga sér oftast stað í byrjun leiks, áður en leikmaður er orðinn nógu heitur eða i lok leiks þegar leikmaður er orðinn þreyttur. Meiðsli á vöðvum aftan á læri eiga sér nær alltaf stað vegna of snögg's viðbragðs og álags, er barizt er um knöttinn. Á leggjum eru meiðsli mest á vöðv- um aftan á leggnum og acnillis- sininni. Meiðsli þar eru oft þar sem sinin og vöðvar mætast. Meiðsli í adduktorvöðvunum innan á læri eru m'jog algeng hjá knattspyrnumönnum. Sjúkdóms- einkenni eru aðallega sársauki við snögga hreyfingu, en þegar hlaupið er rólega finnst mjög litið fyrir því. Meiðslin eru oftast þar sem vöðvi og sin mætast. Álitið er, að nokkrir vöðvaþræðir slitni, þegar meiðslin verða. Þar sem meiðslin koma í hreyfingum, sem sérlega einkenna knattspyrnu, er endurtekningarhætta mikil ef knattspyrnumaðurinn byrjar aftur af fullum krafti áður en meiðslið hefur að fullu gróið. Reynslan sýnir, að slfk tognun krefst minnst 3 vikna kerfisbund- innar meðhöndlunar með innlögð- um teygjum og styrkjandi æf- ingum. A þessu tímabili verður að sjálfsögðu að viðhalda úthalds- þjálfun og kraftþjálfun annarra líkamshluta. Við flest vöðvameiðsli verður töluverð blæðing inni í vöðv- anum, sem veldur þvi, að vöðvinn getur ekki starfað að fullu, sér- staklega fyrstu dagana eftir meiðslið. Meiðsli, sem liggja djúpt i vöðva, eru mun lengur að gróa. Hvað snertir grunn vöðvameiðsli á læri er ekki óvenjulegt, að blóð sígi niður i átt að hnéliðnum nokkrum dögum eftir að meiðslið verður. Með notkun á teygjusokk fyrstu vikuna eftir meiðslið má f flestum tilvikum komast hjá þessu. Vöðvameiðsli aftan á læri eiga sér oftast stað í beygivöðva. í nokkrumtilvikum er meiðslið ein- göngu í sininni, sem kemur frá setbeininu (tuber ischii). Þessi meiðsli eru oftast langvinnari en önnur, vara minnst 14 daga og endurtekning þeirra er tiltölu- lega algeng. Það hefur sýnt sig, að ef vöðvarnir á öðrum fætinum eru meira en 10% kraftminni en á þinum er meiri hætta á slíkum meiðslum. Mikilvægt atriði í endurþjálfuninni er þvi kerfis- bundin kraftþjálfun. Leikmenn, sem meiðzt höfðu oft í vöðvum aftan á læri, höfðu oft litinn teygjanleika í þeim og eftir að byrjað var að teygja kerfisbundið samfara kraftþjálfun endurtóku meiðslin sig mun sjaldnar. Við meiðsli á vöðvum aftan á leggnum (trjceps sura) voru blæðingar venjulega inni í vöðv- anum, blóðið hafði tilhneigingu til að sfga niður í öklann. Þrýsti- umbúðir fyrstu vikuna eftir meiðsli voru mikið notaðar í þessum tilvikum. Af miklu er að taka, er rætt er um meiðsli í knattspyrnu og hér að framan hefur aðeins verið drepið lítillega á það helzta. Mikilvægur þáttur í endur- hæfingu eftir íþróttameiðsli er samstarf læknis, sjúkraþjálfara, þjálfara og íþróttamannsins. Kerfisbundin fyrsta hjálp, sjúkra- þjálfun, plástrun, ásamt ná- kvæmri leiðsögn gerir að verkum, að fþróttamaður getur hafið fullar æfingar fyrr en ella. Fyrir íþróttamanninn hefur það mikla þýðingu, en ennþá mikilvægara er, að svipuð meðhöndlun meiðsla hjá- almenningi getur stytt veik- indatímann. Þjálfar sumt af bezta i|)róttafólki Dana — Ég kann ágætlega við mig hérna og það hefur verið gaman að starfa með þessu fólki, sagði Ólafur Unnsteins- son íþróttakennari, er Mbl. hitti hann að máli f Kaupmannahöfn nýlega, en þar starfar nú Ólaf- ur sem íþróttaþjálfari hjá AK 73 og hefur með að gera margt af efnilegasta frjálsíþróttafólki Dana. Auk þess var svo Ólafur við nám í iþróttakennslu s.l. vetur og hyggst hann halda því áfram í vetur, auk þess sem hann mun starfa sem kennari og þjálfari. — Það er að mörgu leyti betra að starfa hér sem íþróttakennari en heima, sagði Ólafur, — bæði er húsrýmið Ólafur Unnsteinsson. betra og stærra og eins eru launin miklu betri og kennslu- skyldan minni. Og víst er, að forystumenn AK 73 eru hinir ánægðustu með að Ólafur ætlar sér að dvelja áfram i vetur. — Við erum mjög ánægðir með Ólaf og erum vissir um, að hann á mikinn þátt í þeim framförum, sem íþróttafólk okkar hefur sýnt í sumar, sagði formaður félagsins, Niels-Chr. Bendixen. Annars er það um félagið, sem Ólafur starfar hjá, að segja, að það var stofnað á s.l. ári og gengu þá í það margir af beztu frjálsíþróttamönnum Dana. Þekktastur þeirra er þó sennilega Gert Kærlin, en hann á Danmerkurmet í 3000 metra hlaupi (7:52,4 mín.,) og í 5000 metra hlaupi (13:40,0 mín.). Ólafur sagði, að aðstaðan væri mjög góð hjá félaginu, en hann þjálfar tæknigreinarnar og spretthlaup. — En hún mun svo batna verulega næsta ár, sagði hann, — er tartan verður sett á Österbrostadion, sem er heimavöllur AK 73. — Nú er svo komið, að helztu fþrótta- stjörnurnar hér í Danmörku neita að keppa á mótum ef ekki er tartan á völlunum. Má þar nefna Evrópumeistarann í há- stökki, Jesper Törring. Eins og er þá eru ekki nema tveir tartapvellir í Danmörku: Aarhus Stadion og Lyngby Stadion. Næstu vellir, sem fá tartan, eru Österbrostadion í Kaúpmannahöfn og Skovdalen í Aalborg. — Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur, sagði Ólafur, þegar hann var inntur eftir árangri nemenda sinna. — Á innanhússmeistaramótinu s.l. vetur, sem haldið var í Ollerup, hlaut AK 73 meistarastig í 4 greinum. Kay Pedersen jafnaði danska metið í 60 metra hlaupi, hljóp á 6,7 sek., og sigraði auk þess í þrfstökki, stökk 14,13 metra. Margit Hansen setti tvö Danmerkurmet í 60 metra hlaupi og í 60 metra grinda- hlaupi. Á meistaramóti Dan- merkur utanhúss hlaut félagið fjögur meistarastig og átta önnur verðlaun. AK 73 átti svo Kaupmannahafnarmeistara í sjö greinum. Ólafur sagði, að helztu stjörn- ur félagsins fyrir utan Gert Kærlin væru Margit Hansen, sem nýlega hefði sett met í 100 metra grindahlaupi, hlaupið á 13,78 sek., og komizt í undanúr- slit á Evrópumeistaramótinu í Róm, Andreas Hasle, sem er 19 ára tugþrautarmaður og bætti hann árangur sinn úr 6306 stigum í 7023 stig milli ára og Kay Pedersen, sem nú er að verða bezti spretthlaupari Dana og hefur t.d. jafnað metið í 100 metra hlaupi með því að hlaupa á 10,5 sek. — Það má segja, sagði Ólafur — að eina félagið f Danmörku, sem hefur á að skipa frægari stjörnum en AK 73, sé Skovbakken í Árósum en í því félagi eru þeir Jesper Törring og Tom B. Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.