Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 15 Greinargerð frá stjórn Póst- mannafélags tslands vegna setn- ingar nýrrar regiugerðar um stjórn og starfrækslu póst- og sfmamála. Á blaðamannafundi, sem hæst- virtur samgöngu-ráðherra hélt þann 3. jan. s.l., kynnti hann Reglugerð um stjórn og skipulag póst- og simamála, útg. 20. des. 1974, með gildistöku þann 1. jan. 1975. Starfsmenn póstþjónustunnar áttu ekki von á sllkri reglugerð með svo snöggum hætti, enda er hér um að ræða svo mikilvægar breytingar á stjórnkerfi póst og sima og stöðu póstþjónustunnar, að óæskilegt er að þannig sé á slíkum málum tekið. Það telst ekki ofmælt þótt því sé haldið fram, að þeir starfsmenn pósts og sima, sem átt hafa kost á að kynna sér áðurnefnda reglugerð, séu sammála um að fyrirvari um framkvæmd sé óeðlilegur og úti- lokað sé að koma ftenni í fram- kvæmd á tilskyldum tima. Þetta hefði nefndinni, sem vann að þessum málum, átt að vera ljóst. Póstmönnum var kunnugt, að starfandi var nefnd ásamt norsk- um aðstoðarmönnum, er hafði til athugunar skipulags- og rekstrar- mál stofnunarinnar, en að nefnd- in léti sitt fyrsta sjáanlega verk verða með þessum hætti, hefði fáum dottið í hug. Flestir héldu aó sjálfsögðu, að hér ætti að vanda vel til verka, m.a. með umræðum og kynningu á þvi efni, sem verið var að fást við, meðal starfsmannafélaganna og starfsmanna almennt, enda hafði það Verið boðað. Gerðu menn sér því vonir um skynsam- leg og lýðræðisleg vinnubrögð, sem væru stofnuninni til sóma og þjóðinni til heilla. Þessi von um nefndarstörfin hefur nú brugðist svo sem fram hefur komið, en það sem I raun- inni er verra og veldur póstmönn- um vonbrigðum er að samgöngu- ráðherra hefur fram að þessu ekki viljað stuðla að því að leiða þessi mál inn á réttar brautir, að fresta framkvæmd reglugerðar- innar og taka upp viðræður og athuganir i anda samvinnu og at- vinnulýðræðis. Á þessu átti póst- mannastéttin ekki von af sínum æðsta manni, sem hún verður að sækja til þegar annað þrýtur. Mikil andúð er á meðal póst- manna gegn þessúm vinnubrögð- um, og hún á sjálfsagt eftir að aukast þegar tækifæri gefst til að kynna málið út um landið. Til samgönguráðherra hafa nú þegar verið send eftirfarandi er- indi og mótmæli: Fjölmennur fundur póstmanna i Reykjavík, haldinn 30. desember ’74, mótmælir harðlega setningu reglugerðar um stjórn og skipu- lag pósts og sima frá 20. desember s.l. og telur að með henni sé vegið á þann hátt að hagsmunum pósts- ins að ekki verði við unað. Þá telur fundurinn það beina móðgun við póstmannastéttina og stofnunina i heild, að ætlast til að svo hlutdrægar breytingar á stjórnarformi, sem fram koma í reglugerðinni, verði gerðar með fárra daga fyrirvara. Fundurinn krefst þess, að látið verði af þeirri tilskipunarstjórn, sem nú er farin að gera vart við sig i þjóðfélaginu, og skorar á póst- og símamálaráðherra að fresta framkvæmd þessarar reglugerðar og skapa tíma til um- ræðna um hana og taka upp sam- starf við starfsmenn stofnunar- innar um réttláta framkvæmd mála I anda atvinnulýðræðis. Fundarstjóri Guðmundur Jóhannsson Fundarritari sign Jakob Tryggvason sign Við undirritaðir yfirmenn hjá póstþjónustunni mótmælum þeim f jötrum, sem virðast vera lagðir á öll stjórnunarstörf póstmanna með setningu reglugerðar um stjórn og skipulag pósts- og síma frá 20. desember s.l. 1 reglugerð- inni felast svo miklar breytingar um stjórnun og ákvarðanatöku í póstmálum, sem frá öndverðu hafa verið í höndum póstmanna, að við liggur að um vantrausts- yfirlýsingu á póstmannastéttina sé að ræða. Við teljum okkur hafa öruggar heimildir fyrir þvi, að ákveðið hafi verið, á fundi póst- og simamálastjórnarinnar á s.l. vori að framkomnar tillögur um skipulagsmál stofnunarinnar færu til gagngerðrar athugunar og umræðu hjá stjórnendum sem og öðrum starfsmönnum. Þvi miður hefur þessi samþykkt póst- og símamálastjórnarinnar verið að engu höfð, og reglugerð- in samin og sett án vitundar þeirra póstmanna, sem árum sam- an hafa starfað að skipulags- og stjórnunarstörfum hjá póstþjón- ustunni. Að lokum leyfum við okkur að fara þess að leit við yður, hæst- virtur ráðherra, að þér frestið framkvæmd á nefndri reglugerð, og hlutist til um að fulltrúar póst- mannastéttarinnar fái tækifæri til að koma sinum sjónarmiðum um skipulagsmái I stofnuninni á framfæri. Rafn Júlfusson Póstmálafulltrúi sign. Árni Þór Jónsson Yfirdeildarstjóri sign. Sigurður Ingason Skrifstofustjóri póststofunnar sign. Þorgeir K. Þorgeirsson Forstöðumaður póstgiróstofu sign. Ilar. Sigurðsson Aðalgjaldkeri póststofunnar sign. Sindri Sigurjónsson Skrifstofustjóri póstgíróstofunn- ar sign. Ari Jóhannesson Yfirdeildarstjóri tollpóststofu sign. Bréf frá póstmeistaranum I Reykjavik, Matthiasi Guðmunds- syni dags. 27. des. ’74, þar sem hann skýrir frá því, að það hafi verið ákveðið á fundi þar sem saman var komin póst- og síma- málastjórnin og skipulagsnefnd, að fram komnar tillögur um skipulagsmál yrðu lagðar fram i stofnuninni til umræðu og um- sagnar. Þá telur póstmeistari m.a. í bréfinu, að reglugerðin fái ekki staðist af ýmsum ástæðum, og reyna þurfi á réttmæti hennar vegna gildandi laga. Póst- og símamálastjórnin sam- þykkti á fundi sínum þann 30. des. s.l. að óska eftir þvi við ráð- herra, að gildistöku Reglugerðar um stjórn og skipulag póst- og sima frá 20. des. 1974 yrði frestað. 1 fréttatilkynningu, sem sam- gönguráðherra lét frá sér fara á fyrrnefndum blaðamannafundi kemur fram, að hann hyggst halda áfram að styðja við bakið á þeim aðilum er hlut eiga að þeirri tilskipunarstefnu, sem verið er að marka með margnefndri reglu- gerð. Þessa afstöðu ráðherrans ber að harma þegar verið er að hvetja til samstilltra átaka i anda friðar og samvinnu. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er það fastur ásetningur stjórnar Póstmannafé. tslands, að vinna að því eftir öllum tiltækum löglegum leiðum að sá háttur verði upptek- inn I þessum málum sem sæm- andi er islensku þjóðfélagi, að frjáls skoðanaskipti verði viðhöfð á eðlilegum grundvelli, og að sér- þekking starfsmanna stofnunar- iYinar verði metin að verðleikum.” Þá skrifaði ég bréf til sam- gönguráðherra þann 1. apríl 1975, en þvi lýkur á þessa leið: „Það er min skoðun, að nú ætti að staldra við I þessum málum og gefa öllum aðilum ráðrúm til að taka upp drengilegt samstarf, byggt m.a. á sérþekkingu starfs- manna og tillitssemi við einstak- linga og félagahópa. Ekki ætla ég annað en að allir málsaðilar séu þess meðvitandi, að nú eru þeir tímar fyrir hendi I stofnuninni og í þjóðfélaginu sem heild, að forð- ast verður missætti og óánægju, sem er auðvelt ef allir leggjast á eitt. Nú þarf að taka upp þráðinn frá 16. apríl 1974, þegar loforðið var gefið um að málin yrðu rædd á breiðum grundvelli. Starfi hins norska firma ætti nú að láta lokið, fjárhagslegur kostnaður við það er sjálfsagt orðinn full mikill. Nú er það okkar íslendinga, að meta það sem fyrir liggur og koma verkinu áfram, eins og efni standa til við íslenskar aðstæður. Að svo mæltu vil ég leyfa mér að bera fram við yður, hæstvirtur ráðherra, eftirfarandi tillögur, er skoðast mættu sem innlegg í þær umræður og starf, sem nú er framundan: 1. Póststofan í Reykjavík haldi stöðu sinni innan stofnunar pósts og sima, svo sem verið hefur. Stefnt, skal að því, að hún taki verkefni fyrir simaþjónustuna I hinum ýmsu afgreiðsludeildum, eftir þvl sem við á. 2. Póstglróstofan verði viður- kennd sem sjálfstæður rekstur á sama hátt og póststofan, og að hún heyri beint undir póst- og símamálastjóra. 3. Staða Póststofunnar á Akureyri verði með svipuðum hætti og ver- ið hefur. 4. Stofnsett verði sérstök póst- og slmamálastjórn, er skipuð verði póst- og slmamálastjóra, póst- meistaranum I Reykjavík og for- stöðumanni póstgíróstofunnar ásamt þrem öðrum aðilum i stofn- uninni. Til viðbótar þessum 6 mönnum verði þrlr menn utan stofnunarinnar tilnefndir af póst- og simamálaráðherra, sem verða virkir I stjórninni að staðaldri eða eftir öðrum reglum. Þá fari fram athugun á þvl á hvern hátt full- trúar starfsmanna komi inn I þessa stjórn. 5. Athugaðir verði möguleikar á að aðskilja reikningshald póstsins og slmans I átt við það sem var fyrstu 25 árin af samstarfstíma- bilinu, svo rekstrarafkoma hvors aðila fyrir sig komi I ljós.“ Síðasta tilraun póstmanna til að reyna að ná samkomulagi við samgönguráðherra Og enn reyna póstmenn að ná samstarfi við samgönguráðherra með bréfi þann 2. janúar 1976, en i þvl er óskað eftir svari hið fyrsta. Undir þetta bréf rita 28 yfirmenn á Póststofunni I Reykja- vík. Ekkert svar hefur borist frá ráðherra við þessu bréfi — og talar það sinu máli, sem ekki verður rætt hér nánar, þótt ærin ástæða sé til. Það er_ bersýnilegt að hann hefur ekkert við póst- menn að tala og ekkert til þeirra að sækja varðandi þau mál, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Ég átti ekki von á að samgöngu- ráðherra fetaði svo dyggilega I fótspor skÍDulagsnefndarinnar, Framhald á bls. 34 Fjölmargir kostir í vönduðu tæki á hagstæðu verði 1. Start og stopp hnappur 2. Hnappur til að spóla fram og til baka Upptökuhnappur Upptökuljós 5. Stöðvamerki 6. Bylgjuveljari á bakhlið Bylgjustillir Hljóðnemi Útvarps eða hljóðnema skiptir 3. 4. 7. 8. 9. 10. Innstunga fyrir heyrnartæki 11. Inntak fyrir hljóðnema, plötuspilara og segulbandstæki 12. Styrkstillir í upptöku 13. Tónstillir 14. Hnappur sem opnar fyrir kassettu 15. On/Off/Styrkstillir. Philips kann tökin á tækninni heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.