Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Svíkur hún seggi og svæfir við glaum, óvörum ýtir í örlaga straum. Veikur er viljinn, og veik eru börn; alvaldur, alvaldur æ sé þeim vörn! Sofðu mín Sigrún, og sofðu nú rótt; guð faðir gefi góða þér nótt! Þessa vísur raulaði Sigríður aftur og aftur og þess á millum þessar alkenndu hendingar: Bí bi og blaka, álftirnar kvaka; ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. En er Sigrún litla var sofnuð lagði hún hana hægt í legubekkinn og lítinn kodda- undir höfuðið og breiddi svuntuna sína- ofan á hana, en settist sjálf út við glugg- ann allskammt frá Guðrúnu og horfði um hríð út. Allt var kyrrt á strætum bæjar- ins; dálítill snjófölvi var yfir jörðunni; veðrið var hreint og heiðríkt, og sólin var —COSPER Ég sel þjófalykla — Hafið þér not fyrir einn? þegar sigin, og sló blóðrauðum geislum um allan vestursjóinn; jökulinn hillti upp; fiskibátarnir voru að koma að, sum- ir að lenda, en sumir voru komnir inn fyrir eyjarnar og skriðu fagurlega í logn- inu. Sigríður horfði stundarkorn þegjandi á blíðu og fegurð náttúrunnar, og var auðséð, að henni fannst mikið um, en síðan segir hún við Guðrúnu. Alls staðar er guð minn mönnunum góður, og mikið er blessað veðrið að tarna fagurt, og mikið yndislegt er að horfa út núna; það er eins og ég sjái blessuð fjöllin mín fyrir austan, þegar ég lít upp til Esjunnar. Já, segir Guðrún hálfhlæjandi; veðrið er gott, góða mín, en það hefur verið svo oft, það sem af er vetrinum, eða sér þú nokkur nýsmíði á sjónum eða fjöllunum? Nei, en ég sé blessaða bátana, sem eru að koma hlaðnir að landi; og aldrei hef ég séð jökulinn svo tignarlegan eins og mér virðist hann vera núna. Æ, Sigríður mín! Okkur bregður nú ekki við það hérna á Suðurnesjunum að sjá þessar slorsleifar; það er lítil fegurð í Kvennagullið ræflana þar í pell og purpura, „og graut- inn og mysuna sem við komum með, vildu þeir ekki sjá, svona eru þeir orðnir drambsamir,“ sögðu varómennirnir. Einn af varðmönnunum hafði líka komist á snoðir um það, að pilturinn sá nýkomni ætti einhver undraskæri sem hann hefði sniðið skrautklæðin með. „Hann þarf ekki annað en að klippa út í loftið með skærunum þeim, þá smíða þau undir eins silki og flauel,“ sagði hann. Þegar prinsessan frétti þetta, var hún ekki í rónni fyrr en hún fengi að sjá piltinn með skærin sem gætu töfrað fram silki og flauel, og það væri gaman eiga þessi skæri hugsaði hún, því með þeim væri hægt að fá öll skrautklæði, sem mann langaði í. Hún fór því til konungs- ins föður síns, og var þangað til að, hann lét senda eftir piltinum, sem átti skærin, og þegar hann kom til konungshallar, spurði prinsessan, hvort það væri satt, að hann ætti svona skæri, og hvort hann vildi seljaþau. „Ojú, skæri á ég til,“ sagði pilturinn, „en þau eru ekki til sölu“. Svo tók hann / skærin og klippti og klippti, svo silki og KAffíNU \\ f5 /-\FMPO?5ÖM Augnablik! — Augnablik! Ég skal kalla í hann. öskri, þú gerir bara illt Asni — bfddu unz hann verra með þessu öskri. er búinn að bóna þakið. ---------------------------------------------- s LTkiö á grasfletinum Þýflandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 60 faóir þinn hafi orðió... hrædd- ur? — Já, áreiðaniega. Hann... hann hélt auðvitað að bréfin væru allt öðruvfsi eins og þú getur f- myndað þér. —- Nei, þetta kemur samt ekki heim... Það var Ifkast þvf að Christer væri að tala við sjálfan sig. — Það er eitthvað annað bréf... bréf sem var miklu þýðingarmeira og hann batt miklar vonir við. Agneta hrukkaði ennið lftil- lega. — Ja... já, sagði hún hikandi. — Ég held ég viti það. Tommy tók bréfin frá mér upp úr jakka- vasanum og þegar hann rétti mér jakkann og bað mig að halda á honum sagði hann að ég yrði að vera gætin, þvf að HANN VÆRI MEÐ ANNAÐ BRÉF I VASAN- UM SEM HANN VILDI EKKI GLATA FYRIR NOKKRUN MUN. Christer blfstraði sigri hrós- andi. — Loksins Ijósglæta, Ijósglæta í þessu svartnætti! Mér skjátlast þá mikið ef ÞAÐ bréf hefur ekki verið f einhverjum tengslum við Elisabet og erfðaskrána... Það var afleitt að þú fékkst ekki að lesa þetta bréf! En ég þakka þér innilega fyrir, Agneta'! Þú hefur verið okkur ómetanleg hjálp. Agneta reis alvörugefin á fæt- ur. — Ég hef f hyggju að fara heim og segja pabba og mömmu það. Mér finnst það vera það minnsta sem ég get gert fyrir Tommy... Og ef þau reka mig á dyr, vona ég að Börje leyfi mér að koma til sín. Innilegt augnaráð hans var vissulega fullnægjandi svar. Þau gengu þegjandi og samhliða út úr stofunni og enginn sagði orð um játningu hans eða reyndi að halda aftur af honum. Christer flýtti sér að vísu á eftír þeim fram, en ég hygg hann hafi þar ætlað að tala við Agnetu. Við reyndum ckki að gera neinar athugasemdir eða draga ályktanir, fyrr en við höfðum sótt kraft og þrótt f ljúffengan mið- degisverð Huldu. Þegar við vorum komin að eftirmatnum mun hinn banhungraði lögreglu- stjóri hafa komizt að þeirri niður- stöðu að hann gæti aftur farið að velta fyrir sér málsatriðum. — Hvað á ég eiginlega að gera! Kæru vinir, segið mér hvað ég á til bragðs að taka! Ég hef hér á næstu grösum fjórar manneskjur, sem þrá og biðja um að vera iok- aðar inni í fangelsi vegna þess að þær hafi myrt Tommy Holt. A ég að láta undan vilja þeirra og handtaka öll fjögur? Eða á ég að þjóta aftur á stað og hefja nýjar yfirheyrslur? Christer, góði bezti, reyndu nú að hjálpa mér... — Bfddu hægur, sagði Christer stutt og laggott. Og þegar hann sá undrunar- svipinn á lögreglustjóranum sagði hann. — Ég held þú eigir ekki annarra kosta völ en biða átekta um sinn. Nýjar yfirheyrslur kalla á nýjar lygar.. En ef þú verður rólegur og aðhefst ekkert að sinni, mun morðingjanum kannski verða á einhver skyssa, sem afhjúpar hann f eitt skipti fyrir öll. Ég veit að slfkt ráð getur vcrið tvieggjað, en það er eina heilræðið sem ég treysti mér til að gefa þér að sinni. — En mótmælti Löving áhyggjufullur, — ég þori ekki að taka þá áhættu að sá seki stingi af úr bænum. Ég ætla að minnsta kosti að biðja Leo Berggren að láta halda vörð um húsin hér í Dainum. Hann hringdi til Berggrens og því næst tókum við okkur tii og fórum yfir alla söguna og alla vitneskju frá upphafi til enda. Þegar því var lokið var ktukkan orðin hálfátta, og ég var bæði þreytt og ringluð og vissi ekki meira f minn haus en áður... Hvern áttum við að gruna? Eftir því sem mér skildist var aðeins einn sem við gátum sýknað á staðnum og það var Lou. Frá- sögn hennar af þvf sem gerðist um nóttina hafði verið staðfest f hverju smáatriði af Börje Sund- in. Á þeirri stundu sem aiit benti til að Elisabet hefði verið myrt hafði Lou aukinheldur setið í gæsluvarðhaldi. Persónulega var ég þeirrar skoðunar, að Agneta hefði verið algerlega hreinskilin og sannsögul, þegar hún sagðist ekkert vita um dauða Tommys... og ég var því á þeirri skoðun að hún kæmi ekki þarna við sögu. Petrenfrökenarnar voru f senn leiðinlegir bullukollar og hálf- klikkaðar. og óútreiknanlegar en mér fannst samskipti þeirra við Tommy hafa verið það lítil að það gæti ekki verið forsenda fyrir svo alvarlegum hlut sem morði. EFTIR VORU ÞÁ ÞÆR FJÖRAR MANNESKJUR SEM IIÖFÐU JÁTAÐ A SIG VERKN- AÐINN. Einn af þessum fjórum var að segjasatt. Einn þeirra hafði komið fram með raunverulega játningu. Ilver? Hinn afbrýðisami og peningagráðugi Yngve Matt- son... hinn skapbráði ofursti... hin taugaspennta eiginkona hans... eða hinn klunnalegi og vandræðalegi Börje Sundin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.