Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTOBER 1976 Hinn frægi markakóngur Malcolm MacDonald ásamt Julie konu sinni. „Super Mac“ hefur óneitanlega blásið nýju lífi í Arsenalliðið f vetur, og er það nú komið f fjórða sætið I deildinni. Þegar Derby vaknaði til lífsins munaði nm það - Liðið vann Tottenham 8:2 á laugardaginn! NOKKUÐ óvænt úrslit urðu I all- mörgun leikjum ensku knatt- spyrnunnar s.l. laugardag, en engin úrslit komu þó eins á óvart og mikill yfirburðasigur Derby County I leik sfnum vf Tottenham Hostpur á Basebell Ground og stórsigar West Bromwich Albion I leik liðsins við eitt af toppliðun- um I 1. deildar keppninni, Manchester United. Liverpool, meistararnir frá I fyrra, vann örugglega leik sinn við nágranna- liðið Everton, og tryggði þar með stöðu sfna á toppnum f deildinni. Hefur Liverpool hlotið 13 stig, en með jafnmörg stig eru einnig Manchester City sem gerði jafn- tefli við Queens Park Rangers á laugardaginn og Middlesbrough sem tapaði leik sfnum á útivelli fyrir Birmingham City. Það er ekki oft sem skoruð eru 10 mörk í leik í Englandi, en það gerðist á laugardaginn í leik Derby County við Lundúnaliðið Tottenham Hotspur. Var fögnuð- ur áhorfenda á Baseball Ground gífurlegur, er Derby sendi knött- inn átta sinnum í mark Totten- ham, enda var líka þarna um að ræða fyrsta sigur Derby County í 1. deildar keppninni f ár. Totten- hamliðiö hefur aldrei tapað leik með svo miklum markamun, en fjórum sinnum frá því að félagið var stofnað hafði það tapað leik 7:2, fyrir Liverpool, Newcastle, Blackdurn Rovers og Burnley. Derby hefur hins vegar einu sinni áður unnið stærri sigur I deildar- keppninni. Tottenhamvörnin var hreinlega eins og gatasfa í leik þessum, og átti Derby tækifæri á að hafa mörkin mun fleiri. Hvað eftir annað sátu varnarleikmenn Tottenham hreinlega eftir í sókn- um Derby-liðsins og voru áhorf- endur er mörkin voru skoruð. Það var skozki landsliðsmaðurinn Rruce Rioch sem drýgstur var við að skora I leik þessum, en hann gerði fjögur mörk, Charlie Gerorge, fyrrum Arsenalleikmað- ur gerði tvö mörk og þeir Colin Todd og Rod Thomas gerðu sitt hvort markið. Mörk Tottenham skoruðu Steve Perryman og Keith Osgood f fyrri hálfleiknum, en staðan að honum loknum var 3—2 fyrir Derby Hafði leikurinn verið hinn skemmtilegasti og bæði liðin sýnt góð tilþrif I seinni hálfleikn- um var hins vegar nánast utn ein- stefnu að marki Tottenham að ræða, og Pat Jennings f markinu sannarlega ekki öfundsverður af hlutskipti sínu 55,141 áhorfandi var að leik nágrannaliðanna Liverpool og Everton og er það hærri áhorf- endatala en gengur og gerist í ensku knattspyrnunni un þessar mundir. Liverpool lék þennan leik með miklum ágætum og náði snemma forystu með mörkum Steve Highway og vftaspyrnu Phil Neal. I seinni hálfleiknum skoraði svo John Toshack og breytti stöðunni í 3:0 fyrir Liver- pool, en Martin Robson tókst að rétta hiut Everton þegar skammt var til leiksloka og skora fallegt mark. Þótt leik Manchester City og Queens Park Rangers lyktaði með markalausu jafntefli bauð hann upp á mikla spennu og skemmti- leg tilþrif af beggja hálfu. Bæði liðin fengu dæmda vftaspyrnu f leiknum, en skyttunum brást bogalistin. Fyrst skaut Don Mass- on yfir úr vftaspyrnu sem Queens Park Rangers fékk dæmda, en Dennis Tueart setti plástur á sár hans með því að skjóta langt framhjá úr vítaspyrnu sem Manchester City fékk dæmda. Middlesbrough var greinilega ákveðið í að leika sama leik gegn Birmingham og reynst hefur lið- inu notadrjúgur á útivelli, þ.e. að draga alla leikmenn sína f vörn við vítateigslfnuna. Strax og dómarinn gaf merki um að leikur- inn skyldi hef jast röðuðu þeir sér þar upp og tóku á móti sóknum Birminghamliðsins. En þegar eft- ir átta mfnútna leik tókst Joe Gallagher að smeygja sér gegnum varnarmúrinn og skora. Þar með þurfti Middlesbrough að breyta leikaðferð sinni og bar það þann árangur að Phil Boersman jafnaði á 25. mínútu og skoraði þar með fyrsta mark Middlesbrough á úti- velli á þessu keppnistímabili. Það var þó ekki nóg, þar sem leik- mönnum Birmingham tókst tvf- vegis að skora f seinni hálfleikn- um. Kenny Burns og Trevor Francis gerðu þau mörk. Áhorf- endur að leik þessum voru ófeimnir að láta f ljós álit sitt á leikaðferð Middlesbrough, þar sem baulað var í sífellu á leik- mennina. Áhangendur Manchester Unit- ed sem fylgdu liðinu til leiksins við West Bromwich Albion áttu ákaflega erfitt með að þola hinn mikla skell sem lið þeirra fékk í leiknum. Efndu þeir til óláta á áhorfendapöllunum og gerðu aðsúg að fylgjendum W.B.A. Lög- reglan var hins vegar undir slfk læti búin og tókst að kæfa þau f fæðingu. Alls voru 15 ungir aðdá- endur Manchester United hand- teknir. í leik þessum hreinlega lék W.B.A. Manehester United liðið sundur og saman og sýndi af- bragðsskemmtilega knattspyrnu. Mörkin fjögur skoruðu Johnny Giles, Alistar Robertson, Len Cantello og Ray Treacy. Manchester United fékk víta- spyrnu dæmda á W.B.A. í leikn- um, en Garry Daly skaut langt framhjá. Er þetta fyrsta víta- spyrnan sem ekki heppnast hjá honum f þrjú ár. Arsenal sigraði Stoke 2:0 f leik á Highbury sem þótti heldur þóf- kenndur og leiðinlegur á að horfa. Pat Rice skoraði fyrra markið með föstu langskoti, en markakóngurinn mikli Malcolm Macdonald skoraði seinna markið og innsiglaði sigur liðs sfns. Sama var að segja um leik Sunderland og Aston Villa. Leik- urinn fór að mestu fram á vallarmiðjunni, þar sem leik- mennirnir spyrntu knettinum á milli sfn. Aston Villa átti þó af og til nokkuð hættulegar sóknir og var betri aðilinn í leiknum. Eina markið skoraði Cropley á 75 mfn- útu. Ahorfendur að leik þessum voru aðeins 10,524 talsins og virð- ist svo að áhangendur Sunder- landliðsins séu að missa trúna á sínum mönnum, og það ef til vill af gefnu tilefni, þar sem Sunder- land er nú eina liðið í 1. deild sem ekki hefur unnið leik. Mikil barátta var f leik Bristol City og Leicester, og áttu liðin allgóð marktækifæri f leiknum. Eina mark leiksins skoraði Frank Worthington á 60. minútu. Áhorf- endur að leik þessum voru 20,102. West Ham United tapaði enn um helgina, nú fyrir Ipswich Town á heimavelli. West Ham átti allgóðan fyrri hálfleik f leik þess- um, en hafði ekki heppnina með- sér. Clive Wood skoraði bæði mörk Ipswich, sem átti mun meira í seinni hálfleik og hefði þá eftir atvikum átt að skora fleiri mörk. Áhorfendur að leiknum voru rúmlega 24 þúsund talsins, og voru þeir mjög atkvæðamiklir. Hvöttu West Ham óspart, en allt kom fyrir ekki. 1 Skotlandi fóru leikir að mestu á þann veg sem ætla mátti. Rang- ers sigraði Aberdeen 1:0 og var það Alex MacDonald sem skoraði markið á 78. mínútu. 26.000 áhorf- endur voru á leiknum, og höfðu þeir hægt um sig. Virtist sem að áhangendur Rangers væru eftir sig eftir iætin í Birmingham urr> síðustu helgi. Celtic vann svo 2:t sigur yfir Ayr United. Ronnif Glavin gerði fyrra markið á 6t mfnútu og Joe Craig seinna mark- ið á 88. mínútu. Toppliðið í Skot landi, Dundee United, !ék ekki um helgina, þar sem völlur félags- ins var undir vatni 1 DEILD | L Heima Uti Stig Liverpool 9 4 1 0 9—2 2 0 2 5—5 13 Manchester City 10 3 : 2 1 9—6 1 3 0 6—4 13 Middlesbrough 10 500 6—1 0 3 2 1—5 13 Arsenal 9 3 : 1 1 8—4 2 1 1 8—6 12 West Bromwich Albion 10 3 1 1 11—4 1 2 2 5—7 11 Everton io 2 : 2 1 8—5 2 1 2 8—7 11 Ipswich Town 9 2 : 2 0 8—4 2 1 2 8—9 11 Manchester United 9 í i l 1 6—5 3 2 1 9—7 11 Newcastle United 10 230 7—4 1 2 2 7—7 11 Leicester City 10 1 3 0 6—5 1 4 1 2—3 11 Aston Villa 9 3 0 1 12—4 2 0 3 4—5 10 Birmingham City 9 3 11 10—4 1 1 2 5—6 10 Coventry City 9 3 2 1 10—7 0 1 2 2—5 9 Leeds United 10 i : 2 1 6—6 2 1 3 7—8 9 Queens Park Rangers 10 302 7—8 0 3 2 6—8 9 Stoke City 10 3 1 0 5—2 0 2 4 1—9 9 Norwich City 11 2 : l 2 6—7 1 1 2 4—9 8 Derby County 9 1 3 1 12—7 0 2 2 3—9 7 Bristol City 9 i : 2 2 7—6 1 1 2 2—4 7 Tottenham Hotspur 9 1 ; ! 1 2—3 1 0 4 8—19 6 West Ham United 10 1 2 2 3—8 0 1 3 4—11 5 Sunderland 9 0 2 3 2—6 0 2 2 3—7 4 2. DEILD 1 L HEIMA Uti stig Chelsea 10 4 1 0 11—7 3 0 2 6—7 15 Blackpool 11 3 0 3 8—7 3 0 1 8—3 12 Wolverhampton Wanderes 10 2 1 2 11—8 2 2 1 11—6 11 Bolton Wanderes 10 4 0 1 11—5 1 1 3 6—9 11 Hull City 10 4 1 0 11—2 0 2 3 3—10 11 Charlton Athletic 10 3 1 1 14—9 1 2 2 9—13 11 Oldham Athletic 10 3 2 0 9—5 1 1 3 5—10 11 Notthingham Forest 10 3 1 1 17—9 0 3 2 4—6 10 Millwall 10 3 1 1 8—1 1 1 3 6—10 10 Plymouth Argyle 10 2 2 2 11—8 1 2 1 6—7 10 Blackburn Rovers 10 2 1 1 9—3 2 1 3 4—9 10 Fulham 9 2 2 0 7—3 1 2 2 6—9 10 Luton Town 10 2 1 1 5—3 2 1 3 9—11 10 Bristol Rovers 10 3 1 1 9—6 1 1 3 2—5 10 Sheffield United 10 2 4 0 9—5 0 2 2 3—10 10 Carlisle United 10 2 3 0 10—7 1 1 3 5—12 10 Southampton 10 2 2 1 8—5 1 1 3 8—14 9 Notts County 10 2 0 3 4—4 2 1 2 8—15 9 Burnley 10 2 3 1 13—10 0 1 3 1—6 8 Cardiff City 10 2 1 2 8—8 1 1 3 5—10 8 Orient 10 1 1 2 5—4 1 2 3 4—9 7 Hereford United 10 2 0 2 6—8 0 2 4 7—14 6 Knatts py rnuúrsiil ENGLAND 1. DEILD: Arsenal — Stoke 2—0 Birmingham — Middlesbrough 3—1 Bristol City — Leicester 0—1 Coventry — Newcastle 1—I Derby—Tottenham 3—2 Liverpool — Everton 3—1 Manchester City — Queens Park Rangers 0—0 Norwich — Leeds Utd. 1 —2 Sunderland — Aston Villa 0—1 W.B.A. — Manchester United 4—0 West Ham — Ipswich 0—2 ENGLAND 2. DEILD: Diosgvoer —Ferencavaros 3—2 MTK-VM —Raba Eto 3—0 Videoton—Salgotarjan 4—0 Bekescsaba —Dorog 4—1 Szombathelv— Dunauivaros 0—2 Zalaegersezeg — Kaposvar 3—1 Tatabania — Szeged 1—0 Honved—Vasas 2—1 Feremcvaros hefur forystu f deildinni hef- ur hlotið 16 stig eftir 10 leiki. UJpest Dozsa hefur einnig hlotið 16 stig. t þriðja sæti er Haladas með 15 stig. BÚLGARtA 1. DEILD Blackpool — Notthingham 1—0 Bolton — Bristol Rovers 1—0 Burnley—Charlton 4—4 Carlísla — Luton 1—1 Chelsea — Oldham 4—3 Hull — Wolves 2—0 Millwall — Blackburn Rovers 0—1 Notts County — Orient 0—1 Plymouth—Cardiff 2—2 Sheffield Utd. — Fullham 1—1 Southamton — Hereford 1—0 ENGLAND 3. DEILD: Brighton—Peterborough 1-—0 Chester — Mansfield 1—0 Gillingham — Lincoln 0—1 Grimsby — York 1—0 Oxford — Bury 2—2 Port Vale — Wrexham 2—3 Preston — Crystal Palace 2—1 Reading — Sheffield Wed. 0—1 Rotherham—Tranmere 1—2 Shrewsbury—Chesterfield 3—0 Walshall — Swindon 2—0 ENGLAND4. DEILD: Barnsley—Andershot 1—0 Bradford — Neeport 3—1 Colchester — Hartlepool 6—2 Crewe — Halifax 3—1 Darlington — Torquay 2—1 Exeter — Workington 0—0 Huddersfield — Doncaster 2—1 Rochdale — Southend 0—0 Watford — Bournemouth 1—1 SKOTLAND CJRVALSDEILD: Ayr Uníted — Celtic 0—2 Dundee Utd. — Kilmarnock frestað Hibemian — Partick 0—0 Motherwell — Hearts 1—1 Rangers — Aberdeen 1—0 SKOTLAND 1. DEILD: Clydebank — Dundee 2—1 Falkirk — Airdrieonians 1—0 Montrose — East Fife 2—0 Morton—Arbroath 4—1 Queen of the South — St. Mirren 1—1 Raith Rovers — Hamilton 0—2 St. Johnstone — Dumbarton 1—2 SKOTLAND 2. DEILD: Albion Rovers — Stenhousemuir 0—1 Alloa — Queens Park 1—1 Clyde —Berwick 1—0 Dunfermline — East Stirling 1 —0 Forfar — Stirling Albion 0—2 Meadowbank — Cowdenbeath 3—1 Stranraer — Brechin 3—1 UNGVERJALAND 1. DEILD: Cspel — Ujpest Dozsa 2—1 Slavia — Beroe 4—0 Levski Spartak — Pirin 2—0 CSKA—Akademic Sofia 1—0 Sliven — Locomotive Sofia 1—0 Locomotive Plovdiv — Dounav 1—0 Botev — Minyor 1—0 Marek — Akademic Svishtov 3—0 JSK Spartak — Trakia 0—1 AUSTURRlKI 1. DEILD: SSW Innsbruck — Vienna 1—0 Rapid—SturmGraz 1—1 Voeest Linz — Linzer ask 5—1 Admira Wacker — Austria Salzburg 2—0 GrazerAK—Austria WAC 3—2 Innsbruck hefur forystu f deildinni með 17 stig eftir 13 leiki, og Rapid og Grazer AK hafa 15 stig, einnig eftir 13 leiki. BELGt A LDEILD: FCEalinois—Anderlect 1—1 Eolenbeek—Waregee 3—0 CSBriigge—Brugeois 2—2 Winterslag—Zoeeren 2—1 Antwerpen—StandardLiege 0—0 Courtrai—Carleroi 0—0 Ostend—Beringen 1—1 FCLiege—Lierse 0—2 Beveren—Beerscot 2—1 STAÐAN í SKOTLANDI Staðan I skozku úrvalsdeildinni i knattspyrnu eftir leikina á laugar- daginn er þessi: Dundee UnitedS 5 0 0 11—3 10 Glasgow Rangers 6 2 4 0 9—6 8 Aberdeen 6 2 3 1 11 — 5 7 Celtic 6 2 3 1 11 — 6 7 Hearts 7 0 6 1 11 — 13 6 Motherwell 6 1 3 2 8—9 5 Hibernian 6 1 3 2 5—6 5 Patrick Tistle 6 1 3 2 5—6 5 Ayr United 7 1 2 4 7—18 4 Kilmarnock 5 0 3 2 3—9 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.