Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 + Móðir okkar og fósturmóðir SIGRÍÐUR SAMÚELSDÓTTIR frá Vonarlandi, Nauteyrarhreppi, andaðist föstudaginn 5. nóv Börn og fósturböm. + Eiginmaður minn. faðir og fósturfaðir JÓHANNES TEITSSON, húsasmíSameistari verður jarðsunginn þriðjudaginn 9 nóvember frá Fossvogskirkju kl 3 Blóm vinsamlegast afþökkuð, þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð vistmanna Hrafnistu Þóra Guðmundsdóttir, Björn Jóhannesson, Magnús Jóhannesson, Pétur Jóhannesson, Baldvin Jóhannesson, Guðlaug K. Arnadóttir + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG HALLDÓRSDÓTTIR, frá Valþjóðsstöðum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 8 nóv kl 1 3.30 Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Jóhannesson. + Eiginmaður minn og faðir HREIÐAR PÁLSSON, kjötiðnaðarmaður, Lindargötu 24, verður jarðsunginn þriðjudaginn 9 nóvember kl 10.30 frá Fossvogs- kirkju Aðalheiður Steingrlmsdóttir, börn og aðrir vandamenn + Útför eigínmanns míns. föður okkar. tengdaföður og afa. ÞORSTEINS HALLDÓRSSONAR. prentara, Fálkagötu 4, Reykjavfk, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. nóvember kl. 1 3.30. Sara Hermannsdóttir, Erla H. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn SigurSsson. Margrét Þorsteinsdóttir, Benedikt Bachmann og barnabörn. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, VIGDÍSAR STEINGRÍMSDÓTTUR, verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1 0 þ m kl 1 3:30 Steingrimur Hermannsson, Pálina Hermannsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Dagfinnsson, og barnabornin + Útför eiginkonu, móður. tengdamóður og ömmu okkar SVÖVU LILJU MAGNÚSDÓTTUR, Rauðalæk 38, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudagmn 9. nóv kl. 1.30 Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Öryrkjabandalag íslands Einar E. Guðmundsson, Gunnar G. Einarsson, Guðleifur Einarsson, Gústaf Þ. Einarsson, Magnús Einarsson, tengdadætur og barnabörn. ^mmmmmmmmmmmmmrn^mmmmmmmKmm^mma^mmmmmmmmmmmmmmamK^ + Útför eigmmanns mins og föður, VALS LÁRUSSONAR. Háaleitisbraut 47. fer fram frá Fossvogskirkju miðvíkudaginn 10. nóvember kl. 1.30e.h. Þeim, sem vildu minnast hans. er bent á liknarfélög Gróa Guðjónsdóttir, Trausti Valsson. Sigurlaug Halldórs- dóttir - Minningarorð Fædd. 16. aprll 1892. Dáin. 31. október 1976. A morgun verður til moldar borin Sigurlaug Halldórsdóttir, en hún andaðist á Sólvangi 31. október s.l. Sigurlaug var fædd á Valþjófs- stöðum í Presthólahreppi i Norður-Þingeyjarsýslu 16. dag aprílmánaðar árið 1892. Hún var yngst þriggja barna hjónanna Hólmfriðar Sigurðardóttur og Halldórs Ingimundarsonar, sem þar bjuggu. Faðir Sigurlaugar féll frá, þegar Sigurlaug var enn i frumbernsku. Móðir hennar hélt áfram búskap á Valþjófsstöðum með börnin þrjú, en nokkrum ár- um síðar giftist hún aftur, og gekk þá að eiga Stefán Björnsson, og eignaðist með honum tvö börn, Halldór bónda á Valþjófsstöðum og Sigrúnu, húsfreyju í Reykja- vik. Alsystkyini Sigurlaugar voru Ingimundur, sem siðast bjó á Einarsstöðum í sömu sveit, og lát- inn er fyrir mörgum árum og Hólmfríður, sem andaðist hér í borg árið 1972. A miklu myndarheimili á Val- þjófsstöðum ólst Sigurlaug upp hjá móður sinni og stjúpföður, og óhætt er að fullyrða, að allur var systkinahópurinn órjúfandi heild og kærleikur mikill. Og nú hlýtur Sigurlaug, að eigin ósk, hinztu hvílu við hlið Hólmfríðar systur- sinnar. Nú mun sú móðurmold , sem brauðfæddi hana unga og skilaði henni til þroska, umvefja hvílu hennar við hlið ástríkrar systur. Sigurlaug vann öll algeng sveitastörf á heimili sínu, en ung að árum giftist hún Jóhannesi Þorleifssyni kennara frá Dalvík. Stofnuðu Sigurlaug og Jóhannes heimili I heimasveit Sigurlaugar, og eignuðust þau einn son, Stefán, bifreiðarstjóra á B.S.R sem búsettur er I Kópavogi og kvæntur Láru Valsteinsdóttu frá Akureyri. Eftir fárra ára sambúð missti Sigurlaug mann sinn, og hélt hún þá suður, fyrst til Reykjavikur, en siðan til Hafnar- fjarðar, og þar bjó hún siðari hluta ævi sinnar, og nú siðast á Sólvangi, þar sem hún andaðist 31. október s.l. Sigurlaug var alin upp á þeim tímamótum, sem islenzk þjóð stóð á mestum krossgötum. Hún sá þjóðlifið taka þeim mestu breyt- ingum, sem orðið hafa, sfðan land byggðist. Hún var af þeirri kyn- slóð, sem jafnan er nefnd alda- mótakynslóðin, og hún haggaðist hvergi í umróti hinna miklu breytinga, heldur hélt i heiðri öll- um aðalsmerkjum þeirrar kyn- slóðar. Guðstrú og góðir siðir, + Innilegar þakkir til allra nær og fjær, fyrir auðsýnda samúð, vinsemd og virðingu við andlát og útför, RÓSMUNDAR TÓMASSONAR, Laugarnesvegi 66. Berga G. Ólafsdóttir, Ólafur Ingi Rósmundsson, Karitas Haraldsdóttir, Guðrún Rósmundsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Birgitta Rósmundsdóttir + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar og móður okkar GUÐMUNDU ÁGÚSTSDÓTTUR Kleppsvegi 4 Jakob V. Emilsson og börn. + Þökkum af alhug vinsemd og samúð víð andlát og jarðarför BALDURS BREIÐFJÖRÐS SIGURLAUGSSONAR, bifreiðastjóra Skólagötu 8, ísafirði Soffla Ingimarsdóttir, Karitas Rósinkarsdóttir. Ingimar Baldrusson Jóhann Sigurlaugsson Sigurlaugur Baldursson Lydia Sigurlaugsdóttir. Anna Baldursdóttir Trausti Sigurlaugsson Óli Baldursson Erling Sigurlaugsson Þóra Baldursdóttir. Ingibjörg Sigurlaugsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA ÓLAFSSONAR trésmíðameistara Austurgotu 45, Hafnarfirði Þórunn Helgadóttir, Sveinn Þórðarson Kristjana Helgadóttir. Finnbogi Guðmundsson, Olafia Helgadóttir, Ragnar Björnsson. Sólrún Helgadóttir, Jón Óskarsson og barnaböm. + Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför VIGGÓS GUÐJÓNSSONAR. frá jsafirði. Þórdts Einarsdóttir Guðbjörg Guðjónsdóttir, Guðrún Viggósdóttir, Sælaug Viggósdóttir. Guðmundur Viggósson, Guðjón L. Viggósson, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, tengdabörn og barnabörn. nægjusemi, vinnusemi, frænd- rækni, kröfur til sjálfrar sin, allt voru þetta eiginleikar, sem hún hafði hlotið í vöggugjöf, og þeir entust henni til hinztu stundar. Kröfugerð nútimans var henni ekki að skapi. Sá, sem þessar lin- ur ritar, kynntist Sigurlaugu, þegar hún var orðin roskin kona, og bjó þá í lítilli ibúð I Hafnar- firði. Hún undi glöð við sitt, það var nú öðru nær en að hún væri að kvarta. Henni fannst elli- styrkurinn alveg nægur, þó að aðrir kvörtuðu. Þó hafði hún unn- ið öllum sinum húsbændum og þjóðfélaginu af einstækri sam- vizkusemi, meðan kraftar leyfðu. Og þakklæti hennar var einstakt. Heimsókn til hennar á Sólvang þakkaði hún af þeirri einlægni, sem eftir verður munað. Og gott var að eiga með henni rabbstund. Hún var hreinskilin, og sagði meiningu sina alltaf hispurslaust, hver sem í hlut átti. Og slík kona sem Lauga var hlaut að eignast marga vini. Og víst er, að margir Hafnfirðingar, eldri sem yngri, þekktu Laugu vel. Hún hafði oft á efri árum passað börn fyrir fólk, sem þurfti að bregða sér út, og var þá ekki spurt um laun, en margir tengdust henni vináttu- böndum, og guldu með heimsókn- um, þegar hún var komin á Sól- vang, og það kunni hún vel að meta. Eftir að Sigurlaug kom á Sól- vang, undi hún sér við lestur og hannyrðir. Hún hafði mikið yndi af að gleðja frændfólk og vini með hannyrðum sínum og undra- vert, hverju hún kom i verk, þó að heilsu væri tekið að hraka. Eins og áður er að vikið, átti Sigurlaug sér aldrei neina drauma um veraldlega velgegni, svo sem títt er nú á dögum. En hún átti sér einn draum, og sá hann rætast. Hún sá einkasoninn eignast ágætt heimili og þrjú mannvænleg börn. Og á þessu ári var Ólöf elsta barn Stefáns og Láru, búin að stofna heimili, og fyrsta langömmubarnið var fætt. Þetta allt var hennar auður. Nú hafa orðið þáttaskil. Sigur- laug er gengin á fund feðra sinna. Heilsu hennar var mjög tekið að hnigna, og sæt mun nú sú hvíld, sem hún hefir hlotið. Eftir standa góðar minningar, sem ei munu gleymast. Eftirlifandi aðstand- endum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Birgir ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \n,IASI\(, \ SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.