Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRlL 1977 65 stakk hausnum aðeins inn, sá ekk- ert en heyrði eitthvert óhugnan- legt hljóð og sneri fullur felmtri til baka. En nú þurfti flotaforing- inn auðvitað að snúast öndverður gegn þessum draugagangi og vildi skýra þetta óhljóð sem dropa, er lækju niður bergið. Eins og við Guðni heyrðum svo%em ekki líka dropatalið. Þetta var og verður óskýranlegur draugagangur. Þór- bergur kvaðst að visu ekki hafa heyrt um draugagang þarna fyrr, en þegar við hittum Steinþór seinna sögðum við honum frá þessu fyrirbæri og þá kvaðst hann hafa heyrt um reimleika þarna, svo að fjárleitarmenn, er leitað hefðu skjóls í hellinum hefðu ekki hafst við þar fyrir ólátum. Þarna var því komin óræk sönnun þess að yfirnáttúrulegur atburður hafði skeð í okkar viðurvist. Við höfðum heyrt yfirnáttúruleg hljóð.“ Pétur á leið heim úr vinnunni utan Skúlagötu Lærið vélritun Ný námskeið að hefjast. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna Upplýsingar og innritun í síma 413,1 Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. IÐUNN Skeggjagötu 1 Reykjavík Jón Oddur og Jón Bjarni Hin stórskemmtilega og vel skrifada bók um tvíbur- ana Jón Odd og Jón Bjarna vann hug og hjarta jafnt yngri sem eldri jafnskjótt og hún kom á markaó, enda fór ekki milli mála að kvatt haföi sér hljóös höfundur sem sannarlega var sú list lagin aó skrifa fyrir börn. Og hér sannaðist eins og ávallt áöur: Góð barnabók höfðar engu síður til fullorðinna en barna, enda á frásagnargleöi, hugmyndaauðgi og kímni bókarinnar erindi til allra aldursflokka. Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna Síðari bókin um þá tvíburabræður er jafnvel enn betri en sú fyrri. Þar segir meira af skrýtnum hug- myndum þeirra, kostulegum framkvæmdum og margvíslegum ævintýrum. Efni beggja bókanna er sótt beint í margslunginn hversdagsleikann. Þær eru báðar raunsæjar og birta nútímaleg viðhorf. Frá- sögnin einkennist af fjörugu ímyndunarafli, ríkulegri gamansemi og næmum lífsskilningi. Báöar bækurn- ar hafa þegar komið út í tveimur útgáfum og sú fyrri er senn á þrotum. í afahúsi Þriðja bók Guðrúnar fjallar um nýjar sögupersónur og nýtt umhverfi og sýnir Ijóslega, að hún er enn vaxandi höfundur. Aðalsöguhetjan, Tóta litla, er átta ára og á heima í húsi afa síns ásamt foreldrum sinum og systkinum. Hún er óvenjulega bráðþroska telpa, enda lætur hún sér fátt óviðkomandi og hefur mörgu aö sinna. . . Og hér skortir hvorki skemmtileg atvik né hnyttin tilsvör fremur en í bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna. — Þessi bók seldist upp á fáum vikum, en er nú komin út í nýrri útgáfu. Allar eru bækurnar ríkulega myndskreyttar af Kol- brúnu S. Kjarval, Sigrúnu Eldjárn og Mikael V. Karlssyni. Guðrún Helgadóttir hefur hlotid verðlaun fyrir bestu íslensku barnabókina. Og eitt er víst: bækur hennar munu lengi lifa og bera hátt í íslenskum barnabók- menntum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.