Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.12.1976, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1976 43 Mörg Ijón á vegi Argentínumanna við undirbúning — ÞAÐ er búið að skrifa svo mikið kjaftæði um heimsmeistarakeppnina f Argentfnu að ef þið getið ekki spurt almennilega fá- ið þið engin svör. Þannig mælti varaformaður FIFA- alþjóðasambands knatt- spyrnumanna — á blaða- mannafundi sem samband- ið boðaði nýlega til f Ar- gentfnu, en til mjög harðra deilna kom á fundi þessum milli blaðamannanna er hann sátu og forystu- manna FIFA. Var svo kom- HM Mar de Plata og tveir leikvangar á Buenos Aires. Urslitaleikur keppninnar á að fara fram á Riv- er Plate-leikvanginum í Buenos Aires og hefur þeim velli nú verið lokað vegna framkvæmda og verður ekki opnaður aftur fyrr en 1. júní 1978. Þá eiga að vera þar áhorfendasvæði fyrir 80.000 manns í stað 60.000 sem var, auk aðstöðu fyrir 600 blaðamenn og útvarp og sjónvarp. Margir óttast að hótelskortur verði alvarlegasta vandamálið við heimsmeistarakeppnina. Sam- kvæmt athugun sem FIFA beitti sér fyrir er áætlað að hótelrými verði að vera fyrir 350.000 manns, en Argentínumenn hafa nú upp á Joao Havelange forseti FIFA t.h. Tæðir við Antonio Merio, formann framkvæmdanefndar HM í Argentfnu ið undar lok fundarins að menn voru farnir að steyta hnefa og kalla ókvæðisorð. FIFA boðaði til fundar þessa til þess að kynna undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Arg- entínu 1978, en allt frá því að ákveðið var að keppnin færi fram þar hafa ýmsar blikur verið á lofti, og blaðamenn sem ferðazt hafa um Argentínu halda því enn fram að ekkert vit sé I því að hafa keppnina þar. Þar sé nákvæmlega allt iólestri. Vellir þeir sem leika skal á ekki boðlegir, engin hótel fyrir leikmenn og áhorfendur neins staðar f nágrenni þeirra og öll öryggisaðstaða fyrir neðan all- ar hellur, en margir óttast að öfgamenn i Argentínu muni nota tækifærið til hryðjuverka þegar heimsmeistarakeppnin fer fram. — Þið eruð bölvuð fifl, sagði formaður undirbúningsnefndar keppninnar við blaðamennina á fundinum, er þeir kröfðu hann svara um ýmis atriði vegna fram- kvæmdar keppninnar, og vöktu þessi ummæli hans mikinn fögn- uð meðal þeirra Argentínumanna sem þarna voru viðstaddir. — Þið gerið ekkert annað en að níða okkur niður, i þeirri von að keppnin fari fram I Evrópu — það væri auðvitað betra fyrir Evrópuríkin ef svo yrði, — en var ekki keppnin haldin þar siðast, sagði formaðurinn. Það hefur vakið athygli að for- ystumenn FIFA hafa haft beint samband við stjórnvöld I Argen- tínu út af undirbúningi keppn- innar, í stað þess að hafa samband við argentínska knattspyrnusam- bandið. Hefur Joao Havelange, forseti FIFA, verið tiður gestur í Argentínu að undanförnu, og að sögn hefur hann staðið sig mjög vel í að greiða úr ýmsum flækjum sem komið hafa upp vegna fram- kvæmda þar. Ákveðnir hafa verið sex keppn- isstaðir I heimsmeistarakeppn- inni: Mendoza, Cordoba, Rosario, að bjóða aðeins hluta af því. Hafa þeir heitið að gera verulegt átak I hótelmálunum, og eru nú hafnar framkvæmdir við hótel skammt frá völlunum í Buenos Aires, sem eiga að rúma fréttamenn og þátt- takendur í keppninni. Eitt það sem Argentínumenn leggja hvað mesta áherzlu á við undirbúning keppninnar er að koma upp fullkominni aðstöðu ttil sjónvarpsmyndatöku, en þeir bú- ast við að hafa aðaltekjur sinar af keppninni frá sjónvarpsstöðvum víða í heiminum. Hefur rikis- stjórnin skipað sérstaka nefnd i þetta mál og hefur hún fengið aðstoð bandariskra tæknimanna til þess að koma þessum málum I gott horf. Aðstaða á að vera til þess að taka alla leiki keppninnar upp í lit og senda beint bæði til Evrópu, S-Ameriku og Banda- rákjanna. I tilefni heimsmeistara- keppninnar verður svo tekin upp útsending sjónvarpsefnis I litum í Argentínu, en hingað til hefur Argentina verið eitt af fáum lönd- um sem ekki hefur haft litasjón- varp. Svíi vann í Davos 22 ára Svíi, Thomas Wassberg sigraði örugglega i 15 kílómetra göngu á alþjóðlegu skíðagöngu- móti sem fram fór i Davos i Sviss um síðustu helgi. Gekk Wassberg á 45,12,45 min. Annar I göngunni varð Stanislav Henych frá Tékkó- slóvakiu á 46:18,90 min., þriðji Milan Jary frá Tékkóslóvakiu á 46:31,12 min og fjórði varð Sven- Ake Lundbæck frá Svíþjóð á 46:31,51 mín. Hafnarstræti 8 Hallarmúla 2 Laugavegi 84 Þroskaleikföng ] Fótboltaspil j Pússlur ] Gestaþrautir | | Skjalatöskur | j Jarðlíkan □ Myndaalbúm 1 Pennasett. | | Lúdó | | Master Mind ] Matador ] Söguspil TEIKNIVÖRUDEILD: Olíulitasetf o.m.m.fl. Gjafavörur við allra hæfi VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK { Þt' AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞL' AUG- LÝSIR I MORGUNBLAÐINU Dp á 24 rásir með mjög fullkomnum taekjum, og bestu fáanlegu aleikurum á Englandi Meðal þeirra er Barry Morgan, trommur Hann hefur leikið inn á plötur með Elton John og Harry Nilson Gítarleikarinn Hugley Burns sem hefur spilað með Joe Cocker. Bassaleikarinn Herbie Flowers sem spilað hefur með Lou Reed og David Bowie Þar fyrir utan er 1 2 manna strengjasveit til aðstoðar Öll lög og textar fylgja með, samdíraf Magnúsi sjálfum, nema 5 texta, sem hann gerði í samvinnu við aðra. Upptökustjórn og hljópblöndun: Magnús Thor og Terry Davies HLUSTIÐ Á PLÖTUNA — EIGNIST PLÖTUNA SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.