Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.10.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR, 19. OKTÓBER 1976 23 Enn eitt atriði í sambandi við knattspyrnumótin langar mig að gera að umtalsefni, og er það ekki hvað veigaminnst. Það er sú nauð- syn að félögin leiki á sínum heima- velli, og þar á ég við velli sem félög- in eiga sjálf. Að því hlýtur að koma í framtíðinni, en hér er á ferðinni mál sem hrinda verður í fram- kvæmd áður en lagt um líður. Sum félaganna eiga nú þegar yfir að ráða góðum grasvöllum, en við þá vantar áhorfendasvæði. Viðkomandi yfir- völd þurfa að hlaupa undir bagga með félögunum og styrkja þau til þess að koma upp slíkri áhorfenda- aðstöðu. Með því móti væri einnig hægt að spara verulega Laugardals- völlinn, en sem kunnugt er hefur hann farið afar illa á hverju sumri vegna hinnar miklu notkunar. Laugardalsvöllurinn yrði aðeins fyrir meiri háttar knattspyrnuleiki, svo sem landsleiki og Evrópubikar- leiki félaganna. En það er líka nauð- synlegt að koma upp flóðljósum við hann. Evrópubikarkeppni félagsliða fer t.d fram síðsumars, og er ekkert vafamál að það dregur verulega úr aðsókn að félögin verða að láta leiki þessa am það snemma, að fjöldi manns er ekki laus úr vinnu sinni. bikarhafa f haust. Kefl- n sinni, að frammistaða ígjanleg undirbúnings- leikinn Morgunblaðið hefur haft þann hátt á að gefa leikmönnum einkunn fyrir hvern og einn leik. Þetta tel ég ákaflega lofsvert og skapar greini- lega áhuga hjá leikmönnunum. Hins vegar getur það hent í slíkri einkunnagjöf, að hjá blaðamönnun- um kemur upp allt önnur staða en horfir við þjálfaranum. Það kemur stundum fyrir að leikmaður sem vinnur verk sitt mjög vel og fer eftir öllum fyrirmælum þjálfarans fær ekki eins góðan vitnisburð og sá leikmaður, sem gerir sig jafnvel sekan um margar villur, eri gerir inn á milli fallega hluti f leiknum. Með þessum orðum mínum um fslenzka íþróttafréttamenn hef ég reynt að fjalla um skrif þeirra á sem breiðustum grunni, og ég vona að þeir fyrirgefi mér, hafi ég ekki rétt fyrir mér, og taki tillit til þess að ég er því miður ekki fær um að lesa skrif þeirra sjálfur. KAIMSLI MEB FVLkl, EN VAl 20:16 KA HÓF þátttöku sína f 2. deild íslandsmótsins í handknattleik að þessu sinni með sigri yfir Fylki í Skemmunni á Akureyri á laugardag. Lokatölurnar urðu 20 mörk gegn 16 fyrir heimamenn, eftir að staðan hafði verið 10 gegn 8 I leikhléi. Þrátt fyrir að KA hafi þarna krækt sér í tvö stig í sfnum fyrsta leik var leikur liðsins langt í frá sannfærandi. Með svipuðum leik gegn stærri spámönn- um en Fylki er hætt við að úrslitin hefðu orðið önnur. Það var aðeins einu sinni í leiknum sem Fylki tókst að ná forystu, komst í tvö gegn einu, eftir það hafði KA ætíð forystuna, sem varð raunar minnst í upphafi siðari hálfleiks, 1 1 mörk gegn 10. Eftir það sigldi KA síðan fram úr og sigraði fremur auðveldlega með 20 mörkum gegn 1 6 sem fyrr getur Leikurinn sem slfkur var annars held- ur illa leikinn af báðum liðum, sem ef til vill markaðist að nokkru leyti af mjög tíðum brottrekstrum leikmanna af velli, en alls voru sex leikmenn reknir af velli í tvær minútur og einn fékk að hvíla tvívegis í tvær minútur Þrátt fyrir það var leikurinn ekki grófur. Því má skjóta hér inn til gamans að um helgina var haldið á Akureyri dómara- námskeið í handknattleik og ef til vill hafa dómararnir verið að sýna læri- sveinum hvernig ætti að bera sig að við dómgæsluna Menn hafa löngum búist við að Fylkisliðið hætti að vera efnilegt og yrði sterkt hansknattleikslið Sú von virðist ekki ætla að rætast Það eru sömu leikmennirnir sem skipað hafa liðið undanfarin ár og framfarirnar eru vægast sagt litlar. Allur leikur liðsins er fálmkenndur stundum svg að leikmenn virðast ekki hafa hugmynd um hvar á vellinum þeir eiga að vera. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og Fylkir hefir enda tapað tveimur fyrstu leikjum sín- um í 2. deildinni í ár, fyrst fyrir KR og nú fyrir KA. KA hefur tvö undanfarin ár hafnað í öðru sæti í 2. deild Liðið nú er að mestu skipað sömu leikmönnum og þessi tvö undanfarin ár og gera margir sér þær vonir að liðinu takist í ár að vinna sér sæti i 1 deild. Vist er um það að KA ætti að hafa ailgóða mögu- leika á sigri i deildinni, alla vega mun liðið blanda sér mjög i toppbaráttuna. í leiknum á laugardag voru flestir leik- manna líðsins nokkuð frá sinu besta og raunar aðeins tveir leikmenn sem stóðu fyrir sinu, þeir Magnús Gauti markvörður sem varði af prýði á mikil- vægum augnablikum og Guðmundur Lárusson, sem er vaxandi línumaður Auk þess að skora tvö mörk fiskaði Guðmundur nokkur vitaköst. Maður leiksins: Magnús Gauti, markvörður KA. Mörk KA: Sigurður Sigurðsson 7 (4v), Þorleifur Ananiasson og Jóhann Ein- arsson 3 hvor, Guðmundur Lárusson og Ármann Sverrisson 2 hvor, Halldór Rafnsson, Hörður Hilmarsson og Al- bert Ágústsson eitt mark hver Dómarar voru Kristján Örn og Kjart- an Steinbach Sigb.G. Frá leik Þórs og Armanns á Akureyri og á báðum myndunum eru þad leikmenn Þórs, sem eru I skotfæri. Armenningar sigruðu hins vegar I leiknum og er sá sigur mjög mikilvægur fyrir þá f keppninni I 2. deildinni. Aimann kom með tvö stig frá Akureyri ÞÓRSURUM gekk ekki eins vel í sinum fyrsta leik f 2. deild og erki- STJAMiMI BUADI ÍBK 24-13 STJARNAN úr Garðabæ vann mik- inn yfirburðasigur I leik slnum við Keflvikinga i 2. deildar keppni ís- landsmótsins i handknattleik á sunnudaginn, en leikur þessi fór fram á heimavelli Keflvikinganna, i Njarðvik. Það var aðeins i upphafi leiksins sem hann var i jafnvægi. Keflvikingar skoruðu fyrsta markið, höfðu siðan yfir 2—1 og 3—2, en eftir að Stjarnan jafnaði 3—3, beindist leikurinn i þann farveg að Keflvikingar réðu ekki við friska og ákveðna leikmenn Stjörnunnar. Einkum og sér i lagi gekk Keflviking- um illa að finna smugur á vörn Stjörnunnar, sem er greinilega sterk- ari hlið liðsins, enda hefur liðið að þjálfara leikmanna þann sem tvi- mælalaust var i hópi beztu varnar- leikmanna íslands fyrr og siðar, Sig- urð Einarsson úr Fram. Staðan i hálfleik var orðin 12—5 fyrir Stjörnuna og i seinni hálfleik hélt bilið áfram að breikka. Mestur varð munurinn 12 mörk er staðan var 20—8 fyrir Stjörnuna. Undir lok leiksins slökuðu Stjörnumenn greini- lega nokkuð á og þá tókst Keflvik- ingum að rétta nokkuð hlut sinn. Úrslit leiksins urðu 24—13. Beztu menn Stjörnunnar i þessum leik voru þeir Magnús Andrésson sem er mjög góður varnarleikmaður og harður i sókninni og Magnús Teitsson. Annars virðist Stjörnuliðið nokkuð jafnt og leikur af miklum áhuga. Hefur það farið mjög vel af stað i deildinni að þessu sinni, gerði fyrst jafntefli 19—19 i leik sfnum við Ármann og vinnur svo Keflavik. I Keflavfkurliðinu bar einna mest á Guðmundi Jóhannssyni, en liðið er annars fremur slakt; það hefur eng- an þjálfara og áhuginn virðist i lág- marki, enda aðstaðan næstum eng- in. , Mörk Keflvikinga sléiptust nokkuð jafnt á leikmenn liðsins, en mörk Stjörnunnar skoruðu: Eyjólfur Braga- son 7. Magnús Andrésson 7, Magn- ús Teitsson 5, Gunnar Björnsson 3, Magnús Arnarson 1, Viðar Halldórs- son 1. Maður leiksins: Magnús Andrés- son, Stjörnunni. fjendunum KA. Þórsarar töpuðu á sunnudag fyrir Ármanni með 25 mörkum gegn 21 i leik sem háður var I Skemmunni á Akureyri. Ár- menningar voru greinilega sterkari aðilinn á vetlinum og.höfðu forstuna nærallan leiktimann. Ármenningar skoruðu fyrsta markið, en Þórsarar svöruðu með þremur mörkum i röð Fjögur næstu mörkin komu frá Ármanni og síðan juku Ár- menningar smátt og smátt forystuna og höfðu skorað 12 mörk i leikhléi gegn niu Þórsara. í siðari hálfleiknum söxuðu Þórsarar á forskotið og náðu að jafna um miðbik hálfleiksins 17 17, en slökuðu síðan á og Ármenningar sigu fram úr og sigruðu örugglega með 2 5 mörkum gegn 2 1 Bestu menn Ármanns í leiknum gegn Þór voru Pétuf Ingólfsson, geysi- lega laginn og útsjónarsamur leikmað ur, Jón Sigurðsson og Egill Steinþórs- son i markinu. Þá átti Hörður Harð- arson og góðan leik Maður leiksins Pétur Ingólfsson, Ár- manni. Mörk Ármanns: Pétur 8 (1 v), Hörður 7 (2v). Jón 5 (1 v). Björn Jóhannsson og Óskar Ásmundsson 2 hvor og Einar Þórhallsson eitt Mörk Þórs Sigtryggur Sigtryggsson 7 (2v), Þorbjörn Jensson 4, Einar Björns- son 3, Elis Jónasson og Óskar Gunn- arsson 2 hvor, Árni Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson og Ragnar Sverr- isson eitt mark hver Leikinn dæmdu Kristján Örn og Kjartan Steinbach Sigb.G. Islandsmeistarinn tapaði í nndannrslitnnnm - .lóhann Kjartansson varð signrvegari EKKI verður annað sagt en aS úrslit i fyrsta badmintonmóti vetrarins, sem var úrtökumót B.S.Í. fyrir NorSurlandameistara- mótið sem haldið verður 20.—21. nóvember n.k. hafi komið veru- lega á óvart. Það var hinn ungi, en bráðefnilegi leikmaður, Jóhann Kjartansson úr TBR sem vann sig- ur I mótinu eftir úrslitaleik við Sigfús Ægi Árnason, TBR. sem áður hafði lagt íslandsmeistarann. Sigurð Haraldsson, TBR, að velli. Var ekki annað aS sjá á móti þessu en aS margir af okkar beztu badmintonmönnum væru I hinni ágætustu æfingu og Hklegir til þess að standa sig vel I vetur. Haraldur Korneliusson, TBR, margfaldur íslandsmeistari i grein- inni var þó undantekningin. Hann virtist fremur þungur og æfinga litill. átti i brösum i fyrsta leik sinum og tapaði siSan þeim næsta. j fyrstu umferð urSu úrslit þau að Sigurður Haraldsson sigraSi Jóhann Möller yngri 15:12 og 15:7, Reynir Þorsteinsson. KR vann Steinar Petersen, TBR 15:4 og 15:7. Sigfús Ægir Árnason, TBR vann Friðrik Arngrimsson 15:5 og 15:6, Sigurður Kolbeins- son, TBR vann Ottó Guðjónsson, TBR 15:11 og 15:12. Jóhann Kjartansson, TBR vann ViSar GuSjónsson, TBR 15:1 og 15:3. FriSleifur Stefánsson KR vann Hæng Þorsteinsson, TBR 15:2 og 1 5:3, HörSur Ragnarsson, ÍA vann Jóhann Möller eldri 15:9 og 15:0 og loks vann Haraldur Kornelius- son Eystein Björnsson I miklum baráttuleik 15:9, 14:17og 15:4. I annarri umferS vann SigurSur Haraldsson sigur yfir Reyni Þor- steinssyni 15:1 2 og 15:7. Sigfús Ægir Árnason vann SigurS Kolbeinsson 18:15 og 15:2. Jóhann Kjartansson vann FriSleif Stefánsson 15:8 og 15:9 og Hörður Ragnarsson vann Harald Korneliusson 1 5:12 og 1 5:4. j undanúrslitunum vann fyrst Sigfús Ægir Árnason SigurS Haraldsson i mjög spennandi og oft vel leiknum leik 15:8, 13:15 og 15:7 og siSan vann Jóhann Kjartansson HörS Ragnarsson 15:9 og 17:16. Sá leikur var einnig mjög tvisýnn og skemmti- legur. einkum þó seinni lotan. í úrslitaleiknum hafSi Jóhann Kjartansson oftast betur og vann öruggan sigur 15:9 og 15:13. Sýndi Jóhann oft ágætan leik, og er greinilegt aS framfarir hans frá í fyrra eru næstum ótrúlega miklar. Af úrslitum þessa móts má marka að ungu mennirnir eru i stöðugri sókn, og verða örugglega þeim eldri og reyndari erfiSir keppinautar i vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.