Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 7
nema í útliti samt. Vona að Guð gefi að þú verðir staðfastari í áformum þinum, og njótir fylli- lega þeirrar kennslu, sem þú nú hefur. Þvi al|t er undir því komið að læra sem mest á þessum árum, því nú ertu móttækilegust fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum, og þess vegna um að gjöra að taka aðeins hið háfleyga og fagra i þjónustu sina. Þú munt skilja það siðar meir. Þú hefur ágæta kenn- ara: Móður þína og svo Þórarin, og er því um að gjöra að nota kennsluna. Allt er undir því kom- ið. Því nú er samkeppnin orðin svo mikil í heiminum. Annar hver unglingur lærir að spila á hljóð- færi. En svo þegar út í heiminn er komið finnur maður hve lítill maður er innan um hundruð snill- inga. En svo veit ég að þú ert framúrskarandi dugleg og myndarleg lítil stúlka. Það er nú gaman fyrir þig að fara f skólann og læra á bókina um veröldina frá upphafi og svo margt og margt. Það er víst óhætt að segja að unglingar fá ekki betri menntun í heiminum en i skólanum heima og er gaman fyrir þig þegar út i heiminn er komið að vita meira en jafnöldrur þínar. Og ef þú æfir þig vel að spila, þá gæti farið svo að þú yrðir ein af snillingunum en til þess þarf mikla æfingu og stöðuglyndi, annars verður ekk- ert nema kák úr því öllu saman. Það verður enginn snillingur nema með mikilli æfingu og föst- um ásetningi um að komast í þá röð listamanna. . .“ Síðan lýsir Bjarni ýmsum snillingum tónlist- arinnar sem hann hefur haft tækifæri til að hlýða á í New York, svo sem Paderevsky, Rachmaninoff, og söngvaranum Teodor Sjaljapin, og bætir við: „Evrópusnillingarnir koma hing- að flestir tii að ná í gullið, og ef þeir eru verulega góðir þá komast þeir hátt. En ef svo fer að Amerika er ekki neitt sérlega hrifin af þeim sumum, þá fara þeir til Evrópulandanna með sárt enni; og gera ekki annað en að skíta Ameríku út á allan hátt sem er ekki rétt.. .“ Heim aftur Hrakningum Bjarna í Vestur- heimi var þó ekki lokið. Nú kom kreppan og atvinnuleysið og með- al þeirra sem misstu vinnuna var Bjarni Björnsson. „Ég vildi leggja á flótta heim,“ segir hann í við- tali. „En það var hægara sagt en gert. Loks tókst mér að afla mér fyrir fari og heim komst ég með einu lystiskipinu 1930.“ Þegar heim kom kvæntust þau Torfhild- ur og Bjarni, og árið eftir eignuð- ust þau aðra dóttur, Björgu. íslendingar höfðu heldur ekki gleymt'Bjarna, og fljótlega öðlað- ist hann fyrri hylli og hann hafði áður notið i Bárunni og á fjölum Iðnó. Haustið 1931 var hann aftur kominn i þjónustu Leikfélagsins og lék aðalhlutverkið I Drauga- lestinni. Guðni Jónsson skrifar leikdóm í Morgunblaðið um leik- inn og segir þar um framlag Bjarna: „Aðalhlutverkið leikur Bjarni Björnseon. Hann hefur ekki leikíð hér í Reykjavik í siðast liðin 15 ár, en var þá þegar orðinn vinsæll leikari. Eftir það fór hann til Hollywood og lék í kvikmynd- um um nokkurt skeið og var kom- inn þar vel á veg. Er hann nú kominn heim aftur og munu allir leikvinir bjóða hann velkominn á íslenzka leiksviðið aftur. I hlut- verki Teddy Deans tókst honum ágæta vel og höfðu allir af honum hina beztu skemmtan. Hvíldi leikurinn mjög á honum frá upp- hafi til enda. Veit ég satt að segja ekki hver hefði átt að leika það hlutverk ef Bjarna hefði ekki not- ið við.“ Bjarni lék einnig með Leik- félaginu öðru hverju næstu árin, meðal annars Sherlock Holmes á nýjan leik og hreppstjórann i Gullna hliðinu, þegar það var fyrst flutt. Þess á milli einbeitti hann sér að gamanvísunum og eftirhermum, og söng þá inn á þær hljómplötur sem enn heyrast f útvarpinu. Fyrstur íslenzkra leikara hlaut hann listamanna- styrk Alþingis árið 1936 og notaði þá tækifærið til að fara til Óslóar og Kaupmannahafnar, þar sem hann söng islenzkar og danskar gamanvísur í útvarp í báðum löndunum. Helztu dagblöðunum í báðum þessum borgum þótti tölu- vert til komu Bjarna koma og áttu við hann viðtöl um feril hans. I viðtali í Politiken var hann spurð- ur að því hvort hann gæti lifað af leiklistinni einni saman, og hann svaraði því til að hann hefði árið áður hlotið listamannastyrk. „Þess vegna gat ég i ár tekið mér nokkurra mánaða frí til að kynna mér leiklist i Noregi og Dan- mörku. Kannski held ég smá skemmtun hérna og syng þá um Stauning i stað alþingismann- anna. Þó ég hafi iðulega sungið meinlega um þá karla, hafa þeir ekki hefnt sin á mér heldur þvert á móti látið mig fá listamanna- etyrk með samhljóða atkvæðam — ég er eini leikarinn á Islandi sem hef fengið hann. Eins og lifið hefur leikið við mig upp á siðkast- ið er ég þess vegna alls ekki leið- ur yf þvi að Barney Bronson var eftir í Hollywood og Bjarni Björnsson fór heim til íslands." Bjarni Björnseon var sáttur við hlutskipti sitt í listinni þegar hann andaðist i Reykjavik í febrú- ar 1942. Brýning Halldórs Laxness til Bjarna hafði orðið að áhrinsorðum — „þú átt að birtast aftur heima, því það er betra að verða ógleymanlegur hjá smárri þjóð, en hverfa inn í þetta garg- STORKOSTLEGT URVAL MJÖG VÖNDUÐ GOLFTEPPIVERÐ FRÁ KR.1.800 FERM. VINYL GOLFDUKUR Verð frá kr. 1.400 ferm. KORK-GÓLFFLÍSAR Verð frá kr. 2.780 ferm. VINYL VEGGFÓÐUR Verð frá 600 rúllan NÝIR LITIR MALNING OG MÁLNINGARVÖRUR Frá helstu framleiðendum STAÐGREIÐSLU AFSLÁTTUR HVORTSEM KEYPTER MIKIÐ EÐA LÍTIÐ. 10% Það munar um minna Vandaður CONDAKT-pappír — litaúrval mikið. TEPPI í BÍLA — RYA OG ESCERONA — VÖNDUÐ TEPPI í SÉRFLOKKI. Lítið við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig m LEÐURLIKI, BREIDD 138 CM — Glæsilegir litir — i Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.