Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1976 27 Fimmburar í Japan Kagoshima, 2. febrúar — AP. FYRSTU fimmburarnir sem fæð-' ast í Japan eru við góða heilsu, en þeir fæddust síðdegis á laugar- dag. Móðirin Noriko Yamashita, 27 ára að aldri, sagði í dag: „Ég hef aðeins tvo handleggi og það verður því erfitt fyrir mig að faðma þá alla í einu. Tvö barn- anna voru að sögn lækna með of lítinn sykur í blóðinu en eftir að hafa gengist undir lyfjameðferð er líðan þeirra betri. Handtökur í Tamil Nada Madras 2. febrúar — Reuter. AÐ MINNSTA kosti 37 fulltrúar á fylkisþinginu í ríkinu Tamil Nadu á Indlandi sem indverska stjórnin hefur leyst upp hafa ver- ið handteknir í kjölfar ákvörðun- ar Indiru Gandhi forseta um að setja ríkið beint undir stjórn rík- isstjórnarinnar í Nýju Delhí, að því er áreiðanlegar heimildir hermdu í dag. Hin nýju stjórn- völd í ríkinu, sem er undir forystu landsstjórans, hefur ekki skýrt frá fjölda þeirra sem handteknir hafa verið. Eftir að forsetinn setti stjórn ríkisins af vegna ásakana um óstjórn, sem ýti undir aðskiln- aðartilhneigingar og spillingu, er aðeins eitt ríki í vesturhluta Ind- lands undir stjórn andstöðu- flokka. Fylkisstjórnin í Tamil Nadu hafði barizt harðlega gegn neyðarástandinu sem Indira Gandhi lýsti yfir fyrir sjö mánuð- um, handtökum og ritskoðunarað- gerðum hennar. — Amalrik Framhald af bls. 16 Hann kveðst nú hafa dregið umsókn sína um fararleyfið til baka þar sem hann hafi ekki hug á að leggja upp í utanlands- ferð án konu sinnar, jafnvel þótt hann fengi leyfi til þess, þar sem vitað sé um mörg dæmi þess, að menn hafi ekki fengið leyfi til að snúa aftur til eigin- kvenna sinna, sem hafa ekki fengið að fara með þeim utan. I bréfi sínu dregur Amalrik síðan þá ályktun, að þetta beri glöggt vitni um það að sovézk yfirvöld hyggist ekki virða ákvæði Helsinki-yfirlýsing- arinnar. — Observer Framhald af bls. 16 hundraði aflaþarfar Breta, þá mætti bæta það aflatap með því að veiða meiri þorsk á heima- miðum og með þvi að hagnýta fisktegundir, sem athygli manna hefur beinzt að í aukn- um mæli að undanförnu, s.s. kolmunna.“ Segir síðan, að hugsanlega megi veiða um milljón tonn af kolmunna á ári á miðunum út af vesturströnd Skotlands, sem Bretar fengju yfirráð yfir ef ný fiskveiðitak- mörk yrðu ákveðin. Sá galli er þó sagður á gjöf Njarðar, að því er blaðið segir, að kolmunni sé lítill og smá- beinóttur fiskur, sem valdið geti frystiiðnaðinum erfið- leikum, auk þess sem hann verði líklega látinn gjalda þess að vera ekki þorskur. Eða eins og talsmaður Birdseye, sem er einn stærsti aðili f brezkum fiskiiðnaði, segir: „Hin íhaldssama brezka húsmóðir. er með þorsk á heilanum. Við höfum nýlega eytt 250 þúsund pundum til að sann- færa hana um að fiskstaut- arnir okkar séu búnir til úr þorski. Mér óar við tilhugs- uninni um kostnaðinn við að æsa upp i henni löngun i kolmunna." Observer bætir því við að lok- um, að trúlega muni framleið- endur fremur vilja flytja inn þorsk frá Islar di og Noregi en að reyna að breyta smekk neyt- enda. Þú getur enn hagnast á kynningarvikunni. 20% afsláttur og 100 teg. áklæða •c:r SMIÐJUVEGI6 SÍMI44544 NÝUNG í VESTURBÆ ^1% HAGABOÐ Allar nýlenduvörur með 10% lægri álagningu LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT HJARÐARHAGA 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.