Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 r Verzlunarráð Islands — hagdeild: 5. nóvember 1975. REKSTRARREIKNINGUR VERZLUNAR VERZLUNARRAÐ ÍSLANDS Afkoma verzlunar frá ári til árs ræðst aðallega af þremur þáttum: ■ (1) Almennri eftirspurn innanlands og möguleikum verzlunar til þess að anna henni. Eftirspurn ákvarðast hins vegar aðallega af því, hvort stefnan í peningamálum og fjármálum hins opinbera er hlutlaus, eða hefur þenslu- eða samdráttaráhrif. (2) Almennum verðlags- breytingum, aðallega af völdum breytinga launa og gengis. (3) Hugmyndum stjórn- valda um þá álagningu, sem nauðsynleg er til þess að mæta dreifingarkostnaði, og þeim breytingum, sem stjórnvöld gera á álagningu verzlunar. Á árinu 1973 virkuðu þessir þættir verzlun í hag. Mikil þensla var innanlands sem aftur olli mikilli umframeftir- spurn eftir vöru og þjónustu. Verðlagsbreytingar snerust verzlun í hag (ef áhrifin á vöru- verr út fyrir verzlun en árið á undan og veldur þar mestu samdrátturinn á síðari hluta ársins, gengisfellingin í september, lækkun álagningar og örar kostnaðarhækkanir. I ár má verzlun að öllum líkindum búast við verri af- komu en í fyrra. Þó verður mikill munur á afkomu ein- stakra greina, þar sem sam- drátturinn á árinu kemur mis- jafnlega niður. Mestur verð- ur samdrátturinn i bifreiða- verzlun, þar sem heildarsölu- tekjur verða um 25% lægri í krónutölu en árið áður, þrátt fyrir verðhækkanir, tolla- hækkanir og söluskatts- hækkun. Einnig verður veru- legur magnsamdráttur í bygg- ingavöruverzlun. verzlun með fatnað og verzlun með hús- búnað. Gengisfellingin f ársbyrjun kom illa við mörg fyrirtæki, en hagstæð þróun gengis Evrópu- mynta hefur bætt þann skaða að nokkru. Mestu veldur þó um atv.gr. 614-629 (í milljónum króna) 1971 áætlun spa 1975 1974 1. 2. TEKJUR: Vörusala Aörar tekjur 28.208 ,8 823,1 34.342,3 1.070,8 45.891,3 1.621,9 66.759,0 2.444 ,0 89.614,2 3.329,4 89.614,2 3.329,4 Tekjur samtals: 29.031 ,9 .35.413,1 47.513,2 69.203,0 92.943,6 92.943,6 GJÖLD: Vörunotkun Launakostnaöur Annar kostnaöur Tekju- og eignaskattur Hagnaöur, tap 23.383,5 2.601,5 •2.315,2 228,2 503,5 28.385,5 3.530,7 2.847,0 376,6 273,3 37.578,5 4.861,7 3.892,1 462,1 718,8 55.049,2 7.300,0 5.896,2 717.8 239.8 73.879,3 9.794,3 7.917,1 810,2 542,7 75.290,5 9.794,3 7.917,1 810,2 - 868,5 Gjöld samtals: 29.031,9 35.413,1 47.513,2 69.203,0 92.943,6 92.943,6 meðalAlagning HAGNAÐUR / VÖRUSALA x 100 20,64% 1,78% 20.99% 0,88% 22,12% 1,57% 21,27% 0,36% 21,30% 0,61% 19,02% - 0,97% HAGRÆN REKSTRARAFKOMA: 1975 lausl. huRm. Hagnaöur samkvæmt rekstrarreikningi +, leiör. vegna veröbreytinga vörubirgöa — aröur af eigin fé 503,5 + 158,2 - 389,1 273,3 - 215,0 - 428,1 718,8 - 865,7 - 554,1 239,8 -1.588,7 -1.019,2 542,7 -2.855,7 -1.508,6 - 868,5 -2.855,7 -1.508 ,6 Hagrænn hagnaöur, tap: 272,6 - 369,8 - 701,0 -2.368,1 -3.821,6 -5.232,8 (1) í þessum dálki er notuö sama meöalálagning og 1974 (2) Hér er meöalálagningu breytt í samræmi viÖ ákvaröanir verölagsyfirvalda. Afkomaverzhmar1974 og 1975 notkun eru undanskilin) og hækkun gengisins skapaði verzlun frekar tekjur en hitt. Auk þess var álagningarreglum lítið breytt á árinu. Niður- staðan varð þvf sú, að hagnaður verzlunar, sem hlutfall af vöru- sölu, varð 1,57% 1973, sem er nálægt því eins hagstæð út- koma og 1971. I ársbyrjun 1974 skipuðust veður í lofti. Hinar miklu kaup- hækkanir fyrri hluta ársins ollu skyndilegri kostnaðar- hækkun, sem sfðar ásamt fjár- málum hins opinbera ollu mikilli þenslu, þótt þróun pen- ingamála hefði samdráttaráhrif er líða tók á árið. Sfðari hluti ársins einkenndist af mikilli spákaupmennsku almennings vegna gengisfellingarótta, en gengisfellingin í byrjun september olli miklum búsifj- um fyrir innflutningsverzlun. 1 kjölfar gengisfellingarinnar var álagning svo almennt lækkuð, en hafði hækkað áður i marz, þegar stjórnvöld efndu gömul loforð um úrbætur. I heild kemur þvi veltuárið 1974 versnandi afkomu 1975 endur- tekin lækkun álagningar í febrúar 1975, sem var þó að nokkru bætt f lok apríl. Komi þessar breytingar fram að fullu ásamt lækkun álagningar í september í fyrra, ætti tap verzlunar í heild að verða um 1% af vörusölu ársins 1975. Meðfylgjandi tölur um meðal- afkomu verzlunar, samkvæmt rekstrarreikningum fyrirtækja ná til verzlunar í heild, þó er útfluntingsverzlun, áfengis- verzlun og olíuverzlun ekki meðtalin. Tölur áranna 1971—1973 eru niðurstöður úr- taksathugunar Þjóðhagsstofn- unar með þeirri breytingu, að laun eigenda í einstaklingsfyr- irtækjum hafa verið aðskilin frá hagnaði og þeim reiknuð meðallaun í viðkomandi verzlunargreinum. Áætlun árs- ins 1974 er reist á úrtaksathug- un Verzlunarráðs íslands á af- komu einstakra verzlunar- greina. Naut Verzlunarráðið þar góðrar samvinnu við fjölda fyrirtækja sem skylt er að þakka. Einnig lagði Samband fsl. samvinnufélaga til upplýs- ingar um heildarafkomu kaupfélaga innan Sambandsins og með aðstoð Kaupmannasam- taka Islands reyndist unnt að stækka úrtakið f matvöru- verzlun nokkuð. Afkoman í ár er hins vegar framreiknuð fyrir einstakar greinar á grundvelli niðurstaðna ársins í fyrra miðað við beztu hugmyndir um breytingu tekna og kostnaðar á árinu í ár. I töflunni eru sýndar niðurstöður þess fram- reiknings, annars vegar miðað við óbreytta álagningu frá ár- inu áður (dálkur nr. 1) og hins vegar miðað við að breytingar verðlagsyfirvalda á álagning- unni komi að meðaltali að fullu fram í afkomunni (dálkur nr. 2). Má sjá af þessu, að með nokkrum tilkynningum geta stjórnvöld ráðið kjörum heillar atvinnugreinar svo að skiptir sköpum. Verst er þó, að við þá verð- bólgu, sem hér hefur geisað undanfarið, sýnir rekstrar- reikningurinn alls ekki rétta mynd af rekstrarafkomunni í hagrænum skilningi, þar sem bæði bókhaldsreglur og skatta- lög eru sniðin fyrir stöðugt verðlag. Söluverð verzlana miðast ekki við innkaupsverð ásamt álagningu og hálfa eða fulla vísitölu eins og fasteigna- kaup. Vörur eru seldar á „gamla verðinu" meðan þær endast. A sama hátt og íbúðareig- endum finnst sjálfsagt að miða söluverð íbúða sinna við mark- aðsverð, burtséð frá þvf, hvað íbúðin kostaði upphaflega, þá ætti kostnaðarviðmiðun verzl- unar- og iðnfyrirtækja við vöru- sölu að vera, hvað það kostar að endurnýja þær vörur, sem seldar eru, burtséð frá því, hvað þær kostuðu. Á undan- förnum árum hafa verzlunar- fyrirtæki oft á tíðum verið að^ selja vörur, sem kostar meira að endurnýja en sem nemur söluverði seldra vara. Þessi mismunur hefur verið beinn hagnaður kaupenda og blóð- taka fyrir verzlun, þar sem þetta hefur einnig þýtt hærri skattgreiðslur miðað við stöð- ugt verðlag. Samtals hafa þessar verzlunargreinar þannig vantalið vörunotkun sína á árunum 1971—1974 um tvo og hálfan milljarð þrátt fyrir leyfi- lega myndun birgðavarasjóðs. Tekjuskattar af slfkri upphæð næmu nær einum milljarði. Þessar niðurstöður eru sýndar í hagrænni leiðréttingu rekstrar- afkomunnar. Lausleg áætlun bendir til að sama leiðrétting fyrir árið í ár ætti að vera nær þrír milljarðar. í hagrænu rekstrar- afkomunni er einnig reiknaður og gjaldfærður arður af eigin fé miðað við eigin fé í ársbyrjun og bankavexti. Niðurstaða hag- ræns hagnaðar (taps) ætti þannig að vera jákvæð að meðaltali svo að menn fýsi að stunda þessa atvinnustarfsemi. Hin öra neíkvæða hreyfing hag- rænnar rekstrarafkomu undan- farin ár gefur hins vegar vís- bendingu um þann fjármögn- unarvanda, sem verzlun hlýtur stöðugt að eiga í við íslenzkar verðbólguaðstæður, og því miður fer sá vandi vaxandi. Kveðjubréf úthlutunarnefndar Þriðjudag 28. október s.l. gengu tíu rithöfundar á fund mennta- málaráðherra og fóru þess á leit að reglum um úthlutun viðbótar- ritlauna yrði breytt f því augna- miði að „þeir sem sniðgengnir hefðu verið við fyrri úthlutanir fengju nú úrlausn“. Af þessu til- efní birtust viðtöl við rithöf- undana Jóhannes Helga og Kristin Reyr í Morgunblaðinu og Tímanum 29. október þar sem þeir félagar taka hressilega upp í sig. Við sem höfum setið í úthlut- unarnefnd viðbótarrítlauna und- anfarin tvö ár höfum margoft gert grein fyrir vinnubrögðum nefndarinnar og svarað gagnrýni, að þvi er okkur finnst á málefna- legan og fullnægjandi hátt (Morgunbl. 8. feb. 1974, 24. jan., 15. feb. 1975, Tíminn 19. jan. 1975, flest blöð um 15. mars' 1975, sjónvarpsþátturinn Kast- ljós 7. febrúar 1975). Þeg- ar lesin eru viðtölin við höf- undana tvo er engu líkara en þau svör nefndarinnar hafi aldrei komið fram. Rithöfundarnir mæla líka gegn betri vitund þegar þeir segja að nefndin, eða for- maður hennar, hafi verið sett af, enda hefur það verið hrakið með yfirlýsingu stjórnar Rithöfunda- sambands Islands. Omálefnaleg og sérlega rætin skrif nokkurra rithöfunda um störf nefndarinnar og einstaka nefndarmenn hafa svo sem ekki verið okkur hvatn- ing til þess að taka aftur sæti í henni. Skorað var á alla nefndarmenn af til þess bærum aðilum að taka sæti í nefnd- inni þriðja árið, þ.e. annast úthlutun nú í ár. Tvö i nefndinni, Þorleifur og Rannveig, neituðu eindregið að taka þar sæti, en Bergur áleit og álftur að brotthvarf úr nefndinni fæli í sér viðurkenningu á órökstuddri og óréttmætri gagnrýni fárra en hávaðasamra höfunda. Rithöf- undar mega íhuga það að með þessu áframhaldi gæti reynst erfitt að fá menn til trúnaðar- starfa i þeirra þágu. Er þá enginn að frábiðja sér málefnalega gagn- rýni. Við nefndarmenn unum því ekki að sitja undir ákærum um „Misferli nefndarinnar", pólitísk- ar veitingar eða að önnur annar- leg sjónarmið hafi legið að baki úthlutana. Við höldum því fram og munum sýna fram á hér á eftir, að enginn þessara „mótmælenda" hafi átt neinn skýlausan rétt á viðbótarritlaunum undangengin tvö ár umfram þá sem veitingu hlutu. Hins vegar var nefndinni býsna þröngur stakkur skorinn með naumri fjárveitingu þar sem svo margar umsóknir bárust. Árið 1973 voru umsækjendur 121. Samkvæmt reglum ráðuneytisins var gert ráð fyrir að úthlutað yrði til 48 rithöfunda, 250 þús. krónum til hvers. Vegna fjölda umsækj- enda þótti nefndinni nauðsyn bera til að nota sér heimild í reglunum til að fjölga úthlutun- um, en um leið Iækkaði að sjálf- sögðu úthlutunarupphæðin. Ot- hlutað var til 54 höfunda, eða 6 fleiri en reglur gerðu ráð fyrir. 67 umsækjenda fengu ekkert. 1974 sóttu 98 um viðbótarritlaun en veitt var 42 höfundum, 56 af um- sækjendum fengu ekkert. Sumir umsækjenda uppfylltu ekki útgáfuskilyrðin. Hins vegar var nefndinni gert að gera upp á milli jafnrétthárra aðila að því leyti, höfunda sem sent höfðu frá sér verk á tilteknu tímabili. Slíkt val er auðvitað vandasamt en það byggðist á bókmenntalegu mati. Einnig var reynt að hafa nokkurt samræmi milli bókmenntagreina og voru höfuðflokkar þessir: skáldsögur, leikrit, Ijóð, fræði- bækur, barnabækur, þjóðlegur fróðleikur og þýðingar. Nefndin starfaði algjörlega sjálfstætt og við neitum því harðlega að pólitískt mat hafi verið lagt til grundvallar eins og þeir Kristinn og Jóhannes halda fram af smekk- vísi sinni í viðtalinu. Allt þetta hefur reyndar komið fram í fyrri greinum okkar sem vitnað er til hér að ofan. Til frekari glöggvunar skulu hér birtar reglur sem nefndinni voru settar bæði árin 1973 og 1974, ásamt lista yfir alla hina óánægðu höfunda og upplýsing- um um þau verk þeirra sem komu til álita. Reglur 1973: tJthlutun miðast við ritverk, útgefið eða flutt opin- berlega á árinu 1972, en ritverk frá árunum 1971 og 1970 kemur einnig til greina Reglur 1974: Ot- hlutun miðast við ritverk, útgefið eða flutt opinberlega á árinu 1973. Filippfa Kristjánsdóttir Sótt um 1973 fyrir: Anna Dóra og Dengsi, barna- og unglingabók 1971. Flutn. í útvarp: Barnaleik- ritið 1 leit að jólunum, flutt 1972 og Dregur að því er verða vill, flutt í kvölddagskrá 1972. Sótt um 1974 fyrir: Haustblóm, ljóðabók 1973, Sumardagar í Stóradal 1973, barnabók. Hilmar Jónsson Sótt um 1973 fyrir: Kannski verður þú útg. 1970. Sótt um 1974 fyrir: Fólk án fata. útb. 1973. Jóhann Hjálmarsson. Sótt um 1973 fyrir: Trúarleg ljóð ungra skálda. Erlendur Jónsson og Jó- hann Hjálmarsson völdu, 1972. Is- lensk nútímaljóðlist. Otg. 1971. HiIIingar á ströndinni, ljóða- þýðingar 1971. Jóhann sótti um og fékk viðbótarritlaun 1974 fyrir bókina Athvarf í himingeimnum, ljóð, og er því fulltrúi þeirra sem „smugu pólitískt nálarauga kommissarsins afsetta". Jóhannes Helgi Sótt um 1973 fyrir: Svipir sækja þing 1970 og þýð. á Óþekkta hermanninum eftir Vainö Linna 1971. Einnig fyrir Hringekjuna 1969. Gaf ekkert út 1972. Sótti ekki um 1974 enda kom ekkert út eftir hann 1973. Jón Björnsson Sótti um 1973 fyrir Valtý á grænni treyju, útg. 1951 en flutt í útvarp sem fram- haldssaga 1971. Sótti um 1974 fyrir Jón Gerreksson, útg. 1947, flutt í útvarp 1973. Yfirleitt voru ekki veitt viðbótarritlaun fyrir endurútgáfur eða endurflutning verka og var Jón þvf mjög fjarri því að fá úthlutun bæði árin. Jón Helgason sótti ekki um 1973 og fékk þvf enga veitingu. Arið 1974 sótti hann og gaf yfirlit yfir bækur sem hann hafði skrif- að undanfarin ár (án þess að geta um ártal) og var sú sfðasta, Þrettán rifur ofan f hvatt, útgefin á árinu 1972, en bækur frá því ári komu ekki til greina við úthlutun 1974 eins og áður getur. Kristinn Reyr Sótti um 1973 fyrir ljóðabókina Hverfist æ hvað, útg. 1971, og sjónvarpsleikrit. Deilt með tveim, flutt 1971. Árið 1973 kom ekkert út eftir hann en hann sótti um á ný fyrir ofan- greind verk. Samkvæmt reglum nefndarinnar 1974 var henni óheimilt að veita viðbótarritlaun fyrir önnur verk en þau sem út- gefin væru eða flutt opinberlega 1973. Ragnar Þorsteinsson Sótti um 1973 fyrir: Það gefur á bátinn, útg. 1970 og Upp á líf og dauða, útg.^ 1972. Sótt um 1974 fyrir: Skjótráður skipstjóri, barna- og unglingabók, útg. 1973. Sveinn Sæmundsson Sótt um 1973 fyrir: Einn í ólgusjó, útg. 1972, og Á hættuslóðum 1970. Sótt um 1974 fyrir: Upp með Sfmon kjaft 1973. Umsókn Sveins mun byggjast á því að með viðbótarrit- launum eigi að endurgreiða Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.