Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 48
Fékkst þú þér TROPICANA ■ í morgun ? AL’ííLÝSINííASÍMINN ER: 22480 Bloröunblníiiíi SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975 500 þúsund krón- um stolið frá 73 ára gömlum manni BROTIZT var inn í íbúð 73 ára gamals manns við Hverfisgötu f fyrrinótt og að hans sögn stolið frá honum 500 þúsund krónum í peningum. Rannsóknarlögreglan hefur málið til meðferðar og þegar Morgunblaðið hafði samband við hana síðdegis f gær hafði ekki tekizt að hafa upp á þjófnum eða þjófunum. Gamli maðurinn býr einn í íbúð við Hverfisgötuna. Hann brá sér í gönguferð um hálf fimmleitið í fyrrinótt og kom aftur klukkan sex. Blasti við honum Ijót sjón er hann kom inn, búíð var að róta öllu til í íbúðinni og leðurtaska full af peningaseðlum horfin, en töskuna geymdi gamli maðurinn við rúm sitt. Tjáði hann lög- reglunni að í töskunni hefði verið, um 500 þúsund krónur i seðlum. Hefur gamli maðurinn verið að safna saman þessum aurum á undanförnum árum. Rannsóknarlögreglan biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um málið að hafa sam- band við sig sem fyrst. 10—12% söluaukning á mjólkurostunum VERULEG aukning er i sölu osta innanlands, að því er segir í fréttatilkvnningu frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Til voru í landinu 496 tonn af smjöri um síðastliðin mánaðamót. Birgðir höfðu aukizt um 100 tonn frá því í júli. Smjörneyzlan er um 110—120 tonn á mánuði, en yfir vetrarmánuði er hins vegar litil smjörframleiðsla og varla meira en 50 tonn á mánuði. Gert er ráð fyrir að flytja veru- legt magn af rjóma frá Norður- landi, og þvi mun smjörfram- leiðsla dragast saman þar. Til að fyrirbyggja skort á smjöri verður dregið úr framleiðslu feitra osta nú i vetur. Nokkuð hefur verið flutt út af ostum á undanförnum mánuðum en sá útflutningur mun verða í algjöru lágmarki í vetur. Aðallega er þar um að ræða óðals- ost, en nokkur eftirspurn hefur verið eftir honum í Banda- ríkjunum og Svíþjóð. Varðandi söluaukninguna innanlands kemur fram í frétta- bréfinu að í venjulegum mjólkur- ostum hefur aukningin orðið 10—12% miðað við síðasta ár en í bræddum ostum um 60%. Papríku- og hnetuostar virðast njóta mikilla vinsælda, því að sala á þeim eykst stöðugt. Einum vestur- þýzkum fylgt út fyrir í gær AÐEINS einn vestur-þýzkur togari, Husum, var innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar sfð- degis f gær. Var togarinn á fullri ferð út úr 200 mílunum í fylgd varðskips. 1 fyrrinótt fylgdi varð- skip öðrum vestur-þýzkum togara, Köln, út úr landhelginni. Grunur leikur á að báðir þessir togarar hafi skellt trollinu í sjó- inn stutta stund, en Landhelgis- gæzlan hefur haft á þeim góðar gætur. Um 50 brezkir togarar eru nú á veiðum við landið. ,,Það er mín skoðun, að þýzka stjórnin hafi tilkynnt togurunum að þeim yrði ekki veitt vernd innan 200 milnanna en hún myndi ekkert skipta sér af þvi hvað togararnir reyndu á eigin spýtur, enda það á þeirra ábyrgð," sagði Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar við Morgunblaðið í gær. „Þessa skoðun mína byggi ég á hegðun þýzku togaranna eftir útfærsl- una," sagði forstjórinn. UGLUR Eyjum. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Hlynur og Árni Geir með uglurnar sem fundust EYRUGLA og brandugla fundust f Vestmannaeyjum s.l. mið- vikudag og voru þær báðar gefnar Náttúrugripasafni Vestmanna- eyja. Eyruglan er fáséður flækingsfugl á Islandi, en þó kvaðst Friðrik Jesson forstöðumaður Náttúrugripasafnsins í Vest- mannaeyjum hafa fengið eina slfka áður og var hún stoppuð upp. Eyruglan var gómuð f nýbyggingu vestur á Hamri og var hún hin sprækasta og grimm eftir þvf, er hún var handsömuð. Branduglan var hins vegar gómuð um borð f fiskibát frá Eyjum, sem var að veiðum í Háfadýpinu austur af Bjarnarey. Hún hafði tvisvar sest á bátinn og þegar hún kom f þriðja sinn hafði einn skipverja falið sig þannig að hann gat stokkið að henni og gómað áður en hún komst frá skipinu. Vitað er að Branduglur verpa á tslandi að einhverju marki. Heildarþorskaflinn í fyrra 5 þús- und lestum minni en árið 1960 — þrátt fyrir mikla endumýjun flotans MORGUNBLAÐIÐ hefur aflað sér upplýsinga um heildarþorsk- afla fslenzkra fiskiskipa og togara á islandsmiðum á sfðustu 15 árum og hlutdeild þess afla f heildarþorskafla sem fengizl hef- ur við island á þessum árum. Við samanburð á þessum tölum kem- ur margt fróðlegt í ljós. Til dæmis er heildaraflinn f fyrra, sem var um 400 þúsund lestir, 5 þúsund lestum minni en heildar- þorskaflinn árið 1960. Á þessum tfma hefur orðið alger endurnýj- un á fiskveiðiflotanum og sóknin stóraukist, bæði vegna endurnýj- unarinnar og hins, að stórir bátar sem á árinu 1960 stunduðu sfld- veiðar hafa síðan snúið sér að þorskveiðum. Og þrátt fyrir endurnýjunina er aflinn í fyrra töluvert minni en árið 1970, er hann var 471 þúsund lestir. Hlut- deild okkar í heildaraflanum hef- ur lítið sem ekkert aukizt þrátt fyrir útfærsluna, og var í fyrra 58% en t.d. árið 1969 var hún 60%. Árið 1974 var heildarþorskafli islenzkra veiðiskipa á íslands- miðum 400 þúsund lestir, eða 58% af þeim afla sem innlend og erlend veiðiskip fengu við landið það ár. Árið 1973 var aflinn 398 þúsund lestir (58%), árið 1972 var hann 380 þúsund lestir (55%), árið 1971 var hann 417 þúsund lestir (52%) áriðl970var hann 471 þúsund lestir (57%), árið 1969 var hann 444 þúsund lestir (60%), árið 1968 var hann 364 þúsund lestir (52%), árið 1967 var hann 310 þúsund lestir (46%), árið 1966 var hann 325 þúsund lestir (50%), árið 1965 var hann 364 þúsund lestir (49%), árið 1964 var hann 398 þúsund lestir (52%), árið 1963 var hann 360 þúsund lestir (49%), árið 1962 var hann 340 þúsund lestir (47%), árið 1961 var hann 380 þúsund lestir (51%), árið 1960 var hann 405 þúsund lestir (53%) og árið 1959 var aflinn 367 þúsund lestir eða 52% af heildaraflanum á Islands- miðum það ár. Fyrstu mánuði þessa árs var afli islenzkra veiðiskipa 326 þús- und lestir á móti 308 þúsund lestum ? sama tíma í fyrra, svo einhver aukning virðist ætla að verða. Ökumenn teknir á 135 km hraða LÖGREGLAN hefur undanfarna viku verið með skeiðklukku- mælingar á þjóðvegum f kringum Reykjavfk, en kvartanir hafa borizt um mikinn hraðakstur á þeim vegum. Útkoman hefur verið sú, að af rösklega 100 bif- reiðum sem hafa verið teknar hafa 86 reynzt vera á hraðanum 90 til 135 km miðað við klukku- stund. Þeir bifreiðastjórar, sem teknir hafa verið á 100 km og yfir hafa verið kallaðir til viðtals á lögreglustöðina. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umferðarmála sagði við Mbl. í gær, að skeiðklukkumælingar færu þannig fram að mældur væri ákveðinn kafli af veginum og síðan mælt með skeiðklukku hve lengi bifreiðir væru að fara þennan kafla. „Þessar niður- stöður sýna svart á hvítu að þörf er góðrar gæzlu á þessum hrað- brautum og því munum við halda þessum mælingum áfram auk þess sem við munum auðvitað verða með radarmælingar í höf- uðborginni og utan hennar,“ sagði Óskar Ólason. „Efast um að Fischer muni tefla við Karpov” — segir séra Bill Lombardy, sem verður yfirdómari á alþjóðlega svæðamótinu í Reykjavík sem hefst í dag □ Sjá kynningu keppenda á blaðsíðu 30 □ □ 0 „Ég er afskaplega kátur yfir þvi að vera kominn aftur til Islands. Þetta er eitt af þeim fáu löndum sem ég sakna allt- af,“ sagði séra William Lom- bardy, hinn gamalkunni skák- maður og Fischersvinur sem var f föruneyti heimsmeistar- ans fyrrverandi í einvígi þeirra Spasskys í Reykjavík, er Morgunblaðið ræddi stuttlega við hann f gær en hann mun verða yfirdómari á alþjóðlega svæðamótinu sem hefst á Hótel Esju f dag, sunnudag. Séra Lombardy hafði komið hér einu sinni áður en einvígið var haldið, og var það á stúdenta- móti árið 1957. „Hér hef ég ailtaf átt mjög ánægjulegar stundir,“ sagði hann. Séra Lombardy kvaðst að- spurður ekki hafa hitt vin sinn Fischer í meir en ár, þar eð sjálfur byggi hann í New York, en Fischer í Pasadena á vestur- ströndinni í um 3000 mílna fjar- lægð. Hann kvaðst hins vegar hafa heyrt að Fischer hygðist á næstunni ætla að taka virkan þátt í skákkeppnum að nýju, m.a. hefði verið talað um keppni við Mecking, en ennþá virtist þetta vera heldur óljóst. Persónulega sagðist séra Lom- bardy efast um að Fischer ætti eftir að tefla við Anatoly Karpov, núverandi heimsmeist- ara, þótt einhverjar tilraunir væru í gangi til að fá heims- meistaraútnefningu Karpovs tekna til endurskiðunar inn- an Alþjóðaskáksambandsins. Hann kvaðst hafa hitt Karpov en ekki teflt við hann, og teldi hann vera prýðisskákmann, „þótt ég sé ekki beint ástfang- inn af stíl hans.“ Og Lombardy kvaðst ennfremur efast um að Karpov ætti nokkra sigurmögu- leika gagnvart Fischer í hugs- anlegu einvígi. Að lokum sagði séra Lom- bardy að hann vonaðist nú til að geta séð meir af landinu, því til þess hefði ekki gefizt mikið tóm í einvigisumstanginu, og Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.