Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 HALFS ÁRS ÞÓFI LAUK MEÐ SIGRI ÍSLANDS OG VIÐUR- KENNINGU Á 200 MÍLUNUM SAMNINGASAGA í ÞORSKASTRÍÐI eftir MAGNÚS FINNSSON ÞEGAR setzt er niöur og rifjuð upp samn- ingasaga siðustu fiskveiðideilu Islendinga og annarra þjóða og þá einkum Breta, verða nokkrir atburðir helztir og mestir i augum manna. 1 fyrsta lagi er það útfærsl- an sjálf, 15. október 1975, síðan yfirlýsing Anthony Croslands um þriðja þorskastríð- ið og loks 13. nóvember, er veiðiheimildir Breta innan 200 sjómilnanna runnu út. Mjög skömmu síðar var allt komið í bál og brand á miðunum og viðræður hófust. Hinn 18. nóvember fóru samninganefnd- armenn Breta, Hattersley og Bishop frá lslandi í algjöru fússi, en Geir Hallgríms- son sendi starfsbróður sínum Harold Wil- son orðsendingu með Hattersley. Hinn 25. nóvember ræðst svo brezki flotinn til at- lögu og freigátan Leopard kemur á miðin. Flotaíhlutunin stóð í tæplega 2 mánuði, eða þar til Harold Wilson dró herskipin til baka og bauð Geir Hallgrímssyni til við- ræðna í Chequers, sveitasetri Wilsons. Þar náðist ekki samkomulag og að kvöldi 5. febrúar kom flotinn aftur inn fyrir mörkin. Um þá ákvörðun Breta sagði Geir Hallgrímsson, að hún væri „hörmuleg, fljótfærnisleg og óskiljanleg“. Og enn héldu atburðirnir áfram að gerast á mið- unum og 19. febrúar er langlundargeð islenzkra stjórnvalda, sem æ ofan í æ höfðu varað Breta við, þorrið og stjórn- málasambandi milli landanna var slitið. Má segja að þar með hafi lausn deilunnar verið komin í algjöra sjálfheldu og nú liðu ekki aðeins dagar og vikur haldur mánuð- ir, þar til hreyfing komst á samningamálin á ný. Á bak við tjöldin unnu þá Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Norð- manna, og dr. Joseph Luns, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, að mála- miðlun. Þessar þreifingar þeirra urðu þó ekki að fullu Ijósar fyrr en á utanríkisráð- 1 herrafundi Atlantshafsbandalagsins i Ósló 20. mai í vor. Þar hittust þá Einar Agústsson og Anthony Crosland og litlu síðar birtist Geir Hallgrimsson þar öllum að óvörum. 1 byrjun júní var svo boðað til eiginlegs samningafundar milli landanna og lauk þá þorskastriðinu hinu þriðja í röðinni milli landanna eftir hálfan sjö- unda mánuð. Á þessu timabili höfðu ís- lendingar þá einnig samið um fiskveiði- réttindi innan 200 mílnanna við Vestur- Þjóðverja, Belga, Færeyinga og Norð- menn. Bretar viðurkenndu 200 mílurnar og fullnaðarsigur hafði fengizt. Orð Geirs H : Ugrímssonar í upphafi þorskastríðsins: „Semjum til sigurs — eða berjumst til sigurs" höfðu orðið að áhrínsorðum, Is- lendingar höfðu gert hvort tveggja. Upphafið, 15. október 1975. Islendingar fögnuðu útfærslunni fyrir einu ári. Viða um land blöktu fánar i heila stöng og i viðtali við Morgunblaðið sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra, sem undirritað hafði reglugerðina um 200 mílurnar 15. júlí 1975, að útfærsludagur- inn væri „dagur gleði og ánægju". Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði: „Lifsbjörg okkar er í veði og málstaður okkar svo sterkur, að sigur mun vinnast með fullum yfirráðum Islendinga yfir fiskimiðunum . . . Við mundum ekki gera neina samninga, sem ekki eru í fullu samræmi við hagsmuni okkar og annað- hvort munum við semja til sigurs, eða ef Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra og Anthony Crosland, utanrfkisráðherra Breta takast f hendur við undirritun samningsins ( Oslö 1. júni 1976. Dr. Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til íslands 14. janúar 1976. Geir Hall- grímsson heilsar Luns. Að baki fram- kvæmdastjóranum er Tómas A. Tómasson, sendiherra. Dr. Luns ræðir við Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, um fiskveiðideilu Breta og íslend- inga í Washington 10. febrúar 1976. Næsti viðkomustaður dr. Luns var London og hér tekur Harold Wilson á móti honum í Downingstræti 10 11. febrúar 1976. það verður hlutskipti okkar, berjast til sigurs.“ Enn leið og beið og ekkert markvert gerðist í deilumáli íslendinga og Breta. Enn giltu veiðiheimildir Breta við ísland, sem þeir höfðu öðlazt með samningum Ólafs Jóhannessonar og Edwards Heaths frá því í nóvember 1973. Samningurinn var til tveggja ára og menn vissu að ekkert myndi gerast fyrr en hugsanlega eftir 13. nóvember. Islendingar áttu á þessum tima viðræður við báða erkióvinina, Vestur- Þjóðverja og Breta. Hinn 23. október hittu Einar Ágústsson og Gunnar Thoroddsen Roy Hattersley aðstoðarutanríkisráðherra Breta, i London og var fremur þungt yfir viðræðunum — eða eins og Einar Ágústs- son utanríkisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið: „Bretarnir komu ekki út úr skelinni“. Fimm dögum siðar var ráð- gerður fundur milli Islendinga og Þjóð- verja í Reykjavík og mátti sjá það þá þegar úti á miðunum, því að Þjóðverjarnir höfðu til þess að reynaað létta andrúms- loftið við samningaborðið fyrirskipað tog- urum sinum að hverfa á brott af miðun- um. Á þessum fundi hinn 28. október lögðu Þjóðverjar fram nýjar tillögur — samkomulag tókst að vísu ekki, en nýr fundur var ákveðinn bráðlega. Á sama tíma bárust fréttir frá London, þar sem Roy Hattersley byrsti sig i Neðri málstofu brezka þingsins og hótaði herskipavernd strax 13. nóvember, ef íslendingar undir- rituðu ekki samning fyrir þann tíma. Ósvífni Hattersleys Nú var kominn nóvember og sífellt styttist i þá stund, að Bretar yrðu réttinda- lausir innan 200 mílna markanna. Hatt- ersley, þeim er verið hafði í forsæti fyrir viðræðunefnd Breta, var þá boðið til Bandarikjanna. Þar lýsti hann yfir því, að ef Islendingar vildu semja, væri hann reiðubúinn að stytta heimsókn sína þar og fara þegar í stað til Reykjavíkur — „jafn- skjótt og íslendingar væru tilbúnir að halda áfram alvarlegum samningaviðræð- um.“ Jafnframt lýsti Austin Laing, fram- kvæmdastjóri Sambands brezkra togara- eigenda, því yfir að brezki fiskiðnaðurinn óskaðl ekki eftir einu þorskastríðinu enn. Einar Ágústsson sagði að Hattersley væri velkominn til Lslands, en með þvi skilyrði einu að hann hefði eitthvað nýtt fram að færa „það þýðir ekkert fyrir hann að koma og tyggja alltaf sömu tugguna," sagði ráðherrann í samtali við Morgun- blaðið. Bretar lýstu því þá yfir að þeir myndu veiða áfram og brátt sáust birgða- skip brezka flotans í námunda við Island. Engar freigátur voru þó enn i sjónmáli. Tveim dögum fyrir 13. nóvember bárust svo skilaboð frá Hattersley og helgina 16. nóvember var ákveðinn viðræðufundur í Reykjavík. Nokkrum dögum áður hafði verið viðræðufundur milli íslenzkra og þýzkra sérfræðinga og virtist miða dável til samkomulags. Viðræður við Breta hóf- ust síðan á mánudagsmorgun, en rétt fyrir helgina höfðu varðskipin látið til skarar skriða. Viðræðurnar stóðu aðeins I einn dag og leystust upp vegna þess hve mikið bar i milli. Frá þessu var skýrt á forsiðu Morg- unblaðsins þriðjudaginn 18. nóvember og að Bretar hefðu farið frá Reykjavík í miklu fússi. Á sömu síðu eru einnig fréttir af þvi að brezku verndarskipin séu lögð af stað á Islandsmið til þess að verja land- helgisbrjótana. Voru það birgðaskip, sem notuð höfðu verið við vinnu á oliuborpöll- um, en freigátur hreyfðu sig enn ekki. Menn voru nú farnir að sjá í gegnum Roy Hattersley aðstoðarutanríkisráðherra Breta og var hann lítt vinsæll eins og þessi leiðarorð Morgunblaðsins bera vitni: „Það má heita einstakt afrek, hvernig þessum aðalsamningamanni Breta hefur tekizt á skömmum tíma að opinbera fyrir íslenzku þjóðinni algjört skilningsleysi og þekkingarskort á fiskveiðimálum okkar Islendinga og þjóðarskapgerð, jafnframt þvi a sýna af s r þa tegund af hroka og yfir angi, sem mnn ha verið svbarnadlegir að halda, ð heyrði iðinnti sm___kptum Bretaveldis við samþjóðir . . . ÖIl fram- koma þessa aðalssamningamanns Breta sýnir einungis, að Bretar hafa ekkert lært og engu gleymt. Þessi maður hefur komið til Islands með því hugarfari, að með hroka, yfirgangi og hótunum um ofbeldi væri hægt að kúga íslendinga til samn- inga. En þótt þær aðferðir kunni að hafa dugað Bretum vel á nitjándu öldinni, hefði mátt ætla að brezkum stjórnmála- mönnum væri orðið ljóst eftir tvö þorska- stríð við Islendinga, að slikar aðferðir duga ekki hér.“ Upp frá þessu settu Bretar löndunar- bann á islenzkan fisk i brezkum höfnum og Geir Hallgrímsson lýsti því yfir að tslendingar myndu leggja allt kapp á að verja landhelgina, Bretar hefðu sýnt óbil- girni og gætu við sjálfa sig sakazt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.