Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 „ÞAÐ GERÐU ALLIR SITT TIL AÐ KOMA UPPLÝSINGUNUM SEM FYRST A FRAMFÆRI" SPJALLAÐ VIÐ 4 MENN, SEM STÓÐU í ELDLfNU „ÁRÓÐURSSTRÍÐSINS" Mikael Maíínússon: „Atburðurinn í mynni Seyð- isí)aröar mitin- isstæðastur” Mikael Magnússon þáverandi frétta- stjóri BBC var hér á landi i 14 vikur á vegum sinnar fréttastofu og sendi alls 380 fréttapistla á þeim tíma. Hann kom hingað 26. nóvember í fyrra, er fyrstu herskipin komu á miðin og fór af landi brott 1. marz er brezki sendiherrann fór úr landi eftir stjórnmálaslitin. Hann fór fyrstur erlenda fréttamanna um borð í varðskip. Mikael var mjög ötull fréttamaður og þóttu fréttir hans af atburðunum nákvæmar og ítarleg- ar. H. nn þötti leggja áherzlu á hlutleysi og jafnvægi í fréttaflutningi sinum og það brást ekki að hann kæmi sjónarmiði íslendinga á framfæri. Mikael er íslenzk- ur ríkisborgari, kvæntur íslenzkri konu og hefur nú setzt hér að. Hann sagði: ..Minmsstæðasti atburðinn í mínum huga er atburðinri í mynni Seyðisfjarðar vegna þess að það atvik sýndi svo ekki varð um villst, mikilvægi þess að réttar upplýsing- ar væru sendar út, þar sem rangtúlkun fyrstu frétta gæti orðið til þess að eyði- leggja gildi skýrari frétta, sem á-eftir bárust og þar með að fólk fengi rétta mynd af hlutunum. í þessu tilfelli komust sjónarmið Breta á framfæri á undan íslenzka sjónarmiðinu og þótt BBC segði frá báðum hliðum var meiri áherzla lögð á fyrstu fréttina og hlustendur því búnir að mynda sér skoðun áður en þeir höfðu heyrt íslenzka hlið málsins. Ég átti frá upphafi mjög gott samstarf við islenzka aðila, fyrst þá Niels P. Sigurðsson sendiherra og Helga Ágústs- son, sendiráðsritara í London, og svo fékk ég mjög hlýjar móttökur hjá Þórði Einars- syni, Geir Hallgrímssyni og Einar Ágústs- syni, að starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar ógleymdum, þegar ég kom til Islands. Ég hafði aðgang að þessum mönn- um nótt sem nýtan dag og það var grund- vallarskilyrði þess að ég kæmi frá mér réttum fréttum eins og fljótt og auðið var. Ég hafði mikla ánægju af þessu starfi og samskiptunum við þá menn sem stóðu í fremstu línu á sjó og landi og vona að mitt tillegg í upplýsingamiðlunina hafi komið að gagni og ég vona að svona deila eigi aldrei eftir að koma upp aftur. Þess má að lokum til gamans geta að það kostaði BBC rúmar 4 milljónir króna að hafa fréttamann hér þær 14 vikur, sem Mikael stóð við. * Helgi Agústsson: „Vorum í sím- anum mcira og minna allan daginn” Okkar starf hér i London byggðist á því að við vorum stöðugt í sambandi við blöð- in og fréttastofnanir, bæði hringdum við í menn og þeir í okkur. Þá tókum við öllum boðum um að halda fyrirlestra um málið hjá félagasamtökum og skólum og annars staðar þar sem okkur gafst tækifæri til að koma fram, t.d. i útvarpi og sjónvarpi í viðtöl eða umræðuþætti og það má segja að við höfum verið á kafi í þessu máli allan tímann frá morgni til kvölds. Við komum á mjög miklu og víðtæku sambandi við brezka fréttamenn og ég held að það sé óhætt að segja að við höfum bókstaflega verið í símanum meira og minna allan daginn, annað hvort við að svara fyrirspurnum þeirra eða hringja til þeirra og segja þeim fréttir. Hins vegar verð ég að segja að ég varð fyrir mjög miklum vonbirgðum og kannski er það mér minnisstæðast að það var eiginlega ekkert sagt frá því í Bretlandi þegar skrúfublöðin brotnuðu á Tý í árekstrinum við Falmouth og minnstu munaði að hann sykki þrátt fyrir það að við miðluðum þeim upplýsingum mjög fljótt eins og alltaf. — Hvernig var sá þáttur sem sneri að mönnum hér heima að senda ykkur upp- lýsingar? — Ég hef oft sagt það áður og get aðeins endurtekið það, að það var reynt að gera allt sem hægt var til að koma upp- lýsingunum til okkar eins fljótt og hægt var. Menn vita hins vegar að það getur gengið misjafnlega vel að ná í menn til að afla allra upplýsinga og stundum næst alls ekki í þá, en það er víst að það gerðu allir sitt, til að sem bezt yrði að þessu máli staðið. Nú það kom fyrir að við gátum ekki fengið upplýsingar og þá urðum við að láta okkar eigið álit fara frá okkur. — Hversu mikilvægt var það að erlend- um fréttamönnum var leyft að fara um borð í herskipin? — Það hefur alltaf verið mín skoðun, að bezta tryggingin fyrir þvi að fá réttar lýsingar af atburðunum væri að leyfa Bretum að fara um borð, þvi að það eru engir betur til þess fallnir en Bretar sjálfir að lýsa atburðunum, þ.e.a.s. þegar í hlut eiga heiðarlegir og áreiðanlegir fréttamenn frá áreiðanlegum fjölmiðlum. Og það kom upp síðar í þessari deilu að varnarmálaráðuneytið hér var að reyna að laða hina og þessa stráka hjá brezkum blöðum til að fara á freigáturnar og fyrir vikið komu þaðan ákaflega undarlegar fréttir oft á tíðum. Ef ég ætti að taka einhvern fréttamann út úr, sem starfaði mikið með okkur þá myndi ég nefna Mikael Magnússon fréttastjóra BBC, hann gerði marga ákaflega góða hluti og reyndi alltaf að koma sjónarmiðum íslendinga á framfæri. Hann vann mikið með okkur hér i sendiráðinu og var afskaplega góður fréttamaður. — Ef fyrir okkur ætti að liggja að lenda í annarri svona deilu, hvaða lærdóm gæt- um við dregið af síðustu deilu, hvað upplýsingamiðlun snertir? . — Ef eitthvað er þá myndi ég nefna, að við þyrftum að vera vel undirbúnir, að undirbyggja okkar málstað og síðan leggja á það áherzlu að reyna að vera alltaf fyrstir með fréttirnar. Þetta er það sem við gerðum núna og virðist hafa tekizt nokkuð vel. Hins vegar má nefna dæmi eins og svörtu skýrslu fiskifræðinganna, hún kom ekki fram fyrr en á fundinum hér í London seint í október, við hefðum að mínum dómi staðið betur að vígi ef hún hefði komið fram fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.