Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Fjármagn tryggt til geðdeildar Er fjárlög voru afgreidd fyrir árið 1977 á Alþingi í fyrradag, var samþykkt tillaga frá fjárveitinganefnd þess efnis, að bæta skyldi 48 milljónum króna við það fjárframlag, sem upphaflega var ráðgert til geðdeildar Landspítalans. Frá yfirstandandi ári er að auki til ráðstöfunar um 1 5 milljónir króna. Ennfremur samþykkti þingið tillögu um heimild til lántöku fyrir geðdeild að upphæð 25 milljónir króna. Þessi afgreiðsla Alþingis á málefnum geðdeildar Landspítalans þýðir i raun, að unnt verður að ráðast i framkvæmdir á næsta- ári bæði við göngudeild og legudeild hinnar nýju geðdeildar. Þetta kom skýrt fram við 3. umræðu fjárlaga á Alþingi, er Ragnhildur Helgadóttir spurðist fyrir um það hvernig þessu viðbótarfjármagni yrði varið og Jón Árnason, formaður fjárveitinganefndar, svaraði því til, að þetta fjármagn mundi nægja til fyrirhugaðs verkáfanga, bæði við göngudeild og legudeild Morgunblaðið fagnar þessari niðurstöðu í málefnum geðdeildar Landspítalans. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu síðustu vikur hefðu framkvæmdir við geðdeild Landspítalans dregizt úr hófi, ef látið hefði verið sitja við upphaflega fjárveitingu sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi. Eins og ástandið er nú í málefnum geðsjúkra hefði heldur ekki nægt, að einungis hefði verið unnið að því að opna göngudeild á næsta ári. Nú hefur verið tryggt, að sjúkrarúm verða einnig tekin í notkun. Væntanlega leiða þær umræður, sem að undanförnu hafa orðið um málefni geðsjúkra og ákvörðun Alþingis nú til þess að áherzla verði lögð á að hraða framkvæmdum við geðdeild Landspítalans á næstu misserum. Skjótar upplýsingar um afkomu ríkissjóðs Matthías Á. Mathíesen, fjármálaráðherra, skýrði frá því við lok fjárlagaumræðu á Alþingi, að hann mundi að loknu jólaleyfi þingmanna gera Alþingi grein fyrir greiðsluafkomu ríkissjóðs á sl. ári og bráðabirgðatölum ríkisreiknings f árslok 1 976. Ennfremur sagði fjármálaráðherra, að stefnt yrði að því að fullgerður ríkisreikningur fyrir yfirstandandi ár yrði lagður fyrir Alþingi fyrir þínglok á vori komanda. Það heyrir til algerra nýjunga, að Alþingi fái svo skjótt yfirlit yfir fjárhagsafkomu ríkissjóðs á árinu á undan. En þetta er kleyft vegna þess, að núverandi fjármálaráðherra hefur beitt sér fyrir gagngerum umbótum á öllum ríkisfjármálum, sem gera kleyft, annars vegar að fylgjast frá mánuði til mánaðar og jafnvel frá viku til viku með stöðu ríkissjóðs, einstakra ráðuneyta og ríkisstofnana, og hins vegar að gera upp á stuttum tima um áramót afkomu rikissjóðs yfir árið. Jólasundmót öryrkja Nýlega er lokið fyrsta jólasundmóti öryrkja, sem háð hefur verið hér á landi. íþróttahreyfingin og samtök öryrkja tóku höndum saman um að koma þessu móti á og Morgunblaðinu gafst kostur á að veita því nokkurn stuðníng, sem blaðið telur sér sæmdarauka. Hugmyndin að baki jólasundmótinu er einfaldlega sú að hvetja öryrkja til þátttöku í iþróttum Hingað til hafa menn ekki talíð að örorka og íþróttir gætu farið saman en á þessu sviði sem öðrum hefur orðið hugarfarsbreyting hin síðustu ár. Með sama hætti og nú er stuðlað að því, að öryrkjar geti tekið þátt í hinu daglega lífi þrátt fyrir örorku sína, er að því stefnt, að þeir geti notið þeirrar heilsubótar, sem íþróttaiðkun er. Þess vegna ber að fagna þessu framtaki og vonandi verður slíkt jólasundmót fastur þáttur i starfi íþróttahreyfingar og öryrkja i framtíðinni. eftir WILLIAM BORDERS ' ( jNeUr|Iork$tme0 Skálkaskjól Indiru Gandhi Ég kannast við ungan lög- fræðing I Delhi, höfuðborg Ind- lands; hann hafði oft á orði hér áður fyrr að fara að skipta sér af stjörnmálum og koma fram hugsjónum slnum um umbæt- ur I landinu. Hann er nú búinn að skipta um skoðun. Sfðast, þegar ég hitti hann ætlaði hann að snúa sér að lögmannsstörf- um og þeim heldur leiðinlegum ( þokkabót, a.m.k. ekki Ifkt þvf jafnfögrum og stjórnmálin eru. 1 Delhi býr annar kunningi minn, ungur og upprenna di blaðamaður, bæði greindur og efnilegur. Hann hafði mikið á prjónunum hér áður. Nú orðið segir hann, að „engin framtfð sé f blöðunum á Indlandi“. Hann er búinn að segja upp starfi sfnu og ætlar á mjólkur- bú uppi f fjöllum. Ég skal nefna þriðja kunningja minn; það er M.C. Chagla, fyrrum dómari, sendiherra og ráð- herra, nú kominn á efri ár. Hann sagði við mig fyrir skömmu. „Sú var tfðin, að ég gerði mér vonir. En nú sé ég enga glætu fram undan, hvern- ig, sem ég leita.“ Ég tek þessa menn og orð þeirra til dæmis um fjölda- marga aðra Indverja og skoðan- ir þeirra nú upp á síðkastið. Það, sem vakir fyrir þeim er þetta i stuttu máli: þegar ind- verska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi og tók sér skil- yrðislaust völd til þess að koma á röð og reglu hafði hún ýmis- legt til síns máls. Meinið er, að neyðarlög rfkisstjórnarinnar hafa gilt allar götur siðan án þess sannað verði, að neyðar- ástand rfki enn. Og þessir menn, sem ég nefndi áðan, og margir skoðanabræður þeirra óttast nú, að „þetta svokallaða neyðarástand muni rfkja lengi enn.“ Nú er liðið eitt ár og þriðjungur frá því, að Indlands- stjórn afnam mannréttindi f landinu og fór að fangelsa and- stæðinga sína eftir þvf, sem henni þótti þurfa. Indira Gandhi, forsætisráðherra sagði landsmönnum, að „við yrðum að setja ýmsar tfmabundnar hömlur" vegna þess, að það lægi við allsherjar upplausn f landinu. En jafnvel stuðnings- menn stjórnarinnar viður- kenna nú, að margar þær breyt- ingar, sem orðið hafa á þessum tíma verði ekki aftur teknar. Indira G:ndhi hefur reyndar sagt margsinnis, að „ekki verði aftur snúið til þeirra siða, sem tiðkuðust áður“, enda hafi þeir einungis leitt til ringulreiðar og almenns glundroða. Af þeim „nýju siðum" sem teknir hafa verið upp til fram- búðar í Indlandi eru þessir e.t.v. helztir. Snemma á þessu ári voru sett ströng lög um rit- skoðun blaða. Þau lög koma neyðarástandinu raunar ekkert við og munu gilda áfram, enda þótt neyðarástandinu linni. Þá hefur borið á því, að forsætis- ráðherrann er greinilega farinn að lita á fjölskyldu sína sem nokkurs konar konungsætt. Fer hún með Sanjay, son sinn, líkt og krónprins, sem erfa skuli rfkið, og skyggir hann á flesta aðra stjórnmálamenn. Hefur hann þó ekki verið kjörinn til neins embættis. Enn má nefna endurskoðun stjórnarskrárinn- ar og breytingar á henni. Sam- kvæmt þeim eru völdin að mestu komin i hendur þingsins - en þinginu stjórnar forsætis- ráðherrann. Þá hefur rikis- stjórnin margsinnis frestað þingkosningum þeim, sem upp- hafiega átti að halda i marz síðast liðnum. „Þó er ekki mest vert um einstakar laga- eða reglubreyt- ingar“, segir stjórnarandstæð- ingur einn, sem er nýkominn úr árs fangelsi. „Það skiptir mestu, að viðhorf manna hafa breyzt til frambúðar. Mér er til dæmis vel ljóst, að stjórnin get- ur látið stinga mér inn aftur hvenær sem henni þóknast og þarf engar heimildir eða sann- anir til. Þessi vitneskja hlýtur að breyta viðhorfi minu yfir- leitt.“ Agi er orðinn mikið lausnar- orð á Indlandi í seinni tið. Hann er alls staðar brýndur fyrir mönnum. Hann er jafnvel boðaður i auglýsingum utan á strætisvögnum. Og honum bregður mjög fyrir í ræðum stjórnmálamanna. Hans gætir líka hvarvetna á þjóðlífinu. Til dæmis má nefna háskólana; þar lá kennsla löngum niðri að miklu leyti eða alveg vegna uppþota og mótmælaaðgerða. Nú ríkir kyrrð og ró f háskólun- um . Þá má telja svartamarkað- inn; svartamarkaðsverzlun hef- ur minnkað stórlega í ýmsum greinum og ólöglegt, óskráð fjármagn fer siminnkandi. Forðum , þegar borgaryfirvöld í Calcutta hækkuðu strætis- vagnafargjöld, brást ekki, að allt varð vitlaust. Æstur múgur kveikti f strætisvögnum og velti tálmum út á sporin. Stundum hætti öll umferð um borgina svo, að dögum skipti. En nú er það af, sem áður var. Nú orðið heyrist ekki múkk, þegar strætisvagnafargjöldin hækka. Farþegar eru jafnvel orðnir svo agaðir, að þeir bíða þolinmóðir f löngum röðum eftir þvf að grejða fargjöldin sin. Jafnvel harðvítuguustu gagn- rýnendur stjórnarinnar hafa fagnað sumum breytingunum og talið þær einungis til batnað- ar. Hafi ekki af þeim veitt þvi, að allt of mikil lankind hafi verið í landinu áður. Hinn kunni, sænski hagfræðingur, Gunnar Myrdal kallaði Indland eitt sinn „lingert þjófélag". Hann skrifaði um þetta frá- bæra ritgerð, sem hann nefndi „Harmleik í Asíu“. Kvaðst hann vera heldur svartsýnn á framtíð Indlands og nágranna- rikja þess af því, að stjórnir þessara ríkja „krefðust afskap- lega lítils af þegnum sínum.“ „Það er lítil von um hraðar framfarir í Suðurasíu", sagði hann, „nema félagslegur agi verði aukinn". Hann bætti því vað, að „yfirleitt sneiddu menn hjá þvi í opinberri umræðu, að þörf væri að auka aga“. Hið lingerða rfki á Indlandi hefur tekið örlagaríkum breyt- ingum, og samkvæmt því, sem Myrdal sagði. En jafnframt þeim breytingum hafa líka gjörbreytzt hugmyndir Ind- verja um álit annarra þjóða á indversku rfkisstjórninni, sem þeir hreyktu sér svo mjög af f eina tíð. Það er ekki langt síðan menn voru á einu máli um það, að Indland væri fjölmennasta lýðræðisríki heims. Menn höfðu lýðræðishugsjónir mjög á vörunum í þá daga. Voru þær þó ekki annað en þunn yfir- breiðsla , sem kom fátækling- um á Indlandi, miklum þorra manna þar harla litið við. Fyrar réttum niu árum hélt Kushwant Singh, þekktur ind- verskur blaðamaður og skáld- sagnahöfundur, ræðu í Montre- al í Kanada og komst svo að orði: „Við Indverjar erum frjálsir menn. Við búum við frjáls blöð. Við getum sagt hug okkar án þess að þurfa að skyggnast um eða lækka róm- inn. Ég ætla að gerast svo djarf- ur að segja, að þetta verði með réttu sagt um Indland eitt allra þeirra ríkja f Asfu og Afriku, sem öðlazt hafa frelsi á undan- förnum 20 árum“. Það er fátítt að heyra Ind- verja mæla á þessa lund nú orðið. Nú er annað hljóð komið í strokkinn. Ég tek dæmi úr nýlegri ræðu Sankar Ghose, áætlanaráðherra: „Þegar lög þjóðfélagsins samrýnast ekki lengur helztu þörfum þess eru þau orðin úrelt og þá verður að afnema þau. Hreyfiöfl þjóð- félagsins verða að ráða eðli og gerð laganna en ekki öfugt“. Samkvæmt stjórnarskránni getur rfkt neyðarástand svo lengi, sem rikisstjórninni gott þykir. Þegar Indira Gandhi lýsti yfir neyðarástandinu f fyrra sagðist hún gera það vegna þess, að „djúptækt og vfðtækt samsæri“ hefði verið gert gegn rikisstjórninni. Upp frá þvi hefur hún og ráðherrar hennar minnt reglulega á sam- ræri þetta svo sem til réttlæt- ingar neyðarlögunum. Og þau eru enn f gildi. En nú er orðið kyrrara í Ind- landi en oftast áður og röð og regla komin á í flestum grein- um. Þaó er orðin útbreidd skoð- un, sem stjórnarandstæðingar einn orðaði svo nýlega. „I raun og veru steðjar engin neyð að Indlandi lengur. Okkur stafar engin ógn að utan og annan lands er ekkert neyðarástand.,, Jafnvel indverski kommún- istaflokkurinn, sem er hallur undir Kremlverja og studda Indiru Gandhi jafnan dyggifega á þingi, lýsti yfir því nýlega, að „ríkisstjórnin hefði réttilega tekið afturhaldsmenn föstum tökum f upphafi, en nú orðið væri neyðarlögunum æ oftar beitt gegn lýðræðisöflunum og gegn alþýðu manna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.