Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 35 réttarráðstefnunni. Sagt er að aflamissir Japana muni valda alvarlegum fæðuskorti f Japan og þjóðin verði að minnka fiskneyzl- una í 39 kíló á ári á mann úr 70 kílóum. Japanir fá helming þeirra eggjahvftaefna sem þeir neyta úr fiski og því er haldið fram að eggjahvítumagnið sem þeir neyta minnki um einn þriðja ef Banda- ríkjamenn færa út í 200 mflur. Dauðadómar yfir flug- ræningjum Manila, 4. nóvember. Reuter. ÞRlR múhameðskir ungiingar hafa verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku f flugráni sem leiddi til þess að 10 farþegar og þrír félag- ar þeirra biðu bana. Þeir eru tald- ir félagar á Frelsisfylkingunni Moro sem er bönnuð. Sex flugvélarræningjar rændu BAClll þotu Flugfélags Filipps- eyja 21. maf þegar hún var á leið frá Manilla til Davao. Flugvélin lenti að lokum í Zamboanga og eyðilagðist í bardaga sem varð þegar stjórnarhermenn réðust á hana. Kristniboðs- vika á Akureyri KRISTNIBOÐS- og æskulýðsvika hefst ( kristniboðshúsinu Sfon með samkomu sunnudagskvöldið 7. nðvember kl. 8.30. Sfðan verður samkoma á hverju kvöldi á sama tfma til 14. nóv. Dagskrá vikunnar verður fjöl- breytt og til hennar vandað eftir föngum. M.a. má nefna kynningu á starfi fslenzka kristniboðsins f Eþfópfu f máli og myndum. Ræðu- menn verða m.a. Gunnar Sigur- jónsson cand. theol., Skúli Svavarsson kristniboði, Benedikt Arnkelsson cand. theol., séra Þór- hallur Höskuldsson og Björgvin Jörgensen kennari. Að samkomu- vikunni standa kristniboðsfélag kvenna sem nýlega hélt upp á 50 ára afmæli sitt, Kristnaboðsfélag karla og KFUM og K. Allir eru velkomnir á samkomurnar. Vestmanneyingar Kvenfélagið Heimaey, heldur árshátíð sina að Hótel Sögu, föstudaginn 1 2. nóv. og hefst hún með borðhaldi kl. 7. Skemmtiatriði Aðgöngumiðar seldir á Hótel Sögu, þann 10. nóv. milli kl 5 — 7. Allir Vestmanneyingar velkomnir. Stjórnin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Moskvu, 3. nóv. — Reuter TVEIR sovézkir Gyðningar, sem nýlega voru handteknir við and- ófsaðgerðir gegn sovézkum stjórnvöldum, hafa nú verið ákærðir fyrir „skrflslæti, sem sprottin eru af illgirni“, að þvf er félagar f hreyfingu Gyðinga skýrðu frá f dag. Er búizt við þvf að hinum ákærðu verði senn stefnt fyrir rétt og má gera ráð fyrir að þeir verða dæmdir í eins til fimm ára fangabúðavist. Fangarnir eru Boris Chernobylski verkfræðingur og losif Ass læknir, en þeir eru báðir 32 ára að aldri. Gyðingar í hópi andófsmanna telja að þessi framvinda mála standi að likindum f sambandi við forsetakosningarnar í Banda- rikjunum, og vilji sovézk yfirvöld með þessu gefa til kynna að ekki sé að vænta mildilegri afstöðu þeirra í garð sovézkra Gyðinga á næstunni. HÖFÐINGLEG- AR GJAFIR í vor sem leið barst Fríkirkj- unni í Reykjavík kr. 100.000 að gjöf frá frú Sigríði Einarsdóttur, Laugavegi 147, og mun það mesta peningjagjöf, sem söfnuðinum hefur borizt til þess tfma frá ein- staklingi. Og nú fyrir stuttu afhenti Magnús M. Steinbouck, Bjargar- stfg 3, söfnuðinum minningargjöf að upphæð kr. 500.000 um konu sina, Lilju'Guðrúnu Jónsdótturog foreldra hennar, hjónin Guðrúnu Guðmundsdóttur og Jón Jóhanns- son, er einnig höfðu átt heima að Bjargarstíg 3. Þau hjón voru á sinum tíma meðal stofnenda Frí- kirkjusafnaðarins, og fyrir hönd hans flyt ég þessum fórnfúsu vel- unnurum hans, Magnúsi og Sigrfði, alúðar þakkir fyrir þeirra höfðinglegu gjafir og mikla góð- hug I garð kirkju sinnar og óska þeim og bið allra heilla og guðs blessunar. Þorsteinn Björnsson safnaðarprestur. Japönsk ganga gegn 200mílum Tokyo, 4. nóvember. AP. UM 3.000 Japanir gengu um götur Tokyo f dag til að mótmæla fyrir- hugaðri útfærslu bandarfsku fisk- veiðilögsögunnar f marz undar borðum sem á stóð „sviptið ekki rétti okkar til að Iifa“. Tilefnið er undirbúningsfund- ur um samning milli Bandarfkja- manna og Japana um fiskveiðar á Norður-Atlantshafi. Starfsmaður bandarfska sendiráðsins sagði að Japanir yrðu að undirrita samn- inginn áður en bandarfska lögsag- an yrði færð út svo að hægt yrði að gefa út veiðileyfi handa japönskum fiskimönnum f tæka tfð. Rozanne Ridgeway, aðstoðarut- anrfkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við japanska embættis- Sovét: Gyðingar ákærðir fyrir „skrílslæti” menn í dag en opinberar samn- ingaviðræður hefjast á mánudag og standa f eina viku. Talið er að Japanir fallist á eitthvert mála- miðlunarsamkomulag. Arsafli Japana er 10 milljón lestir og þar af veiða þeir 1.6 milljón lesta innan hinnar nýju 200 mflna lögsögu Bandarfkja- manna Þátttakendur í mótmælunum f dag voru aðallega starfmenn fisk- vinnslufyrirtækja og fiskimenn. Þeir kváðust vilja koma banda- rfsku stjórninni f skilning um að fiskur væri mikilvæg fæða í Japan. Japanskur sjávarútvegur hefur hafið mikla áróðursherferð gegn 200 milunum við Bandarík- in, meðal annars með heilsíðuaug- lýsingum og vestrænir diplómatar segja að þetta sé orðið mikið til- finningamál hjá mörgum Japön- um. 1 einni auglýsingunni eru Bandarfkjamenn sakaðir um að hafa „þjófstartað" þar sem sam- komulag hafi ekki tekizt á haf- 22480 \l GLYSING A- Hver er uppáhalds- rétturinn þinn? v " * * v 7 • ■* . - Blómasalurinn á Hótel Loftleiðum hefur á boðstólum kalt borð sem þú ættir að reyna ef þú ert ekki viss. Hvergi gefst betri kostur á að velja einmitt það sem kitlar bragðlaukana mest. Og auk kalda borðsins er framreiddur matur eftir fjölbreyttum matseóli. Notalegt umhverfi og bar hafa líka sitt að segja. Komið — sjáið og reynið hvort nokkur staður þessum líkur finnst í landinu. Opið daglega frá kl. 12 — 14.30 og 19 - 22.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.