Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 17
megináherzluna á uppbyggingu at- vinnulífsins, þótt hann muni hafa hug- sjónir Maos i heiðri að minnsta kosti í orði kveðnu. Bætt sambúð I utanríkismálum er búizt við að Hua haldi áfram þeirri stefnu að bæta sambúðina við Bandaríkin. Aukin þörf fyrir vestræna tækni gerir að verkum að áhugi Kínverja á góðum samskiptum við vestræn riki mun að líkindum haldast. Rússar eru taldir ánægðir með það sem gerzt hefur þar sem þeir telja að raunsæ stefna í Peking muni draga úr þýðingu hugsjónaágreinings þeirra og Kinverja. Auk þess gerir kínverski herinn sér grein fyrir veikleika sínum gagnvart Rússum og gæti hvatt til þess að sambúð- in við þá yrði að minnsta kosti eitthvað bætt. En ekki er gert ráð fyrir óvæntum tilraunum í Peking til að sættast við Rússa. Um þetta er að vísu ekki vitað með vissu enn sem komið er og um Hua er fátt vitað með vissu. Hann er mönnum ráðgáta að vissu leyti, en mikilvægt er að hann heyrir til nýrri kynslóð valda- manna. Hann mun vera 56 ára gamall, en það er ekki vitað með vissu. Það er ekki síður mikilvægt að reynslu sína hefur hann fengið af embættisstörfum. Hann hóf störf í flokknum í Hunan 1955, varð flokksritari, en fékk ekki sæti í mið- stjórninni fyrr en 1969 þegar Mao fól honum að rannsaka samsæri Lin Piaos. Hann var skipaður i stjórnmálaráðið og jafnframt öryggismálaráðherra 1973 og valinn forsætisráðherra í ja.núar sl. í stað Teng Hsiao-pings og skipaður í april. Val Hua sem eftirmanns Tengs sýndi að bæði róttækir og hófsamir gátu sætt sig við hann sem málamiðlunarlausn. Samkvæmt samkomulagi, sem virðist hafa verið gert, var róttækum heitið að minnsta kosti einni mikilvægri stöðu eftir dauða Maos. Þótt mest bæri á Chiang Ching i hópi hinna róttæku getur verið að stuðningsmenn hennar frá Shanghai hafi í rauninni verið valda- meiri. Wang var talinn annar mesti valdamaðurinn í Peking, þótt hann væri aðeins liðlega fertugur, Chang Chun- Chiao var talinn koma sterklega til greina sem forsætisráðherra og Yao Wen-ynan stjórnaði fjölmiðlunum. Hvað sem því líður efndi Hua ekki þetta heit, sem virðist hafa verið gefið, þegar Mao lézt. Þrír skotnir Samkvæmt upplýsingum, sem hefur verið lekið út í Peking og eftir lát Maos héldu Chiang Ching og stuðningsmenn hennar tíða fundi í embættismanna- hverfinu þar sem þau áttu heima og munu nú vera í stofuvarðhaldi. Hua fyrirskipaði handtökur þeirra með stuðningi hersins og öryggissveitanna í Peking. Sagt er að þrír lífverðir hinna róttæku hafi verið skotnir til bana og 30 aðrir handteknir í Peking. Síðan hafa trúlega þúsundir verið handteknir viðs vegar í Kina. Áður hafði Hua gefið kost á sér sem tormanni flokksins á fundi í stjórnmála- ráðinu og haldið því fram að Mao hefði veitt samþykki sitt til þess að hann tæki við formennskunni áður en hann lézt. Chiang Ching og stuðningsmenn hennar þrir voru þau einu sem greiddu atkvæði gegn Hua og voru handtekin annað hvort á fundinum eða daginn eftir fyrir --------► Minningarathöfnin um Mao á Torgi hins himneska friðar 18 . september. Klnverskir hermenn koma frð skotæfingu I Kanton. Mao og Hua þegar þeir hittust I sfðasta sinn. samsæri um byltingu gegn Hua. En þess- ar upplýsingar eru komnar frá and- stæðingum Chiang og ýmsir telja vafa- samt að hún og stuðningsmenn hennar hafi reynt að gera byltingu þar sem þau hefðu ekki getað fengið nauðsynlegan stuðning til þess. Auk þess er bent á að Wang virtist hafa fjarlægzt vinstri arm- inn fyrr í ár og að Chang hafi verið varkár maður sem hafi gegnt ábyrgðar- stöðum í hernum og stjórninni. Því vilja ýmsir túlka atburðina þannig að Hua hafi tekið völdin með byltingu og náð meiri völdum en Mao hafði. Chiang Ching er sögð hafa falsað erfðaskrá Maos þannig að hún hafi átt að taka við. Hua hélt því fram að Mao hefði samþykkt að hann tæki við, en margt bendir til þess að Mao hafi í raun og veru viljað að við ta'ki eins konar samsteypustjórn hinna stríðandi afla. Hvað sem þvi líður virðast jarðskjálftarnir í sumar hafa rutt Hua leiðina til valda. Hann notaði tækifærið til að hafa sig í frammi og James Schlesinger, fyrrverandi landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sem var í Kína um þær mundir sagði að hann virtist ráða lögum og lofum. Undirstöður valda hans virtust veikar, en hann lagði áherzlu á að fá stuðning hersins og skrifstofustjórnar flokksins. Valdataka hans naut stuðnings herráðsins og hermálanefndar flokksins sem hann var skipaður formaður i. Yfirmenn hersins vissu að með valdatöku hans fengju þeir ný vopn, en ef róttækir næðu völdum yrði horfið til hugmynda um alþýðustríð. Gamalreyndir Þegar Hua tók við af Teng í vor voru siðustu stjórnmálaráðsfulltrúarnir sem lýstu yfir stuðningi við hann tveir af voldugustu fulltrúum hersins: land- varnaráðherrann Yeh Chien-ying sem gæti orðið forseti og fjármálasér- fræðingurinn Li Hsien-nien, en siðan Framhald á bls. 53

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.