Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR (16 SÍÐNA LANDHELGISBLAÐ) 239. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. -------------------------------------—--------------—----------------------------------------------------1-------------------- Tekur Lá Hsien- nien við af Hua? Santa Cruz, Bólivíu — 14. október — Reuter. YFIR sjöttu litlum kistum var raðað upp á torgi einu f Santa Cruz f gær. Þar fór fram minningarathöfn þeirra, sem létu Iffið þegar Boing 707-flutningaþota hrapaði niður á fjölförnustu götu f Santa Cruz f gær. Yfir hundrað manns fórust f slysinu, og hafa fleiri aldrei farizt á jörðu niðri þegar flugvél hefur hrapað. Enn er ekki vitað um nákvæma tölu þeirra, sem fórust, en þó er komið f Ijós, að flestir voru á barnsaldri. 1 hrapinu eyðilögðust barnaskóli og verzlunarhús, þar sem f jöldi barna stóð f biðröð ásamt mæðrum sfnum. Þá þeyttist logandi brak úr flugvélinni yfir knattspyrnuvöll þar sem tvö drengjalið voru að leik, og einnig f sundlaug þar sem börn voru f meiri hluta. Um hundrað manns liggja særðir f sjúkrahúsi eftir þetta hræðilega slys, en enn hefur ekki tekizt að bera kennsl á yfir 30 Ifk. Sjónarvottar að flugslysinu telja, að flugmenn þotunnar hafi verið að leitaað auðu svæði til nauðlendingar, en f flugtaki kviknaði f einum hreyfli þotunnar. Svo virðist sem annar vængurinn hafi rekizt utan f tré og hafi áhöfnin þá endanlega misst stjórn á þotunni, sem sfðan endasentist eftir f jölförnustu götu borgarinnar. Myndin hér að ofan er frá björgunarstarfinu. Líbanon: r 1 1 • ^ — Syrlendingar sækja ad Beirút Peking — 14. október — Reuter — AP. DAGBLAÐ alþýðunnar í Peking birti í dag grein á forsfðu þar sem sagt var, að hverjum þeim sem reyndi að stuðla að klofningi inn- an kommúnistaflokksins yrði rutt úr vegi. Virðist þvf sem hin hóf- samari öfl séu að styrkja stöðu sfna, þar sem hér er enn nær Chiang Chin, ekkju Maó for- manns, og fylgismönnum hennar höggvið opinberlega en áður eru dæmi til. Þá vakti það athygli f dag, að Li Hsien-nien, varaforsætisráðherra, sem er einn helzti leiðtogi hinna hófsömu afla f flokksforystunni, var æðstur þeirra, sem kvöddu forsætisráðherra Nýju-Gfneu, sem verið hefur f opinberri heim- sókn f Kfna að undanförnu, á Pek- ingflugveili. Hua Kuo-feng, for- sætisráðherra, hefði venju sam- kvæmt átt að vera við brottförina, en þetta styrkir þá trú þeirra, sem fylgjast með málum f Kfna, að Li muni taka við forsætisráð- Nóbelsverð- laun veitt í hagfræði og lækna- vísindum Stokkhólmi — 14. okt. — Reuter SÆNSKA akademian hefur tilkynnt um veitingu Nóbels- verðlauna í hagfræði og lækna- vísindum f ár. Milton Fried- man hlaut verðlaun fyrir afrek á sviði hagfræði, en Carlton Gajdusek og Baruch S. Blum- berg skiptu með sér verðlaun- um fyrir afrek á sviði lækna- vfsinda. Sjá nánar á bls. 16. herra embætti af Hua Kuo-feng. Li lék á alls oddi á flugvellinum, blandaði geði við erlenda sendi- menn gagnstætt venju sinni, og leyfði erlendum Ijósmyndurum að taka af sér myndir. Kínverskur embættismaður var spurður hvort Li tæki við for- sætisráðherra embætti innan tfðar, en hann vildi hvorki játa þvf né neita. Opinber talsmaður Pekang- stjórnarinnar var að því spurður í dag, hvort fregnir af því, að ekkja Maós og þrfr nánustu samstarfs- menn hennar hefðu verið tekin af lffi, hefðu við rök að styðjast, en talsmaðurinn sagði einfaldlega, að hann hefði ekkert um málið að segja. Areiðanlegar heimildir herma, að nú sé f undirbúningi meirihátt- ar fundur flokksforystunnar, hugsanlega miðstjórnarfundur, og eftir þann fund megi við því búast að skipað verði í ýmsar valdastöður. Sögusagnir um handtöku Shanghai-hópsins svonefnda ganga nú fjöllunum hærra í Pek- ing, en heimildarmenn, sem yfir- leitt hafa reynzt áreiðanlegir, segja, að fátt eitt sem hönd á festir bendi til þess að þessar sög- ur séu sannar. Erlendir blaða- menn gerðu sér ferð f háskóla einn, þar sem frú Maó var talin hafa víðtækan stuðning, en þeir segja, að allt sé með kyrrum kjör- um þar. Þá hefur nú f fyrsta skipti í langan tíma verið hengt upp veggspjald, þar sem yfir- maður f vfsindastofnun er ásakað- ur um að vera „lengst til vinstri“, en að undanförnu hefur mönnum ætíð verið brugðið um það að vera of hægri sinnaðir. Óljósar fregnir hafa borizt af fundum helztu ráðamanna í Pek- ing í gær og í dag. Af hálfu opin- berra aðila hefur ekkert verið sagt um það, sem þar fór fram, en óstaðfestar heimildir herma, að vegur Hua Kuo-fengs fari vaxandi og stuðningsmenn hans hafi styrkt stöðu sína. Beirút —14. október — Reuter SYRLENDINGAR sóttu f dag að bækistöðvum vinstri sinna f nágrenni Beirút úr tveimur átt- um með skriðdrekum og fjöl- mennu herliði. Leiðtogar Palestfnuaraba sögðu, að svo kynni að fara að þessi sókn endaði með umsátri Sýrlend- inga um Beirút. Miklir bardag- ar geysuðu f Bhamdoun, þar sem Sýrlendingar beittu stór- skotaliði og eldflaugum, en fregnum ber ekki saman um hvort Sýrlendingar hafi náð Bhamdoun algerlega á sitt vald f dag. I Damaskus var þvf hald- ið fram, að Sýrlendingar hefðu náð Bhamdoun og sæktu nú fram til Aley, sem er eitt helzta vfgi Palestfnuaraba. Aley er f aðeins 12 kflómetra fjarlægð frá Beirút, og bendir þvf ýmis- legt til þess að styrjöldin f Lfb- anon sé að komast á lokastig. Eins og áður segir, ber fregn- um ekki saman um nákvæma stöðu í landinu þessa stundina. Framhald á bls. 46 Ár liðið frá útfærslu í 200 sjómílur: Allar þjóðir hafa viðurkennt 200 mílur með samningum eða í raun — segir Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra, í viðtali við Morgunblaðið □ □ ---------- MÉR er efst f huga ánægja með þann árangur, sem náðst hefur eftir að reglugerðin um 200 mflna fiskveiðilögsögu tók gildi, sagði Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, f samtali við Morgunblaðið f gær, er blaðíð beindi þeirri spurningu til hans hvað honum væri efst f huga nú, þegar eitt ðr er liðið frá útfærslu fiskveiðimark- anna í 200 sjómflur. Reglugerð- in um 200 mflna ffskveiðilög- sögu við tsland var undirrituð af Matthfasi Bjarnasyni, sjáv- — Sjá sérblað um landhelgismál — arútvegsráðherra, hinn 15. Júlf 1975 og útfærslan sjðlf tók gildi hinn 15. október 1975. Við gerðum okkur grein fyrir þvf, sagði Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, að fram- kvæmd reglugerðarinnar mundi valda ágreiningi og bar- áttu við aðrar þjóðir eins og raun varð á, en fæstir gerðu sér vonir um, að þeirri baráttu yrði lokið á svo skömmum tfma. Nú á ársafmælí átfærslunnar hafa allar þjóðir, sem áður veiddu á tslandsmiðum, viður- kennt 200 mflna útfærslu okkar og þar með yfirráð okkar yfir fiskveiðum á þessu hafsvæði, I ! annaðhvort beint með samning- um eða f raun. Og margar I ! þeirra hyggja á útfærslu f 200 mflur um næstu áramót. Reynslan hefur sýnt, að útilok- að var fyrir lslendinga að bfða úrslita á hafréttarráðstefnu, þar sem ástand fiskstofna sýn- ir, að við máttum ekki vera seinna á ferðinni. Mér er Ifka ofarlega í huga, að háski sá, sem vofði yfir mannslffum meðan baráttan stóð á Islands- miðum, er nú liðin hjá. Manns- Iff eru það dýrmætasta, sem við eigum. — Hvað er framundan í landhelgismálum okkar? Nú er það á okkar valdi hvernig við hagnýtum fiskimið- in f kringum landið. Við berum ábyrgð á því, bæði gagnvart sjálfum okkur, komandi kyn- slóðum og sveltandi heimi að ná hámarksnýtingu til lang- frama á þeim auðlindum, sem fiskimiðin fela f sér. Við hljót- um að vega það og meta, eftir aðstöðu hverju sinni hvort við viljum veita fiskimönnum ann- arra þjóða réttindi innan okkar fiskveiðilögsögu með það fyrir augum að ná sömu réttindum utan 200 mdna lögsögu okkar. t þeim efnum mega ekki ein- göngu skammtfma sjónarmið ráða ferðinni heldur verður einnig að hugsa um hagsmuni okkar lengra fram I tfmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.