Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. nóv, Bls. 33—64 Síðast í þessum mánuði kemur út hjá Almenna bókafé- /aginu nýtt bindi af sjálfsævi- sögu Guðmundar G. Hagatíns, „Ekki fæddur í gær". Hún gerist á árunum 1920—25, en fyrri hluta þess tíma dvaldist höf- undur á Seyðisfirði sem ritstjóri Austurlands og Austanfara. Það sem frá segir í eftirfar- andi kaf/a gerðist við Eyvindará á Héraði vorið 1921. Höfundur er einn á ferð á hesti sínum Dreka, miklum stólpagrip og er ferðinni heitið að Hvanná á fund unnustunnar. Ég reið í fyrstu mjög greitt eftir hin- um djúpu, dreifðu götum, sem þúsundir hófa höfðu troðið á austurbakka árinnar. En brátt hægði ég reiðina og horfði á elfuna. Víst hafði hún þegar vaxið mikið, en var ekki sem seiðþungur niður henn- ar væri æðasláttur gróandans, sem nú var með hverjum deginum að auka veldi sitt í þessu blessaða héraði ilmandi gróðrar, tiginna fella og fjalla og himin- speglandi fljóta og vatna? Ég starði út á ána og yfir til Egilsstaða- skógarins, sem enn var dökkur yfirlit- um, en á víð og dreif græn rjóður, þar sem lagðblakkar ær voru á beit með lömbum sinum. Þegar neðar dró blöstu við bleikir vellir allt þangað, sem við tóku slétt og dimmgræn tún hins ris- mikla stórbýlis, Egilsstaða — og norðan þeirra hinn fagri flötur Lagarins, sem var nú gáraður orðinn af mildri golu. Skyndilega reisti Dreki makkann, rykkti í tauminn, hneggjaði hátt og hvat- aði skeiðinu. Svo leit ég þá beint fram undan, sá, að nú var skammt þangað, sem áin breiddi úr sér, og var þar auðvit- að vaðið, enda stóðu þar í hvirfingu á árbakkanum þrír hestar og þrjár konur. Konurnar höfðu litið upp, þegar Dreki ■hneggjaði, og þegar mig bar að, stóðu þær þögular og svolítið vandræðalegar. Ég kastaði á þær kveðju, án þess að segja til nafns míns, og sfðan mælti ég: „Þið þurfið að komast vestur yfir, en þykif áin ekki .ýkjablíðleg ásýndum. Þið hafið orðið of seinar fyrir, hún hefur verið að færast í aukana, síðan sólin kom upp, og ekki dregur úr henni, nema beðið sé lengur en ykkur mun þykja henta. Hún er að sýna sólinni, hve vænt henni þyki um að hún láti vel að henni, og ekki ferst okkur að lá henni það. Annars eru þetta engin vandræði. Þið sjáið, að ég er á stórum og sterkum hesti, og ég skal byrja á því að ríða honum vestur yfir. Svo kem ég til baka og fylgi ykkur einni f einu, læt strauminn brotna á þeim rauða og held f tauminn á hestin- um, sem verður f hléi við hann.“ Konurnar tóku engan veginn fegins- iega undir kveðjur mínar, og þær virtu mig fyrir sér óræðar á svip, meðan ég lét dæluna ganga, litu síðan á reiðskjóta minn og því næst út á ána, sem vissulega var ærið fasmikil, þótt ekki væri straum- kastið eins ógnandi og þar sem hún brauzt um í gljúfrunum. Allar voru kon- urnar myndarlegar og vel búnar. Tvær þeirra virtust vel miðaldra, en sú þriðja var mun yngri. Þær rosknu voru á dökk- um reiðfötum, aðskornum treyjum og dragsíðum pilsum, hárið hulið hettum, sem voru samlitar fötunum. Sú yngsta var í jakka og hnébuxum úr gráröndóttu efni og í gljásvörtum hnéstfgvélum. Hún var berhöfðuð, ljósjarpt hárið í tveimur þykkum fléttum, sem um var hnýttur rauður borði. Hestar þeirra allra sýndust þreklegir og vel í holdum. A reiðskjótum þeirra rosknu voru söðlar, sem voru auð- sjáanlega komnir nokkuð til ára sinna og mér virtust virðulegir eins og eigendur þeirra. En á hesti þeirrar fagurhærðu var hnakkur með nýstárlegu lagi og ljósri og mjög mjúklegri setu, greinileg- ur fulltrúi nýrrar kynslóðar. Öllu þessu veitti ég athygli, meðan ég afsakaði hina í rauninni fögru og tilkomumiklu elfu, sem þessum heiðurskonum ef til vill virtist f öllu hennar sólgliti hreint og beint ögrandi og meinfýsinn farartálmi. Svo vatt ég þá þeim rauða að vaðinu, og á honum reyndist ekkert hik. Hann öslaði Úr sjálfsævisögu Hagalíns ána eins og hún væri meinlaus bæjar- lækur. Hún tók honum þó vel í kvið, en botninn virtist mér það sléttur, að ekki ætti að vera nein hætta á að hestur hnyti, þó að straumurinn væri allstríður. Þá er yfir var komið, sneri ég Dreka við og reið honum þegar austur yfir, þangað sem konurnar biðu og héldu í hestana, sem nú höfðu óróazt, höfðu auðvitað viljað, að konurnar stigju á bak og þeir fengju að fylgja þeim rauða eftir. Ég lét hann nú fara aiilhratt til þess að konurnar sæju, að honum væri förin auðveld, og strax og hann var kominn á þurrt, vatt ég mér af baki, teymdi hann upp á gróin grös og tók fram af honum tauminn. Sfðan vék ég mér að konunum og mælti: „Þið sjáið, að þetta er ekkert háska- legt, ef þess er gætt að halda vel í tauminn til að koma f veg fyrir, að hestur detti, þó að hann kynni að hnjóta. En er nokkur ykkar gjörn á að fá svima, ef hún ríður á, sem er djúp og straum- hörð?“ Rosknu konurnar kváðu báðar nei við, og önnur þeirra sagði, að slfkt væri unnt að forðast með því að horfa beint á land upp í stað þess að glápa á strauminn. Ég kinkaði kolli, en svo tók ég þá eftir þvf, að „daman“, eins og ég var með sjálfum mér farinn að kalla þá yngstu, starði á mig stórum og skelfdum augum. Svo sagði hún skjálfrödduð: „Ég ... ég legg ekki í þetta. Ég er óvön svona. Hryssan mín er lítil, þó að hún sé annars góður reiðhestur, og áin tekur henni áreiðanlega upp á miðjar sfður. Svo... svo held ég, að ég geti ekki látið vera að horfa á straumiðuna, — það er eins og hú'n hafi einhver... einhver seið- andi áhrif á mig, svo... það er bezt að eiga ekkert á hættu." „Ég anza þessu ekki,“ sagði ég og horfði f augun á henni. „Þú bara bíður, þangað til hinar frúrnar eru sloppnar yfir ána, og svo tölum við saman." Sfðan vék ég mér að þeirri af rosknu konunum, sem hafði þegar teymt hest sinn að bak- þúfu, greip f söðulbogann og hélt í hann, meðan konan vatt sér í söðulinn. „Mér sýnist þú nú f rauninni fær í flestan sjó,“ sagði ég svo, j,og þó að þessi brúni sé ekki eins stór og sá rauði, hugsa ég, að honum ætti að veitast létt að skila þér heilli vestur yfir, ef við rfðum samsíða og sá rauði verkar eins og straumbrjót- ur.“ Hún sagði ekki neitt, en horfði á mig björtum og festulegum augum, leit síðan til förunauta sinna og mælti: „Jæja, nú leggjum við Guðmundur Hagalín á stað, og svo sjáið þið, hvernig okkur reiðir af. Hann kvað vera vanur og röskur sjómaður, og ég fæ ekki betur séð en að hann geti orðið nokkuð seigur vatnamaður lfka.“ Mér kom á óvart, að þessi kona skyldi þekkja mig, — en ég lét það ekki á mér sjá, — hún hafði sjálfsagt séð mig á Seyðisfirði f kauptfðinni f fyrra og verið sagt, að þessi strákkútur væri nú svo sem hinn væntanlegi ritstjóri. Ég gekk þegjandi að Dreka og snaraðist á bak, og svo gekk þá allt eins og til hafði verið stofnað. Þó varð ég þess vís, að svo feikna ótt óx áin, að hún var nú dýpri en þegar ég reið yfir hana f fyrsta skipti. Það lá við, að ég stígvélafylltist, og vissu- lega slapp förunautur minn ekki við að vökna í fætur. Þegar yfir kom, stökk hún furðu fimlega úr söðlinum. Hún gekk til mín, sem þegar hafði snúið þeim rauða við, og studdi annarri hendi á makkann á honum og sagði ósköp rólega: „Ain er orðin skrambi mikil, en ákaf- lega þætti mér nú vænt um, ef þú gætir komið henni ungu frænku minni hingað yfir, þvf að hennar vegna er ferðin gerð. Hún vinkona mín er á traustum hesti, og þú getur verið óhræddur um, að hún lætur sér ekki fyrir brjósti brenna að ríða ána með svona aðstoð.“ Hún lækk- aði ósjálfrátt róminn: „En þegar hún er komin yfir, ætla ég, gæzkur, að bregða á það ráð, að við tvær höldum áfram í rólegheitum og látum þig einan um hana frænku mfna.“ Hún teygði úr sér í áttina að eyranu á mér og lækkaði enn röddina þrátt fyrir nið árinnar: „Ég segi þér það hreint ekki til lasts, en það hefur flogið fyrir, að þú hafir þótt kvenhollur fyrir sunnan, og nokkuð margt af okkur kven- fólkinu er þannig gert, að það hefur dálítinn, já, og sumt nokkuð mikinn áhuga á þess konar mönnum. Vertu svo heill og sæll, og ég treysti því, að þú bregðist ekki vonum mínum með hana frænku. Við hinar bfðum í skógarjaðri skammt frá veginum niður á Reyðar- fjörð, þar sem við sjáum til ferða þeirr- ar, sem þú átt að sigrast á.“ Ég skellihló og vék Draka á ný að vaðinu. Og nú öslaði hann með slíkum fyrirgangi, að ég stígvélafylltist. Það var engu likara en honum skildist, að hann ætti nú hlutverki að gegna, sem hverri óvaldri truntu væri ekki trúað fyrir. Roskna konan og daman stóðu and- spænis hvor annarri, þegar mig bar að. Þær héldu báðar í hesta sína, er voru nú enn kvikari en áður. Sú roskna, sem var lítil, en hnellin, var ærið brúnaþung, og án þess að látast vita, að ég væri áheyr- andi að orðum hennar, sagði hún fast- mælt og þó hraðmælt: „Ég sé ekki betur en óhætt sé að treysta Guðmundi og þessum stólpagrip, sem hann rfður, og vestur yfir fer ég. Þú gerir þér svo varla þá skömm að snúa við og láta okkur hfrast á Egilsstöðum og bfða þar eftir þér þangað til f fyrramál- ið.“ Hún sneri sér nú að mér, sem ekki hafði stigið af baki, kerrti svolitið hnakkann og skotraði augunum allra snöggvast til dömunnar, en leit svo á mig, sköruleg á svip: „Ég held ég verði að þiggja fylgd þína yfir ána, en annars hugsa ég nú, að hann Fífill þyrfti engan straumbrjót." Hestur hennar, sem var bleikálóttur, ekki stórvaxinn, en fjörlegur og vöðva- mikill, kippti til höfði og steig skref í áttina til árinnar. Það var eins og hann SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.