Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÖVEMBER 1975 25 El !N S( jG M E R SY Nl ISl eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON ÞAÐ sem mér fannst undar- legast viS némslénadeiluna þegar hún blossaði upp é dögunum (en man samt ekki eftir að neinn teldi ástæðu til að nefna) var sú staðreynd að ekki einum einasta manni I gjörvöllu rlkisbákninu virðist hafa dottið I hug að fara I gang fyrr en mélið var komið I ein- daga. Nú er það samt óum- deilanlegt að námsfólkið okkar var með ékveðin loforð upp á vasann um ákveðna fyrir- greiðslu sem það hafði fré ekki ómerkari stofnun en sjélfu alþingi; samt var eins og það kæmi mönnunum I Stjórnar- réðinu gjörsamlega é óvart þegar þetta fólk bankaði uppé og sagði: Jæja, hér erum við. Það er ekki nema eðlilegt að némsfólk erlendis alveg sér- staklega (sem hefur mjög knappt sumar til þess að afla sér fjér) miði áætlanagerðir slnar fram I timann við þau fyrirheit sem ébyrgir aðilar hafa gefið þvl I hástemmdum ræðum og ekki tburðarminni ritsmfðum; það virðist meira að segja það eina sem vit er I og allt annað væri hið argasta fyrirhyggjuleysi. Við hvað annað á þetta unga fólk að miða þegar það semur sér rekstraráætlun, og hvt I ósköpunum skyldi það leggja dæmið þannig niður fyrir sér að þær upplýsingar sem þvt voru gefnar t vor muni reynast eintómur bléstur og belgingur þegar kemur fram é haust- mánuði? Maður sem fær loforð um vtxil I banka gengur rétti- lega út frá þvt sem vtsu að mélið sé þarmeð komið I höfn og að bankastjórinn sem var svona skilningsgóður hafi hvorki verið fullur né með óréði. Némsmaður sem fær loforð um námslén hjé rtkinu Lánamál og kjúklingar verður að geta byggt é svipaðri vissu. Hitt er svo annað mél að það er með námslánin eins og svo margar aðrar af unaðssemdum þessa heims að hugsunin sem er é bakvið mætti stundum vera svolftið klérari. Ég hef aldrei skilið þé rausn til dæmis sem birtist t þvl að leggja hreint allar némsgreinar háskólamanna að jöfnu við út- hlutun némslána, eins og mér skilst þó að hafi verið gangurinn é þvt. Þó að maður kunni ekki við að nefna dæmi (og særa þarmeð að óþörfu viðkvæm hjörtu) þá eru þau fræði ékaflega misjafnlega aðkallandi fyrir þjóðarbúið sem menn eru að hamast við að nema. Sumt er þarft og sumt er mjög þarft og sumt er satt best að segja hálfgerður hégómi. Þé hefur það viðgengist að mönnum væri bókstaflega refs- að fyrir það ef þeir voru harðir að bjarga sér. Sumarhýran hefur að nokkru leyti verið látin koma til frádráttar við ékvörðun lénsupphæðar, þannig að þeir hafa skipað hæsta flokkinn sem slæptust af mestri elju yfir sumarið. Mér finnst kröfurnar llka stundum dálltið magnaðar þegar kjör fjölmargra íslendinga eru höfð til hliðsjónar. Ég get ekki grátið nema lapþunnum krókó- dllstérum i mesta lagi yfir af- komu ungu konunnar giftu sem þusaði prúðmannlega en þónokkuð samt útaf námslána- tregðunni t viðtali hér I Morgunblaðinu fyrir tæpum tveimur vikum. Hún upplýsti slðan allt t einu að raunar væru þau hjónakornin að eignast fbúð. Ef þetta er harðrétti þá er Himalaya hundaþúfa og Kiljan varla sendibréfsfær og hann Halldór okkar E. spengilegasti réðherrann á norðurhveii jarðar. Svo er það fordæmið: það mé Itka með nokkurri sanngirni fara nokkrum orðum um það, þvl að þetta með höfðingjana og hvað þeir hafast að er alls ekki sagt út I bléinn. Nú virðast menn aðeins vera að byrja að étta sig á þvl að ýmis- legt þarfnist endurbóta á vett- vangi námslánanna og að ósk- hyggjan hafi kannski fremur verið látin réða ferðinni að þessu sinni en hrollkaldur veruleikinn. Menn klóra sér spaklega t hausnum og setja sig I spaklegar stellingar, bæði alþingismenn og forystusauðir némsmannaf lokksins. Það er talað um að v'sitölubinda lánin sem getur svosem vel verið bæði sanngjarnt og óhjé- kvæmilegt. En ef némsfólkið é nú að sitja við sama borð og aðrir landsmenn f þessum efnum, þvf þé ekki að stlga skrefið til fulls með leyfi að spyrja? Hér I kotrlkinu verða é vegi manns hlunnindi stundum sem sitja é höfði þiggjenda eins og ólénleg stromphúfa. Af hverju fær réð- herrann bensann sinn é marg- falt lægra verði en hinn al- menni borgari? Af hverju greiðir hann aumingjavexti af bllakaupavlxlinum sfnum þegar hversdagsfólkið mé sætta sig við útrýmingarvexti? Svona bakdyramakk við sjélfan sig er alltaf hélf óskemmtilegt, og það er til dæmis ósköp lltil reisn yfir þessu þó að aldrei væri annað. Þé grunar mig sterklega að ýmsum finnist hallæristónninn t yfirlýsingum stjórnvalda kannski ekki alveg nógu hreinn þegar texti dagsins hljómar sem ámáttlegast ofan úr varðturninum: „Þjóðin getur ekki haldið éfram að lifa um efni fram!" (Einkaréttur: Ó1. Jóh. — Öll réttindi éskilin). Getur þjóðkórinn tekið undir af Iffi og. sál þegar flan é borð við Borgarf jarðarbrúarundrið stendur uppúr harðærismynd- inni é skildi söngstjórans eins og gullþumall á velktum sjó- vettlingi? Ég vitna I orð Sverris Hermannssonar (þvl að það er aldrei lakara að eiga góða bandamenn) þegar hann var að tfunda gtópskuverk Itðandi stundar ef svo mætti að orði komast I samtali hér I blaðinu þann 19. 10. sem var ekkert feimnishjal. „Ég hef ekki þrek til að minnast é Borgarfjarðar- brúna," sagði þingmaðurinn einfaldlega Ég er vlst kominn töluvert útfyrir upprunalega umræðu- efnið (sem var némslénareip- togið eins og menn muna kannski) en allt er þetta nú samtvinnað samt. Hér sólóar engin stétt að ráði að sé undir- gangur heyrist ekki til næstu bæja: svo smétt er þetta þjóð- félag okkar. Það er þé litil furða þó að limirnir okkar fs- lendinga dansi jafnvel dug legar eftir höfðinu en menn eiga að venjast I stóru löndun- um. Sú er ein éstæðan fyrir þess- um útúrdúr um hið fagra for- dæmi sem við sannkristnir menn höfum svo miklar mætur é. Nú er æpt til okkar ofan úr varðturninum að við verðum helst að velta fyrir okkur hverri krónu ef allt eigi ekki að fara þið vitið hvert. Niður með bruðlið, er kjörorð dagsins, og lengi lifi hófsemin. Ég efa ekki að Islendingar séu fullkomlega menn til þess að hlýða þessu kalli og vinda sér aftur I trosið um sinn ef það er óhjékvæmi- legt. En stýrimennirnir mega helst ekki standa uppi I brú og éta kjúkling. iw Þr»)udagur 21. okUSer 1975 lonesco — hann gekk af fundi. Osamkomulag við Sakarof- yfirheyrslur KAUPMANNAHÖFN 20/10 — Hi,num alþjóðlegu yfirheyrslum i Kaupmannahöfn, kenndum viö viö visindamanninn og Nóbels- Yfirkeyrshi- ráðsZefm® út lag® KAUPMa'-NAHöFN 17/10- Um heigina fara fram i Kaup- mannahöfn svoliauaöar Sakarof- yfirheyrslur, kenndar við sovéska visindamanninn Andrei Sakarof, sem fékk friöarverölaun Nóbels Eindálkarnir tveir Þess má geta að leikritaskáldið fræga Eugene Ionesco skrifaði undir yfirlýsingu Sakarov- réttarhaldanna, þrátt fyrir til- raun Þjóðviljans (sjá mynd) til að leiða athyglina frá því. pottum eldhússins til að elda hafragraut handa syni glæpa- manns...“ „Upp úr pottunum, konur(!),“ stóð á vígspjaldi á Lækjartorgi á kvennadaginn. Það var einmitt í svona kokk- húsi sem Árni Bergmann lærði sfna pólitísku matreiðslubók. Það er vond bók. Og réttirnir bragðast illa. Tökum lítið dæmi sem snýr að okkur sjálfum: Hvað skyldi Þjóð- viljinn hafa skrifað margar greinar til stuðnings Ashkenazy? Enga, aðeins eina litla frétta- klausu(!) Svona innskot mætti telja upp hundruðum saman. Maria lýsti þvf ennfremur, „hvernig farið er með eiginkon- urnar, þegar þær fá að heimsækja menn sfna í fangabúðirnar, en það var áður þrisvar til fjórum sinnum á ári, en hefur nú verið takmarkað við þrjár heimsóknir. Konan er klædd úr hverri spjör, bæði áður og eftir að hún sér mann sinn, og leitað i fötum hennar. Það er hlustað á hvert orð sem fer á rnilli hjónanna og eigin- konan er þjáð á margan annan hátt, m.a. með því að neita henni um fleiri heimsóknir reyni hún ekki að fá mann sinn til að láta að vilja yfirvaldanna. .. Hún nefndi sem dæmi að maður hennar hefði verið aðdáandi ljóðskáldsins Mandelstam. Hún hefði komið ljóðum hans til Andrei með þvi að lýsa þvi í bréfum sfnum, hvernig hún væri að verða vitskert og því byrjað á að yrkja Ijóð. Þannig fékk Andrei Sinjavskí ljóð Mandelstams I fangabúðirnar...“ Ekki þarf að efa að þetta sé sérstaklega tekið fram i þeim fyrirlestrum sem menningar- postuli Þjóðviljans heldur, t.a.m. I Menntaskólanum i Reykjavik um þessar mundir(!) Þögn er þátttaka í glæp Eða hvað skyldi Þjóðviljinn, málgagn íslenzkrar alþýðu, að öðru leyti hafa sagt um vitna- leiðslurnar fyrir réttinum í Kaup- mannahöfn? Skyldi hann hafa vitnað í Panine, sem var sextán ár í fangelsum á Stalfnstfmanum frá 1940—56, og sagði „að glæpir Sovétstjórnarinnar væru orðnir svo stjarnfræðilegir að vöxtum, að fólk tryði ekki slnum eigin augum, þótt hægt væri að stað- festa málið. Það hefði verið Lenin I upphafi sem lagði blessun sina yfir aftökur án réttarhalda, pynt- ingarmorð á gíslum, morðárásir á verkamenn I mótmælagöngum, valdníðslu flokksleiðtoganna á hverjum stað og rupl og rán á Iandsbyggðinni, þegar efnahags- kerfið var að gliðna I sundur og hungur og sjúkdómar voru I al- gleymingi vegna borgarastyrjald- arinnar. Á árunum 1917—1923 hefðu 20 milljónir manna látið lífið og aðrar 60 milljónir á árun- um frá 1917—1953, og væru þá ekki meðtaldir þeir sem fallið hefðu I styrjöldum. Þetta væru tölur sem töluðu slnu máli.“ Hann sagði ennfremur „að 1,7 milljónir manna eru enn I pólitfskum fangabúðum og alls eru 3,5 milljónir Sovétmanna f einhvers- konar fangavist...“ Nei, ekki eitt orð frá hinum bergmannslausu múrum(!) Eða hvað skyldi Þjóðviljinn hafa sagt um yfirlýsingar Simon Wiesenthal, þess manns sem ötulast hefur unnið að þvi að hafa hendur i hári glæpamanna nasista eftir styrjöldina? Að sjálf- sögðu ekkert. Wiesenthal sagði við réttarhöldin að „nasisminn væri glæpur jafnt I kenningu og I framkvæmd, en kommúnisminn er glæpur I framkvæmd". Já, hvað sagði Þjóðviljinn, sem aldrei falsar fréttir(!) en gengur að hvers manns dyrum með skin- helgisgrímuna og yfirborðsástina á frelsinu og mannréttindunum, um þá staðreynd sem einnig kom fram I Sakharov-réttarhöldunum, að 15 þúsund manns ynnu að þvi I fullu starfi I Moskvu að útrýma kristinni trú? Höfuðstöðvar þessa fólks er eitthvert úlfabæli sem heitir á máli bræðralags og háungakærleika: Miðstöð vísinda- legs guðleysis I Moskvu. Danski presturinn Neerskov, einn af forvígismönnum réttar- haldanna, sagði I ávarpi sfnu, að þessi afkristnun færi einkum fram „með kennslu I leikskólum, barnaskólum og háskólum, en einnig með pyntingum, ofbeldi og kúgunaraðferðum“. Áð sjálfsögðu ríkir trúfrelsi I landinu samkvæmt stjórnar- skránni(!) Og hvað sagði Þjóðviljinn um vitnaleiðslu Anatolys Levitin Krasnovs, en hann lýsti því hvernig hann hefði verið 10 ár I 28 fangelsum og fangabúðum fyrir að hafa verið sekur fundinn um trúarbragðaáróður, „hann sagði að trúarofsóknir I Sovét- rfkjunum væru slíkar að það líkt- ist helzt því, sem gerðist á tímum Nerós og Díókletíanusar“. Nei, Þjóðviljinn er bæði berg- málslaus og bergmannslaus. Hin óhlutdræga alþjóðanefnd, sem sá um Sakharov-réttarhöldin, komst að þeirri niðurstöðu I yfir- lýsingu sinni, „á grundvelli þeirra upplýsinga sem vitnin hafa veitt“, að sannað hefði verið: „að skoðanafrelsi og skoðana- tjáning sé heft I Sovétrfkjunum, að frjáls hegðun fólks leiði af sér ofsóknir á mikilvægum sviðum daglegs lffs, eins og t.d. hvað snertir atvinnu, húsnæði og menntunaraðstöðu, að ferðafrelsi innan lands sem utan og frelsi til að flytjast úr landi sé alvarlega skert, að trúfrelsi sé verulega skert, að niðzt sé á sovézkum þjóðar- brotum og Iffsvonir kæfðar á mikilvægum sviðum, einkum meðal þeirra þjóðabrota, sem hafa verið svipt þjóðlegum yfir- ráðasvæðum sínum, eins og t.d. Tatara á Krímsskaga og Volgu- Þjóðverja, (Það vantar ekki að Þjóðviljinn hafi nýlega birt grein um „Þjóðernisminnihluta Vestur- Evrópu í sókn“ eftir einn blaða- manna sinna, dþ. Ætli það séu „góðir“ minnihlutar?) og að í Sovétríkjunum er fólk í fangelsum, vinnubúðum og f geð- veikrahælum svipt frelsi sínu oft við ómannúðlegar aðstæður, fólk sem ljóslega verður að teljast pólitískir fangar". Hvað hefur Þjóðviljinn skrifað margar forystugreinar um þessa niðurstöðu? Hvað hefur menn- ingarpostulinn eytt mikilli prent- svertu af þessu tilefni? Hvað hafa mörg ungmenni, sem hafa borðað yfir sig af rauðgrautnum og sæt- súpunni, staldrað við og fhugað þessar staðreyndir? Hvað um s.,k. og áb. (með viðeigandi glans- mynd)? Enginn siðferðisbrestur þar? Allt eru þetta brýnar spurn- ingar sem brenna á hvers manns vörum á Islandi. En að sjálfsögðu gerist ekkert. Málið er afgreitt: tveir eindálkar — og svo snúum við okkur að því að berja á and- stæðingum kommúnismans hér á landi og velta okkur upp úr vonda ranglætinu í öðrum löndum! Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti, hefur verið sagt — og ekki að ófyrirsynju. Hrun Rómaveldis — og brennandi kyndlar Að lokum mætti spyrja, hversu alvarleg gagnrýni það er að lfkja núverandi ástandi í Sovétrikjun- um við framkomu Nerós og Dfó- kletíanusar við kristna menn Rómaveldisins til forna. Tacitus segir að Neró keisari hafi eignazt sína „óvini ríkisins“: kristna menn. „Fyrst voru þeir grýttir sem játuðu trú þessa,“ segir hann „og samkvæmt vitnisburði þeirra voru sfðan fjölmargir menn dæmdir sekir, eigi svo mjög vegna hinnar glæpsamlegu íkveikju (Rómaborgar), heldur sökum haturs á öllu mannkyni. Og þeir voru líflátnir með háðulegum hætti: þeir voru klæddir villidýra- skinnum og rifnir til bana af hundum. Þeir voru festir á krossa og þegar daginn þraut voru þeir brenndir sem kyndlar til að lýsa f náttmyrkrinu.. . Því fór svo að lokum að glæpamenn þessir, sem höfðu unnið til hinnar þyngstu refsingar, hrærðu menn til með- aumkunar, því að svo virtist sem þeim væri ekki fórnað til hags- bóta ríkinu, heldur fyrir grimmdaræði einstaks manns“. I sumum löndum Austur- Evrópu eru menn jafnvel enn í Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.