Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÖVEMBER 1976 19 Franskur fyrirlestur „NOKKRIR rithöfundar, sem ég hef haft kynni af“ er titill fyrirlestrar á vegum Alliance Francaise, sem fluttur verður mánudainn 8. nóvember kl. 20.30 Fyrirlesarinn, Francis Lacoste, fæddist í Parfs 1905 og kynntist á heimili foreldra sinna nokkrum af fremstu rithöfundum Frakka, svo sem Paul Valery, Paul Claudel, Francis Jammes o.fl. Lacoste mun gera grein fyrir Hlutavelta ungtemplara I dag, sunnudag, halda tslenskir ungtemplarar sína árlegu hluta- veltu í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg kl. 2—6 e.h. Und- anfarin ár hefur ungtemplara- félagið Hrönn staðið f skála- byggingu í Skálafelli og vantar nú aðeins herzlumuninn á að hægt sé að fullgera hana. Mun ágðða hlutaveltunnar varið til byggingarinnar og auk þess til alhliða félagsstarfs unglinga. Ungtemplarar hvetja jafnt eldri sem yngri að auka' á skemmtun dagsins með því að líta við. þessum kynnum f fyrirlestrinum. Francis Lacoste er stjórnmála- fræðingur að mennt. Hann hefur starfað í utanríkisþjónustu Frakka 'Blegrad, Peking og vfðar fyrir strfð, gegndi siðan ýmsum áhrifastöðum í her- og utanríkis- þjónustu Frjálsra Frakka í stríðinu og hefur sfðan starfað í Washington, Japan, Marokko og víðar. Fyrirlestur hans fer fram f Franska bókasafninu og er öllum heimill aðgangur. Notaðar Mazda bifreiðar til sölu: 929 station 1 976 ekinn 1 9.000 verð 1 880 þús. 929 station 1 975 ekinn 60.000 verð 1 580 þús. 929 4ra dyra 1975 ekinn 20.000 verð 1 580 þús. 929 4ra dyra 1 976 ekinn 40.000 verð 1 650 þús. 929 hardtop 1975 ekinn 22.000 verð 1580 þús. 61 6 4ra dyra 1 974 26.000 verð 1 250 þús. 818 4ra dyra 1 976 ekinn 4.000 verð 1 260 þús Pickup 1 976 ekinn 6.000 verð 11 50 RX-4 1 976 ekinn 7.000 verð 2050 þús Skipti hugsanleg á ódýrari bil. BÍLABORG HF. Borgartúni 29 simi22680 AkcentK LJOSMYNDAPAPPIR Svart-hvítur: Venjulegur, plast og hör Einnig pappír í öllum regnbogans litum Sendum i póstkröfu. FOKUS HF • Lækjargötu 6B. sími 15555. Svanur Kristjánsson einnig að fjalla f fyrrgreindum tilvitn- unum): „Þó kom svo að ég fór að lesa Þjóðviljann líka. Um þær mundir voru kommarnir búnir að skipta allri Reykjavík í deildir" — og honum finnst svo sannar- lega ekki ástæða til að setja kommarnir í gæsalappir. Þannig er það eiginlega viður- kennt í þessu afmælisblaði Þjóð- viljans af aðstandendum hans, að blaðið hafi í raun og veru verið málgagn kommúnismans á Islandi — og nú má Gils fara að vara sig. Og svo hefur blaðið ekki sízt verið neikvætt að því leyti, hvernig það hefur skrifað um þá, sem eru ekki marxistar. En at- hyglisvert er að kynna sér, hversu margir merkir menn hafa þreytzt á þeim áróðri, sem blaðið hefur rekið sýknt og heilagt — og yfir- gefið það og málstað þess. Linnulaus óánægja Um þessar mundir vill einmitt svo til, að „andinn" f Þjóðviljan- um, svo vitnað sé enn til hans, hefur undanfarið verið mjög gagnrýndur — og þá ekki sízt af vinstra fólki, sem hingað til hefur haldið upp á þetta málgagn sitt. Það má ef litið er á lesendabréf og aðfinnslur í blaðinu, vart vatni halda fyrir óánægju vegna skrifa blaðsins. Ölafur Jóhann Sigurðs- son skáld hefur nýlega birt harð- orða athugasemd við vinnubrögð á Þjóðviljanum — og var hún sett gegntJþróttasíðunni (!) Eitthvað hefði nú verið sagt, ef Morgun- blaðið hefði gert athugasemd Ólafs Jóhanns svipuð skil. Ýmislegt hefur verið tíundað f Morgunblaðinu af þeirri gagnrýni sem vinstra fólk hefur borið fram á Þjóðviljann og Alþýðubandalag- ið að undanförnu og það verður ekki endurtekið hér. En það er harla athyglisvert að sjá, hvað Brynjólfur Bjarnason segir í af- mælissamtalinu, sem við hann er haft. Hann er spurður þessarar spurningar í lokin: „Hver finnst þér þróun Þjóðviljans hafa orðið?“ Og hann svarar: „Hann hefur alltaf haft blæ af sinni sam- tíð og hefur enn. Núna finnst mér hann stundum vera meira þolandi en gerandi — vera meira undir áhrifum sinnar samtíðar en að hann hafi áhrif á hana. Hann gengur mikið upp í að vera fullboðleg vara, en áður var hann fyrst og fremst baráttutæki. Hitt kom á eftir. Auðvitað þarf að koma blaðinu út meðal fólks, en stundum dettur mér það sama i hug og Jóni Múla um daginn f sambandi við hátíð hernámsand- stæðinga á Stapa, spurningin um tilganginn og meðalið." Jón Múli hafði sagt m.a.: „Stapafundurinn gegn hernámi og NATO stóð f stifar þrjár klukkustundir — Blaðið Okkar hefði einhvern tfma á forsíðu minnzt á einhug, þrótt og sókndjarfa sveit af minna til- efni. Gerðu fundarmenn góðan róm að ræðum og ávörpum og baráttukveðjum i símskeytum frá félögum og einstaklingum úti um allar trissur. Leikarar og söngvar- ar fengu gott hljóð, — raunar setti nokkra rómantíska sam- komugesti hljóða og máttu sumir ekki mæla að Ioknum „djörfustu" söngljóðum kvöldsins. Nú kann það að vera, að klám trekki vel á skemmtanir, það er a.m.k. skoðun og reynsla bfóstjóra okkar, — Þjóðleikhúsið er líka með ein- hverja pempíulega tilburði í þá átt undir rúmi um þessar mundir. En þegar okkur, sem hingað til höfum ekki verið talin af allra viðkvæmustu sort, er boðið upp á eins pervert pornóþrugl og gróteskan hrylling og fram- reiddur var til að fylla Stapa á vegum hernámsandstæðinga mánudagskvöldið góða, fer maður að efast um að tilgangurinn helgi meðalið." (Jón Múli var kynnir á skemmtuninni). Og Árni Björnsson segir m.a. um þessar hundakúnstir allar: „Það er t.a.m. orðið átakanlegt að sitja á „liðsfundum“ herstöðvar- andstæðinga og hlusta á þrotlaus- "'r orðaskylmingar skoplítilla Kenningahópa, sem skreyta sig með nöfnum hugsuða eins og Marx gamla eða framkvæmda- manna á borð við Lenín og Trotski. Þetta barnalega sér- skoðanaþras á ekki heima á fund- um með þeim, sem fyrir löngu hafa gengið f gegnum þetta nauð- synlega þroskastig, heldur á sér- stökum kappræðusamkomum þessara aðila. Það kemur í veg, fyrir eða tefur a.m.k. og slævir allar framkvæmdir. Hvaða vit er t.d. f þvf, að smá- hópar með um hundrað áhang- endur geti eytt dýrmætum undir- búningstíma Keflavíkurgöngu dögum saman f þras um annað eins og það, hvort bera skuli fslenzka fánann fyrir göngunni eða hvort landhelgismálið eigi að vera á dagskrá? Menn fá sig einu sinni varla til að koma á stuðningsfund með Chile vegna uppivöðslu og sundurþykkju þessara harðlffismanna. Og sam- staða i mjólkurbúðamálinu fer mestan part í vaskinn, af þvf þessir sjálfskipuðu verkalýðs- sinnar vilja segja sjájfu af- greiðslufólkinu fyrir verkúm. En auðvitað er þetta fyrst og fremst að kenna aumingjaskap allra hinna, sem málin eru í rauninni skyldari, en láta hjá lfða að taka frumkvæði." Síðan talar Árni um innbyrðis togstreitu í verkalýðsfélögum og samtökum annarra launþega, t.d. um röðun f launaflokka, ágreining um takmörkun þjóðnýt- ingar, „afbrýðisemi og ólikan smekk meðal listamanna, skoð- anamun um kennslufyrirkomulag f skólum og ófátt annað, sem vera ætti neðar á dagskrá...“ Ekki er nú ánægjan með eininguna í Alþýðubandalaginu um þessar mundir. Og Böðvar Guðmundsson hirtir Þjóðviljann fyrir að taka ritverk Svövu Jakobsdóttur eða Thors Vilhjálmssonar fram yfir t.a.m. ritverk Jóns Björnssonar og segir: „Þá er það ekki vegna þess að Svava og Thor séu betri rithöf- undar miðað við algildan mæli- kvarða listarinnar, heldur ein- faldlega vegna þess að þau, eða þeirra ritverk, falla eins og flís við rass að þeim hugarheimi, sem sá lifir í sem drekkur af skálum yfirstéttarmenntunar í Svíarfki." I þessari Þjóðviljagrein Böðvars Guðmundssonar segir hann, að Halldór Laxness hafi gerzt „siðdaufur blekbóndi", sem hafi farið „að kynna íslenzkri borgarastétt dásemdir austur- lenzkrar dulhyggju" — og gerir sfðan grín að „tao“ sem Helga Kress virðist hafa mikið dálæti á, ef marka má ritgerð, sem hún hefur skrifað um Halldór Lax- ness. Margt fleira er sagt í þessari grein Böðvars Guðmundssonar, sem lærdómsríkt er.ekki sízt fyrir þá, sem eru orðnir þreyttir á íslenzkum sósíalistum, — en einnig fyrir marxista og kommúnista og þá ekki síður fyrir hina, sem telja sig jafnaðarmenn og halda tryggð við Alþýðubanda- lagið fyrir einhvern undursam- legan misskilning. Guðrún Olga Árnadóttir, sem þekktust varð af kostulegum til- burðum í barnatíma útvarpsins í f°rs /ð’J \s6kn. ilefni jSl,nas°s' lrn að / *ía7a s vei'A^ ve fgu, flarI _ rar fK <mé. setti n, , , 6V£t l^öðum V0k: Paðver^ \VÓ> fnmaZ ab * ’h skoöun ^a( ar, H°uP.°g r einh PÍöble mULhverja eina tíð, segir í samtali, sem Vikan átti við hana nýlega, „að íhaldsöflunum f þjóðfélaginu stafi engin ógn af fyrirbærum eins og Alþýðubandalaginu, eða Hræðslubandalaginu, eins og maður freistast til að kalla það. Það beitir einungis þessum hefð- bundnu diplómatísku leiðum og eltir þarmeð skottið á afturhald- inu. Og vinnur gegn alþýðunni. Það fer aldrei vel. Þeir, sem fylgja þessum hefðbundnu leiðum og ætla að fara að spila eftir sömu reglum og gilt hafa meðal borgarastéttarinnar um aldaraðir, þeir verða aldrei annað en kratar." Og hún heldur áfram: „Ég bind hins vegar ákveðnar vonir við Kommúnistaflokkinn nýstofnaða, þótt það sé of snemmt að gera sér f hugarlund, hvernig úr rætist fyrir honum. Þetta er nú eigin- lega fremur persónulegt hjá mér, ég þekki töluvert af þessu fólki, sem starfar f Kommúnista- flokknum, og veit, að þessu fólki er treystandi til að berjast heiðar- legri baráttu. Þetta er duglegt fólk og vel að sér og vill leggja ýmislegt í sölurnar. Þar er stétta- samvinnan heldur ekki hugljúf vögguvfsa eins og hjá ffnu herrunum í Alþýðubandalaginu." En hún verður að viðurkenna í lokin „að fslenzka þjóðin er ekki beinlínis byltingarsinnuð í augna- blikinu". Að þeirri niðurstöðu virðast leiðtogar AlþýðubandalagSins einnig hafa komizt, ef marka má þá stefnu sem þar situr nú í fyrir- rúmi. Merkilegt er að lesa þau ummæli eftir eitt af fyrrverandi átrúnaðargoðum Þjóðviljans, að Alþýðubandalagið vinni gegn alþýðunni á Islandi. Hitt er svo annað mál, að margir vinstri menn virðast telja, að menntayfir- stéttin við Þjóðviljann hafi ýtt verkalýðsmönnum til hliðar og Þjóðviljann sé í raun og veru ekki hægt að kalla blað verkalýðsins, eins og fyrr er getið. Þá hafa ekki verið tfundaðar íini. Skál Idórs Ut. hér þær deilur, Aíarg ' Pessari <*■> Ha/ána‘ Hér ve ^ v«r vm' sem risið hafa i ^KUTq %'^innasta , nlltat * tbJ*ta»n > endal Jr vi/J yr-J .V „r S /* ,luti M i ->S 1 Lbjóbars num, ^blabinu o. jgr skiln- f abfinna ýmsa J jóginn: ngs á . S La'jf .tíss birtist verkum HaUdórs v. Qg hann Gerum okkur hefur r“'Vfra afmæli blabsms S lÍÓSlwm gerir kröfur tU okkar „a8framtibarinnar. Þjóðviljanum, vegna ýmislegs efnis, sem þar hefur birzt og margir góðir og gegnir vinstri menn telja fyrir neðan virðingu nokkurs blaðs. En þar sem þetta er að verða alllöng úttekt á af- mælisblöðum Þjóðviljans og við- horfum ýmissa manna til Alþýðu- bandalagsins og málgagns þess nú um stundir, er mál að linni og ekki skal reynt að tfunda fleira, enda þótt ærið tilefni sé til. Eins og fyrr getur, hefur verið reynt að amast sem minnst við afmælis- barninu og láta aðra tala á þessum merku tfmamótum í sögu blaðsins. Skal hér einungis klykkt út með „Rödd úr Kópavogi" sem birtist í fyrsta tölublaði Þjóð- viljans eftir afmælið, en þar segir Jóna Hansdóttir, sem kallar sig „venjuleg húsmóðir í Kópavogi", (sem eitt út af fyrir sig er móðgun við „andann" í Þjóð- viljanum); „Þökk sé þér, Stefanía f Garði, fyrir góða grein í Þjóð- viljanum 14. okt. s.l. Það er vissu- lega ekki vanþörf á að fólk rísi upp til að mótmæla því að það blað, sem stofnað var fyrir fjöru- tíu árum til að vera málsvari verkalýðsins á landi hér, sé nú notað til að lofsyngja fáránlega tilburði sálsjúkra vesalinga til að vekja á sér athygli, en það hefur verið gert svo ríkulega að blaðið hefur oft verið útskrifað af lofi um þá rumpumennsku, sem hefur notað sér til framdráttar það rót- leysi i þjóðfélaginu, sem er af annarlegum toga spunnið. Á sama tfma hafa greinar um verkalýðs- mál ekki verið sjáanlegar á síðum Þjóðviljans svo sem ein ágæt kona hefur nýlega bent á... Ég endurtek svo þakklæti mitt til þín, Stefanía f Garði, fyrir ádrepuna, og einnig þin, Svan- hildur Skaftadóttir, fyrir það, sem þú segir i Þjóðviljanum þann 21. október. Við skulum allar sameinast um að hreinsa Þjóð- viljann af óhreinindunum. og gera hann að þvf blaði, sem það var stofnað til, þ.e. málgagni verkalýðsins, að öðrum kosti verðum við að hreinsa heimili okkar af honum." (Leturbr. Mbl.). Svo mörg voru þau afmælisorð. En við skulum reyna að lifa öll saman f landinu og umbera hvert annað eins og hægt er. „We must love one another or die", sagði Islandsvinurinn Auden í ljóðinu „1. sept. 1939“. Hér á skáldið að sjálfsögðu við, að við munum deyja hið innra með okkur, þ.e. á sálinni, ef við elskum ekki hvert annað. En slík ást er, því miður, ekki kommúnismi. Hún er boðskapur Krists. Að sjálfsögðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.