Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1977 MIKAEL konungur var 26 ára gamall, þegar hann lét af konung- dómi. Hann var krýndur 1927, þá aðeins sex ára gamall, eftir að afi hans, Ferdinand konungur, lézt. Carol krónprins, faðir hans, var þá i útlegð í Frakklandi, en nokkru eftir lát Ferdinands kom Carol til Rúmeníu og tók við völd- um. En Carol konungur varð að af- sala sér völdum árið 1940 og flýja í skyndi úr landi. Stóðu fyrir þvi Antonescu sem var einn helzti stuðningsmaður nazista í Rúmeniu á stríðsárunum og varð iorsætisráðherra leppstjórnar sem nazistar m.vnduðu í landinu. Gekk landið Þjóðverjum á hönd og frá 1941 og fram til ársins 1944 barðist Rúmenía með Þjóðverjum. MIKAEL konungur mun i fyrstu ekki hafa beitt sér að marki og var i fyrstu hálfgildings fangi Þjóðverja. Þó er vitað að hann starfaði með leynd gegn þeim eft- ir föngum. Þegar tækifæri gafst í ágúst 1944 og enda þá farið að halla undan fæti hjá Þjóðverjum, greip hann tækifærið, lagði á ráðin um að fella nazistastjórnina og myndaði stjórn skipaða fulltrúum bændaflokksins i landinu, sósíalistum og kommúnistum, en þeim síðast töldu hafði vaxið mjög fiskur um hrygg. Ráðagerð Mikaels heppn- aðist, Rússar sæmdu hann sigur- orðu og virtust dáleikar vera þarna í millum. Þar átti þó eftir að 'verða breyting á. Þjóðverjar hörfuðu nú í skyndi frá Rúmeníu sem lýsti yfir stríði á hendur þeim, en undirritað var vopnahlé við Sovétríkin og ríki Banda- manna þann 12. september sama haust. Hét Rúmenía því að senda tólf herfylki í stríðið gegn öxul- veldunum og láta í té ýmsar nauð- synlegar iðnaðarvörur og flutningatæki. Eftir töluverð um- brot innan stjórnarinnar myndaði síðan Groza ríkisstjórn og var frjálslyndur maður, Tatarescu, utanríkisráðherra. EN EKKI VAR kyrrð og friður Á FYRST.U árunum eftir heimsstyrjöldina síðari ríkti mikil ringulreið í heiminum, landamæri færðust til, ný ríki mynduðust, önnur hurfu nánast af landakortinu. En meðal meiri háttar breytinga í Evrópu telst sjálfsagt sú þróun, að Áustur-Evrópulöndin færðust smám saman undir yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Síðasta landið, sem enn hafði konungsstjórn, var Rúmenía. Mikael Rúmeníukonungur hafði sýnt í styrjöldinni að hann kaus að styðja Rússa umfram nazista, en það kom fyrir ekki. í Morgun- blaðinu á gamlársdag er skýrt frá afsögn konungs og hvarf hann skömmu síðar úr landi og hefur ekki komið til Rúmeníu síðan. í Mbl. segir: „Mun afsal hans hafa komið flestum í Rúmeníu algerlega á óvart, enda þótt stjórnmálamenn erlendis hafi lengi átt von á þessu. Öll sæti rúmensku stjórnarinnar eru nú algerlega undir kommiinista lögð, en Rúmenía var síðasta leppríki Rússa sem enn laut konungsstjórn." komin á. Þvert á móti. Vegna þess hve uppskeran hafi brugðizt hrapallega í Iandinu þetta árið neyddust Rúmenar til að ganga til náinrvar samvinnu við Rússa á ýmsum sviðum. Andstæðingar þeirra áforma, Brátaniu og Maniu, reyndu að steypa ríkis- stjórninni og á Potsdamráð- stefnunni neituðu Vesturveldin að viðurkenna stjórn Groza. Greip ráðherrann þá til þess ráðs að heita því að tveir fulltrúar stjórnarandstöðunnar fengju aðild að rikisstjórninni og síðar á árinu voru haldnar kosningar. Fengu þá stjórnarflokkarnir 348 fulltrúa og stjórnarandstaðan 66. Þeir tveir fulltrúar stjórnarand- stöðunnar sem höfðu átt sæti í stjórninni sögðuaf sér i mótmæla- skyni og töldu kosningarnar fals- aðar. Enn varð nokkur bið á að Vesturveldin viðurkenndu Rúmeníu en þó kom þar, eftir Parísarfundinn 1946, að Rúmenía undirritaði friðarsamning við bandamenn. Rússneskir her- flokkar voru um kyrrt í landinu og varð af öllu séð að áhrif þeirra fóru vaxandi og létu þeir æ meira að sér kveða. í apríl 1947 lét ríkis- stjórnin til skarar skriða gegn Maniu og Bændaflokknum og þrátt fyrir mikil mótmæli erlendis frá var Maniu dæmdur i ævilangt fangelsi. Talið er að þar hafi Mikael Rúmeníukonungur komið töluvert við sögu, er hald manna að hann hafi beitt sér mjög gegn þvi að Maniu yrði handtekinn og þegar hann sá að við það var ekki ráðið neitaði hann að staðfesta líflátsdóm yfir honum og hélt fast við þá ákvörðun þrátt fyrir að hann væri beittur bæði fortölum og hót- unum. UM svipað leyti varð Tatarescu að leggja niður völd og hefst nú þáttur „Önnu rauðu“ — eða Önnu Paukers og verður komið að því fljótlega að hún átti mikinn þátt i því að konungur varð að segja af sér. Eftir að konungur hafði verið Mikael Rúmeníukonungur og Anna prinsessa. „Var síðasta leppríki kommúnista sem laut konungsstjórn" — segir í Mbl. 30. des. 1947

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.