Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 Takmarkið: Engin slysaalda 1 ár Að eltast við „stúta” og stripl- inga Þessi ungfrú hafðí stolist f Sundlaugarnar f Laugardal og synt þar nakin ásamt félaga sfnum. Af skiljanlegum ástæðum er málað yfir andlitið. Þetta tryllitæki þurfti að athuga nánar. Of margir voru f bflnum, en að öðru leyti var allt f lagi með hann. Lögreglukonurnar Arnþrúður Karls- dðttir (t.v.) og Björg Jóhannesdóttir voru tvær saman f bfl. Þarna stumra þær yfir unglingi, sem er ofurölvi og ósjálfbjarga f Lækjargötu. „Er allt f lagi með ökuskfrteinið lagsi,“ spyr Eiður, og það reyndist vera. Ann- ars var áberandi hve margir höfðu gleymt ökuskfrteininu heima. Þeir voru sektaðir um 1000 krónur. Baldvin varstjóri yfirheyrir ffkniefna- manninn. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Eirfkur (t.v.) og Eiður stöðva bfla á Suðurlansbrautinni. Þarna reyndist allt vera f stakasta lagi. Morgunblaðsmenn á ferð með lögreglunni um helgina FYRSTU 9 mánuði ársins tók lögreglan f Reykjavfk 840 ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur. Af þessum f jölda voru 750 teknir f höfuðborginni sjálfri en 90 tóku vegalögreglumenn úr lögregluliði Reykjavfkur á þjóðvegum landsins. A sama tfma f fyrra hafði lögreglan tekið 913 ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur, 848 f borginni og 65 úti á þjóðvegum. Athyglisvert er, að f jöldi grunaðra er minni f ár en f fyrra. Það sama var upp á teningnum milli áranna 1975 og 1974, þá fækkaði grunuðum „stútum“ all verulega. Eins og gefur að skilja er ógjörnungur að dæma út frá þessum tölum hvort færri aka ölvaðir f umferðinni en áður. Það er frekar að fjöldi óhappa, sem ölvaðir ökumenn eiga hlut að, geti gefið einhverja vfsbendingu. Þar hefur einnig orðið fækkun en voru 153 á sama tfma f fyrra. ölvaðir ökumenn eru flestir teknir um helgar, enda það sá tfmi sem mest ölvun er í borginni. A föstudags- og laugardagskvöldum er lögreglan með langmestan viðbún- að. Þá eru annirnar mestar og brýnust þörf á eftirliti við vínveitingahúsin og með umferðinni. Og ekki má gleyma útköllum í heimahús. Ef lögreglan þarf að hafa afskipti af borgurunum þessi umræddu kvöld og næturnar á eftir, er það nær undantekningalaust vínkonungurinn Bakkus, sem þar kemur nærri. 14 LÖGREGLUBlLAR AÞÖNUM UM BORGINA Morgunblaðsmenn slógust 1 hóp lögreglumanna um miðnætti s.l. föstudag til að fylgjast með eftirliti hennar með borgurunum og þá sérstaklega með ökumönnum. Þetta eftirlit lögreglunnar er meira en hinn almenni borgari gerir sér vafalaust grein fyrir. Umrædda nótt voru 14 lögreglubílar á þönum um borgina, þar af 4 bflar á vegum umferðardeildar fram til klukkan fimm á laugardagsmorgun. Baldvin Ottósson varðstjóri var á vakt þessa nótt og áður en Morgunblaðsmenn héldu út í umferðina fræddi Baldvin okkur um eftirlit umferðardeildar: „A föstudags- og laugardagskvöldum er umferðardeildin með 4 bfla á ferð í höfuðborginni og eru þeir hafðir eins lengi úti og þurfa þykir. Hlutverk þeirra er aðallega fólgið f almennu umferðareftirliti en þó er sérstaklega fylgst með ökumönn- um, því þetta er sá tími sem mestar lfkur eru á ölvun við akstur. Okkar markmið er á ná strax til þessara ökumanna, áður en þeir lenda f slysum og óhöppum. Þetta eru því slysavarnir. Vitaskuld getum við ekki athugað nema brot af þeim bílum, sem í umferðinni eru hverju sinni, og í lang flestum tilfellum er allt í lagi með ökumennina. En í sumum tilfellum er það ekki, og eru þeir ökumenn umsvifalaust færðir niður á lögreglustöð og látnir blása þar í blöðru. Ef sú prófun gefur jákvæða niðurstöðu, er ökumaðurinn fluttur á slysadeild Borgarspftalans og tekur úr honum blóðsýni. Það er okkar reynsla að fólk tekur það ekki illa upp þótt það sé stöðvað til að athuga hvort um ölvun sé að ræða. Eólki finnst gott að vita af svona ströngu eftirliti. Þeir sem lenda í þvf að vera stöðvaðir, bæði ófullir og fullir, hugsa sig eflaust tvisvar um áður en þeir setjast ölvaðir undir stýri þannig að þetta eftirlit er einnig fyrirbyggjandi.“ A FERÐ MEÐ LÖGREGLUBÍL NR. 21 Nú var haldið út í umferðina á lögreglubíl nr. 21 með lögreglumönnunum Eiði Eiðssyni og Eiríki Beck. Þetta voru hressir náungar sem greinilega kunnu sitt starf vel. Þetta var um miðnættið. Þeir félagar óku vítt og breytt um borgina og hikuðu ekki við að stöðva bifreiðir ef þeir sáu ástæðu til. Sumir voru ljóslausir, ljós voru f ólagi á öðrum, f sumum bflanna var of margt fólk og þannig mætti áfram telja. Áfengisstybbu lagði út úr einstaka bíl og voru ökumenn þeirra þá látnir stíga út úr þeim eða jafnvel látnir koma f yfirheyrslu f lögreglubílinn. 1 öllum tilfellunum reyndist stybban vera út úr farþegum, enginn bílstjóranna sem þeir Eiður og Eirfkur stöðvuðu hafði bragðað áfengi. Um hálfeittleytið var farið niður í miðbæ. Þar var gífurlegur fjöldi ungmenna og margt tryllitækið. Þeir félagar stöðvuðu eitt þeirra, gamian Oidsmobile, af þeirri tegundinni sem þótti hvað glæstust upp úr 1960. Bíllinn reyndist í lagi og ökumaður- inn sömuleiðis en rangt var skipað í bflinn. Var skrifaður sektar miði á það brot en nokkrir slíkir miðar voru skrifaðir þesa nótt. Ur miðbænum lá leiðin að skemmti- stöðum borgarinnar. Klukkan nálgaðist eitt og heyra mátti í talstöðinni að útköllum fjölgaði jafnt og þétt. Við Glæsibæ komu Eiður og Eiríkur auga á leigubíl, sem ástæða þótti til að athuga vegna skringilegs ökulags. Venjulega er ekki ástæða til að athuga leigubila, en þarna var eitthvað óvenjulegt á seyði. En skýringin kom f ljós, farþegi f bílnum var mállaus og átti því í erfiðleikum með að gera sig skiljanlegan og bflstjórinn átti þar með í erfiðleikum með að finna réttu leiðina. Við Klúbbinn þurftu lögreglumennirnir að greiða úr umferðarhnút. Notaði þá maður einn tækifærið og gaf sig á tal við Eið og Efrfk. Var erindið að kæra dyraverði Klúbbsins. Var maðurinn beðinn að koma niður á stöð morguninn eftir. Ekki var maðurinn viss um að hann nennti því þegar hann vaknaði morguninn eftir. Bar hann fram þá merku ósk að mega dúsa í fangelsi um nóttina, það myndi tryggja það að hann kærði dyraverðina! Þeir félagar báðu manninn vel að lifa og héldu áfram ferðinni. Maðurinn hefur væntanlega verið þeim þakklátur þegar hann vaknaði heima hjá sér morguninn eftir en ekki f Hverfissteini. STUTAR og STRIPLINGAR Klukkan hálf tvö var tilkynnt um bfl utan vegar á Sléttuvegi við Kringlumýrar- braut. Ungur meður hafði tekið bilinn í leyfisleysi og var ölvaður I þokkabót. Missti hann bilinn útaf veginum og lenti i höndum lögreglunnar. Þegar bíll 21 var staddur á Sléttuvegi kom skyndilega kall um að striplingar væru að baða sig f leyfisleysi f Sundlaugunum í Laugardal. Brunað var á staðinn á fullu og mikið rétt. Þar var nakið par að synda f lauginni. Parið var drifið í fötin og keyrt niður á lögreglustöð, þar sem það var krafið skýringa á hátterni sfnu. Nú var klukkan orðin tvö og þeir félagar, Eiður og Eiríkur, óku að gatnamótum Suðurlandsbrautar og Alfheima. Þar lögðu þeir bílnum, gengu út á götuna og stöðvuðu hvern einasta bfl. Það var enginn möguleiki fyrir neinn að sleppa. Stöðvuðu þeir tugi bfla en allt reyndist vera í stakasta lagi. Svona athuganir voru gerðar víðar um borgina, en sama var upp á teningnum. Skömmu fyrir klukkan þrjú var stöðvað á öskjuhlfð og beðið eftir „lfklegum" bflum. GRIPINN MEÐ FlKNIEFNI Allt f einu kom fóiksbifreið á mikilli ferð. Hún var stöðvuð og bifreiðastjórinn tekinn til yfirheyrslu. Bflstjórinn kvaðst vera þreyttur og það gat svo sem passað, því þreytulegur var hann. En lögreglumennirnir fundu á sér að eitthvað var ekki í lagi og þeir ákváðu að fara með manninn á stöðina. Eirfkur settist upp f fólksbflinn og ók á eftir lögreglubflnum niður á stöð. Á leiðanni fór hann að gramsa f hillu milli framsætanna og viti menn: Þar var allstór hassmoli og amfetamfnduft í álpappfr. Hófust nú strangar yfirheyrslur hjá Baldvin varðstjóra, maðurinn var látinn blása f blöðru og fulltrúi borgarlæknis var kallaður niður á stöð til að lfta á manninn. Að þvf búnu var hann færður f fangageymsluna og um morguninn beið hans yfirheyrsla hjá ffkniefnadeildinni. Fremur er sjaldgæft að bflstjórar séu gripnir með fíkniefni. Algengara er að taka drukkna ökumenn við stýrið. 4 slfkir voru teknir þessa nótt en enginn þeirra af félögunum Eiði og Eirfki. En þrátt fyrir að bfll nr. 21 hefði engan ,,stút“ tekið þessa nótt sannfærðust Morgunblaðsmenn um það, að lögreglan hefur geysigott eftirlit með umferðinni um helgar þegar hættan er mest á góðglöðum ökumönnum í umferðinni. Það er þvf vissast fyrir ölvaða ökumenn að taka ekki „sénsinn" næst þegar þeirri hugsun skýtur upp hjá þeim að setjast undir stýri. —SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.