Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 Smíöað úr ÁLI Sindra-Stál hf hefur um áraraðir séð íslenzkum byggingariðnaði fyrir járni og stáli, jafnframt því sem birgðastöð fyrirtækisins hefur kappkostað að hafa ætíð á boðstólum nýjungar, sem stuðla að betri byggingarháttum. Sigríði Hagalfn og af miklu öryggi. Magga, verkstjórinn á staðnum, fyrrverandi heimilis- brúða, gift ofdrykkjumanni, sem vaknað hefur til meðvitundar um eigin getu þegar halla tók undan fæti fyrir eiginmanninum, hinum sterka karlmanni. Þetta er ein skemmtilegasta og jákvæðasta persóna leiksins, ágætlega leikin af Ásdísi Skúladóttur. Hrönn Steingrímsdóttir leikur Ásu, konu að byggja, sem stritar nótt sem nýtan dag til þess að halda í við vinkonur sínar í kapphlaupinu um þessa heims sýndargæði. Hrönn skilar hlutverkinu vel. Gunna, fyrrverandi áfengis- sjúklingur, er leikin af Soffíu Jakobsdóttur. Þetta hlutverk er nokkuð vandmeðfarið og finnst mér Soffía ofleika á köflum. Meiri hófsemi í öllum æsingnum hefði gert persónuna trúverðugri. Margrét Helga Jóhannsdóttir bregður upp skemmtilegri lúmskri mynd af Diddu, einstæðri konu með tvö börn. Lilla, átján ára stelpa og ólétt, er túlkuð á einfaldan og sannfærandi hátt af Ragnheiði Steindórsdóttur sem hefur mjög eðlilega og óþvingaða sviðsframkomu. eftir EMIL H. EYJÓLFSSON Hlutverk karlmannanna eru ekki jafnveigamikil, eins og vera ber í kvennaársleikriti. Þó er þar eitt - stórt hlutverk, kyn- villingurinn Kalli, klæðskeri á staðnum, sem Karl Guðmundsson leikur forkostulega. Sigurður Karlsson er mjög hressilegur og sýnir ágæt tilþrif í hlutverki Sigga, forstjóra og eiganda saumastofunnar, sem er einhvers konar stjórnunargenginn spjátrungur. Loks er að nefna Himma, sendil á staðnum, Iítið hlutverk sem Harald G. Haralds- son gerir góð skil. Heildarsvipur sýningarinnar er ágætur, leikararnir samstilltir, enda stjórnar Kjartan verkinu sjálfur og mun hafa samið það með þessa sömu Ieikara í huga. Leikmynd Jóns Þórissonar er lát- laus og fellur vel að efninu. Leikfélag Reykjavíkur: Saumastofan SAUMASTOFAN Leikrit, söngtextar og lög eftir KJARTAN RAGNARSSON |~] Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson □ Leikmynd: Jón Þórisson □ Lýsing: Daníel Williamsson □ Við Pfanóið: Magnús Pétursson □ Fyrir skömmu var frumsýnt í Iðnó leikritið Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson og segir í leikskrá að þetta sér framlag Leikfélags Reykjavikur til kvennaársins. Ekki verður annað sagt en að vel hafi til tekist, yfir sýningunni allri er einkar þekki- legur- blær, mér liggur við að segja aðlaðandi, og einkutn féllu mér vel í geð einlægnin og sam- heldnin sem alls staðar verður vart. Saumastofan er frumsmíð Kjartans sem höfundar, en lítill byrjendabragur á verkinu, og enda þótt sums staðar sé textinn helsti rýr og dálítið yfirborðs- kenndur, — það kann að stafa að einhverju leyti af því áð höfund- ur hafði mjög nauman tfma til stefnu —, er hann leikrænn, og óvíða dauðir punktar og má ef- laust þakka leikhúsreynslu höf- undar. Um sumt minnir leikritið á hin norrænu ,,þjóðfélagslega vekjandi" leikrit (byggingin t.d. lítillega á Hvernig er heilsan?), en það er blessunarlega laust við þann fræðandi dídaktíska prédik- unartón sem einkenna mörg þeirra og undirrituðum er hvað hvimleiðastur. í verkinu er komið víða við og gegnir furðu hvað höfundi tekst að koma mörgu að, bæði varðandi persónuleg vanda- mál persónanna og meinsemdir okkar ágæta allsnægtarþjóðfé- lags. Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa efni leiksins, enda á slíkt sjaldnast heima f leikdómum að mínu mati. Eins og nafnið bendir til, gerist leikritið á saumastofu þar sem sex konur vinna ( ég kem að hinum síðar) og fyrir óvænta tilviljun leggja þær niður vinnu einn dag og slá upp veislu. Smám saman uppgötva þær að þótt þær hafi unnið lengi saman þekkja þær í rauninni lítið hver til ann- arrar. Hver um sig opnar hug sinn að nokkru, það er brugðið upp svipmyndum af lífi þeirra og vandamálum, og þær fer að gruna að samstaða og skilning- ur gagnkvæmur sé vænleg- asta leiðin til hjálpar. Þetta er nokkuð sundurleitur hópur, en einlægast er að líta í leikskrána og að þessu sinni ætla ég að bregða af vana mínum og minnst á alla leikendur, enda þótt ég vilji taka það skýrt fram að ágæti sýningarinnar er fyrst og fremst heildarsvipurinn en ekki stórvirki einstakra leikara. Sömu- leiðis ætla ég að vera spar á lýs- ingarorð og ég veit að flestir leik- arar skilja öðrum betur hversu innantóm og merkingarlaus þessi orð sem tröllriðið hafa öllum leik- dómum (mínum líka) síðan ég man eftir mér eru orðin. Hér þarf breytinga við og vildi ég gjarnan ræða þetta nánar sfðar. Persónur og leikendur: Sigga, gömul kona úr sveit, sem lífið hefur ekki leikið við en unir þó vel við sitt, er prýðilega leikin af Leikllst SINDRA STÁL í dag býður Sindra-Stál h.f. ál til byggingaframkvæmda á vegum sjávarútvegs, stofnanana og einstaklinga. í birgðastöð- inni er jafnan úrval af bygginga-áli: — álplötum, flatáli, vinkiláli, ferköntuðu áli o.fl. Álklæðningar frá Sindra-Stáli h.f. hafa nú þegar sýnt sig að vera til hagkvæmni jafnt sem fegurðarauka. Skoðið álklæðningu á nýtízku byggingum og þér munuð vera okkur sammála um að „Sindra-ál“ er sérstaklega athyglisvert. SINDRA-STÁLHR Borgartúni31 símar 19422-21684 Ljósm. Steingrímur. Borað eftir heitu vatni f Siglufirði, kaupstaðurinn I baksýn. Siglfirðingar vonast eftir meira vatni þegar holan verður sprengd út N(J HAFA fengizt 13 sekúndulítr- ar af 66 stiga heitu vatni úr borholunni, sem unnið hefur verið að við Siglufjörð, en áður höfðu fengizt 8 sekúndulítrar úr annarri holu. A mesta álagstfma er gert ráð fyrir, að kaupstaður- inn þurfi 50 sekúndulítra, þannig að enn vantar nokkuð á að nægt vatn hafi fengizt handa Siglfirð- ingum. Bjarni Þór Jónsson, bæjarstjóri I Siglufirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að búið væri að bora niður á 1151 metra dýpi og verið væri að pakka holuna, þar sem sprengja ætti hana út í von um að meira rennsli fengizt. Hann sagði, að vatnið sem kæmi nú úr holunni, virtist koma í hana á 500 metra dýpi, eða á svipuðu dýpi og vatnið náðist í Ólafsfirði. Borinn væri nú kominn eins langt niður og hann kæmist. Hins vegar hefði hiti í berginu farið vaxandi eftir því sem neðar hefði dregið og á 1000 metra dýpi hefði hitinn verið 78 gráður, sem benti til hita- svæðis neðar í berginu. — Það er því ekki enn vitað hvort við losnum við að hafa kyndistöð í bænum til að halda hita á heita vatninu, en við vildum gjarnan ef þetta tekst ekki nógu vel núna, að borunum verði haldið áfram á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.