Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 19 markadurinn í Hallarmúla Opið til kl. 23 í kvöld HAFNARSTRÆTI 8, HALLARMULA 2, LAUGAVEGI 84 to**tg* x • Byggingarmál í Reykjavik urðu umræðuefni á fundi borgar- stjórnar 16. desember. Tilefnið var að Björgvin Guðmundsson (A) lagði fram tillögu, sem gerði ráð fyrir að kannað yrði, hvernig borgaryfirvöld gætu stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar í Reykjavík. Þorbjörn Broddason (Abl) lagði einnig fram tillögu þess efnis að borgin reisti sjálf fjölbýlishús í Reykjavík og út- hlutað yrði lóðum aðeins til henn- ar, byggingarsamvinnufélaga, samtaka einstaklinga og stjórnar verkamannabústaða. Leitað yrði verktaka með útboðum. Síðan skyldi borgin leigja eða selja íbúðirnar; ef selt væri færi salan fram á kostnaðarverði. Markmið þessara ráðstafana sagði Þorbjörn vera að auka hagkvæmni f bygg- ingariðnaði og stemma stigu við yfirspenntu verði á húsnæðiá- markaði ásamt tilheyrandi braski og milliliðagróða. Björgvin Guð- mundsson sagði að rýmka mætti skipulagsreglur. Borgin yrði að gera allt sem í hennar valdi stæði FRÁ BORGAR- STJÓRN fá samþykkta stefnumörkun á notum skólahúsnæðis. Gott sam- starf yrði að verða um notkun á skólahúsnæði, húsin væru dýr og þeim, sem bæru ábyrgð á þvf, væri annt um það. Skólahúsnæði væri ekki mikið nýtt miðað við flest annað húsnæði og renndi þessi staðreynd stoðum undir þá stefnu sem flutningsmenn vildu að tekin yrði. Skattgreiðendur mögluðu seint þegar þarfir æskunnar til þroska og mennt- unar væru annars vegar, sagði Ragnar, en eigi að sfður væri það skylda bogarfulltrúa að stuðla að sem mestum og beztum notum af þessari gífurlegu fjárfestingu sem lægi í skólabyggingum. Með því móti má fegra og bæta félags- lega starfsemi og auka lífsham- ingju þeirra er njóta; — fólksins í borginni — sagði Ragnar Júlíus- son að lokum. Adda Bðra Sigfús- dóttir (Abl) sagði að tillaga borgarfulltrúanna væri sýndartil- laga til birtingar í Morgunblaö- inu. Hún fjallaði um mál sem þegar hefði verið leyst. Kristján Benediktsson (F) sagði að með gæði væru ávallt f réttu sam- hengi. Ekki væri nóg að byggja ódýrt og hafa gæðin ekki viðun- andi. Nauðsynlegt sé þvf að upp- fylla gæðakröfur og síðan að reyna byggja eins ódýrt á þeim forsendum, sem mögulegt er. Magnús sagði það sína skoðun, að veruleg tilhneiging væri hjá arki- tektum að hugsa lítt um lágan byggingarkostnað og það þyrftu borgaryfirvöld að taka til nánari athugunar. Magnús L. Sveinsson lagði til að tillögu Björgvins yrði vfsað til borgarráðs. Sigurjón Pét- ursson (Abl) sagðist geta tekið undir þau orð Magnúsar L. Sveinssonar, að oft réðu annarleg sjónarmið hjá arkitektum. Sigur- jón sagðist vilja benda á, að stór- hættulegt væri að bera saman byggingarkostnað og vísitölu á af- hendingardegi. Slíkt væri allsend- is ósambærilegt. Hann sagðast vilja leggja áherslu á, að borið væri saman það sem sambærilegt væri. Rangt væri að skella skuld- inni alltaf á byggingaraðila því mjög oft kæmi annað inn í mynd- ina. Hins vegar sagðist Sigurjón eindregið vilja stuðla að lækkun byggingarkostnaðar. Hilmar Guð- laugsson (S) sagði, að tillaga Þor- björns Broddasonar stefndi fyrst og fremst gegn einni stétt manna og það væru byggingameistarar. Hilmar sagðist ekki vera sérstak- ur talsmaður byggingameistara en hann teldi útilokað. að borgar- stjórn samþykkti tillögu Þor- björns þvf hana mætti jafnvel flokka undir skerðingu á athafna- frelsi manna. Auðsýnt væri að ef Reykjavíkurborg færi að byggja íbúðir sjálf myndi byggingar- kostnaður margfaldast og í slfk- um framkvæmdum myndi bind- ast mikið fjármagn, sem skerða myndi athafnamöguleika á öðrum því að nýta skólana betur hefði Sjálfstæðisflokkurinn hætt kjallarastefnu sinni í æskulýðs- málum. Kvaðs Kristján undrandi á að formaður fræðsluráðs og for- maður æskulýðsráðs hlypu upp með tillögu þessa meðan verið væri að athuga sömu mál. Hann sagðist harma þetta því tillagan væri ótfmabær. Davfð Oddsson sagðist undrandi yfir viðbrögðum þeirra tveggja borgarfulltrúa minnihlutans sem hér hefðu tal- að. Vísaði Davíð kjallarastefnu þeirri sem Kristján talaði um á bug. Borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins hefðu ekki látið svo mikið sem sjá sig þegar Bústaðir hefðu verið opnaðir. Þar væru vistarverur hinar ágætustu, bjartar og rúmgóðar. Markús örn Antonsson (S) tók næst til máls og var það 50. ræða kvöldsins. Hann sagði að fram komin tillaga ætti fullan rétt á sér og fagnaði hann henni. Björgvin Guðmunds- son (A) tók síðastur til máls og var mál hans stutt. Var það 51. ræða kvöldsins. Tillagan var sam- þykkt með 12 atkvæðum. Magnús L. Sveinsson: Gæðakröfur verður að upp- fylla þótt byggt sé ódýrt Magnús L. Sveinsson til að auðvelda launafólki húsa- byggingar. Taldi hann Byggung og byggingu hennar dæmi sem gott væri og eftirtektarvert hve vel hefði til tekizt. Það væri hins vegar annað mál, hvernig að út- hlutun til Byggung hefði verið staðið, þar hefði meirihluti borgarstjórnar átt sök á en ekki Byggung. Þorbjörn Broddason sagði að mönnum þætti þetta kannski nokkuð róttækt en hann teldi þetta leið til að uppræta spillingu þá sem fram kæmi f ýmiss konar húsabraski. Magnús L. Sveinsson (S) tók undir orð Björgvins Guðmundssonar um að reynt yrði eftir mætti að lækka byggingarkostnað. En um leið og rætt væri um lækkun byggingar- kostnaðar yrðu menn að athuga einn hlut. Það væri að verð og sviðum. Hilmar sagði að sam- keppni væri ávallt til góðs og hefði það t.d. sýnt sig í byggingar- iðnaðnum undanfarið þegar hinir ýmsu byggingaraðilar hefðu byggt á mjög hagkvæman hátt. Byggung væri gott dæmi svo sem fram hefði komið hjá Björgvin Guðmundssyni. Hilmar taldi Þor- björn Broddasn fara villur vegar ef hann héldi að með tillögu sinni gæti hann lækkað byggingar- kostnað. Það sem þyrfti til lækk- unar byggingarkostnaðar væri m.a. breyting á lánakerfi Hús- næðismálastjórnar, þannig að ekki stæði á fjármagni á vissum byggingarstigum. Einnig þurfi að koma til jafnari lóðaúthlutanir þannig að tæki og menn nýttust betur. Að lokum sagði Hilmar að hann teldi, að þeir aðilar, sem sannanlega hefðu sýnt að þeir byggðu góðar og ódýrar íbúðir, fengju góða fyrirgreiðslu við lóða- úthlutanir. Þorbjörn Broddason sagðist ekki vilja stefna gegn þeim sem byggðu á hagkvæman hátt og sinntu starfi sínu vel. Hugmynd sfn væri að byggja góð hús fyrir lágt verð og ráðast gegn okri. Samþykkt var að visa tillögu Björgvins Guðmundssonar til borgarráðs, samhljóða. Tillaga um að vfsa tillögu Þorbjörns Broddasonar frá var samþykkt með stuðningi niu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gegn þrem borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins. Fulltrúar Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks sátu hjá. Borgarstjóri: öryrkjar og efnalítið fólk fær afslátt af fasteignagj öldum Borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson (S), ræddi á borgar- stjórnarfundi 16. des um tekju- stofna borgarsjóðs. Ástæðan var sú, að fyrr í vikunni hafði verið lagt fram á alþingi frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr 8 frá 19 72 þess efnis, að á árinu 1977 verði ekki heimilt að hækka gjöld af fasteign- um umfram það sem leyfilegt hefði verið samkvæmt aðalmati fasteigna er gilti 31 des. 1976 að viðbættu nokkru álagi. Á fundi borgarráðs 1 4 þessa mánaðar voru lagðar fram tillögur um álagningu fasteigna- skatts og leigu eftir íbúðarhúsalóðir á árinu 1 977. Stefnt er að því með tillögunum, aðálögð gefi þessi gjöld þær fjárhæðir sem frumvarp að fjár- hagsáætlun gerir ráð fyrir, en eins og skýrt hefur verið frá í borgar- stjórn er fjárhæð fasteignaskatts miðuð við að áðurgildandi fasteigna- mat yrði reiknað fram um 236% samkvæmt auglýsingu félagsmála- ráðuneytisins frá 12. nóv. Þá yrði notað 40% álag samkvæmt 3. mgr 3 gr tekjustofnalaganna en hvað varðar lóðarleigu var fjárhæðin ákveðin með hliðsjón af áðurgild- andi fasteignamati og 68% álagi á aðalmat, en álag á aðalmat varð ekki grundvöllur að álagningu lóðarleigu fyrr en á þessu ári og því er það mun lægra en hvað varðar fast- eignaskatta Þar sem enn liggja ekki fyrir nákvæmar upplýsingar um grunntölur hins nýja fasteignamats og skiptingu þess á milli gjaldflokka er enn ekki unnt að segja fyrir nú með vissu hver hlutfallstalan verður til álagningar fasteignaskatts árið 1 977 samkv nýju aðalmati Þó má geta þess að horfur eru á að hlutfallstalan verði sem næst 0 42% að því er varðar íbúðarhús- næði en trúlega 0 84% er varðar skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði Borgarstjóri, Birgir ísleifur Gunnars- son, sagðist hafa lagt áherslu á að lækka álagningarhlutfallið á vatns- skatti úr 0.3 í 0 15 sem verið hefði árin 1972 til 1974 Annars hefði vatnsskattur orðið verulega hærri en fjárhagsáætlun Vatnsveitunnar gerir ráð fyrir Björgvin Guðmundsson (A) talaði á eftir borgarstjóra og sagði að launafólk væri farið að kvarta undan álagi fasteignagjalda Skoðun sin væri að ekkert álag fast- eignagjalda ætti að vera á ibúðar- húsnæði en hins vegar ætti að vera fullt álag á allt atvinnuhúsnæði Birgir ísleifur Gunnarsson tók aftur til máls og sagðist gera sér grein fyrir að fasteignagjöld væru þau gjöld sem legðust á án tillits til efnahags utan þess að fara eftir stærð eigna Borgarstjóri kvaðst ein- dregið vilja láta koma fram að öryrkjum og efnalitlu fólki hefði ver- ið veittur afsláttur af fasteignagjöld- um Sigurjón Pétursson tók einnig til máls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.