Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 53 + Erfiðleikar Þegar leiðir þeirra Halldórs og Bjarna lágu saman í Kaliforníu virðist gengi Bjarna vera fallandi innan kvikmyndaheimsins. Magnús Á. Árnason segir frá því i þætti sinum um Bjarna, að hann hafi stundum fengið sæmileg hlutverk en svo liðið langur tími á milli sem hann fékk ekkert að gera og þá hafi hann oft verið fjárvana. Fyrst í stað hefur þó stundum mátt litlu muna að hann dytti í lukkupottinn. í bréfasafni Bjarna er t.d. að finna hálfkaraða lýsingu á einu slíku atviki, en þar segir hann m.a.: „Það skeði árið 1924 að eitt stærsta filmufélag í Hollywood — Metro-Goldwin-Meyer-félagið hafði tekið að sér að filma hina heimsfrægu sögu Leo Tolstjoj — Reserection, Upprisan. Hin ný- komna stjarna Greta Garbo átti að leika aðalhlutverkið ásamt John Gilbert, sem þá var á tindi frægð- ar sinnar og hafði tekið að sér að vinna hjörtu ungu stúlknanna, eftir að hinn óviðjafnanlegi Rudolf Valentino hafði gefið upp andann eftir bráðan og óvæntan uppskurð. Ég beið heima hjá mér á Mc Cadden Place, rólegur og í bezta skapi eftir að hafa lokið smáhlutverki i filmu hjá „Universal" og fengið ágæta borg- un, þvi ég var aukaleikari og hafði þvi dagkaup (eftir því hve hlutverkið var stórt). Siminn hringir, það er M-G-M félagið — Þér eruð beðinn að koma til við- tals hingað á morgun kl. 10. Eg vissi hvers kyns var. Þetta var nær dagiegur viðburður að vera hringdur upp til viðtals viðvíkj- andi einhverju smáhlutverki. Þegar ég kom á skrifstofuna dag- inn eftir, er mér skýrt frá því að Alex Tolstoj, sonur hins fræga rithöfundar hafi verið fenginn alla leið frá Paris til að velja leikara í hlutverkin. Utlit leikar- Fóstbræðralag Það tókst fljótlega mikil vinátta með þeim Halldóri og Bjarna þarna vestra og þriðji fóstbróðir- inn var síðan Magnús Á. Árnason myndhöggvari, bróðir Ástu mál- ara sem áður er nefnd. Magnús hefur skrifað um Kaliforniuár þeirra beggja, Halldórs og Bjarna, sem kom út í bókinni „Gamanþættir af vinum mínum" fyrir nokkrum árum, og má þar sjá að ýmislegt hafa þeir brallað saman. Magnús fékkst jöfnum höndum við myndlist og tönsmíð- ar en kvikmyndin átti hug Bjarna og Halldór deildi áhuganum með honum framan af, eins og fram kemur í bréfi Halldórs frá Gimli um mitt ár 1927 til vinar hans Erlends í Unuhúsi. Þar segir hann: „Ég fann hjá mér alveg óstjórnlega köllun til að fara til Hollywood. Ég er s«yinfærður um að ekkert liggur fyrir mér eins og kvikmyndin. Ég hef ekki auga fyrir neinu eins og þvi kvik- myndalega. Ég er sannfærður um að ég get grætt milljón dollara á því að búa til kvikmyndir á til- tölulega mjög stuttum tíma. Það runnu upp fyrir mér nákvæmar kvikmyndanir á sögum minum, með leikurum, sem ég hugsa mér að ég velji sjálfur, textum, músík, effektum og hárfínum leikbrögð- um. Ég hef verið að reyna að útvega mér sambönd fyrir vestan, hef i sigti ísl. lögmann í Los Angeles, fyrir impressario, og ísl. kerlingu eina stórríka, sanna milljónakonu. —Strax og ég kem vestur þang- að, fer ég á fund filmleikaranna". Tröllatrú Halldórs á Hollywood átti að vísu eftir að breytast þegar hann kynntist „himnariki kvik- myndanna“ dálitið betur. Likt og Bjarni átti hann eftir að komast að raun um að valdhafarnir i Hollywood, forráðamenn kvik- myndafélaganna, voru glám- skyggnir á hæfileikamenn. En fremur en landi hans verður Hall- dór ekki sakaður um að hafa ekki reynt. Hann skrifaði kvikmynda- handrit, sem hann reyndí að koma á framfæri og eftir því sem Peter Hallberg segir í bók sinni Hús skáldsins var Salka Valka eitt þeirra og er þar komin frum- gerðin að skáldsögunni. anna þurfti að likjast sem mest persónunum i sögunni. Eftir stutta bið i ytri skrifstofunni er mér boðið inn til sonar hins heimsfræga Tolstoj. Hann situr einn við stórt skrifborð. Hann er maður hár vexti, grannur útlits, grátt alskegg, sköllóttur, augun Ijósblá og daufleg. Hann heilsar mér kurteislega. .. “ Lengri er lýsingin ekki en á öðru bréfsnifsi frá Bjarna má lesa, að Tolstoj segist hafa kallað á Bjarna eftir að hafa séð hann á mynd, þótt hann hæfa vel i mynd- ina og það fer vel á með þeim. Botninn i þessa frásögn er síðan að finna í viðtali við V.S.V. sem áður er vitnað til en þar segir Bjarni: „Ég kynntist syni Leo Tolstoys og var hann þá að undir- búa töku kvikmyndar eftir einni af sögum föður síns. Bauð hann mér heim til sín eitt sinn og réð mig sem einn leikendanna. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar maður nokkur, sem hann hafði fengið til að leggja dóm á leikendurna, gaf þá yfirlýsingu eftir að hafa mælt mig og skoðað í krók og kring, að ég væri of lág- vaxinn." Ýmislegt virðíst hafa farið úrskeiðis við gerð þessarar myndar og henni er ekki lokið fyrr en tveimur árum siðar eða 1926 og þá ekki með Garbo og Gilbert í aðalhlutverkum heldur Rod la Rocque og Dolores del Rio. En þessa mánuði árin 1927 — 28, sem þeir Halldór, Bjarni og Magnús héldu hópinn, fékk Bjarni færri hlutverk en áður. Magnús segir, að Bjarni hafi eitt sinn boðið honum að gista hjá sér eina viku sem Magnús var í Los Angeles en þá hafi verið svo kom- ið fyrir honum, að Bjarni hafi skuldað húsaleigu og þeir orðið að læðast inn seint á kvöldin til að húsráðandinn uppgötvaði ekki að það væri kominn nýr gestur og færi að krefja Magnús um húsa- leigu Bjarna. Bjarni hafði þó öll spjót úti til að verða sér úti um vinnu í kvikmyndum. Hann skrif- aði Victor Sjöström, sænska kvik- myndaleikstjóranum (sem gerði Fjalla-Eyvind), sem keyptur hafði verið til Hollywood nokkru áður eftir mikla velgengni heima- fyrir. Leitaði Bjarni eftir hlut- verki i næstu mynd hans. I svari sinu segist Sjöström eða Seastorm eins og hann nefndist þar vestra, ekki vita hvenær hann hæfi gerð nýrrar myndar og þar sem allt væri óráðið hvaða saga yrði fyrir valinu, gæti hann ekki að svo stöddu sagt til um það hvort þar yrði hlutverk við hæfi Bjarna. Hið eina sem hann gæti ráðið honum væri að skrifa að nýju innan sex vikna og þá gæti hann gefið ákveðnara svar. ★ Bill Cody í Hollywood komst Bjarni einn- ig i kunningskap við annan Islending, Bill Cody, eins og hann nefndist i kvikmyndaborginni og var þá orðinn þekktur kúrekaleik- ari. Hann var hálfbróðir Emil Walthers listmálara, og hann hafði sjö ára að aldri verið sendur munaðarlaus til Islands og átt þá heima um skeið á Húsabakka við Sauðárkrók, eftir því sem Halldór Laxness hefur eftir Bill Cody sjálfum í fréttapistli til Morgun- blaðsins 1928 frá Kaliforníu. Cody hafði þá samið og leikið rniili 20 og 30 myndir — ýmist á eigin reikning eða fyrir tilstilli Pathé-kvikmyndafélagsins og af myndum hans nefnir Halldór „Arizona Whirlwind", „King of the S:ddle“, „Born to Battle", „Fighting Smile" og „Riders of 5 nýir litir eru a argerð 1977 og 6 nýir litir eru á áklæði og klæðningu. - Saab 99GL : w ... Lengí getur gott batnaó--- „Öryggi framar öllu“ eru einkunnarorð SAAB verksmiðjanna og þær hafa alltaf kappkostað að SAAB stæði undir þeirri fullyrðingu. Og lengi getur gott batnað. Árgerð 1977 af SÁAB kemur nú með alveg nýjan Ijósaútbúnað, sem eykur akstursöryggið ennþá meir. Bæði fram- og afturljós eru nú miklu kraftmeiri (100-200%), og lýsa lengra og víðar (ca. 255°), og eru sérstaklega örugg í þoku og slæmu skyggni, auk þess sem lamparnir endast nú meir en hélmingi lengur. SAAB 99 er auk þess prýddur ýmsum notalegum nýjungum s.s. nýrri tegund áklæðis, sem er sérlega hentugt að hreinsa, stýri með stærri öryggispúða, sem jafnframt er flauta, — stærri hliðarspeglar, o.fl. Höggvarinn, sem auóvitað er fjaðrandi, er gúmmívarinn til frekari varnar í ákeyrslu. JHD 0S3 BJÖRNSSON Aý° ,,ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU“ SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.