Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 3 Einangra útveggina — Mun betri einangrunaraðferð aðutan UM ÞESSAR mundir er verið að stækka hús Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins að Keldna- holti. Er hér um 2900 rúmmetra byggingu að ræða og verður hún að líkindum tekin f notkun á næsta ári. Það hefur vakið athygli sumra, að veggir hússins eru ein- angraðir að utanverðu, en ekki innanverðu eins og almennt tíðk- ast á Islandi og mun þetta hafa marga kosti. „Þetta er engin nýjung," sagði Haraldur Ásgeirsson, forstöðu- Fjölmenn og virðuleg minningarathöfn Skálholti 12. maí, (frá Birni Erlendssyni, fréttaritara). I GÆR var haldin í Skálholts- kirkju messa og tónleikar til minningar um dr. Róbert A. Ottósson söngmálastjóra. Viðstödd var ekkja hans, frú Guðríður Magnúsdóttir, og fjöl- skylda. Messan var flutt í þeim búningi, sem dr. Róbert bjó henni og stjórnaði árið 1973. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, prédikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt séra Guðmundi Ola Olafs- syni. Skálholtskórinn söng með aðstoð kórs Langholtskirkju, kórs Menntaskólans við Hamrahlíð, kirkjukórs Akraness og samkórs Selfoss. Organleikari við messu var Jón Stefánsson, auk þess sem Lárus Sveinsson og Jón Sigurðs- son léku á trompeta en þeir tóku einnig þátt í tónleikunum. Kórarnir, sem hér voru taldir, voru allir tengdir þessum látna heiðursmanni, en Skálholtskór- inn sérstaklega, enda var dr. Róbert stofnandi hans, verndari og stjörnandi á öllum stórhátíðum í kirkjunni, frá því að hún var vigð og þar til hann lézt. Athöfnin öll var þrungin virðu- leik og helgi. A tónleikunum, sem haldnir voru að messu lokinni, komu fram sömu kórar, en i þeim voru alls um tvö hundruð söngvarar. Á efnisskránni voru m.a. verk eftir Pál Isólfsson, Bach, Bruckn- er og Mozart, mörg þeirra í radd- setningu dr. Róberts. Söngstjórar voru Haukur Guðlaugsson, Þorgerður Ingólfs- dóttir, Jónas Ingimundarson og Glúmur Gylfason. I stuttum ræðum minntust eftirtaldir menn dr. Róberts A. Ottóssonar: Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri, Þor- kell Sigurbjörnsson tónskáld og séra Guðmundur Öli Ölafsson. Að maklegheitum var þessi töfrandi persónuleiki, visindamaður, kennari og söngmálaforingi lof- aður. Þessi hátið var fyrsti stóri steinninn, sem hinn ungi og dug- mikli söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson, ieggur á þann grunn, sem fyrirrennarinn lagði. Forganga hans, skipulag og yfir- stjórn var frábær, en hátíðina sóttu hátt á fimmta hundrað manns. Þegar dagskrá i Skálholti var lokið bauð frú Guðríður Magnús- dóttir vinum og öllum þeim, sem að hátfðinni stóðu, alls á fjórða hundrað manns, til höfðinglegrar veizlu í Aratungu. Þar ávarpaði hún gesti, og voru orð hennar i senn hlý og sterk. maður Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins, þegar við rædd- um við hann, „heldur er hér breyttur byggingarmáti. Húsið er með strengjasteypulofti, með steinsteyptum útveggjum, sem einangraðir eru að utan og klædd- ir álkápu.“ Hann sagði, að þessum bygg- ingarhætti fylgdu ýmsir kostir, miklu minni spennuálög yrðu á húsinu þ.e. hitabreytingar, jafn- vel þótt sprungur væru i veggjum væru þær ekki skaðlegar, þar sem vatn gæti ekki lekið inn og bygg- ingin öll yrði jafnheitari. Þá væri hægt að byrja frágang að innan um leið og búið væri að steypa húsið upp og í það færi styttri frágangstimi. Sjálf einangrúnin, sem sett er utan á húsið er stein- ull og utan á hana álkápa. Þessi byggingaraðferó er mjög algeng erlendis og flest hús þar einangr- uð aó utan. Eini gallinn, við þessa aðferð er að einangrunin liggur nær veðrabreytingum. Haraldur sagði, að í húsinu ættu skrifstofur rannsóknarstofn- unarinnar að vera, ennfremur bókasafn, útgáfustarfsemi og að- staóa fyrir lausablaðaskriftir. — Á næstunni verða innréttingar í húsið boðnar út, en því miður verður vart hægt að taka húsið i notkun fyrr en á næsta ári, þar sem frekari fjárframlög vantar. Ferðamálaráð fatlaðra opnar skrifstofu FYRIR tveimur árum var stofnað i Reykjavík Ferðamálaráð fatlaðra. Ráðinu er ætlað það hlutverk að sjá um hvers konar fyrirgreiðslu fyrir ferðahópa fatlaðra og einstaklinga, sem hyggja á ferðir utanlands og innan, auk þess sem samskonar fyrirgreiðsla verður veitt erlend- um aðilum, sem koma hingað til lands. Ferðamálaráð fatlaðra hefur nú opnað skrifstofu í húsi öryrkja- bandalags Islands að Hátúni 10 A. Magnús Kjartansson í bréfi til Union Carbide: GYLFI Þ. Gíslason for- maður þingflokks Alþýðuflokksins upplýsti á Alþingi fyrir skömmu, að Magnús Kjartansson hefði óskað eftir því í apríl í fyrra, að þing- flokkur Alþýðuflokksins lýsti yfir fylgi við málm- blendiverksmiðjuna í Hvalfirði. í tillögu að bréfi til Union Carbide, sem Magnús Kjartansson bað þingflokk Alþýðu- flokksins að samþykkja segir m.a.: „Ríkisstjórnin og ég teljum, að skilmál- ar samningsuppkastanna séu viðunandi f öllum höfuðatriðum og ég vil fullvissa yður um áfram- haldandi mikinn áhuga okkar á því, að af fram- kvæmdum verði sem allra fyrst.“ Morgunblaðið innti Gylfa Þ. Gíslason eftir því í framhaldi af upplýsingum hans á Alþingi, hver aðdragandi þessa máls hefði verið. Gylfi sagði, að síð- ari hluta april I fyrra hefði Magnús Kjartansson snúið sér til þingflokks Alþýðuflokksins og spurzt fyrir um það, hvort hann vildi lýsa yfir samþykki við það að hann ritaði Union Carbide bréf, þar sem það kæmi fram, að þingflokkur Alþýðuflokksins væri fylgjandi byggingu málmblendiverk- smiðjunnar og myndi styðja framgang lagasetningar um það efni á næsta þingi, þar eð lík- lega yrði ekki unnt að koma fram heimildarlöggjöf um byggingu verksmiðjunnar á þvi þingi, sem þá stóð yfir. Síðan sagði Gylfi: „Þegar ég innti Magnús Kjartansson eftir því, hvort ágreiningur væri um málið innan rikisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna sagði hann, að ríkisstjórnin og hann sjálfur teldu það samningsupp- kast, sem fyrir lægi viðunandi í öllum höfuðatriðum en hann efaðist samt um, að hægt væri að fá heimildarlöggjöf sam- þykkta á Alþingi. Alþýðu- flokkurinn hafði haft aðstöðu til þess að fylgjast með undir- búningi málsins frá upphafi og verið fylgjandi þeirri stefnu og þeim ráðstöfunum, sem í umræddu samningsuppkasti fólst. Ég kvaðst þó telja rétt að ræða málið enn á ný f þing- flokknum. Til þess að ekkert færi á milli mála um það um hvað væri að ræða kvaðst Magnús Kjartansson hafa I hyggju að rita Union Garbide bréf og óskaði hann eftir sam- þykki Alþýðuflokksins við að hann ritaði svohljóðandi bréf: Tillaga að bréfi til UNION CARBIDE CORPORATION Mr. J. C. Malone, Vice President, Union Carbide Corporation, New York, N. Y. Heiðraði Hr. Malone, Islenzka ríkisstjórnin hefur nú um nokkurn tfma haft til athugunar uppköstu að samn- ingum milli fslenzka ríkisins og Union Carbide Corporation um sameignarfyrirtæki til að byggja og reka ferrosilikon- verksmiðju á tslandi. Tillög- urnar hafa verið ræddar ftar- lega, bæði innan flokka þeirra, sem standa að ríkisstjórninni og stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Forsætisráðherra og ég höfum einnig haft ánægju af því að hitta fulltrúa yðar, hr. Pilcher og hr. Eide, sem hafa dvalist í Reykjavik til að ræða framgang hins sameiginlega Magnús Kjartansson fyrirtækis. Þeir hafa látið okkur og fulltrúum stjórnmála- flokkanna f té upplýsingar um álit fyrirtækis yðar, varðandi mikilvægi þess, að okkar sam- eiginlegu hugmyndir komist fljótt á framkvæmdastig. Ég vona, að þeir hafi einnig getað myndað sér sína eigin skoðun um hið styrka fylgi, sem verk- smiðjan nýtur innan allra flokka. Við þessar aðstæður þykir mér leitt að þurfa að komast að þeirri niðurstöðu, að það myndi ekki vera ráðlegt að reyna að fá heimildarlöggjöfina samþykkta af Alþingi þvi sem nú situr, vegna hinna miklu anna þings- ins og núverandi stjórnmála- legra erfiðleika. Við gerum okkur grein fyrir þvi, að við þessar aðstæður er mikilvægt fyrir yður að vera fær um að gera raunhæft mat á framtíð þessarar mikilvægu áætlunar. Ég vona, að eftirfarandi athugasemdir muni vera hjálp- legar við að skýra ástandið: 1) Ríkisstjórnin og ég teljum, að skilmálar samningsuppkast- anna séu viðunandi í öllum höfuðatriðum og ég vil fullvissa yður um áframhaldandi mikinn áhuga okkar á þvi, að af fram- kvæmdum verði sem allra fyrst. 2) Iðnaðarráðuneytið mun tryggja, að frumvarp um heimildarlöggjöf verði lagt fyrir Alþingi næst og það kemur saman til reglulegra funda, væntanlega í byrjun október þessa árs. 3) Til að draga sem mest úr töfum á byggingu, vegna þess- arar frestunar mun rikisstjórn- in gera ráðstafanir til að afla þess fjár, sem nauðsynlegt er til að halda áfram verkfræði- og annarri undirbúningsvinnu að framkvæmdum i náinni sam- vinnu við fyrirtæki yðar. Ég hef kynnt efni þessa bréfs fyrir rikisstjórninni og þing- flokkum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Allir þess- ir aðilar hafa lýst stuðningi sin- um við skoðanir þær, sem hér koma fram, að meðtalinni skuldbindingunni um að leita lagasetningar til staófestingar áætluninni eins fljótt og að- stæður leyfa, og það er álit mitt, að þér getið verið þess fullviss- ir, að þessar skoðanir muni ekki breytast vegna mögulegra stjórnmálalegra breytinga á Is- landi fram að þeim tima, þegar Alþingi getur tekið lokaákvörð- un. Framhald á bls. 39 F „Eg vil fullvissa yður um áframhaldandi mikinn áhuga”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.