Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 7 Nú eru liðin 50 ár síð- an Alfred Wegener gaf út „Uppruni meginlanda og úthafa". Þar kynnir hann og rökstyður þá kenningu, að meginlönd- in hafj í öndverðu mynd- að heild, sem síðan hafi rofnað og flotið sundur. Auðvelt er að sjá hvernig strandlengjur Afríku og Suður- Ameríku mynda eins og samlæga bita í púslu- spili, en hugmynd Weg- eners sætti heiftarlegum andbyr jarðfræðinga. Scientific American (febrúar 1975) birtir grein eftir enskan jarð- fræðing, A. Hallam að nafni, sem freistar þess að skýra hversvegna kenningin mætti jafn harðri og óbilgjarnri af- stöðu. Alfred Wegener, faðir einnar glæsilegustu hugmyndar jarðvis- indanna. Hvers vegna brugðust jarðfræðingar jafn illa við henni og raun varð á? ir hana vísindalegum stoð- um. 1912 varpaði hann fram kenningunni opinberlega og 1915 gaf hann út „upphaf meginlanda og 'úthafa'' (Die Entstehung der Kontinente und Ozeane). Viðtökurnar voru í fyrstu frekar neikvæð- ar, en það gerist ekki fyrr en aldarfjórðungi síðar, að jarð- vísindamenn snúast sem einn maður gegn Wegener. 1 928 birtir H. Jeffreys við Cambridge-háskóla ritgerð um kenninguna og tætir sundur aflfræðilegar for- Baídur Hermannsson FÓLK OG VÍSINDI ) Alfred Wegener og rek meginlandanna Wegener fæddist í Berlín 1880, nam raunvisindi. við háskólana í Heidelberg, Innsbruck og Berlín. Hann hlaut doktorsgráðu sína fyrir rannsóknir í stjörnufræði en starfaði obbann af lifi sinu við veðurfræði, sem þá var barnung vísindagrein. Gull- öld sérfræðinganna var ekki runnin upp, og snjall vís- indamaður sinnti iðulega verkefnum úr greinum sem nú þættu harla fjarskyldar. Wegener kynnti sér aldrei jarðfræði að neinu ráði. Það er alveg öruggt að sá hat- rammi andróður, sem kenn- ing hans hlaut meðal jarð- fræðinga stafaði að miklu leyti frá menntunarleysi hans í fagi þeirra. Þegar horft er um öxl virð- ist okkur Wegener einmitt njóta góðs af þessari gloppu í menntun sinni: Hann til- einkaði sér hvorki vafasamar kennisetningar jarðfræðinn- ar né varð samdauna íhalds- semi og hleypidómum stétt- arinnar, heldur nálgaðist verkefnið með fersku hugar- fari. Vitnisburður steingervinga Wegener studdi hugmynd sína ýmiskonar náttúru- fræðilegum rökum. Talandi dæmi eru steingervar leifar lítillar eðlu, Mesosaurus, sem lifði fyrir 270 milljón árum. Þær finnast I Brazillu og Suður-Afríku og hvergi annars staðar. -Þær eru vís- bending um að þessi lands- svæði hafi legið saman end- ur fyrir löngu. Jarðfræðingar hneigðust til að skýra svona fundi með landhryggjum eða brúm, sem sokkið hefðu I jarð- skorpuna. Wegener hafnaði þessum skýringum og sýndi að þær brytu í bág við ýms grundvallaratriði jarðeðlis- fræðinnar. Wegener benti ennfremur á samsvörun bergtegunda i Afríku og Suður-Ameríku, m.a. sérstakar klappir æva- fornar, sem falla eins og flís við rass ef maður hugsar sér álfurnar lagðar hlið við hlið. Syndaflóðið Víst má telja að menn hafi veitt athygli samsvörun strandlengjanna við Atlants- haf um leið og sæmileg landakort lágu fyrir. Árið 1858, ári áður en Darwin hnekkti sköpunarsögunni, fitjaði Antonio Snider- Pellegrini upp á þeirri skýr- ingu að meginlöndin hafi upphaflega legið saman, en flotið sundur I syndaflóðinu. Eflaust hafa margir fræði- menn gælt við hugmyndina um rek meginlandanna fyrir daga Wegeners, en hann varð fyrstur til að renna und- sendur hennar, þ.e.a.s. út- listanir Wegeners á þeim kröftum sem stíað hefðu álf- unum sundur. Þessi atriði höfðu raunar. alltaf verið veikasti hlekkur kenningar- innar. Um svipað leyti þing- uðu bandarískir jarðfræðing- ar og fundu henni þá flest til foráttu. Staðreyndir bera fordóma ofurliði Wegener lézt 1 930 og þá stóðu leikar þannig, að eftir- lætisbarn hans, kenningin um rek meginlandanna var almennt fordæmd af jarð- fræðingum. Þeir hikuðu ekki við að lýsa henni sem óvís- indalegri hégilju og grautar- legum heilaspuna. Einkum kvað rammt að þessari öfga- fullu afstöðu í Bandaríkjun- um. Wegener sjálfur virðist hafa tekið mótlætinu með stakri ró og treyst þvl að fordómarnir myndu að lok- um víkja fyrir sannleikanum. Sú varð líka raunin. Snjallir vísindamenn tóku upp þráð- inn, endurbættu hugmyndir Wegeners, söfnuðu ríkuleg- um vitnisburði og leiddu fram skotharðar röksemdir. Á síðustu 10—20 árum hafa svo jarðvisindin gert kenninguna um rek megin- landanna að grundvallaratr- iði í þróunarsögu jarðskorp- unnar. Samhliða hafa vísindin ánafnað Alfred Wegener verðugan sess í sögu sinni. Hann er fallegt dæmi um það, hvernig ferskur og skapandi hugur leiðir hjá sér ríkjandi for- dóma og fæðir frjósamar hugmyndir. Viðbrögð jarðfræðinga þeirra tíma eru víti til varn- aðar, dæmi þess hvernig tröllatrú á kennisetningum, íhaldssemi og ósanngirni hindra eðlilegar framfarir. Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur Hrauntungu 85, Kópavogi. Andlitsböð, húðhreinsun, fót- og handsnyrting. Megrunar- og afslöppunar- nudd og nudd við vöðvabólgum. VIL VEKJA SERSTAKA ATHYGLI Á: 10 tíma megrunar- og afs/öppunar- kúrum. Nudd, sauna, vigtun mæling og matseði/l. OPiÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD. Bílastæði. Sími 40609. 0STRATFORD E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919 ÞESSIORÐ YIÐ HURÐASMIÐI ? Zig—Zag er aðferð við spón-samlímingu, sem þýðir raunverulega minni slípun og þykkari spón. Þykkur og fallegur spónn gerir muninn þegar um útlit hurðarinnar er að ræða. Krullur má finna innan í hurðum okkar, þar sem krullur í fylkingu gera hurðarflötinn jafnari og hurðina traustari. Bakstur á hins vegar við lakkið. Allar okkar hurðir eru lakkaðar í lökkunarvél, og síðan er lakkið bakað í ofni við 80° hita. Innbakað lakk skilar yfirborðinu sterku og áferðarfallegu. Komið og skoðið framleiðsluna fáið verðtilboð — kynnið yður afgreiðslutímann. SELKÓ INNIHURÐIR — GÆÐI í FYRIRRUMI frn SIGURÐUR Wj) ELÍASSON HE AUÐBREKKU 52, ________KÓPAVOGI, SÍMI 41380_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.