Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 OTQgtlttlrfftfrlfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, ReykjavFk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, slmi 10 100. ASalstræti 6, sFmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakiS. Barátta andófsmanna fyrir almennum mannrétt- indum í öðru voldugasta ríki heims, Sovétrikjunum hefur vakið vaxandi athygli á Vestur- löndum á undanförnum miss- erum. Að vonum hefur athygl- in aðallega beinzt að tveimur oddvitum andófshreyfingarinn- ar, rithöfundinum Solzhenitsyn og vísindamanninum Sakhar- ov. Solzhenitsyn var fluttur nauðugur úr landi þegar sov- ézk stjórnvöld þoldu ekki lengur nærveru hans í Moskvu. Það var út af fyrir sig merkileg- ur áfangi í þessari baráttu, að sovétstjórnin skyldi ekki treysta sér til að setja Solzhenitsyn aftur í fangabúðir eða þrælkun- arbúðir, eða jafnvel myrða hann. Eftir að Solzhenitsyn var fluttur nauðugur úr landi hefur Sakharov orðið aðalforystu- maður andófshreyfingarinnar innan Sovétrikjanna. Undan- farnar vikur hefur það komið glögglega í Ijós, að stjórnvöld í Sovétríkjunum eiga sífellt erfið- ara með að þola veru Sakhar- ovs I Moskvu og kemur það glögglega fram í áróðursher- ferð þeirri, sem hafin hefur verið í sovézkum fjölmiðlum gegn honum eftir að hann hlaut friðarverðlaun Nóbels. Sú staðreynd, að ráðamenn I Kreml tóku þann kostinn að flytja Solzhenitsyn nauðugan úr landi, er til marks um þann árangur, sem barátta andófs- mannanna hefur nú þegar náð og hún sýnir einnig hvilíka þýð- ingu almenningsálitið á Vestur- löndum hefur fyrir andófshreyf- inguna I Sovétrikjunum. Ef sov- almenningsálitið i vestrænum ríkjum er í raun og veru lífæð andófsmanna austur þar. Þetta hefur komið glögglega fram í ummælum margra helztu for- ystumanna andófshreyfingar- innar, þ.á m. i viðtali sovézka rithöfundarins Sinjavskys við Morgunblaðið síðastliðið vor. Af þessum sökum skiptir geysilega miklu máli, að fólk á Vesturlöndum og þ.á m. við hér á íslandi, þótt fámenn sé- um, veitum baráttu andófs- manna austan járntjalds öflug- an stuðning, með því að taka eftir þvi sem þeir gera, vekja athygli á skorti mannréttinda i Sovétríkjunum og magna al- menningsálitið um heim allan upp til þess að knýja Sovét- stjórnina til að hætta þeirri harðstjórn, sem hún beitir þegna sína. Sakharov- isma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis" sá ekki ástæðu til að hafa meira við þessi merki- legu réttarhöld en svo, að þeirra var getið í tveimur litlum eindálkaklausum í blaðinu. Þess vegna er það næsta ótrú- leg sögufölsun, þegar þetta sama blað heldur því fram i gær, að krafan um aukið tján- ingarfrelsi og mannréttindi i Sovétríkjunum sé „framar öllu sósíalísk krafa", a.m.k. hefur hún ekki verið borin fram í Þjóðviljanum af krafti og heil- indum. Eða hvenær hefur sú krafa verið sett fram á þann hátt, sem nokkru máli skiptir í því blaði? Hvenær hefur Þjóð- viljinn, svo um munar, tekið upp hanzkann fyrir það kúgaða fólk, sem með eindæma hug- rekki berst fyrir auknu frelsi þjóðar sinnar? Hvenær hefur Þjóðviljinn beitt sér til þess að Ófrelsi útflutningsvara — mannréttindi í Sovét étstjórnin hefði ekki talið sig þurfa að taka tillit til þessa almenningsálits hefðu örlög Solzhenitsyns orðið önnur. Og ef sovézka stjórnin væri ekki enn þeirrar skoðunar, að hún verði að taka tillit til þessa sama almenningsálits á Vestur- löndum væri fyrir löngu búið að þagga niður i Sakharov í Moskvu. Þetta er grundvallar- atriði, sem menn verða að gera sér grein fyrir, þegar fjallað er um vaxandi styrk andófshreyf- ingarinnar í Sovétríkjunum. Stuðningur Vesturlandabúa og réttarhöldin i Kaupmannahöfn fyrir nokkrum vikum höfðu geysilega þýðingu í þessu efni. Þar kom hvert vitnið á fætur öðru og lýsti persónulegri reynslu sinni og getur enginn maður orðið ósnortinn af því að kynnast þeim frásögnum. Sakharov-réttarhaldanna var it- arlega getið hér í Morgunblað- inu, enda sendi Morgunblaðið tvo af fréttamönnum sínum til þess að fylgjast með þeim og senda fréttir af þeim hingað til íslands. Hins vegar brá svo við, að Þjóðviljinn „málgagn sósíal- vekja almenning á Islandi til umhugsunar um þá harðstjórn og þá kúgun sem ríkir í Sovét- ríkjunum — og þannig komið til móts við óskir manna eins og Solzhenitsyns, Sakharovs og Sinjavskys þess efnis? Svarið við þessum spurning- um þekkja allir íslendingar. Alla sína hundstíð hefur þetta „málgagn sósíalisma og þjóð- frelsis" haldið uppi vörnum fyrir þann Kommúnisma sem er forsenda þeirrar einræðis- stjórnar, sem ríkt hefur I Sovét- rikjunum og víðar í áratugi og ríkir enn. Enda kom það glögglega í Ijós í umræðuþætti í sjón- varpinu um mannréttindabar- áttuna í Sovétríkjunum, að full- trúa Alþýðubandalagsins var gersamlega um megn að ræða um baráttu andófshreyfingar- innar í austri. Hann vildi breyta þessum alvarlegu umræðum um harmsögulega samtimavið- burði í karp milli Morgunblaðs- ins og Þjóðviljans eins og Nóbelsskáldið benti réttilega á. En í sjónvarpsþættinum voru ekki fulltrúar þessara blaða sér- staklega heldur rithöfundar. En mannréttindabaráttan er bersýnilega slikur fleinn i holdi þeirra manna, sem kalla sig sósíalista á íslandi, að þeir mega vart mæla, þegar hún kemur til umræðu. Með áhuga- leysi og aðgerðarleysi hefur Þjóðviljinn sýnt, að samúð hinna svonefndu sósialista á íslandi er með öðrum en andófsmönnunum í Sovét- rikjunum. Þetta þarf engum að koma á óvart. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnu sem svonefndir sósíalist- ar á íslandi hafa barizt fyrir i áratugi og ástæðan er einfald- lega sú, að skortur mannrétt- inda í Sovétríkjunum er ekki einangrað fyrirbrigði þar i landi. Þetta mannúðarleysi er fylgifiskur þess þjóðfélags- kerfis, sem er forsenda og undirstaða allra hluta að áliti þeirra. Þjóðviljamanna. En von- andi verður sjónvarpsþátturinn til þess að hjálpa þeim ein- hverjum til að vakna af póli- tískri martröð sinni. Gleymum þvi ekki að þetta þjóðskipulag hefur verið — og er enn — helzta útflutningsvara Sovét- ríkjanna á þessari öld. Jtít THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER iStít THE OBSERVER *Stít THE OBSERVER THE OB Hong Kong NÁINN aðstoðarmaður Norodom Shianouks prins, skýrði hér frá þvF nýlega að hin „frelsaða" Kambódía væri nu undir algjöru ofur- valdi foringja hinna Rauðu Khmera og að á fáum mán- uðum hefðu þeir með hrottafengnum hætti neytt upp á landslýðinn umbylt- ingum sem hefðu tekið Mao formann aldarfjórðung að koma á í Kina. Foringjar þessir væru auðsveipir fylg- ismenn valdhafanna í Moskvu og Hanoi. Þeir sem fylgst hafa með gangi mála ! Kambodiu, hafa gengið út frá þvi, að eftir að Kínverjar tóku opn- um örmum á móti hinum útlæga prínsi árið 1970 á sama tima og Rússar viðurkenndu hægristjórn Lon Nols marskálks, þá myndu for- mgjar kommúnistabyltingarinnar í Kambodiu taka ákafa afstöðu með Klnverjum og gegn Rússum En þessu er algjörlega öfugt farið fullyrðir Nouth Chhoerum, blaðafull- trúi Sihanouks, sem kom til Hong Kong frá Klna af því að hann kaus ekki að fara með húsbónda slnum aftur til föðurlandsins „Þegar árið 1970 voru foringjar Rauðu Khmer- anna farnir að játa hollustu sína við Moskvu og löngu áður en Rússar ákváðu loksins að breyta um stefnu og viðurkenna útlagastjórn Sihan- ouks prins," sagði Chhoerum Kin- verjar höfðu hug á að sýna frétta- mynd um landamæradeilu þeirra og Rússa árið 1969 I hinum rúmgóðu húsakynnum sem þeir höfðu afhent Sihanouk, en Rauðu Khmerarnir mótmæltu þvi hástöfum og sögðu að byggingin væri kambódfskt yfir- ráðasvæði en ekki kinverskt Þeir sögðu að Kambódíumenn yrðu að gæta „hlutleysis" og þess vegna gætu þeir ekki gefið á sér höggstað með þvl að kynna sér aðeins kln- versku hlið deilunnar, jafnvel þótt aðeins væri á kvikmynd Kínverjar létu af fyrirætlun sinni þegar illdeil- ur blossuðu upp milli Kambódiu- manna, sem voru þeim hliðhollir, og Kambódíumannanna, sem studdu málstað Rússa Kinverjar höfðu ekki áhuga á þvi að valda óbrúanlegum klofningi meðal Khmeranna út af einni kvikmynd. Þessi nærgætni var mjög einkenn- andi fyrir Klnverja Þeir meðhöndl- uðu þá óstýrilátari meðal hinna kambódísku gesta sinna með þolin- Sihanouk prins og Khieu Samphan Rússar hafa undir- tökin í Kambodíu eftir Dennis Bloodworth Chou Eh-lai mæði og umhyggju. Þeir höfðu veðjað öllu á Sihanouk. Þegar Lon Nol væri sigraður yrði Sihanouk að snúa heim til lands síns, ekki aðeins sem átrúnaðargoð þjóðar sinnar heldur sem skjólstæðingur Chou En- lai, forsætisráðherra, til þess að vega upp á móti hinum ágjörnu vletnömsku nágrönnum og illa þokkuðu Kremlverjum. Klnverjar einbeittu sér þvl að þvl að varðveita eininguna meðal Rauðu Khmeranna og að koma prinsinum aftur I höll slna I Phnom Penh. Tveir menn kepptu um forustuna fyrir Rauðu Khmerunum, þeir leng Sary, sem Nouth Chhoerum lýsir sem Rússadindli, og Khieu Samp- han, sem hann lýsir sem sönnum þjóðernissinna. Þegar þeir komu til Peking I septembermánuði sl var Chou En-lai sjúkur, jafnvel dauð- vona, en hann einbeitti sér að þvl að hvetja þá til að jafna deildur sinar þar sem land þeirra myndi verða fyrir miklum áföllum að öðrum kosti Og það voru Klnverjar, segir aðstoðarmaður Sihanouks, sem sáu til þess að hann sneri aftur til Phnom Penh sem æðsti maður rikis- ins „i heiðursskyni við Klna og Chou En-lai sem hafa hjálpað Kambodíu svo mikið," eins og hann lýsti yfir að sögn Það hafði ekki verið svo auðvelt að koma þessu I kring Sihanouk hafði ekki verið „boðið" að snúa aftur heim til höfuðborgar Kambódlu fyrr en nærri þremur mánuðum eftir að hún hafði fallið kommúnistum f hendur. Á þessu tímabili hafði leiðtogi Norður- -Vietnam, Le Duan, farið frá Hanoi i heimsókn til Phnom Penh og hafði beitt áhrifum slnum til að múlbinda forystuliðið þar, að þvl er Nouth Chhoerum heldur fram. Rlkisstjórn- in hafði verið endurskipulögð. For- sætisráðherrann, Penn Nouth, sem studdi Sihanouk, og Khieu Samphan, aðstoðarforsætisráð- herra, sem aðhylltist Klnverja, höfðu verið neyddir til að taka inn I stjórn- ina tvo byltingarforingja, sem voru á snærum Rússa. Þeir fengu I sinn hlut stjórn utanrlkismála og varnar- mála. Af þessum fjórum valda- mönnum rlkisstjórnarinnar hafði Rússadindillinn leng Sary undir- tökin. Klnverjar voru mjög óánægðir með þessa þróun mála, að þvi er aðstoðarmaður Sihanouks heldur fram. En þeir sögðu ekki mikið fremur en þegar Norður-Vietnamar brutu Saigon undir sig, en þeim var Ijóslega brugðið. Þeim var Ijóst, að Hanoi-stjórnin gæti túlkað „vilja Ho Chi Minh" til að ráðast I það ævin- týri að ná yfirráðum yfir öllu Indó- Klna. Þeir litu á leng Sary og aðra Rússadindla meðal Rauðra Khmera sem hugmyndafræðileg úrhrök. Þeir fullvissuðu stuðningsmenn Sihanouks um, að gætu þeir ekki sætt sig við dvölina I Kambódlu undir stjórn slikra manna þá gætu þeir treyst á hæli I Peking (Rauðu Khmerarnir vöruðu stuðningsmenn Sihanouks við þvi, að þeir yrðu álitnir föðurlandssvikarar ef þeir sneru ekki heim aftur). Klnverskir kommúnistar neita þvl á bak við tjöldin, að Rauðu Khmer- arnir séu stuðningsmenn Rússa upp til hópa. „Jafnvel þótt þeir hefðu verið það fyrr á árum þá hafa þeir lært lexiu sina núna eins og Sadat Egyptalandsforseti," eins og einn þeirra sagði fyrir skömmu. Nouth Chhoerum heldur þvl fram engu að slður, að dvöl Sihanouks I Kambódiu sé lykillinn að vináttu landsins við Klna. Ekkert geti komið þar I staðinn. Hann fullyrðir, að Klnverjar hafi lýst þvl yfir við Kambódiustjórn, að vinátta land- anna væri bundin við dvöl prinsins þar og Chhoerum er sannfærður um, að dvelji Sihanouk ekki I Kambódlu muni fljótlega kastast I kekki með Kambódlumönnum og Kinverjum. iStít THE OBSERVER áStít THE OBSERVER iStít THE OBSERVER Má- THE OBSERVER M& THE OBSERVER THE OB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.