Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 13 Úr minningum sr. Jóns Auðuns . Þórðarsonar í þjóðminjasafninu. Það var líka mikið í húfi, ef ég tapaði kosning- unni. Svo var það eitt kvöld að ég hafði sofnað eftir umhugsun mikla og bæn, þar sem ég bað um tákn, að mig dreymdi á þessa leið: Ég þóttist staddur við hamravegginn í Almannagjá og leitaði uppgöngu. Mér ögraði ferðin, því að jafnt i vöku og svefni er ég afar loft- hræddur. Ég hóf að klifra og hvarvetna voru syllur fyrir fætur mlna. Ég komst upp á brún, þar stóð I glaða sólskini vinkona mín, frú Theodóra Thoroddsen, og sagði glaðlega: Jæja upp komstu, séra Jón. Þegar ég vaknaði sagði ég við sjálf- an mig: í hinni helgu bók er þrásinnis sagt frá mönnum, sem fengu merkar vitranir í draumi, ættir þú ekki að geta fengið draumvitrun eins og þeir? Auk þess þýðir nafnið Theodóra Guðs gjöf. Þennan dag lagði ég umsókn mína í biskupsskrifstofuna. Lengri þarf ekki þá sögu að segja. Þó er sú rún ekki ráin, hvernig og hvaðan þessi mynd berst inn I draumvit- und mína sem svar við því, sem síðast var í hug mínum áður en ég sofnaði. Hvort voru hér að verki góðviljuð öfl að leiðbeina mér, eða óf þennan mynd- vefnað undirvitund mín meðan dag- vitundin svaf ? Hafi svo verið er sá hluti veru minnar, sem þarna var að verki, vitrari, framsýnni en ég er „sjálfur". Til að neita þvf, að draumvitranir veitist fyrir hjálp góðviljaðra afla, verður jafn- framt að visa á bug ýmsu úr heilagri Ritningu. Um slíka hjálp var vitmaður- inn Grímur Thomsen ekki í vafa. Hann kveður: Varðhaldsenglar voru gefnir I vöku mönnum bæði og svefni, — og hygg ég að erfitt muni reynast að frýja honum vits fram yfir þá flesta, sem afneita því, sem skáldið á Bessastöðum var sannfærður um. Hitt er annað mál, að á mörgu því, sem i dularheimum mannssálarinnar gerist,.eru svo ólíkar skýringar hugsanlegar, að hver verður að hafa það, sem honum þykir senni- legast, unz annað verður með óyggjandi rökum leitt I ljós. Samstarfsmaður minn, séra Bjarni Jónsson, varð eðlilega fyrir von- brigððum, að ég skyldi kosinn, og hann tók mér ekki hlýlega. Einhverju sinni þegar fundum okkar bar af tilviljun saman í skrúðhúsi dómkirkjunnar og ég heyrði á honum að hann var ekki sáttur við mig vegna þess, sem ég hafði þá nýlega sagt í predikunarstóli, sagði ég: „Það er vonlaust mál fyrir þig, að ætla þér að frelsa mig til þinna skoðana, og þú mátt segja hið sama, en er það ekki góð þjónusta við söfnuðinn, að þitt fólk njóti þjónustu þinnar en hinir ves- Hngarnir geti leitað athvarfs hjá mér?“ Þegar frá leið kynntist ég séra Bjarna frá annarri hlið, hinum hjartahlýja og ágæta manni, svo að með okkur tókst vinátta og saknaði ég samstarfsins við hann, þegar hann hvarf frá störfum við Dómkirkjuna. Við áttum samskipti um margt síðar, og á ég engar minningar um þau aðrar en góðar. Milli min og eftir- manns hans varð samvinnan eins og bezt mátti verða, friður og gagnkvæmur skilningur. Sá bróðurandi, sem sjálfsagt er að ríki milli þjónandi presta í sama söfnuði, var ekki fyrir hendi I Dóm- kirkjunni áður en ég kom þar til starfa, það vissu flestir Reykvikingar. Og eins hefir stundum verið ástatt í öðrum söfn- uðum hér í prófastsdæminu. Nálega eini skugginn á endurminningum mínum frá rúmlega 20 ára dómprófastsstörfum er sá, að í þessum efnum var ég ekki maður til að ráða við það, sem ég hefði viljað ráða við. Ljúfastar minningar frá þessum mörgu árum eru bundnar samstarfinu með dr. Páli tsólfssyni, hinum stór- brotna tónlistarmanni og vini. Hann var frábær maður og svo einlægur og auð- mjúkur I sinni þjónustu I kirkjunni, að mér er ógleymanlegt. Ég minnist hans sem hins mikla listamanns við „stórar “ athafnir í kirkjuni, þegar hann fyllti kirkuna tónaflóði sinnar stóru sálar. Ég man hann margan dimman og kaldan vetrarmorgun, þegar kirkjubekkir voru ekki f jölsetnir, en þegar hann hóf orgel- leikinn var eins og kirkjan fylltist og heilög hátið hófst í húsi Guðs. Nálega ævinlega áður en messa hófst hringdi hann til mín heiman frá sér, hafði farið yfir hvert vers, sem syngja skyldi, og ræddi jafnvel um lögin og hvernig leika skyldi. Og ég man hann ekki sízt frá jarðarförum við hin fátæklegustu skil- yrði í heimahúsum, maðan nálega hver jarðarför hófst með húskveðju. Þá settist dr. Páll í þröngri og fátæklegri stofu við orgelgarm, sem honum var með öllu ósamboðinn að leika á, með sömu listamannsalúð lék hann og hann sæti við dýrlegt orgel I stórum, troðfullum hljómleikasal. Um dr. Pál hefir verið sagt og skrifað svo margt, að alþjóð er kunnugt að hann var með vinsælustu mönnum samtiðar sinnar hérlendis og afburða skemmtileg- ur i vinahópi, hvort sem hann hafði hjá sér gesti I fallegu rausnarheimili þeirra hjóna, eða hann var gestur vina sinna. Siðustu árin barðist hann við erfiðan sjúkdóm, en þá var það honum ómetan- legt, hver kona frú Sigrún reyndist hon- um á alla lund. Fyrir það standa vinir hans i stórri þakkarskuld við hana. A prestskaparferli mínum átti ég vitanlega samstarf við mikinn fjölda fólks, sem í söfnuðum minum starfaði fyrir kirju sina og söfnuð. Við fyrstu sóknarnefndina mina I Dómkirkjunni kom til nokkurra átaka. Sumir, sem þar sátu, vildu hafa meira yfir mér að segja en ég tali þá hafa heimild til. Það gleymdist, og um suma þá, sem áttu ekki með mér samleið um trúarskoðanir I þeim hópi, einkum vegna spíritismans, á ég kærar minningar, og þar nefni ég sérstaklega ágætismanninn Knud Zimsen fyrrum borgarstjóra. Við áttum siðar, eftir að ég var orðinn dómprófast- ur, samvinnu I Safnaðarráði Reykja- vlkur, sem ég minnist með mikilli gleði. Urræði hans, þegar vanda var að leysa, voru betri en annarra og lagni hans til að jafna ágreining var frábær. Og þótt hann væri sinni stefnu I trúmálum hollur og heill efa ég að ágreiningurinn hafi staðið jafn djúpum rótum og ætla mátti. Eg geri engum rangt til þótt ég nefni dæmi þvl til stuðnings. Þegar Knud Zimsen lá banaleguna I Landsspltalanum hringdi hona han s einu sinni til mín og kvað Zimsen hafa haft á þvl orð við sig, að hann vildi gjarna að ég kæmi til sln. Ég tók þvl með ánægju og fór samdægurs til hans. Við töluðum um samstarf okkar og þegar ég kvaddi hann sagði ég að ég vonaði að hann hresstist og að enn gætum við unnið saman að kirkjumálum Reykjavlk- ur. Hann brosti og svaraði: Ekki verður það og ég hef nokkuð fyrir mér I því, sem ég skal segja yður. Þegar ég lá hér síðast gat ég búizt við þvl, að sú lega yrði banalegan. þá kom það fyrir hvað eftir annað þegar ég vaknaði af svefni, að ég sá drykklanga stund skfnandi stjörnu á hurðinni andspænis mér. Ég tók þetta svo sem Guð væri að gefa mér bendingu um, að ég kæmist aftur á fætur, og svo , fór að heim komst ég þá úr sjúkrahús- inu. En nú sé ég stjörnuna aldrei og tek það svo, sem nú komi ég ekki aftur heim héðan. Ég sagði: Vera má, en þá bíður samvinnan annarra og betri tíma. Hann sagði: Til þess er gott að hugsa, vjð felum Guði það og skulum hugsa gott til þess báðir. Fáum dögum síðar var Knud Zimsen látinn, merkur og sannur maður. Annað dæmi vil ég nefna þess, að skoðanir mínar og heimatrúboðsfólksins fóru saman. A almennum kirkjufundi, sem haldinn var I húsi KFUM og KI Reykjavík, hitti ég frú Guðrúnu Lárusdóttur og þakkaði henni fyrir mjög fallega minningargrein um frk. Ellnu Sigurðardóttur, sem ég hafði lesið I Vísi þann dag. En frú Guð- rún hafði reynzt mikil drengskaparkona frk. Ellnu, sem háði harða lifsbaráttu lengi æfinnar. Frú Guðrún sagði: „Já, ég hafði I rauninni engan tíma til að skrifa þessa grein, en þar sem ég sat að starfi mfnu sem fátækrafulltrúi I skrifstofu minni fannst mér allt I einu Valgerður systir mín, látin fyrir allmörgum árum, vera hjá mér og minna mig á frk. Elínu. Ég fór út um bakdyr, settist við skrif- borð mitt óðara og heim var komið, og aftur þótti mér Valgerður systir mín vera hjá mér og beina hug mínum að fornvinkonu sinni, frk. Elínu. Eg held að ég hafi skrifað greinina á stundarfjórð- ungi og var komin I sæti mitt I skrif- stofunni eftir hálfa klukku klukku- stund." Ef ég hefði sagt við frú Guðrúnu Lárusdóttur: Þér eruð splritisti, hefði hún neitað því. En spiritisminn er sann- færing um að farvegir geti verið opnir milli lifandi manna og látinna, — og annað ekki. Þegar ég set orð á blað renni ég hug yfir samstarfsfólk mitt I söfnuðinum. Yfir þeim minningum er bjart. Ég minn- ist ekki sfzt söngfólksins, sem með mér hefir unnið, fórnarlundar þess og söng- gleði. Þótt ekki hafi allir sungið á söng- palli kirkju sinnar I rúm 60 ár, eins og Gísli Guðmundsson gerði, liggur að baki þessa fólks ótrúlega mikil vinna fyrir lltil laun, og lengi vel nálega engin. GIsli Guðmundsson var fæddur mikill söngvari, röddin var mikil og sálin var heit. Hann sagði við mig: Oft hef ég sungið hér i kirkjunni með tárin i augun- um. Ég hef kannski aldrei sungið vel nema e.t.v. þá. I eigin sök er sjálfdæmi valt, og ekki þá slzt þegar gamall prestur er að burð- ast við að segja sjálfs sín sögu. Þegar ég lít yfir feril minn, er yfir langan feril að lita með ljósi og skuggum. Engin er það frétt, þvl að þannig líður flestra manna líf eða allra. Að sjálfsögðu er það svo sem Grímur Thomsen kvað, að „endur- minningin merlar æ I mánasilfri hvað, sem var“. Blessað sé það „mánasilfur"! Þó er það sjálfsblekking engin, að sól- skinsstundirnar eru margfalt fleiri en hinar, sem dimmar eru og drungalegar. Það þarf engum þá sögu að segja, að prestsstarfið er erfitt oft á stundum. Hvað er erfiðast? Allt verður erfitt, ef hjartað kólnar og sannfæringarhitinn hverfur úr sálunni. Oft hefir verið við mig sagt: Eru þær ekki ofboðslega erfið- ar þessar sifelldu jarðarfarir I þínum stóra verkahring? Svo r'eyndist mér ekki. Auðvitað varð mér til ómetanlegr- ar hjálpar min spíritlska llfsskoðun. Ég hafði öruggur þann boðskap að bera við allar líkbörur, sem brúar djúpið milli lífs og dauða. Þá sannfæringu mína ræddi ég að sjálfsögðu margsinnis við sorgbitna ástvini. Mörgum varð það raunaléttir, en ekki öllum. Og ég leitað- ist við að gera það, sem á mínu valdi var, til þess að láta sigurvissuna um líf að baki dauða og guðlega náð á bak við heim og hel bregða birtu yfir útförina. Trúlega varð það til þess, hve margir leituðu til mln við vinarláti, þótt þeir notaðu aðra presta við aðrar athafnir. Ekkert yljar hug minn betur, þegar ég hefi nú látið af prestsskap, en það, hve margir segja við mig: Þú gerðir mikið fyrir mig þegar mér Iá mest á. Mikinn f jölda fólks hefi ég jarðsungið, sem ég vissi persónulega ekkert eða lítið um. Og það getur verið vandasamt. Ættíngjar komu til mín, og ég spurði. Af svörum fóiksins bjó ég mér til mynd af mannin- um, sem jarðsyngja átti, og þá vildi ég, þegar hægt var, setjast við ritvélina, meðan myndin var mér skýrust. En mikið getur þetta stundum orðið varhugavert. Um líkræðuna, eins og hún tíðkast hér, dæma æði oft aðrir á annan veg en presturinn, ekki að sjálfsögðu réttari dóm en annan dóm. Ég var ein- hverju sinni staddur með nokkrum stétt- arbræðrum mínum hjá stéttarbróður á afmælisdegi hans. Við ræddum um prestsstarfið, ljós þess og skugga. Merk- ur kennimaður og þjóðkunnur minntist á það, er hann jarðsöng löngu fyrr þjóð- kunnan visindamann I norrænum fræð- um, fyrsta háskólarektor okkar, og hafði sjálfsagt ástæðu til að minnast þéirrar stundar með nokkurri ánægju. Þá brá fyrir mér mynd: Mörgum árum fyrr var ég I heimili systur vísindamannsins og kom þá gáfuð vinkona hennar og merk inn úr dyrunum. Húsfreyja fagnaði vin- konu sinni vel og sagði. Hverju á ég að þakka það að þú kemur nú, hvaðan kem- urðu? Hin kvaðst koma frá jarðarför og hafði orð á því, að prestinum hefði sagzt vel. Húsfreyja svaraði fremur stuttlega: Vel má það vera, en lélega tókst honum að tala yfir bróður mínum! Ég hrökk við og sagði við sjálfan mig þarna I prestsaf- mælinu: Er það svona lítið að marka, hvað okkur prestum finnst um eigin afrek? Ég hef oft hugsað um þetta síðan en vík nú aftur að því, sem ég áður sagði, hver vandi prestinum er oft að höndum snúinn, þegar hann á að flytja líkræðu yfir manni, sem hann hefur ekkert þekkt. Fyrir nokkrum árum jarðsöng ég mann, sem ég hafði ekkert þekkt. Kona hans gaf mér ýmsar upplýsingar um hann og út frá þeim samdi ég likræðuna. Daginn eftir kemur til mln ungur mað- ur. Honum var bersýnilega nokkuð mik- ið niðri fyrir og hann sagði: Ég var viðstaddur I gær útför föður míns og þér gátuð þess ekki, að hann var ekki barn- laus. Hann var faðir minn, þótt ég væri ekki hjónabandsbarn. Maðurinn sagði mér nánari tildrög og að hann hefði ekki haft samband við konu föður sins, en hún vitað vel um hann og tilveru hans. Þetta kom óneitanlega illa við mig, en úr var ekki lengur hægt að bæta, og skildi ungi maðurinn það að sjálfsögðu. Þegar hann var farinn og ég fór að hugsa málið betur varð mér það ljóst, sem ég vissi raunar áður, hver vandi er prestin- um oft að tala yfir fólki, sem hann veit ekkert um, nema af umsögn annarra. Mér var hugsað til þess f jölda af líkræð- um, sem safnazt höfðu fyrir hjá mér á mörgum árum, áratugum. Gat ég skilið allt þetta líkræðusafn eftir mig látinn? Þennan dag brenndi ég um 2000 líkræð- ur, og skildi aðeins þær af eftir úr safn- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.