Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 106. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pathet Lao hefur nú öll völd í Laos Vientiane 12. maí. AP—REUTER — NTB • PATHET Lao, hreyfing vinstri manna f Laos, virðist nú hafa þar töglin og hagldirnar. Hægri sinn- aðir ráðherrar stjðrnarinnar, sem mynduðu mótvægi gegn full- trúum Pathet Lao f hlutleysis- stjórn Souvanna Phouma, hafa sagt af sér og uppreisnir verið gerðar f stjórnarhernum gegn hægri sinnuðum herforingjum. • Utvarpið f Laos fyrirskipaði f kvöld, að hermenn skyldu engum fyrirskipunum hlýða nema frá nýskipuðum landvarnaráðherra landsins, Kham Ouane Boupha hershöfðingja, sem tók við af Sisouk Na Champassak á sunnu- dag. Phoupha tilheyrir Pathet Lao en er opinberlega kailaður „hlutlaus þjóðernissinni". Hann hefur varað þjóðina við að sfna stjórnvöldum mótþróa og til- kynnt að hart verði tekið á hvers konar flutningum herliðs og vopna og hreyfingum flughersins nema fram fari samkvæmt skip- unum hans og með hans leyfi. Engin merki eru sögð sjáanleg um að hægri öflin reyni að rfsa gegn stjórninni, enda sérhver tilraun f þá átt sögð dæmd til að misheppnast. Stöðugur straumur fólks er frá landinu, bæði með flugvélum, járnbrautarlestúm og bifreiðum, en strangt eftirlit er haft með því, hvað fólk tekur með sér á flóttanum. Að sögn stjórnar- innar í Vientiane hafa flestir hægrisinnaðir stjórnmálamenn og herforingjar flúið land. Og að sögn NTB í kvöld hafa hægrisinn- ar einungis stjórn f litlu héraði í suðurhluta landsins, Savannakht, í námunda við landamæri Thai- lands, en það er umkringt her- mönnum Pathet Lao. Ljóst var, að Pathet Lao hafði náð landinu f sínar hendur eftir að Souvanna Phouma forsætisráð- herra tilkynnti á laugardag að varnarmálaráðherrann, fjármála- ráðherrann, aðstoðarutanríkisráð: herrann og aðstoðarráðherrá opinberra framkvæmda hefðu sagt af sér. tJtvarpið f Vientiane hefur sent út margs konar tilskipanir í dag, meðal annars varnaðarorð til kaupmanna. Þeim hefur verið skipað að opna verzlanir sínar á ný, en margir höfðu lokað fyrir helgina af ótta við óeirðir og vegna hins óljósa ástands þá í stjórnmálunum. Fjöldi kaupsýslu- manna, m.a. margir Vietnamar og Kínverjar, hafa flúið land. Þá hefur stjórnin boðað, að hart verði tekið á hvers konar braski og svikum f viðskiptum og kaup- mönnum skipað að gefa kvittanir fyrir öllum viðskiptum, sem fara fram yfir fjárupphæð, er nemur um það bil 50 ísl. kr. Varað hefur verið við svartamarkaðsbraski og hefur gjaldmiðill landsins treystst við það. Nýir menn hafa verið skipaðir f ýmis héraðsstjóraembætti og aðr- ar opinberar stöður, þeirra á meðal er hægri sinnaður herfor- ingi, Soutchg að nafni, sem Pathet Lao virðist geta sætt sig við, samkvæmt AP-frétt. Þar seg- ir og, að lífið í Vientiane gangi eðlilega og hvarvetna sé kyrrt. TENG HSIAO PING 1 PARtS — Mynd þessi var tekin á Orly flugvelli í gær, þegar aðstoðarforsætisráðherra Kína, Teng Hsiao- Ping, kom þangað í sex daga opinbera heimsókn. Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, tók á móti honum á flugvellinum. Teng Hsiao- ping í París Parfs 12. maí. Reuter — AP — NTB. JACQUES Chirac, forsætisráð- herra Frakklands, skýrði svo frá f kvöld, að stjórnir Frakklands og Kfna hefðu orðið ásáttar um að halda sameiginlega reglulega utanrfkisráðherrafundi á næstu árum. Sagði ráðherrann þetta á blaðamannafundi eftir fyrstu við- ræður sfnar við Teng Hsiao -ping, varaforsætisráðherra Kfna, sem kom f sex daga opinbera heim- sókn til Parfsar f dag. Hann er valdamestur kfnverskra emb- ættismanna, sem Vestur-Evrópu heimsækir frá stofnun kfnverska alþýðulýðveldisins 1949 og hlaut hann f Parfs móttökur á borð við þjóðhöfðingja. Teng Hsiao-ping var einnig á fundinum f kvöld og sagði m.a. að viðræður þeirra Chiracs f dag hefðu að verulegu leyti snúizt um uppbyggingu Evrópu. A morgun ræðir hann við forseta Frakk- lands, Valery Giscard d’Estaing. Haft var eftir frönskum heim- ildum um helgina, að í Paris væntu menn þess að kínverski ráðherrann legði mikla áherzlu á áhuga Pekingstjórnarinnar á öflugri einingu ríkja Vestur Framhald á bls. 39 Neyddu bandarískt kaup- skip til hafnar í Kambódíu „Sjórán”, segir Gerald Ford forseti — sem getur haft alvarlegar afleiðingar Washington 12. maí. AP—REUTER • STRANDGÆZLUSKIP frá Kambodiu skaut f dag á banda- rfskt kaupskip á Thailandsflóa og neyddi það til hafnar f Kambodiu að þvf er handarfska utanrfkis- ráðuneytið upplýsti f dag. Skip þetta er 10.000 lestir að stærð, Skrifleg tilmæli Finna um áframhaldandi frið og samvinnu við Sovétríkin Moskvu, Helsinki, 12. maí. NTB — REUTER. 0 Ahti Karjalainen, utanrfkisráðherra Finnlands, afhenti f dag Nikolai Podgorny, forseta Sovétrfkjanna, skrifleg tilmæli um áframhaldandi frið og góð samskipti við Sovétrfkin. Tilmæli þessi voru undirrituð af 174 landssamtökum, 420 bæjar- og sveitarstjórnum og meira en 580.000 einstaklingum. Karjalainen kom til Moskvu 1 þing og efna til nýrra kosninga morgun ásamt 18 manna sendi- áður en kjörtímabilið rennur út nefnd, sem skipuð var fulltrú- f marz næsta ár. Sagði Sorsa um finnskra stjórnmálaflokka óheppilegt að hafa tvennar og annarra samtaka. Var búizt við honum aftur heim til Helsinki f kvöld, en til stóð, að hann ræddi áður við Andrei1 Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Nikolai Patolichev ráðherra, sem fjall- ar um utanríkisviðskipti Sovét- ríkjanna. I Helsinki sagði Kalevi Sorsa forsætisráðherra í dag, að sennilega yrði heppilegt að halda þingkosningar í Finn- landi 21. og 22. september næst- komandi. Kvað hann stjórnar- flokkana hafa komizt að þeirri niðurstöðu að rétt væri að rjúfa t kosningar á sama árinu, en haustið 1976 verða sveitar- stjórnarkosningar í Finnlandi. Sömuleiðis sagði hann að þeir, sem þyrftu að stjórna landinu, þegar áhrifa efnahagsáfallanna erlendis færi að gæta að marki í Finnlandi, yrðu að hafa vinnu- frið — en þann frið virtist óhugsandi að fá nema að halda kosningar. Mikill og áframhaldandi halli er nú á utanríkisviðskiptum Finnlands en skv. frétt frá NTB varð hallaaukning í aprfl minni en fyrstu þrjá mánuði ársins. heitir Mayaguez og er f eigu Sealand Corporation. Einu fregn- irnar um þaó, sem gerðist eru byggðar á loftskeytum frá skip- inu, þar sem sagði, að skotið hefði verið á það, vopnaðir hermenn frá Kambodiu hefðu farið um borð og neytt skipstjórann til að sigla skipinu til hafnar f Kompong Son f Kambodiu. Síðan heyrðist ekki meira frá þvf. Að sögn blaðafulltrúa Hvíta hússins, Ron Nessens, lftur Gerald Ford forseti mjög alvar- iegum augum á þetta mál og hef- ur krafizt þess að skipinu verði sieppt með allri áhöfn, 39 mönn- um, ella geti það haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Nessen og tals- maður landvarnarráðuneytisins viku sér undan því að svara spurningum um hvaða ráðstafan- ir kynnu að verða gerðar, en tals- maður utanríkisráðuneytisins kvaðst telja vfst að reynt yrði að leysa mál þetta eftir diplómatisk- um leiðum. Skipið mun hafaverið tekið um 60 mílur undan strönd Kambodiu og um átta milur frá smá kletta- eyju, sem bæði Kambodia og Vietnam gera kröfu til. Haft er eftir góðum heimildum að her- skipum úr sjöunda flota Banda- rikjanna, sem eru á þessum slóð- um, hafi verið fyrirskipað að sigla f átt til Thailandsflóa en aðhafast ekkert án frekari fyrirskipana. Ford forseti ræddi við öryggis- ráðið bandaríska í Hvíta húsinu í dag um mál þetta. Lét hann svo um mælt að hér væri um „sjórán” að ræða, sem ekki væri hægt að líða. Þetta er i fyrsta sinn sem bandariskt skip er tekið þannig með valdi frá þvi N-Kóreumenn tóku njósnaskipið Pueblo 23. Framhald á bls. 39 Andóf í Thailandi gegn S-Vietnömum 2-3000 flóttamenn snúa aftur heim Agana, Bangkok, Washington, 12. maf. AP-REUTER—NTB. FJÖGUR bandarísk skip komu til Guam í dag með um 15.000 víet- namska flóttamenn og eru það síð ustu skipin, sem vænzt er þangað með slfkan fjölda. Fleiri skip eru á leið þangað, en flóttamenn með þeim skipta einungis hundruð- um. 3.400 manns áttu að fara frá Guam f dag, en héðan f frá er búizt við, að um 1000 manns fari á degi hverjum; það er hámarks- fjöldi flóttamanna sem búðir í Bandarlkjunum geta tekið við. Að sögn taismanns bandaríska landvarnaráðuneytisins i kvöld er til athugunar að opna fleiri bandariskar herbækistöðvar fyrir vietnamska flóttafólkið. Þrjár stöðvar, sem þcgar hafa verið Framhald á bls. 39 Cam Ramh-flói bæki- stöð sovézka flotans ? Saigon, Moskvu, Washington, New York, 12. maí AP — Reuter — NTB. BYLTINGARSTJÓRNIN f Suður- Vfetnam hefur boðað víðtæk hátfðahöld á næstunni til að fagna sigri sfnum þar f landi og heitið af þvf tilefni að láta fara fram kosningar til nýs þjóðþings í landinu. Sömuleiðis hefur stjórnin hvatt til sameiningar Norður- og Suður-Vietnams. I NTB-frétt f kvöld segir, að síðustu fréttirfrá Saigon bendi til þess að b.vltingarstjórnin sé nú að ná fullum völdum f landinu a.m.k. komi hún nú fram sem hið bjóðandi vald en hvorki herinn né Norður-Vietnamar. Til þessa hafa allar tilskipanir verið undir- ritaðir af sértakri borgaranefnd eða herstjórnarnefnd Saigon I nafni Tran Van Tra yfirhershöfð- ingja. I kvöld skýrir Moskvuútvarpið svo frá, að Sovétstjórnin hafi fall- Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.