Morgunblaðið - 09.08.1975, Síða 21

Morgunblaðið - 09.08.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGUST 1975 21 Hvílzt í biðröð „Húsmóðirin" er Stina Gisla- dóttir kennari og hefur hún séð um allan undirbúning og skipu- lag er varðar fæði mótsgesta, og sitthvað sem lýtur að almennri velferð. Við spurðum hvort þetta væri ekki mikið verk? „Jú, en það gerist ekki nema til séu margar fúsar hendur. Fólkið er svo fúst að það kemur og spyr hvort það megi hjálpa. Það má nefna að í eitt matar- hollið þurftum við fyrst 11 manneskjur siðan 18 og fékkst það strax, þrátt fyrir að menn væru uppteknir i móttöku nú fyrsta mótsdaginn.“ Finnst þér þú vera húsmóðir? „Manni finnst maður vera hálfgerður gestur sjálfur innan um allt þetta ókunnuga fólk. Skipulagið hefur gengið vel þótt maður hafi haft I mörg horn að líta og aldrei friður til að hvila sig. Einn félagsmanna sagði við mig áðan þegar ég ætlaði að flýta honum fram fyr- ir biðröðina i matnum: — Ég vil helzt vera hér — þetta er eini tíminn sem maður hvílist!“ Og hvað eru svo 1300 manns lengi að borða? „Við fáum einn tima i morgunmatinn, einn og hálfan í hádegi og u.þ.b. einn í kvöld- mat. Sem mestur frágangur verður helzt að vera búinn á þessum tíma því strax á eftir byrja stundir mótsins — svo þetta nær alveg saman.“ Að svo mæltu skiljum við við Stínu, önnum kafna við „vel- ferðarmálin". Kaija Ahti frá Finnlandi hafði nýlokið við matinn sinn þegar við komum aðvífandi. Hún sagðist hafa nýlokið námi í félagsráðgjöf og starfaði nú sem félagsráðgjafi á geðsjúkra- húsi I Helsinki. Hún kvað þetta vera annað norræna kristilega stúdentamótið, sem hún sækti, og hefði hún verið I finnsku nefndinni sem undirbjó ferð finnanna hingað. Hvað snerti þetta mót, fannst henni það stórkostlegast, að sjá svo marga kristna stúdenta samankomna, alla með þvf hugarfari að lofa.Krist og til- biðja. Við spurðum Raiju hvað henni hefði komið fyrst í hug er hún kom til landsins: ,Ja — loftslagið einna helst — veðrið er svo hressandi og Ioftið svalt“ Sem aðrir útlendingar, var hún undrandi að sjá varla nokkur tré og svo hið fjöl- breytilega útlit húsanna hér á landi. A hverju kvöldi kl. 20.30 eru samkomur og er þar talað um ýmis efni. Það er upplifun að vera á 2000—3000 manna samkomu og heyra talað um Guðs orð — um orð sem á erindi til allra. Mikill og f jölbreyttur söngur er, bæði söngur allra mótsgesta og margir sönghópar og kórar, útlendinga og tslcndinga. ! kvöld talar sr. Lárus Halldórsson um efnið Guð frelsar, og á morgun talar norskur prestur George Johnsen um efnið Guðs sendir og er það kristniboðssamkoma. Otelo Saraiva de Carvalho hefur nýlega hötað pvl að gripið verði til rðttækra raosiaiana gegn peim sem sýna tilhneigingu til „endurskoðunarstefnu“ og aðra andstöðu við þrfstirnið sem nú virðist valdamest f Portúgal. Sagði Carvalho að ekki yrði hikað við að framkvæma fjöldahandtökur og yrðu hinir handteknu settir f nautaatshring Lissabon. Hann gaf f skyn að þar yrðu þeir síðan skotnir sem varhugaverðastir og hættulegastir teldust. Nautaatshringur þessi sést hér á myndinni. Bratteli: Þýðing hemaðarbanda- laganna ótvíræð enn TRYGVE Bratteli, forsætisráð- herra Noregs, sagði í ræðu nú f vikunni að verkefni öryggismála- ráðstefnunnar í Helsinki hefði ekki verið að breyta öryggisjafn- væginu í Evrópu og tók hann fram að núverandi hernaðar- bandalög f álfunni ættu að vera áfram þýðingarmikil öfl f örygg- iskerfi Evrópu. Er hann þar á —Um orkufrekan iðnað Framhald af bls. 14 árin og þó einkanlega 1974, þegar eitt hagkvæmasta dótturfyrirtæki þess, Isal, barðist í bökkum. (4) Af framanrituðu ætti að vera ljóst, að hlutur Islands er mun minni í dag en okkur var upphaflega gefið tilefni til að vænta. Nauðsyn ber til að vara menn við að trúa Öllu, sem sagt er beinlínis eða gefið f skyn i titt- nefndri blaðagrein Ragnars Hall- dórssonar. Hlutverk hans, sem forstjóra álfélagsins, er að verja hagsmuni Isal-Alusuisse á Is- landi, enda ber sérhverjum starfsmanni Isal að þjóna hags- munum eigandans, Alusuisse. Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að fjölþjóðafyrirtæki hafa aðeins eitt markmið, arðsemi. öndverðri skoðun við Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. Bratteli ságði bandalögin hafa verið forsendu fyrir þeirri þróun sem orðið hefði og miðaði að því að draga úr spennu. Hann kvaðst ekki sjá teljandi breytingar í vændum. Bratteli lagði þó sam- tímis áherzlu á að til þess að slík þróun gæti haldið áfram, yrði að koma til áframhaldandi afvopnun Trygve Bratteli Opiö í kvöld og fækkun í herjum. Hann taldi sérstaklega þörf á raunhæfum að- gerðum í þessu tilliti i Norður- Evrópu. Bratteli sagði að raunhæfur árangur af þessari stefnu væri ekki aðeins bundinn við sam- skipti stórveldanna og Mið- Evrópulanda. En hann benti þó á að Bandaríkin og Sovétríkin gegndu lykilhlutverki i þessu máli, fyrst og fremst skipti það máli hvað gerðist í Vinarborg þar sem SALT viðræðurnar hafa farið Opið í kvöld Opið í kvöld — Portúgal Framhald af bls. 17 ingu sem þessi fundur bar vott um og hann hefur vonir ... Vonir um hvað? Hann hefur vonir um að allt verði gott að lokum. Ekkert hefst án baráttu og fundir PS hafa sýnt hver hugur fólksins er til herstjórnarinnar og ann- arra sérkennilegra afla í land- inu. Hann hefur trú á samtaka- mætti og samstöðu, ofbeldi ber að forðast. Svo brosir hann kurteislega því brosi sem margir telja að haldi lifinu i von þorra landa hans um þessar mundir. Hann tekur undir höndina á fánaber- anum frá Coimbra og þeim er rudd braut gegnum mannfjöld- ann. Ekki varð ég vör við að til umtalsverðra átaka kæmi að fundi loknum og hvergi höfðu kommúnistar sig í frammi i grennd við fundarstaðinn, eins og þeir höfðu þó verið eggjaðir til. Herbíll sem kom akandi inná svæðið skömmu eftir að fundi lauk var grýttur og mér þykir ósennilegt að hermenn- irnir sem fengu I sig það grjót hafi allir sloppið heilir á húfi. h.k. HÖTf L /A«A SULNASALUR Haukur Morthens og hljómsveit og söngkonan Linda Walker Dansað til kl. 2 Borðapantanir eftir kl. 4 í síma 2022 1 Gestum er vinsamlega bent á að áskilinn er réttur til að ráðstafa fráteknum borðum eftir kl. 20.30. Opið í kvöld Opið í kvöld Opið i kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.