Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 50 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélritun Starfsmaður óskast til skrifstofustarfa, aðallega vélritunar, á opinbern skrifstofu i Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir kl. 1 2.00 þnðjudaginn 9. nóvem- ber, merkt „Vélritun — opinber skrifstofa 2 580". Húsvörður Fjölbýlishús óskar eftir húsverði Fullt starf. Hjón verða látin sitja fyrir. 3ja herb. íbúð fylgir. Tilboð ásamt uppl. um fyrri störf sendist blaðinu fyrir 1 2. þ.m. merkt: ..Húsvörður — 8712. Deildarstjóri Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða deildarstjóra. Verður að vera áhuga- samur, duglegur og hafa góða stjórnunar- hæfileika. Tilboð sendist Mbl.. merkt „Deildarstjóri: 2960" fyrir miðvikudag. Hjúkrunar- fræðingur óskast að Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauð- árkróki Upplýsingar gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 95 — 5270. Atvinnurekendur Ég óska eftir starfi við launaútreikninga eða öðru svipuðu starfi. Ég er vön almennum launaútreikningum, forvinnslu fyrir tölvuútreikninga svo og útreikningi á bónus (ákvæðis- vinnu). Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 12. þ.m. merkt.,Launaútreikningur — 2579". Bifvélavirki óskast strax á Saab verkstæðið. B1ÖRNSSON JLCP SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Tækniteiknari Tækniteiknari með starfsreynslu óskast strax Upplýsingar í síma 86400. Skrifstofustarf Skrifstofustarf hjá fyrirtæki við Miðborg- ina er laust til umsóknar. Vélritunar-, ensku- og dönskukunnátta nauðsynleg. Tilboð með uppl. um menntun og starfs- reynslu sendist Mbl. fyrir 11. nóv. '76 merkt: L-87 1 4 Vélstjóri með réttindi óskast til starfa á millilandaskip. Um framtíðarstarf er að ræða og þyrfti viðkomandi helst að geta hafið störf í byrjun desember, eða eigi síðar en um áramót. Jafnframt viljum við ráða vélstjóra til afleysmga. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Skipshafnadeild. Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða lokunar og innheimtumann karl eða konu Laun samkvæmt launa- flokki B 7. Leggja þarf til bifreið við starfið gegn greiðslu. Starfið er laust nú þegar. Umsóknarfrestur er til 9. nóv n.k. Umsóknum skal skola á sérstökum um- sóknareyðublöðum til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjardar. Laust starf — Grindavík Laust er starf á skrifstofu bæjarfógetans í Grindavík Vinnutími er frá kl 12 — 17 alla virka daga nema laugardaga. Laun snmkva rnt kjarasamningum opin- berra starfsmanna Umsóknum ásamt uppl. um menntun og fyrri störf skal sk.la til undirritaðs fyrir 15. nóv n k Bæjarfóget/nn í Grindavík, Keflavík og Njarðvík sýslumadurinn í Gullbringusýslu, Vatnesveg/ 33, Keflavík Yfirmatreiðslu — maður óskast Tilboð merkt . Reglusamur — Stundvis 8713 sendist Mbl. fyrir 12. þ.m. IBM á Islandi óskar að ráðafólk til eftir- talinna starfa: í tæknideild Starfssvið: Viðhald og tæknileg umhirða gagnavinnsluvéla. Óskað er eftir að um- sækjandi hafi reynslu í meðferð rafeinda- tækja og véla og sé vel læs á ensku. Starfsþjálfun fer fram hér og erlendis. í söludeild Starfssvið: Skipulagning og sala á verk- efnum fyrir tölvuþjónustudeild okkar. Við erum hér að leita að starfskrafti sem hefur góða undirstöðumenntun og starfs- reynslu á viðskiptasviði í fyrstu er starfið aðallega fólgið í námi hér og erlendis. í kerfisfræðideild Starfssvið Skipulagning á verkefnum fyrir tölvur ásamt kennslu og leiðbeining- um fyrir starfsfólk viðskiptamanna okkar. Æskilegt að umsækjandi hafi lokið há- skóla- eða tækniskólanámi. í fyrstu er starfið aðallega fólgið í námi hér og erlendis. r I tæknideild Starfssvið: Umsjón varahlutabirgða fyrir gagnavinnsluvélar, þar með afgreiðsla á varahlutum til tæknimanna, vinnsla á pöntunum og gerð toll- og innflutnings- skjala. Umsækjandi þarf að hafa menntun á verzlunarsviði og nokkra enskukunnáttu. Fyrir námfúst fólk, sem hefur góða fram- komu, hæfileika til samstarfs og getur komið orðum að hugsun sinni, er hér um að ræða vel launaðar stöður við góð starfsskilyrði. Vinsamlegast sækið umsóknareyðublöð á skrifstofu okkar að Klapparstíg 25 — 27, þriðju hæð. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 20. nóvember n k H.F. Ofnasmiðjan Hafnarfjörður Óskum að ráðu nú þegar aðstoðarmann í verksmiðju okkar við Flatahraun. Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar nú þegar að Sjúkrahúsinu á Selfossi Útvegum íbúð, hlunnindi í boði Uppl í síma 99- 1 300. Forstöðukona. Reykjavíkurhöfn óskar að ráða Byggingatækni- fræðing Laun samkvæmt kjarasamningi Reykja- víkurborgar og Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar. \ Hafnarstjórinn í Reykjavík Brezkur maður íslenzku talandi Óskar eftir atvinnu. Nýlega kominn frá Afríku og Arabalöndunum þar sem hann var framkvæmdastjóri fyrir Brezkt bygg- ingarfyrirtæki. Vanur að vinna sjálfstætt að alls konar skrifstofustörfum. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt „B—2956". Sölumaður í búvéladeild Við óskum eftir að ráða til starfa sem fyrst duglegan mann til að annast sölu búvéla og dráttarvéla. Skilyrði er að umsækjandi geti talað og skrifað ensku og æskilega einnig eitt norðurlandamál. Einnig þarf viðkomandi að vera búfræð- ingur að mennt eða að hafa fullkomna þekkingu á búvélum og æskilega einnig reynslu í sölustörfum. Skriflegar umsóknir sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Dugnaður 2953" fyrir 1 2. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.