Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAl 1975 21 Tannsmíðaskólinn verður starfræktur í júnímánuði í húsnæði Tannlæknadeildar Háskólans. Nemendur komi mánudaginn 2. júní n.k. kl. 9 f.h. Skólanefndin. Reglusöm ísl.-amerísk hjón með tvö börn óska eftir íbúð með húsbúnaði vegna sumarleyfisdvalar í Rvk. 4. júlí — 8. ágúst n.k. Uppl. í síma 38977 í dag 22. maí kl. 18.00—20.00. Veggflísar Seljum í dag og næstu daga flísaafganga á hagstæðu verði. H. Benediktsson h.f., Suðurlandsbraut 4, sími 38300. NÝ BÓK FRÁ MÁLI OG MENNINGU: EDDA Þórbergs Þórðarsonar „Ég hefi hvorki haft ástæður né löngun til að vanda svo til Ijóðagerðar minnar sem þeirra er siður, er telja skáldlistina lífsköll- un sína... enda aldrei þráð sæti á skálda- bekk", sagði Þórbergur Þórðarson í inn- gangsorðum að Hvítum hröfnum 1922, en í þeirri bók er samankominn meginhlutinn af kveðskap Þórbergs. En þó að skáldlistin haf i aðeins verið aukageta í höf undarstarf i Þórbergs Þórðarsonar, þá eru kvæði hans raunar meitluð af sama málminum og önn- ur verk hans. Hvítir hrafnar 1922, líkt og Bréf til Láru 1924, voru uppreisn gegn „slepju og væmni samtíðarinnar", og brutu svo mjög í bág við það sem þá þótti rétt í skáldskap, að fæstir samverkamenn Þór- bergs í víngarði andans gátu litið þá réttu auga. Ekki er þó ólíklegt að Hvítir hrafnar verði endingarbetri en margt það sem var hærra metið um þær mundir. — Árið 1941 gaf Þórbergur Hvita hraf na og önnur kvæði sín út á ný og nef ndi bókina Eddu Þórbergs Þórðarsonar. Þar brá hann á það nýmæli að birta með hverju kvæði athugasemdir um sögu þess og aðdraganda og skýringar ef með þurfti, og urðu víða úr þessu smáritgerðir þar sem ritlist og fyndni Þórbergs nýtur sin með á- gætum. í þessum smágreinum segir hann margt af sjálfum sér og tíma sínum sem ekki er annarsstaðar að finna. í hinni nýju útgáfu Máls og menningar á Eddu Þórbergs er bætt við kvæðum sem síðar eru ort, og er bókin nú aukin um 50 blaðsíður. MÁL OG MENNING Laugavegi 18, Reykjavík. RAUÐMAGI Kaupum saltaðan rauðmaga til reykingar. Upplýsingar í síma 51455. ÍSLENZK MATVÆLI HAFNARFIRÐI LUXO-LAMPINN TIL FERMINGARGJAFA LUXO er ljósgjafinn, verndiö sjónina, varist eftiiiíkingar ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR Bátar til sölu 1 50 lesta bátar með nýjum vélum, bátur i mjög góðu standi. 150 lesta bátur með nýuppgerðri Wichmann vél frá 1967. 30 tonna bátur á góðum kjörum. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Hafnarstræti 11 • símar 14120—20424 heima 30008—35259 Laxá—nýtt skip til Húsavíkur Húsavík 20. maí. LAXÁ, nýtt flutningaskip i eigu Hafskips hf., kom til heimahafn- ar, Húsavlkur, f fyrradag. Skipið er byggt 1967 I Þýzkalandi.er um 1000 tonn að stærð, 80 metra langt og 13 metra breitt og rúmar um 115 þúsund kúbikfet. Áhöfnin er 12 menn, skipstjóri Steinarr Kristjánsson, 1. vélstjóri Jón Sveinsson. Áður var skipið i siglingum milli Þýzkalands og Miðjarðar- hafslandanna og virðist vel með farið eftir útliti að dæma. Þetta er fimmta skipið sem nú er í eigu Hafskips en skip félagsins hafa undanfarin ár flutt út allan kísil- gúrinn frá Húsavík en þetta skip er mjög hentugt til þeirra flutn- inga. Með tilkomu kísilgúrút- flutningsins eru mjög greiðar samgöngur milli Húsavikur og meginlandsins og skip á 10 daga fresti milli Húsavíkur og Ham- borgar. Laxá er með til Húsavikur um 400 tonn af járni i Kröflu- virkjun. — fréttaritari. — Búskapur Framhald af bls. 17 er það fiskurinn úr sjónum, sem er undirstaða matvæla- öryggis okkar, en ekki kjöt og mjólk.“ Hér á ritstjórinn sennilega við þau áhrif, sem stöðvun á oliuflutningum til landsins hefðu. Dráttarvélarnar myndu vitanlega stöðvast, ef ekki feng- ist á þær olía, en tæpast að öðrum kosti. Og þá eiga „vatnsaflsknúnar frystigeymslur fiskverkunar- stöðvanna“ að sjá okkur fyrir matvælum. Það er rétt hjá ritstjóranum, að raforkan úr fallvötnum okk- ar er óháð innflutningi á olíu, þó að sumsstaðar séu frysti- geymslur knúnar rafmagni, sem framleitt er við olíu. En veiðum við í frystigeymsl urnar með rafmagni úr fall- vötnum? Eða sprettur fiskurinn í frystigeymslunum upp af sjálfu sér? Á kannski að endurfylla geymslurnar með árabátaút- gerð, eftir því sem þær tæmast? Eða verður fiskiskipaflotinn þá kannski vatnsaflsknúinn og hættur að nota olíu? Blekkingartilraunin, sem fólgin er i siðustu tilvitnuninni er svo óskammfeilin, að fá svip- uð dæmi er hægt að benda á. Það er eins og fyrir ritstjóran- um hafi vakað eitt og aðeins eitt: Að sverta landbúnaðinn sem allra mest í augum lands- manna, hversu lágt sem þarf að lúta í málflutningnum. Hér verður látið staðar numið að sinni, en í síðari greinum verður reynt að bregða upp mynd af landbúnaðinum i verð- bólguþjóðfélagi og gerð nokkur skil almennri röksemdafærslu með og móti landbúnaði á Is- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.