Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRlL 1377 GRANI göslari — og neyðarbj'dlla fyrir gestina er þarna uppi — ef eitthvað ber útaf! Þú mátt fara núna! Þarft framtak BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spilið hér að neðan er frá tvfmenningskeppni í Noregi fyrir tveim árum sfðan. Á sex horðum af tuttugu og einu töpuðust fjögur hjörtu þð ótrúlegt sé þegar litið er á hendur norðurs og suðurs. Norður gefur, norður og suður á hættu. Norður S. D106 H.6432 T. 8 L. DG954 Suður S. Á542 H. ÁKD95 T. 76 L. ÁK Aðeins á umræddum sex borðum spilaði vestur tvisvar tígli — tígulás og síðan kóngur. Getur þú gert betur en norsku spilararnir, lesandi góður? Hvernig myndir þú spila spilið? Spilíð virðist ákaflega auðvelt ef trompin fjögur, sem okkur vantar, liggja ekki öll á annarri hendinní. En að vestur skuli spila tvisvar tígli virðist hafa tekið af okkur innkomu á blindan of snemma. Allt spilið gæti verið þannig. CTy £poO J Q°o COSPER Viltu líta eftir henni meðan vió förum í burtu? „Kæri Velvakandi. Nú hef ég beðið svo lengi eftir að sjá á prenti eitthvað um að- gerðir Islendinga til uppörvunar og aðstoðar okkar frábæra Pólý- fónkórs, en sama hvaða blað ég les — ekki orð! Ég get því ekki orða bundizt — því Pólýfónkórinn með Ingólf Guðbrandsson sem kórstjóra má tsland alls ekki missa; að öllum öðrum kórum ólöstuðum er starf hans svo frábært, svo ómetanlegt — að það er stórkostlegt hvað þau hafa áorkað. Mattheusarpassían, Jóhannesarpassían, Messias, hve- nær getum við fullþakkað það að fá að hlýða á þessar perlur tónlist- arinnar, frábært listfólk — frá- bær flutningur. Ég held að allir, sem hafa hlustað á flutning Pólý- fónkórsins á þessum verkum, já öllu sem kórinn hefur flutt, séu mér sammála um að þar hefur tónlistin risið hæst á okkar góða landi. Það hefur oft verið sagt að góð tónlist göfgi hugann. Þökkum því Pólýfónkórnum frábært starf með þvi að styðja við bakið á honum. Það fara árlega — stund- um oft á ári — fram landssafnan- ir til styrktar þessu og hinu jafn- vel til annarra landa. Islendingar, sýnum að við stöndum saman og látum 1-2-3-4-5 þúsund krónum rigna yfir Pólýfónkórinn, látum ekki sannast að Italir styrki kór- inn með kr. 7 milljónum, en Is- lendingar með kr. 300 þúsund. Látum Pólýfónkórinn finna að við viljum halda áfram að hlusta á hann flytja páskaboðskapinn mörg ár í viðbót. Pólýfónkörfélag- ar, ég bið guð að styrkja ykkur i miklu og óeigingjörnu starfi ykk- ar um alla framtið. Jóhanna Kristinsdóttir, Miðtúni 2, Keflavík." Þetta var ekki svo lítil lofgjörð um Pólýfónkórinn sem sjálfsagt á það skilið og þessi flutningur kórsins á kirkjulegum verkum á páskum er atburður, sem fólk á sjálfsagt eftir að sakna. En frá þessu máli verður horfið að öðru máli og ekki eins geðfelldu: 0 Um fíkniefni og fíkniefnasölumenn „Ég tek undir orð konu þeirrar, sem hringdi til þin, Velvakandi góður, og þú birtir í dálki þínum í dag (30.3.). Það voru sannarlega orð i tíma töluð. Það er ekki að undra, þótt al- menningur sé orðinn skelfdur, þegar það reynist svo, að menn þeir, sem fíkniefnasölu stunda og fjármagna þá iðju, eru látnir laus- ir tafarlaust, þegar sök þeirra hef- ur verið sönnuð og geti þannig þegar í stað hafið iðju sina á ný. Norður S. D106 H. 6432 T. 8 L. DU954 Vestur S. 93 H. G87 T. ÁK1093 L.1087 Austur S. KG87 II. 10 T. DG542 L. 632 Suður S. Á542 II. AKD95 T. 76 L. ÁK. Nú sjáum við að trompsexan er >kkar eina örugga innkoma á blindan. Og ef við trompum tigul- kónginn í blindan eigum við ekkert tromp eftir í blindum þegar við höfum tekið öll trompin af vestri. Og þar með enga innkomu. Lausnin er því ákaflega einföld. Við látum spaða í tigulkónginn en þá eru allir vegir færir. Sama er hverju vestur spilar því hjarta- sexið verður örugg innkoma á blindan. Og við fáum ellefu slagi. — tveim meira en Norðmennirnir. R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI 73 biðjum þig að segja okkur svar við einni spurningu? HVER REYNDI AÐ DREPA ÞIG t NÁMUNNI? Ég held að við höfum öll haldið niðri I okkur andanum. Loks vorum við að komast að kjarna málsins, forleiknum var lokið... — Ég datt þannig að ég gat gripið um ristina á fjandmanni mínum. Fóturinn var þegar dreginn brott, en það hefur sjálfsagt bjargað iifi mínu að ég náði fáeinar sekúndur tök- um á fótleggnum. Og ég skynj- aði að þessi fótur var ekki f neinum stfgvélum... Otto Malmer greip andann á lofti... hann h?fur sjálfsagt verið að hugsa um þau orð sem hann hafði látið falla áður en lagt var af stað niður f námuna: — En Bella! Þú ætlar þó varla að fara niður í námuna f þessum fótabúnaði. Ja, þú gerir auðvitað eins og þér sýnist, en þú veizt vel að það er kalt og rakt niðri. Ég mundi orð hans með óhugnanlegri nákvæmni. En einhvern veginn gekk mér svo erfiðlega að kingja þeim og ég fann sársaukann læsast um mig. 14. kafli Gabriella hafði hafði aldrei verið fegurri en nú, þegar stór litrík augu hennar fylltust undurhægt tárum. — I guðs bænum. Bella, sagði Ghrister Wijk hryssings- lega. — Hlffðu okkur við frek- ara táraflóði. Við höfum sannarlega fengið okkur full- södd af þvf. Hún þerraði augun og lyfti andlitinu og horfði á hann full örvæntingar og skelfingar. — Eg ætlaði ekki að gera það! 0, þú VERÐUR að trúa mér. EG ÆTLAÐI EKKI AÐ GER.A ÞAÐ I ALVÖRU... Ég... ég var bara orðin svo hrædd við þig og þegar þú stóðst svona hjá mér... það var eitthvað sem kom allt í einu yfir mig... Svo færði ég mig til Daniels og þá varð mér ljóst hvað ég hafði gert... — Já... já skaut Christer inn f. — Þú segist hafa verið orðin hrædd við mig? Hvers vegna segirðu það? Hún svaraði ekki og hann hélt áfram og talaði lágt en með töluverðum þunga. — Var það vegna þess að ég hafði trúað þér fyrir flestu því sem ég hafði talað um við Hel- ene... og gefið f skyn að það væri sennilega ekki þar sem orsaka harmleiksins skyldi leita? Ég hafði einnig sagt að nú hefði ég f hyggju að snúa mér af fuilri einurð að málinu um Gertrud. Var það ástæðan fyrir skelfingu þinni? Gabriella hafði falið dökkt höfuð sitt f höndunum sfnum og nú grét hún án þess að gera minnstu tilraun til að stilla sig þrátt fyrir hvöss orð Christers rétt áður. Christer stóð þögull og það var ógerningur að geta sér til um hvað hann var að hugsa — eða hvernig honum var innanbrjósts. Én hann Framhaldssaga eltlr Marlu Lang Jóhanna Krlstjönsdóttir þýddi horfði lengi á grátandi stúlk- una. — Eitt.langar mig til að vita, sagði hann eftir drykklanga stund — og mér finnst ég vera f fulium rétti til að spyrja um það. Hefurðu nokkurn tfma elskað mig eða var það bara...? Hún leit tárvotu augnaráðinu á hann. — Ö, Christer, hvernig get- urðu spurt svona? Ég var svo innilega hamingjusöm með þér og ég hélt ég hefði gleymt öllu öðru... En svo... fór allt þetta að gerast og allt varð svo erf- itt... Ég veit ekki lenguc sjálf hvað ég vil og hvað ég er... — Ég er þér þakklátur fyrir orð þfn. Það er að minnsta kosti smyrsl á stolt mitt, En ég er nú samt ekki sannfærður um að þetta sé satt... Og svo bætti hann við og virt- íst gæta meðaumkunar f rödd- inni. — Sannleikurinn er að þú hefur elskað... og viljað vernda tvo aðra menn. Tvo menn sem að minnsta kostí áttu það báðir sameiginlegt AÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.