Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER 1974 Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður sjötíu og fimm ára Ingvar Vilhjálmsson er 75 ára í dag. Hann hefur um fjögurra ára- tuga skeið verið þjóðkunnur sem útgerðarmaður og vegna marg- þættrar starfsemi í sjávarútvegi landsmanna. Hafa umsvif hans vaxið með árunum. svo hann er fyrir löngu orðinn einn af fremstu fram- kvæmda- og framfaramönnum sjávarútvegsins. Foreldrar Ingvars voru Vil- hjálmur járnsmiður og bóndi Hildibrandsson og kona hans Ingibjörg Olafsdóttir. Bjuggu þau fyrst í Dísukoti í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu og síðar á árun- um 1906—1919 í Vetleifsholti í Ásahreppi, að Vilhjálmur brá búi og fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni, konu og fjórum börnum, Olgeiri, Sigurbjörgu, Ingvari og Kristni. Olgeir vinnur við Bifreiðaeftir- litið og skráningu ökutækja í Reykjavík, Sigurbjörg varð síðari kona Guðmundar Kristjánssonar, skipstjóra og skipamiðlara, og Kristinn umsjónarmaður. Ingvar var næst yngstur þeirra systkin- anna. I Reykjavík bjó fjölskyldan á Laufásvegi 20. Þau Vilhjálmur og Ingibjörg voru mesta myndarfólk. Vilhjálm- ur var þjóðhagasmiður á járn og tré. Hið nafnkunna kvæði Davíðs Stefánssonar: Höfðingi smiðjunn- ar, var ort um Vilhjálm: Þar segir m.a.: „Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit, Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit.“ „Höndin, sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf.“ Það slys henti f Þykkvabæ að hestur sem verið var að járna sló Sigurbjörgu dóttur Vilhjálms svo efrivör hennar skarst illa og blæddi mjög úr sárinu. Var hún þá barn að aldri. Var nauðsynlegt að sauma skurðinn saman sem allra fyrst. Þá vildi svo vel til, að Ólafur Guðmundsson héraðs- læknir Sivertsen, er þá bjó að Stórólfshvoli, hafði verið sóttur til sjúklings fram í Þykkvabæ. Náðist samband við lækninn. Hann var bróðiT Teodóru Thoroddsen og Asthildar Thor- steinsson í Bfldudal. Læknirinn hafði ekki haft með sér að heiman nál til að sauma saman skurð, enda ekki búist við því, að til slíkrar nálar þyrfti að grípa í ferðinni. En 3—4 tíma ferð var að Stórólfshvoli úr Þykkvabæ hvora leið og yfir Ytri-Rangá að fara á breiðu og djúpu vaði og einnig yfir Rangá eystri. Nú voru góð ráð dýr, því að líf barnsins var í hættu. Kvaðst Vilhjálmur mundu freista þess að smíða nálina í smiðju sinni. Er það skemmst að segja, að smíðin tókst fljótt og vel. Læknirinn vann verk sitt með ágætum svo barninu var borgið. Engin andlitslýti urðu á Sigur- björgu vegna þessa slyss. Atta bæir voru í Vetleifsholts- hverfi á uppvaxtarárum Ingvars og stórar f jölskyldur og vinnufólk á flestum bæjunum. Aðalfrömuðir í framfaramálum voru þrír: Ólafur Ólafsson í Lindarbæ, lærður búfræðingur frá búnaðarskólanum í Stend í Noregi og búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Jafnframt var hann hreppstjóri í Ásahreppi. Annar var Vilhjálmur Hildi- brandsson, bóndi og járnsmiður, er bjó á vesturbænum í Vetleifs- holti. Hinn þriðji var Ólafur Er- lendsson, bóndi í Parti. Þessir búhöldar tóku saman höndum um það að kaupa sláttu- vél til reynslu. Gerðu þeir kaupin fyrir áeggjan Jóns Jónatanssonar, búnaðarráðunauts, síðar alþingis- manns Árnesinga, er hjálpaði þeim við útvegun vélarinnar, sem var ein af fyrstu sláttuvélunum, sem til landsins komu. Hún var dregin af tveim hestum. Reyndist vélin svo vel að næsta ár höfðu þessir bændur eignast sína sláttu- vélina hver. Þegar verið var að setja fyrstu sláttuvélina saman á hlaðinu í Lindarbæ minnist ég þess, að við Ingvar vorum þar áhugasamir áhorfendur. Hann níu ára en ég fjögurra ára og Ragnar í Lindar- bæ þriggja ára. Eldri bændasynirnir, sem þá voru reyndar á unglingsárum, en gamlir í augum okkar Ingvars unnu að því að setja sláttuvélina saman, brýna tennurnar f Ijánum og stilla greiðuna og smyrja vél- ina. ÞaðvarOlgeirbróðir Ingvars, Ásgeir, Ölafur og Þórður, synir Ólafs I Lindarbæ og Erlendur og Guðni, synir Ólafs í Parti, en bændurnir sjálfir horfðu á öðru hvoru aðgerðarlitlir, nema Vil- hjálmur í Vetleifsholti. Má segja, að þeir, sem þarna söfnuðust saman þennan sumar- dag árið 1909, hafi verið vitni að því, að vélamenning nútfmans hélt innreið sína f landbúnað Suðurlandsundirlendisins, ein- mitt á þeim bæjum, sem stunduðu heyskap í Safamýri, víðáttumesta engi landsins. Þar var rennislétt starengi, með áveitu gegnum Djúpós og löngum mýraskurðum til þess að draga úr vatnselgnum. Heyjað var í Safa- mýri frá um það bil 40 bæjum og heyfengurinn oftast 30—40 þús- und hestburöir á sumri. Reyndar voru skilvindurnar og prjónavélarnar komnar áður, en sláttuvélin var mesta nýjungin á þessum tfma. Allir áttu þessir búhöldar af- bragðs konur, þar sem voru þær Margrét Þórðardóttir i Lindar- bæ, Ingibjörg Ólafsdóttir í Vetleifsholti og Guðríður Þor- steinsdóttir í Parti. Eru afkom- endur þeirra margir þjóðkunnir. Kynntist ég vel hjartagæzku og dugnaði þessara kvenna þau 6 sumur á árunum 1909—18, sem ég var smali í Lindarbæ hjá Ólafi Ólafssyni, hreppstjóra frá Lund- um í Stafholtstungum, bróður Ragnhildar ömmu minnar í Eng- ey. Ingvar reri í Þorlákshöfn á ára- skipi tvær vertíðir sem háseti. Var hann þá unglingur, 17 og 18 ára gamall. Frá Þorlákshöfn hafði sjórinn verið sóttur á áraskipum í kaþólskri tíð og allar götur síðan. Þessi forna sjósókn var að hverfa þegar hér var komið sögu, 1916 og 1917. Ágæt frásögn, höfð eftir Ingvari, birtist á sjötugsafmæli hans í Morgunblaðinu, um sfðustu ár áraskipanna í Þorlákshöfn. Var hún rituð af Matthíasi Johannes- sen ritstjóra. Síðan varð Ingvar togarasjó- maður á árunum 1919—25. Tók hann próf frá Stýrimannaskólan- um 1926. Stýrimaður og skipstjóri á togurum var hann á árunum frá 1926—1934, að hann hætti sjó- sókn og gerðist útgeröarmaður. Hann var í nokkur ár skipstjóri á b/v Leikni sem Ól. Jóhannesson á Patreksfirði gerði út. Ingvar Vilhjálmsson var því sjómaður í 18 ár áður en hann hóf útgérð sjálfur, fyrst í félagi við aðra. Sfðan rak hver framkvæmd- in aðra svo hann varð eins og ég sagði um hann í blaðagrein á sextugsafmæli hans 1959 sann- kallaður höfðingi framkvæmd- anna, eins og Vilhjálmur faðir hans var höfðingi smiðjunnar. Hann hefur rekið útgerð, fisk- kaup, fiskverkun og sfldarsöltun í öllum landsfjórðungum og síldar- bræðslu á Seyðisfirði. Hann stofnaði ísbjörninn h/f 1944 og hefur frá upphafi verið aðaleig- 'andi þess fyrirtækis og fram- kvæmdastjóri þess. Ingvar er einn^f stofnendum Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h/f f Reykjavík og formaður félagsins. Framkvæmdastjóri félagsins var ráðinn Jónas Jónsson frá Seyðis- firði, en hanri flutti að austan til að taka við starfinu. Rekur félag- ið nú báðar fiskmjölsverksmiðj- urnar í Reykjavík. Á annan ára- tug gerði félagið út fjóra ný- sköpunartogara og hafði forgöngu um flutning bræðslusíldar af fjar- lægum miðum til Reykjavíkur á tankskipinu Sildinni, sem félagið keypti í þessu skyni. Slíka flutn- inga hafði Einar Guðfinnsson í Bolungarvík framkvæmt áður, en í smærri stfl. í öllu þessu starfi var Jónas hægri hönd Ingvars. Hafa þeir nú átt náið samstarf í aldarfjórðung. Ingvar lét smfða togarann Frey hjá Seebeck-skipasmíðastöðinni í Bremerhaven árið 1960, eitt glæsilegasta skip, sem verið hefur f fiskiskipaflota landsmanna. Seldi hann skipið þegar aflabrest- ur og verðfall á fiski hafði steðjað að togaraútgerðinni í nokkur ár, jafnframt því sem uppgrip voru á sfldveiðum á þeim árum. Nýjan skuttogara af stærri gerðinni, m/s Hrönn, sem kom til landsins sl. vor, hefur Ingvar keypt f félagi við Einar Sigurðsson. Ingvar hefur um langt skeið átt sæti í stjórn Sjóvátryggingafélags tslands h/f, Olíuverzlunar islands h/f, Samlagi skreiðarframleið- enda og Sölumiðstöð hraðfrysi- húsanna. Hann var f 28 ár í stjórn Fiskifélags Islands og jafn lengi fulltrúi á Fiskiþingum. í út- gerðarráði Reykjavíkurborgar átti hann sæti í 24 ár og var lengi varamaður í borgarstjórn Reykja- vfkur. Hann hefur lengi átt sæti f framkvæmdanefnd Vinnuveit- endasambands Islands og í stjórn L.I.U. I stjórn Eimskipafélags Is- lands hefur hann verið frá 1967. Auk alls þessa hefur hann setið í fjölmörgum nefndum, sem fjallað hafa um málefni sjávarútvegsins, sem oft langt yrði upp að telja. Ingvar vill láta frjálst framtak einstaklinganna sitja i fyrirrúmi og að afskipti ríkis og bæja og sveitarstjórna af atvinnumálum séu sem minnst. Nú er fyrirtæki Ingvars, Is- björninn h/f, að reisa eitt full- komnasta frystihús f landinu hér í Reykjavík við norðurgarðinn í örfirsey. Synir Ingvars hafa nú gerst framkvæmdastjórar við fyrirtæki hans. Sjálfur hefur hann sagt mér, að hann fari senn að draga sig í hlé. Ég hefi þegar þetta er ritað þekkt Ingvar Vilhjálmsson í 65 ár og átt samleið með honum í ýms- um félögum, stjórnum og nefnd- um, er starfað hafa á vettvangi sjávarútvegsins. Hefur samvinna okkar jafnan verið hin bezta og vinátta og tengdir milli fjöl- skyldna okkar. Ingvar kvæntist Áslaugu Jóns- dóttur, Tómassonar í Hjarðarholti í Stafholtstungum, 8. júní 1935. Móðir hennar var Sigríður Ás- geirsdóttir, Finnbogasonar á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, sfðast bónda, útvegsmanns og bókbindara að Lundum. Seinni kona Ásgeirs var Ragnhildur Ölafsdóttir að Lundum, ættuð frá Bakkakoti (Hvítárbakka) í Borgarfirði, en hún var áður gift Ólafi Ólafssyni, óðalsbónda á Lundum, sem fóst af slysförum. Voru þær því sammæðra Ragn- hildur Ólafsdóttir í Engey og Sig- ríður í Hjarðarholti. Heimili þeirra Ingvars og As- laugar að Hagamel 4 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu í 23 ár, var eitt hið glæsilegasta f landinu. Þar var gott að koma, enda gest- kvæmt mjög. Heimilið mótaðist af smekkvísi og hjartahlýju húsmóðurinnar og af rausn hjónanna beggja. Áslaug var frfð sýnum og vel menntuð. Henni var flest til lista lagt sem góða konu má prýða. Hún varð bráðkvödd á aðfanga- dag jóla 1968. Var þá sár harmur kveðinn að eiginmanni hennar og fjölskyldu. Allir, sem höfðu af henni nokkur kynni, minnast hennar með söknuði. Börn þeirra hjóna, sem upp komust, eru Vilhjálmur fram- kvæmdastjóri, Jón hdl. og fram- kvæmdastjóri og Sigríður hús- freyja. Elsta barn sitt, Jón, misstu þau af slysförum barn að aldri, og er Jón yngri skírður eftir honum. Ingvar er búinn þeim hyggind- um og dug sem fleytt hefur ís- lendingum f 11 aldir í blíðu og stríðu. Ingvar er mjög þreklega vaxinn og herðabreiður og handsterkur, meðalmaður á hæð, ennið hátt og breitt, svipmikill. Mikið skap og skapmildi fara vel saman. Hann er árrisull, áhugasamur og úr- ræðagóður og þvf velmetinn af samstarfsmönnum sfnum og starfsfólki. Ég sendi Ingvari og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir á þessum tímamótum í ævi hans og þakka honum fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar langa vináttu og órofatryggð. Sveinn Benediktsson P.S. Ingvar býr nú að Unnar- braut 2, Seltjarnarnesi, á efri hæð hússins, en Jón sonur hans með fjölskyldu sinni á neðri hæðinni. Tekur Ingvar á móti gestum og er ekki að efa, að þar verður margt um manninn. S.B. Það verða margir, sem heiðra Ingvar Vilhjálmsson í dag á 75 ára afmæli hans í ræðu og riti, enda af sjaldgæfum verðleikum. Hér í blaðinu í dag er sagt frá stórbrotinni sögu framkvæmda haris og forustu í íslenzkum sjávarútvegi og merkum félags- málastörfum. Mér er í hug að heiðra þennan aldna heiðurs- mann með nokkrum persónuleg- um orðum. Kynni mín af Ingvari eru ekki löng, aðeins sex ár, en þá tengdist ég honum sifjaböndum. Þessi stuttu kynni hafa reynzt mér þeim mun merkilegri og lærdóms- rfkari. Hallgrímur Hallgrímsson magister ritaði m.a. svo í minn- ingargrein um Vilhjálm, föður Ingvars, við andlát hans 1936. „Engan mann hefi ég þekkt iðjusamari honum, gekk aldrei verk hendi firr. Hann var hverj- um manni árrisulli og vinnudagur hans var langur. En það eru ekki störfin ein, sem gera Vilhjálm heitinn minnisstæðan þeim, sem hann þekktu, heldur fremur skaplyndi hans og mannkostir. Hann var fyrst og fremst samvandaður heiðursmaður, sem ekki vildi vamm sitt vita. Hann var traustur vinur vina sinna. hjálpsamur og brjóstgóður og mátti segja um hann, aðhann legði gott tilallra. Hann var alvörugefinn og fámáll, fastur fyrir og heill í hverju máli og lét ógjarnan hlut sinn, er þvf var að skipta. I viðskiptum var hann svo áreiðanlegur sem fram- ast er auðið." Þessi eftirmæli um föður hans eru jafnframt svo sannferðug og kjarnyrt lýsing á Ingvari, að ég fæ ekki betur orðað. Þetta sýnir um leið, að eplið féll ekki langt frá eikinni. Þegar Ingvar hélt í verið til Þorlákshafnar 17 ára gamall, fótgangandi úr Holtun- um, með malinn á bakinu, þá íþyngdi ekki veraldlegur auður, fremur en títt var um sveitapilta í þann tfð. Meira hafði hann í vegarnesti af góðu uppeldi og eft- irdæmi foreldra sinna. Hefur það verið honum gæfa og haldreipi alla tfð. Aðrir, sem betur þekkja, munu rekja söguleg brautryðjandastörf Ingvars í sjávarútvegi. Ég vil þó segja, að þegar Ingvar, fyrir rúmu ári, hóf byggingu stærsta og full- komnasta frystihúss landsins, og þótt vfðar væri leitað, þá gerði hann sér yngri mönnum og okkur yngri mönnunum skömm til. Á þessum tímum svartsýni og kjark- leysis, þá hefur Ingvar á efri árum gefið eftirdæmi um þau hyggindi og áræði, sem ein leiða þjóðina til framfara. Mig langar að rekja mörg önnur dæmi um mannkosti og mannvit afmælisbarnsins, en hér er varla rúm til þess. Eitt dæmi skal þó tilgreint um sjálfsaga Ingvars, en það er þegar hann lauk stýri- mannaprófi 1926, á einu ári, en það var þá tveggja ára nám. Hann hafði tafizt við áætlun sfna um námið, þegar hann fékk vír í auga, en auk þess hafði nú verið gert skilyrði um inntökupróf. Á skömmum tíma nam hann fyrir inntökuprófið, sem hann lauk með góðum árangri. Prófinu skyldi hann ljúka, eins og ráðgert hafði verið, þrátt fyrir slysið og óvæntar námskröfur. Ingvar er einstakt snyrtimenni í umgengni, eins og raunar um öll sin mál. Hann hefur varðveitt trú sína úr bernsku og það eru fáir sunnudagar, sem hann ekki sækir messu. Það gerir hann í engu öðru skyni en til þess að svala trúarþörf sinni. Um Ingvar má segja, eins og Davíð kvað, að því að talið er, um föður Ingvars: „Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins.“ Heill þér Ingvar enn um langan aldur. Jón Edwald Ragnarsson. I dag er Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður 75 ára gamall. Tímamót sem þessi í æfi manna vekja menn gjarnan til umhugs- unar um þann sem í hlut á. Ef um er að ræða menn sem skarað hafa fram úr á fjölmörgum sviðum, og ef kynnin hafa verið betri en almennt gerist, þá lfta menn gjarnan til baka yfir farinn veg og kemur þá margt f hugann sem ljúft er að minnast. Þannig mun vera um alla þá sem kynnst hafa Ingvari Vilhjálmssyni og er ég einn af þeim. Við Ingvar höfum nú þekkst um 32ja ára skeið. Er það langur tími og hafa atvikin hagað því svo til að við höfum átt mjög náið sam- starf allan þennan tíma. Ég tel mig fara með rétt mál þegar ég segi, að ég muni öðrum fremur vera fær um að meta rétt Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.