Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 29 Borgarbókasafn Reykjavíkur: Útlánin yfir 1 millión í fyrra BÓKAUTLAN Borgarbókasafns Reykjavíkur urðu sfðastliðið ár riimlega 1 milljón bóka eða 1.004.807, sem jafngildir þvf, að safnið hafi á árinu lánað hverjum Reykvfkingi 11,8 bækur. Utlána- aukningin frá fyrra ári er 7,7% og er það heldur meiri aukning en árin 1972 og 1973. Árið 1973 lánaði safnið 923 þúsund bækur, sem var 6,7% aukning og 1972 Nýr formaður Geð- verndarfélagsins GEÐVERNDARFÉLAG tslands hélt aðalfund 6. maí s.l. Á fundinum var kjörinn nýr formaður, Halldór Hansen, yngri, yfirlæknir, en Kjartan J. Jóhannsson héraðslæknir i Kópa- vogi, sem gegnt hefur for- mennsku i rösk 8 ár, baðst undan endurkjöri. Nýkjörnir aðilar í aðalstjórn eru þær Kristin Jónsdóttir læknir, sem kjörin var varafor- maður, og Ingibjörg Helgadóttir hjúkrunarkona. I aðalstjórn voru endurkjörnir þeir Tómas Helgason prófessor, Ásgeir Bjarnason framkvæmda- stjóri og Gylfi Ásmundsson dósent. Félagið á nú m.a. 22 vistmanna- einingar að Reykjalundi, en vinnuheimilisstjórn SlBS sér um rekstur þeirra samkvæmt sér- stökum samningi þar um. Samþykkt var, að næstu verk- efni félagsins yrðu kaup á hús- næði til ungmennavistunar (aldursbil 16 — 22 ár), svo og, að áfram yrði unnið að samræmdri endurhæíingu og búnaður keyptur til fullkomnunar á þeirri aðstöðu, sem fyrir hendi er, og verður það gert að höfðu samráði við yfirlækni og vinnuheimilis- stjórn Reykjalundar. 865 þús. bækur sem var 6,5% aukning. I fréttatilkynningu frá Borgar- bókasafninu segir, að i ársbyrjun 1974 hafi það átt 222 þúsund bindi og hafi þvi hver bók verið lánuð 4,5 sinnum til jafnaðar á árinu. Vart þurfi að taka það fram, að þessar tölur allar séu mjög háar miðað við það, sem venjulegt er bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. Mun Reykja- vik t.d. vera hæst i bókanotkun á mann af höfuðborgum Norður- landanna. Þá hefur Borgarbókasafnið komið sér um svokölluðum tal- bókum, en það eru bækur, sem eingöngu eru ætlaðar blindum og sjóndöprum. Hefur safnið unnið að þessu undanfarin ár og á nú um 70 titla, en útlán hófust um mitt sl. ár. Á vegum safnsins eru nú rekin þrjú útibú, i Bústaðakirkju, að Sólheimum 27 og Hofsvallagötu 16, þá á safnið tvo bókabíla, skóla- bókasöfn i Laugarnesskóla, Mela- skóla og Austurbæjarskóla, auk þess sem bókasafnsþjónusta er við skip, aldraða og fatlaða. Utlán Borgarbókasafnsins 1974 skiptist þannig á mánuði ársins: bindi Janúar 103.246 Febrúar 91.486 Marz 91.226 Aprfl 91.359 Maí 76.824 Júnf 64.813 Júlí 74.100 Ágúst 61.978 September 78.433 Október 94.168 Nóvember 93.691 Desember 83.352 Talbækur *31 Samt. 1.004.807 Af yfirlitinu sést, að mest hefur verið lesið í janúarmánuði, og er það líkt og verið hefur. Þau hafa séð um að koma bókasafninu á Hrafnistu f núverandi horf. Talið frá vinstri, Ásgeir Jakobsson bókavörður, Rafn Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu, Elfa Björk Gunnarsdóttir bókasafnsfræðingur og Eiríkur Hreinn Finnbogason borgarbókavörður. Talbækur teknar í notkun 40 ÁRA AFMÆLI SlB — Frá gestamóttöku sem haldin var að Kjarvalsstöðum í tilefni 40 ára afmælis Sambands fslenzkra bankamanna. Olafur Jóhannesson bankamálaráðherra f ræðustól. Sólon Sigurðsson kjör- inn formaður S J.B. ÖLL aðstaða bókasafnsins á Hrafnistu hefur nú verið bætt til mikilla muna, en Borgarbókasafn Reykja- víkur hefur gerzt virkur þátttakandi í útlánum safnsins. Sjálft telur Hrafnistubókasafnið um 6 þúsund bindi, en það er nokkuð einhæft að gerð og er að mestu byggt upp af bókum, sem því hafa verið gefnar af gömlum sjó- mönnum, sjómannsekkjum og velunnurum sjómanna. A blm. fundi, sem haldinn var í bókasafninu á Hrafnistu í gær kom fram hjá Pétri Sigurðssyni formanni Sjómannadagsráðs, að upphafsmaður að hinni auknu þjónustu væri Eiríkur Hreinn Finnbogason borgarbókavörður, en hann hefur mikinn áhuga á að auka þjónustu Borgarbókasafns- ins við aldraða i borginni. Síðan var málinu hrundið i framkvæmd með þvi að sérstakur bókavagn kom á Hrafnistu en honum er hægt að aka um allt húsið og annast þá starfsemi Elfa Björk Gunnarsdóttir bókasafns- fræðingur. Þetta hefur orðið til gífurlegs hagræðis fyrir þá sjúk- linga, sem hafa ekki fótavist. Þá er einnig afgreitt af vagninum í bókasafninu á miðvikudögum fyrir hádegi. Á fundinum kom einnig fram, að farið er að nota hinar svoköll- uðu talbækur á Hrafnistu. Þótt ekki séu þar margir blindir, eru margir orðnir sjóndaprir og þreytast við lestur. Sliku fólki er það mikil ángæja að geta hlustað á upplestur og ennfremur er það mikilsvert að gamalt fólk hafi komist upp á lag með að notfæra sér talbækurnar áður en sjónin hverfur alveg. Á prjónunum er að nýta hátalarakerfi hússýts til upplestrar og skemmtunar Það leynir sér ekki ánægjusvipurinn f andlitum þessara gömlu manna, þar sem þeir eru að grúska f bókunum. ýmissar fyrir vistmenn, en á Hrafnistu eru um 700 manns, vist- menn og starfsfólk. Þá kom það fram hjá Pétri Sigurðssyni, að þegar er búið að gefa hinu nýja dvalarheimili í Hafnarfirði tvö bókasöfn. Annað var í eigu Jóns Kristinssonar sjómanns o6 vei kamanns og telur það á annað þúsund bindi og hitt i eigu Hallgrims Jónssonar vél- stjóra, en í þvi eru um 2000 bindi. ÞING Sambands fslenzkra bankamanna, hið 29. f röðinni, var haldið fyrir skömmu. 87 fulltrúar frá 11 aðildarfélögum S.l.B. sóttu þingið. Formaður sambandsins, Hannes Pálsson, ffútti skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóri þess, Hilmar Viggósson, skýrði reikninga og kom fram að hagur sambands- ins er góður. Fráfarandi stjórn sambandsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hún var þannig skipuð: Hannes Páls- son, formaður, Einar B. Ingvarsson, varaformaður, Guð- mundur Eirfksson, gjaldkeri, Þorsteinn Egilsson, ritari og Stefán M. Gunnarsson, með- stjórnandi. Var stjórninni þökkuð mikil og góð störf fyrir stétt sfna. Ný stjórn var kjörin en hana skipa: Sólon R. Sigurðsson, for- maður, og aðrir i stjórn eru Jón G. Bergmann, Guðmundur Eiríksson, Svavar Jóhannsson og Sveinbjörn Hafliðason. Gestir þingsins voru Kristján Thorlacius frá BSRB, Yrjö Kostet frá Finnska banka- mannasambandinu, Fr. Holst Pedersen og Gunnar Caspersen frá Norska bankamannasam- bandinu. Þá fluttu erindi á þinginu Jón Sigurðsson, þjóðhagsstofu- Sólon Sigurðsson, nýkjörinn formaður S.I.B. stjóri um efnahagsmál og Lenn- art Lundgren framkvæmda- stjóri Norræna bankamanna- sambandsins um atvinnulýð- ræði. 1 tilefni af 40 ára afmæli Sambands islenskra banka- manna hafði stjórn sambands- ins gestamóttöku á Kjarvals- stöðum þriðjudaginn 22. apríl. Afmælisfagnaðinn sóttu um 2000 manns. Formaður Hannes Pálsson bauð gesti velkomna en ávörp fluttu: bankamálaráð- herra Ölafur Jóhannesson, borgarstjóri Birgir Isl. Gunnarsson, f.h. bankanna Ólafur Björnsson, bankaráðs- formaður, framkvæmdastjóri NBU Lennart Lundgren, f.h. bankafólks Rósa Kristjáns- dóttir, formaður Finnska bankamannasambandsins J. Riuttamáki, formaður BSRB Kristján Thorlacius. Hannes Pálsson skýrði frá því að sambandsstjórn hefði ákveðið að efna til ritgerðasam- keppni um efnið „Þróun banka- mála næstu 30 ár". Ein verð- laun yrðu veitt að upphæð kr. 100 þús. M.a. kom eftirfarandi fram i ávarpi gesta: Ólafur Jóhannesson boðaði að á hausti komanda yrðu sett lög um réttindi og skyldur bankastarfsmanna. Ölafur Björnsson færði sambandinu að gjöf málverk eftir Kjarval og gaf fyrirheit um eflingu banka- mannaskólans. Lennart Lund- gren gaf sambandinu kr. 5000 sænskar (um kr. 200 þús. ísl.) sem yrði styrkur vegna rann- sókna á uppbyggingu atvinnu- lýðræðis á Noróurlöndum. Rósa Kristjánsdóttir færði að gjöf bókahníf frá aðildarfélögum Framhald á bls. 16 Bætt aðstaða bóka- safnsins á Hrafnistu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.