Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 29 Minning: Magnús H. Valdimarsson Ekki get ég sagt að mér hafi beinlínis komið á óvart andláts- fregn Magnúsar Valdimarssonar, svo lengi hafði hann háð harða baráttu við sjúkdóm þann, er að lokum bar hann ofurliði. Eftir nærri 20 ára kunnings- skap og félagsleg tengsl fer ekki hjá því að ýmsar minningar komi fram í huga minn. Ég minnist brennandi áhuga hans á félags- málum, áhuga sem mér á stúnd- um þótti ganga öfgum næst, en komst þó ætið við nánari athugun að þeirri niðurstöðu að allt hans tal í því efni kom af sönnum áhuga. Ég minnist þess er Magnús, sársjúkur, hringdi heim til okkar hér til að vita um líðan lítils drengs okkar sem hafði orð- ið fyrir alvarlegu slysi og var ekki hugað lif. Magnús hringdi dag- lega og ég hefi fyrir satt að hon- um hafi verið færður síminn inn að rúmi, svo hann mætti hringja og tala við mig til að vita um líðan drengsins. Þetta gerði Magnús samfellt í l'A mánuð þar til er liðan drengsins fór að batna. Þetta kalla ég trausta samúð og vináttu. Þegar fólk hverfur af hérvistar- sviði sínu er oft talið upp sitthvað sem viðkomandi var talið til tekna. Ég ætla þó ekki að telja neitt upp um Magnús á því sviði til þess er hann of þekktur fyrir félagsmálastörf sín, og þeir aðrir, sem um hann skrifa, eru hæfari til. Allir, sem komnir eru til vits og ára, og gert hafa sér grein fyrir nauðsyn á félagslegu samstarfi í þjóðfélagi sem okkar, vita að framkvæmd slikra starfa og skipulagning veltur mikið á þeim, er til forystu veljast. Magnús valdist i hóp þeirra er til forsjár voru valdir og hefir þar óefað komið til staðgóð þekking hans og löng reynsla. Hann vann ætið af krafti og ósérhlífni, tók málin föstum tökum, og leysti þau eftir sinni sannfæringu. Þetta gat engum dulist er sjá vildi. Ég naut þeirrar ánægju að starfa nokkuð lengi með Magnúsi á vettvangi Félags ísl. bifreiðaeig- enda, þar sem hann var í fram- kvæmdastjórastarfi, þar sem hann naut trausts og virðingar allra þeirra er til hans sóttu. Hann gegndi starfi sínu með rausn og reisn þess manns sem vammlaus er. Magnús markaði um árabil stefnumál og fram- kvæmd FÍB með góðum árangri og búast má við að lengi muni áhrifa hans á sviði þeirra mála gæta. Ég þakka Magnúsi óeigingjarnt starf, sem einn af félögum i FÍB, þakka marga ánægjustund á fundum og landsmótum, vinsam- legar leiðbeiningar og forsjá.. Fátækleg orð eru e.t.v. ekki smyrsl á sár þeirra er í sorg eiga, en á einhvern hátt eru þau þó það tjáningarform sem við ráðum yfir er deyfa kunna hinn sára harm. Ég kveð Magnús með þökk og virðingu ég bið honum blessunar og velfarnaðar á ókunnum leið- um. Aðstandendum öllum votta ég samúð mina. Pétur Maack Þorsteinsson. Ford Cortina árg. 1976 komin til landsins. Cortina 1600 L 2ja dyra. Verð kr. 1.246.000. SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17 sími 85100 nauöungaruppboö sem auglýst var í 2., 4. og 7. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1975 á fasteigninni Básvegur 5—7, Keflavík, þinglesin eign Heimis h.f., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. okt. 1975 kl. 11 f.h. að kröfu Benedikts Blöndal hrls., og Skattheimtu ríkissjóðs. Bæjarfógetinn í Keflavík. sem auglýst var í 71., 73. og 75. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1973 á fasteigninni Suðurgata 17, Keflavík, þinglesin eign Torfa Agnars Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu bæjarsjóðs Keflavíkur fimmtudaginn 23. okt. 1975 kl. 14. Bæjarfógetinn í Keflavik. sem auglýst var í 1 7., 1 9. og 21. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1974 á fasteigninni Klapparstigur 8, efri hæð, Keftavík, þinglesin eign Kristmundar Ingibjörnssonar, fer fram á eign- inni sjálfri að kröfu Jóhannesar Johannessen hdl., Garðars Garðarssonar hdl. og veðdeildar Landsbanka íslands fimmtu- daginn 23. október 1 975 kl. 1 3.30. Bæjarfógetinn i Keflavik. sem auglýst var í 2., 4. og 7. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1 975 á Höfn i Hafnarhreppi, talin eign Hafbliks h.f., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þörhallssonar hri. þriðju- daginn 21. okt. 1975 kl. 1 1 f.h. Sýslumaður Gullbringusýslu. á fiskverkunarhúsi með vélum, tækjum og 3750 fm leigulóð á Eyrarbakka, eign hlutafélagsins Einarshafnar, áður áuglýst í Lögbirtingablaði 2., 9. og 23. júlí 1975, fer fram samkvæmt kröfu Tryggingarstofnunar ríkisins á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 23. október 1 975 kl. 1 6.00. Sýslumaður Árnessýslu. GRÁSLEPPUNET Eigum til afgreiðslu af lager grásleppunet á mjög hagstæðu verði: Aðeins 995. Lengd: 60 FM Dýpt: 9 MD Möskvi: IOV2 Garn: No. 12. — Slangan. ^rV9gvagata 10 Sírrn 21915-21286 P O Box 5030 Reykjavik Til afgreiðslu strax P og H Diesel rafsuðurvél 200 amp með úrtaki fyrir 220 v 50 Hz G. Þorsteinsson & Johnson, Ármúla 1, sími 85533. REAAINGT 'ON RAI\D -, § SKJALASKÁPAR. MÖPPUR OG SKJALABÚNAÐUR í fjölbreyttu úrvali. ELDVARÐIR SKJALASKÁPAR Tveggja og fjögurra skúff u. •J ÍT fcCTI Laugavegi 178. Sími 38000. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.