Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 Úr minningum sr. Jóns Auduns . . . . E/NS og fram hefur komið í fréttum, hefur sr. Jón Auðuns gefid út minn- ingar sínar. Morgunblaóid hefur fengió /eyfi til að birta kafla úr þessum minningum sr. Jóns og fyrir valinu varð kafh, sem heitir Prestur í fjörutíu og þrjú ár. Fer hann hér á eftir: Þegar á námsárum mínum í guðfræði- deildinni hafði ég ákveðið að gerast prestur. Kennslan í deildinni hafði þau áhrif á okkur nálega alla, að við vorum ráðnir til prestskapar, og auk kennsl- unnar áhrif á predikunarstarfi séra Har- alds. En flestir sóttum við guðsþjónustur hans í Fríkirkjunni að staðaldri. Snemma árs 1930 hafði séra Ólafur Olafsson ákveðið að hætta prestskap hjá Fríkirkjusöfnuðinum i Hafnarfirði. Safnaðarstjórnin sneri sér til Jóns biskups Helgasonar og bað hann ráða. Hann benti þeim á að leita til mín, sem þá var erlendis. Ég svaraði erindi þeirra þannig, að ef um semdist myndi ég gefa kost á mér. Fjölmennur safnaðarfundur var haldinn í kirkjunni og ég var kosinn með öllum atkvæðum að einu fráskildu, að því er mér var síðar sagt. En sá eini safnaðarmaður, raunar kona, var eini meðlimur safnaðarins, sem var mér per- sónulega kunnugur. Ekki lofaði það góðu! Jón biskup Helgason veitti mér prest- víglu í troðfullri Dómkirkjunni 17. ágúst um sumarið. Vígsluræða hans út frá orðunum, sem Páll postuli heyrði í vitr- un: „Náð mín nægir þér“, var .skörulega flutt og efnismikil, og vígsluveizlan heima hjá biskupi ágæt. Um hann á ég, eins og ég hefi áður vikið að, skemmti- legar minningar einar. Næsta sunnudag kvaddi séra Ólafur söfnuð sinn og setti mig inn í embætti. Þá átti hann hálfrar aldar prestferil að baki. Séra Ólafur fríkirkjuprestur var mik- ill skörungur, málsnjall maður mjög og mikill persónuleiki, mikill að vallarsýn og yfirbragði. Hann var heitur tilfinnga- maður, lék sér að því að láta söfnuðinn gráta, þegar honum bauð svo við að horfa, og talaði þá af slikum tilfinninga- hita að rödd hans titraði og tár stóðu honum sjálfum I augum. Hann var hispurslaus mjög í máli og þótti ekki ævinlega „prestslegur", sem svo er kall- að. Vinur hans einn vitjaði hans, er hann lá á sjúkrabeði. Þá sagði séra Ólafur: „Blessaður segðu eitthvað um það, sem er að gerast í heiminum, hann var hérna hjá mér aumingja karlinn hann séra Jóhann og hann er alltaf með þetta guðs- orð á vörum. „Þegar ég kom til séra Ólafs til að sækja til hans kirkjubækur safnaðarins í Hafnarfiði bað ég hann að segja mér til um færslu slíkra bóka, en hann sagði: „Látið þér bara ekki hafa yður út í neitt helvitis skrfveri, Jón minn.“ Með það veganesti hélt ég með kirkjubækurnar til Hafnarfjarðar. Af öðrum presti tók ég 15 árum síðar við embætti og bókum. Sá var hið fyrir- mannlega prúðmenni séra Friðrik dóm- prófastur Hallgrímsson. Ég spurði hann, hvert ráð hann.gæfi mér um færslu embættisbókanna, og hann svaraði: „Þetta verk skaltu vanda, þú vinnur það aldrei of vel. „Þeir voru ólíkir menn þessir fyrirrennarar mínir í embættum, báðir ágætir en ólíkir. Þegar ég set þessi orð á blað, er mér efst í huga þakklæti til fyrsta safnaðar- ins míns, Frfkikjusafnaðarins f Hafnar- firði. Það fólk tók mér svo vel 25 ára gömlum og fákunnandi um margt það, sem prestur þarf að vita og kunna. Mikil vinsemd þessa fólks bar mig yfir þá erfiðleika, að taka við embætti af öðrum eins skörungi og séra Olafur var, og skoðanir mínar á guðfræði og ýmsu öðru voru að ýmsu ólíkar skoðunum hans, enda var 50 ára aldursmunur okkar. Frikirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði var fámennur, er ég tók við honum, aðeins rúmlega 1200 manns, en fólkið stóð fallega saman um söfnuð sinn og guðshús. Ég held að 1200 manna söfnuð- ur sé hæfilegur byrjanda í prestsstarfi. Ég hafði persónulegt samband vað ná- lega allt safnaðarfólkið. I sálgæzlustarf- Dagný og sr. J6n Auðuns Ég var ógiftur prestur i Hafnarfirði rúm 6 fyrstu árin. Rúman helming þess tíma borðaði ég í heimili Þórðar læknis Edilonssonar og frú Helgu Gröndal. Það var einstaklega skemmtilegt heimili og höfðinglegt, og kom þar margt af fólki úr Reykjavík, sem ég hafði gagn og ánægju af að kynnast. Þórður var ágætur, bæði sem læknir og maður, og mjög vinsæll, gestrisinn og glaður í lund. Frú Helga var sérkennileg kona og trúlega afar lík að mörgu föður sinum, Benedikt Gröndal. Hún elskaði minningu hans, og ekki þótti henni vænna um aðra kveðju en þegar Indriði Einarsson kom i heim- sókn og kallaði úr forstofunni: „Er Helga skáldsdóttir heima?“ Minjar föður síns í heimilinu ræktu hún sem helgir dómar væru. Hún var greind, afar ör- gerð í lund, en stundum gat orðið erfitt að átta sig á viðbrögðum hennar. Hún var Gröndalsdóttir. Annað heimili kom ég oft i, en það var Gerðið, heimili frú Ásthildar Thorsteins- son. Frá því mun ég segja síðar, er ég segi frá námi mínu hjá kerlingum. Eftir að frú Ásthildur fluttist úr Hafn- arfirði, keyptu Gerðið hennar Ögmund- ur skólastjóri og frú Guðbjörg. 1 heimili þeirra átti ég margar góðar stundir. Ög- mundur var orðinn blindur og las ég stundum fyrir hann. Þegar ég spurði, hvað hann vildi heyra, sagði hann oftar en einu sinni: „Æ, taktu Hungurvöku, af henni fæ ég aldrei nóg.“ Það var mikið á hann lagt, þann bókamann og náttúru- unnanda, að svipta hann sjóninni. Hann var uppljómaður af gleði einn morgun, er ég kom til hans, og sagði. „Nú var leitt að þurfa að vakna, ég var stddur í Herðu- breiðarlindum í nótt, alsjáandi naut ég hinnar dásamlegu fegurðar þar, eins og ég gerði fyrir áratugum, þegar ég var þar með Þorvaldi Thoroddsen." Ög- mundur skólastjóri var alsjáandi í draumum sínum, og hann dreyndi oft. Er óhugsandi, að maður hafi önnur augu en líkamsaugun og gefi séð með þeim meðan hin eru lokuð? Eg fluttist úr Hafnarfirði 1942. Bar það til þess, að ég hafði sótt um Hall- grímsprestakall í Reykjavík ásamt ýms- um öðrum, en þrátt fyrir mikið atkvæða- Prestur í fjöru- tíu og þr jú ár Sr. Jón kveður söfnuð sinn. inu lærði ég margt, sem ég vissi ekki áður, og þekking mfn á manneskjunni óx, manneskjunni í sorg hennar og gleði, vanmætti hennar og styrkleika. Ég stend í mikilli þakkarskuld viðþetta fólk eftir nálega 16 ára þjónustu í söfnuðinum. Meðan ég var f Hafnarfirði var ég prófdómari á vorin í Flensborgarskóla. Þar og heima hjá ögmundi Sigurðssyni, sem þá hafði látið af skólastjórn, kynnt- ist ég séra Þorvaldi Jakobssyni, hann var lengi kennari við skólann. Þrátt fyrir 45 ára aldursmun tókust með okkur ánægjuleg kynni. Hann var sérstæður og sterkur persónuleiki, séra Þoraldur, naumast blfðmáll að jafnaði en hispurs- laus f háttum og máli. Tilsvör hans komu þar niður, sem hann ætlaði þeim. Hann sagði einhverju sinni við mig: „Þeim finnst í skólanefndinni sumum, að ég ætti að fara að hætta, svo gamall sem ég er orðinn. Þeir sögðu við mig nýlega: Ertu nú ekki orðinn ósköp þreyttur, ertu ekki farinn að verða gleyminn? Ég skildi að hverju var stefnt og svaraði: Ég hafði aldrei mikið, en það sem ég hafði, hef ég enn. Þeir spurðu ekki frekar. Meðan séra Þorvaldur var prestur á Brjánslæk skírði hann, sem oftar, barn inni í stofu sinni, en kirkjan var óhituð og köld. Faðir barnsins var kempa og kraftakarl rómaður. Hann tjáði presti, að barnið ætti að heita Finnbogi rammi Grettir. Séra Þorvaldur jós sveininn vatni og skírði hann aðeins Finnboga, vissi að ekki þýddi að karpa við karl um nöfnin. Þegar skírarathöfn var lokið gekk karl reiðilega að borðinu, lamdi hnefgnum á borðplötuna, svo að skfrnar- skálin dansaði, og sagði með miklum þunga: Svona fóruð þér að, séra Þorvald- ur, en Grettir skal upp á næsta ári! Grettir kom aldrei. Þessa sögu sagði mér Ólína skáldkona Andrésdóttir og bar ég hana síðar undir séra Þorvald. Hann sagði: Ætli það sé ráðlegt að rengja það, sem Ólína Andrés- dóttir segir? Flestum mönnum lá svipað orð til þeirrar konu. Auðvitað hafði ég kynni af mörgu þjóðkirkjufólki f Hafnarfirði, báðum þjóðkirkjuprestunum og öðrum, sem ég batt vináttu við. I hús hins þjóðkunna athafnamanns, Einars Þorgilssonar, sótti ég konu mfna. Hann var þá látinn fyrir nokkrum árum, en heimilinu, sem áður hafði verið mjög fjölmennt, börnin voru 9, stýrði af miklum myndarskap, stjórn- semi og mildi f senn, ekkja hans, Geir- laug Sigurðardóttir, göfug kona og góð. Hún var mér móðurleg og mild. magn fram yfir séra Jakob Jónsson fékk Eysteinn bróðir hans, sem þá var ráð- herra, því fram komið við kirkjumála- ráðherra, að séra Jakobi var veitt em- bættið. En það fór allt vel og varð mér til góðs. Stuðningsmenn mínirog kjósend- ur vildu ekki una veitingunni, sem auð- vitað var pólitísk, og stofnuðu um mig utanþjóðkirkjusöfnuð, sem hlaut nafnið Frjálslyndi söfnuðurinn, og bar nafnið með rentu. Við fengum inni í Fríkirkj- unni í Reykjavík með messugerðir ann- an hvorn helgan dag kl. 5 siðdegis, og organisti kirkjunnar og söngflokkur unnu fúslega fyrir okkur. Kirkjusókn var með afbrigðum mikil og safnaðar- fólkið áhugasamt mjög um félagslíf og fjáröflun. Frá 5 ára starfi fyrir Frjáls- lynda söfnuðinn á ég ágætar minningar, en þaðan lá leið mín í Dómkirkjuna, þar sem ég átti 27 yndisleg starfsár og hið bezta samstarf við prestana f prófastsdæminu í fulla tvo áratugi sem dómprófastur. Oft hef ég hugsað til þess með þakklátum huga til Guðs og manna, að fram hjá mér var gengið þótt ég ynni í raun kosninguna í Hallgrfmsprestakalli á sfnum tfma. Það kostaði mig efasemdir og innra strfð, að hverfa frá blómlegu safnaðarlffi Frjálslynda safnaðarins og sækja um Dómkirkjuna eftir Séra Friðrik Hall- grímsson, þótt ég hinsvegar hlyti að skoða það nokkra skyldu mína sakir sér- skoðana minna, að flytja þær með mér inn í Dómkirkjusöfnuðinn. En það var lagt fast að mér og einkum sá maður, sem ég mat hvað mest, vinur minn, þá prófessor, sfðar biskup, Ásmundur Guð- mundsson. Við hjónin ræddum málið frá ýmsum hliðum, mér var ekki sársauka- laust að kveðja söfnuði mfna í Hafnar- firði og í Reykjavík og starf mitt sem aðstoðarmaður vinar míns Matthfasar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.