Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna líAK WYIXAI ÍÍLW.II) Sl MAIMíJOF FORNHAGA 8. - SlMI 27277 Skýrsluvélastörf Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborg- ar þurfa að mæta auknum þörfum opin- berra aðila fyrir skýrsluvélaþjónustu. Því auglýsir stofnunin nú eftir umsóknum um störf í kerfisfræði frá ungu og vel mennt- uðu fólki. Æskileg menntun er háskólapróf í reiknis- fræði, viðskiptafræði eða öðrum sam- bærilegum greinum. Til álita kemur þó að ráða fólk með stúdentspróf úr stræðfræði- deild eða hliðstæða menntun. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfs- reynslu á viðskiptasviðinu eða í störfum hjá opinberum stofnunum. Nám og þjálf- un í kerfisfræði fer fram á vegum stofn- unarinnar eftir ráðningu. Upplýsingar um starfið verða veittar á skrifstofu vorri, Háaleitisbraut 9. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar Matráðskona Matráðskona óskast nú þegar að Sjúkra- húsi Vestmannaeyja í 3 mánuði. Nauð- synlegt er að viðkomandi hafi sérmennt- un eða starfsreynslu á sjúkrahúsi eða hliðstæðri stofnun. Nánari upplýsingar veita framkvæmda- stjóri og bryti — sími 98-1 955. Sjúkrahús Vestmannaey/a. Starf forstöðukonu við dagheimilið Efrihlíð er laust til um- sóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Um- sókn sendist skrifstofu Sumargjafar fyrir 25. nóvember. Stjórnin Háseta vantar á m/b Gissur ÁR — 6, sem er á neta- veiðum. Upplýsingar í símum 25741, 99-3661 og 99-3788. Lagermaður Lagermaður (karl eða kona) óskast til starfa nú þegar hálfan daginn. Hreinlegt starf en veruleg vinna, eftirmiðdagsstarf. Umsóknir sendist Morgunblaðinu merkt L: 2497 fyrir 12. nóvember n.k. ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. G. Ólafsson h.f. Suður/andsbraut 30, ' Reykjav/k. Skrifstofustúlka Opinber stofnun óskar eftir að ráða skrif- • stofustúlku í tímavinnu. Vinnutími eftir nánara samkomulagi. Góð vélritunar- kunnátta. Gott vald á ensku og einu norðurlandamáli nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun aldur og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir 12. nóvem- ber merkt: „rösk—5450" Fóstra óskast að dagheimilinu Selásborg hálfan eða allan daginn. Forstöðukona Véltæknifræðingur Svartoliunefnd óskar að ráða véltækni- fræðing, sérþekking á skipavélum æski- leg. Upplýsingar veitir Gunnar Bjarnason, Maríubakka 10, sími 73344. Viðskiptafræðingur Með nokkurra ára starfsreynslu, hérlendis og hjá alþjóðastofnun erlendis óskar eftir áhugaverðu starfi. Tilboð sendist til Morgunbl. merkt V—2498. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tilkynningar Hundahreinsun í Mosfellshreppi fer fram að Bjargarstöðum 8. nóv. kl. 10 f.h. Vinsamlegast gefið ekki hundunum, áður en komið er með þá. Sveitarstjóri fundir —- mannfagnaöir Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vals verður haldinn að Hlíðarenda í kvöld 7. nóvember kl. 20:00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. „ J J Stjornm Svíþjóð, Lundur Fyrrverandi Lundarbúar hittumst í Fáks- heimilinu, föstudaginn 7. nóvember kl. 9. Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur laugardaginn 8. nóvember í Iðnó kl. 15. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á 7. þing verka- mannasambands íslands. 2. Rætt um uppsögn samninga. 3. Önnur mál. Félagskonur mætið stundvíslega og sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. nauöungaruppboö Eftir kröfu Skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð á eignum þrotabús Skeljafells h.f., laugardag 8. nóvember 1975 og hefst það kl. 13.30 að Sólvallagötu 79 og verður þar selt. mótatimbur, plasteinangrun, veggfllsar, pappi, hita- blásari, rafmagnsdósir, glerull, steinull, hreinlætistæki o.fl. Að þessu loknu verður uppboðinu framhaldið að Lóugötu 2 og þar verður selt: mikið magn af mótatimbri, ca. 8 —10 þús metrar (staflað) einnig mikið magn af óstöfluðu, ca. 3—4 tonn steypustyrktarjárn (ýmsir sverleikar) vinyt, vibratorar, zetu- járn, klossar, 3 hrærivélar, hjólbörur, IjSStastarar, sólir, kock- overk, rennur, jánrklippa, hjólsög í borði, borvé\ smergel, ýmis handverkfæri, skrifborð, timburolía, smiðja,\aðrenna! beygjuvél o.fl. Það sem selt verður að Lóugötu 2 verður til sýnis n.k. föstudaq 7. þ.m. kl. 2 — 5 e.h. Greiðsla við hamarshögg. Tékkávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. (ÍLYSINÍÍASIMINN KK: 22480 JRarctmblnþiíi Olafur Sigurjónsson hreppstjóri — Kveðja Fæddur 30. seplember 1921. Dáinn 7. október 1975. Ég sezt niður og skrifa hér fá- ein kveðjuorð um vin okkar, Óla í Stapa, eins og hann var kallaður af mörgum, ef ekki flestum Njarðvíkingum. En í Stapa var hans verksvið, þar var hann flest- um stundum, ef ekki, þá á heimili hans Grund, er hann unni svo mjög. Við vitum að kynslóðir koma og fara, það er hið óum- flýjanlega lögmál Iífsins, að vinir og ástvinir hverfa okkur sjónum fyrr eða síðar. Við lifum í dauð- ans skugga og mættum ætíð vera minnug á hin gömlu sannindi, að á milli líf-s og dauða er stundum aðeins eítt fótmál. Þannig var það með Ölaf, svo snögg urðu skil hans lífs og dauða. Ólafur var hinn mesti dreng- skaparmaður og vildi hvers manns vanda leysa. Að hverju sem hann gekk sýndi hann í starfi dugnað, vandvirkni og trú- mennsku enda hlóðust á hann trúnaðarstörfin. Er því að honum mikil eftirsjá. Við skátar i Njarð- víkum þökkum honum alla hjálp og liðveizlu á margan hátt og segjum: „Það bezta sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf.“ Óskalag hans „Ef þú ferð á burt“, sem leikið var við útförina, iýsir dálítið lyndiseink- unn hans. Við vottum öldruðum töður, stjúpmóður og öðrum ættingjum og vinum innilegustu samúð. Með þökk fyrir allt sem hann var þeim i lífi og starfi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Skátafélagið Víkverjar. Iljálparsveit skáta, Njarðvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.